Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 1

Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 1
M Á N U D A G U R 4. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  129. tölublað  106. árgangur  LANGAR AÐ EINFALDA FLÓKIN FORM RISAEÐLUR Í REYKJAVÍK FÆRA HLUTI ÚR RAUNHEIMUM Í TÖLVULEIK LISTAHÁTÍÐ HAFIN 29 MYRKUR Í LEIKJUM 26GEÓMETRÍSKT SKART 12 Eftir að nýtt námsmatskerfi var tekið upp, svokölluð hæfniviðmið, fær hver grunnskólanemandi miklu fleiri einkunnir en áður. Dæmi eru um að átta ára gömul börn fái hátt í 100 einkunnir, þar af 28 í íslensku og 11 í stærðfræði. Þessu fylgir mikil vinna fyrir grunnskólakenn- ara. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður Félags grunnskóla- kennara, segir að til standi að taka upp viðræður um þetta við yfirvöld menntamála. Fátt bendi til að það bæti nám og kennslu. „Þetta náms- mat átti að gefa betri sýn á stöðu nemandans, en það virðist ekki ná að gera það,“ segir Þorgerður. „Svo virðist sem foreldrar séu litlu betur settir með að átta sig á stöðu barna sinna.“ Ályktað var um námsmatið á síð- asta aðalfundi FG og Þorgerður segir að til standi að ræða það á vettvangi menntamálaráðuneytis- ins. „Það er svo spurning hvort það verði sátt um að hafa þetta öðruvísi til framtíðar,“ segir hún. »16 Fá hátt í 100 einkunnir Morgunblaðið/Hari Nemandi Grunnskólakennarar gagnrýna fyrirkomulag námsmats.  Grunnskólakennarar óánægðir með nýtt námsmatskerfi Sjómannadagurinn í Reykjavík í gær var tileink- aður hundrað ára fullveldisafmæli Íslands í ár og haldinn hátíðlegur sem seinni hluti dagskrár Há- tíðar hafsins. Hátíðarsvæðið náði frá Hörpu að HB Granda. Aflraunir, andlitsmálning, fiskismakk, stelpukoddaslagur, bátasmíði, bryggjuveiði krakka, tónlistaratriði og sjómannadagsball, voru á meðal skemmtana sem boðið var upp á. Athöfn var haldin við Minningaröldur sjómanna- dagsins í Fossvogskirkjugarði og sjómannamessa í Dómkirkjunni þar sem biskup Íslands minntist drukknaðra sjómanna. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Duttu í sjóinn eftir koddaslaginn Sjómannadagurinn í ár var tileinkaður 100 ára fullveldisafmæli Íslands Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Útlit er fyrir að niðurstaða viðræðna í flest- um stærri sveitarfélögum landsins verði orðin ljós um miðja viku. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks, Sam- fylkingar og Vinstri grænna var myndaður í Borgarbyggð í gær og gengið er út frá því að Gunnlaugur Júlíusson, núver- andi sveitarstjóri, sitji áfram. Í gær- kvöldi skrifuðu Samfylking og Framsókn- arflokkur undir málefnasamning um meirihluta sinn á Akranesi. Sævar Freyr Þráinsson verður áfram bæjarstjóri. Sjálfstæðismenn í Kópavogi funduðu lengi í gær vegna ólíkra hugmynda um bæj- arstjórnarsamstarf. Þrír bæjarfulltrúar flokksins lýstu í gær yfir fullu trausti til Ár- manns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópa- vogs og oddvita sjálfstæðismanna, en stað- festu um leið efasemdir sínar um samstarf við BF-Viðreisn, sem áður hafði verið fjallað um í fjölmiðlum. Ármann sagði í samtali við mbl.is í gær- kvöldi að erfitt yrði að ná sátt um áfram- haldandi samstarf við BF-Viðreisn. Spurð- ur hvort búið væri að lægja öldurnar í Kópavogi sagði hann að sátt væri að mynd- ast. „Þegar þú ert með flokk sem er með þetta marga bæjarfulltrúa er ljóst að sjón- armiðin geta orðið mörg og ég þarf að taka tillit til þeirra sem oddviti,“ sagði hann. Meiri- hlutar í mótun  Nýr meirihluti á Akranesi tekinn við Viðræður » Á mörgum stöðum sér fyrir endann í meiri- hlutamyndun. » Enn er óvíst með meirihluta í Kópavogi. » Tveir nýir meirihlutar voru myndaðir í gær. MLínur í sveitarstjórnum verða ljósar »4  Legurými á bráðamóttökunni í Fossvogi munu að öllum líkindum fyllast hratt þegar hjartagátt Land- spítalans verður lokað 5. júlí. Aukið álag er á hjartagáttinni yfir sumar- tímann vegna ferðamannastraums- ins og þá sérstaklega skemmti- ferðaskipa sem liggja við bryggju í Reykjavík. Læknum verður fjölgað á bráðamóttökunni í Fossvogi og legurýmum einnig en það mun ef- laust duga skammt og fyrirséð er að álag á bráðamóttökunni verði umtalsvert. Helsta ástæðan fyrir lokun hjartagáttarinnar er skortur á sérhæfðum hjúkrunarfræðingum. Skorturinn er ekki mikill hlutfalls- lega en þó nægilega mikill til að loka þurfi hjartagáttinni í einn mánuð. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans segir stöðuna óheppilega. »6 Bráðamóttakan mun duga skammt Landspítali Legurými munu fyllast hratt á bráðamóttökunni þar í sumar.  Gabríel Nói Stefánsson, einn nemendanna úr Klettaskóla sem leiddu liðsmenn íslensku og norsku karla- landsliðanna í fótbolta inn á Laugardalsvöll á laugardag, naut sín að fullu í návist knattspyrnu- hetjanna og er ánægður með lands- liðsbúninginn sem hann fékk að gjöf. Krakkarnir hittu leikmenn ís- lenska liðsins nokkrum dögum fyrir leikinn og þau æfðu sig fyrir við- burðinn í nokkrar vikur. »6 Gabríel fékk að leiða landsliðsmann Gabríel Nói Karl Liljendal Hólmgeirsson tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Mið- flokkinn. Hann er 20 ára og 355 daga gamall og verður þar með sá yngsti frá upp- hafi sem sest á þing. „Það er mikil lífsreynsla fólgin í tækifæri sem þessu en ég er auðvitað hrikalega ungur og það kemur í ljós hvernig fer,“ segir Karl í samtali við Morgun- blaðið. Hann stundar nám við Verk- menntaskólann á Akureyri og leggur þar stund á viðskipta- og hagfræði. Karl segist ekki alltaf hafa haft áhuga á pólitík en að áhuginn hafi þróast hratt. „Ég byrjaði í pólitík fyrir um það bil tveimur árum,“ segir Karl, sem var varaformaður Félags ungra framsóknarmanna á Akur- eyri. Hann gekk síðar til liðs við Mið- flokkinn. »2 Tvítugur mennta- skólanemi á þing Karl Liljendal Hólmgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.