Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.10.2017, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2017/103 447 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R starfsemi. Þessum fjórum félögum yrði ætlað að sinna öllu landinu. Sérgreinafé- lögin og önnur félög yrðu svo rekin með óbreyttu sniði.“ Sterkari félög og jafnari völd Kristján segir að viðmælendur hafi verið sammála um að hingað til hafi Lækna- félag Reykjavíkur dálítið borið höfuð og herðar yfir önnur aðildarfélög LÍ og því getað haft mikil áhrif á starfsemina ef því sýndist svo. „Aftur á móti hafa svæða- félögin á landsbyggðinni verið lítið virk, börn síns tíma, og þar sjái flestir ekki tilgang í að halda starfseminni áfram í óbreyttri mynd. Með því fyrirkomulagi að læknar geti verið í mörgum félögum „Með því að jafna vægið með nýjum aðildarfélögum yrðu félögin sterkari, völdin jafnari og fjárhagsleg geta meiri til að sinna hagsmunum allra lækna, sem aftur styður enn betur við starfsemi LÍ,“ segir Kristján Vigfússon. og valið hvert tíundin, félagsgjaldið, sé greitt, er verið að tvístra kröftum og erfitt að koma skilaboðum skýrt á framfæri, tryggja framgang og fagmennsku. Þess vegna vilji læknar færri félög þar sem hagsmunir fara betur saman. Með því að jafna vægið með nýjum aðildarfélögum yrðu félögin sterkari, völdin jafnari og fjárhagsleg geta meiri til að sinna hags- munum allra lækna, sem aftur styður enn betur við starfsemi LÍ,“ segir Kristján. Eitt félag og eitt félagsgjald Þá voru starfsemi og skipulag Læknafé- lags Íslands borin saman við hin Norður- löndin í úttektinni. „Þar var sambærilegt fyrirkomulag í Svíþjóð, Danmörku og Noregi að reyna að halda félagsmönnum saman og vera með sterk og fá aðildarfé- lög. Finnar eru eina landið með einstak- lingsaðild allra lækna og eitt svæði. Íslendingar hafa verið með níu svæði auk annarra minni félaga inni í LÍ. „Með nýja fyrirkomulaginu yrðu til dæmis skurð- læknar að ákveða hvort þeir ætla að vera í aðildarfélagi sjúkahúslækna eða sto- fulækna (gamla LR). Þeir meta sjálfir hvar hagsmunum þeirra er best borgið.“ Fjórir starfsmenn í stað eins Kristján segir að könnunin hafi leitt í ljós mikinn samhug um að standa áfram vörð um kjaramál lækna því í krafti stærðar og samtakamáttar náist meiri árangur. Hvert félag myndi kjósa sér stjórn og formann og setja vinnureglur og lög um starfsemina sem myndu gilda fyrir allt landið. „Hvert félag fengi líka hlutdeild í aðildargjöldum LÍ (sem eru um 120 millj- ónir á ári) og gæti innheimt að auki eigin aðildargjöld ef vilji yrði fyrir því. Ef þau fengju 12% af aðildargjöldum LÍ þá yrðu það fjórar milljónir á ári á hvert félag sem gæti dugað fyrir starfsmann í hverju félagi í hálfu starfi. Hvert félag yrði þá með for- mann á launum sem myndi bæði styrkja viðkomandi félag og samstarfið við LÍ og hefði auk þess tvo fulltrúa í stjórn LÍ. For- maðurinn yrði kosinn í beinni kosningu. Þá gætu fulltrúarnir mætt á læknaþingið og unnið í baráttumálum hvers félags fyr- ir sig,“ segir Kristján að endingu. Kosið verður um breytingu á lögum og skipuriti Læknafélags Íslands í október næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.