Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 12

Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager Sími 4 80 80 80 2016 Suburban LTZ Glæsilegur 7 manna bíll, 4 kapteinsstólar. Með sóllúgu, hiti í stýri, loftkæld og hituð sæti. 22” felgur. 5,3L V8, 355 hö. Keyrður 2400km. Öll standsetning innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 12.990.000 m.vsk 2018GMCSierraSLT35”breyttur Litur: Dark slate, svartur að innan. Einnig til í lager: blár, silver og vínrauður 6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. 35” breyttur með kanta, 35” dekk og VISION felgur Standsetning innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. VERÐ 10.290.000 m.vsk 2018 GMC Sierra SLT Q6.6L Duramax Diesel, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalarakerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. Öll standsetning innifalin í verði ásamt ábyrgð og þjónustu. Litur: Stone blue, svartur að innan. Einnig til Dark Slate, Silver og Red Quartz VERÐ 9.590.000 m.vsk Gullfiskur Kæliþurrkaður harðfiskur semhámarkar ferskleika, gæði og endingu. Inniheldur 84%prótein. 84%prótein - 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Tilvalinn með á völlinn í sumar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Skartgripirnir sem Edda Berg-steinsdóttir gullsmiður fram-leiðir undir merkinu SEB jewellery (www.seb.is) hafa vakið töluverða athygli bæði á Íslandi og erlendis. Hún hefur hannað þrjár skartgripalínur sem allar eiga það sameiginlegt að vera byggðar upp af geómetrískum formum. Við hönnunina notar Edda meðal annars þrívíddarforrit, en eftir að hug- myndin verður til hefst hönnunar- ferlið í tölvunni. „Fyrst teikna ég skartgripina upp í tölvu og læt svo prenta þá út í þrívíddarprentara. Þannig verður til þrívíddarmódel, sem síðan er tekin af- steypa af og hún notuð til að fjölda- framleiða skartið,“ útskýrir Edda, en hún hlaut nýlega markaðsstyrk frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands úr Átaki til atvinnusköpunar til að taka þátt í vörusýningu í Þýskalandi. „Það er frekar nýtilkomið að gull- smiðir noti þrívíddarprentun við hönn- un skartgripa en þetta er verkfæri sem er greinilega komið til að vera. Að sjálfsögðu er mikil vinna eftir þegar mótið hefur verið gert og skartgrip- urinn steyptur, og tekur þá við hefð- bundin gullsmíðavinna við að hreinsa, húða og fullvinna hvert stykki. Það nýja helst því í hendur við það gamla.“ Langar að einfalda flókin form En hvers vegna leiddist Edda út á þá braut að hanna geómetríska skartgripi? „Kannski er skýringuna, að hluta, að finna í því að mig langaði lengi að verða arkitekt og hef mjög gaman af formum og uppbyggingu hluta. Ég virðist líka hafa ríka þörf fyrir að einfalda flókin form og setja þau upp í litlum skúlptúr.“ Fyrsta skartgripalína SEB jew- ellery og sú vinsælasta er dýra-línan. „Þetta upphófst með því að börnin mín elska kisur og hafa oft beðið mig um að teikna fyrir sig kisu, og úr einni af þessum teikningum varð til háls- men sem síðar þróaðist yfir í geómetr- ískan kisa. Ég þreifaði fyrir mér á markaðinum með kisumeninu árið 2015 og fann það strax að fólk tengdi mjög sterkt við dýr og að hönnunin höfðaði mikið til ákveðinna hópa. Síð- an bættust við fleiri dýr: hundurinn, hesturinn, nautið og hrúturinn.“ Hönnunina útfærir Edda á marga vegu. Í nýjustu línunni, sem byggist á þremur fuglum, svani, hrafni og kríu má t.d. finna armbönd, hálsmen og eyrnalokka. Skartgrip- irnir eru framleiddir úr silfri en hægt er að velja á milli þess að hafa skart- gripina gyllta, silfraða eða oxaða svarta. Meiri áhugi á skartgripum Velgengni SEB jewellery er eitt dæmið af mörgum um þá grósku sem verið hefur í íslenskri hönnun undan- farin ár. Edda segir spennandi hluti að gerast í skartgripum um þessar mundir og menningin í kringum tísku og hönnun ýti undir söluna. „Mér finnst ég t.d. verða vör við það hjá stelpum í kringum tvítugt að þær hafa mun meiri áhuga á skart- gripum en mín kynslóð hafði á þessum aldri. Tískan er líka þannig í dag að fleira er leyfilegt en áður og hægt að blanda saman ólíku skarti úr mismun- andi áttum,“ útskýrir hún. „Í seinni tíð greini ég það líka að fólk kaupir meira af skarti úr eðalmálmum; það vill að skartgripurinn sé ekta og hikar ekki við að láta eftir sér fallegan skartgrip ef hann er á réttu verðbili.“ Gengið hefur vel að koma SEB jewellery á framfæri erlendis og segir Edda að í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi njóti norræn hönnun mik- ils meðbyrs. „Um allan heim er gríðarlegur áhugi á norrænni menningu og það skemmir ekki fyrir að vera frá Íslandi. Að því sögðu er slagurinn á þessum markaði harður og hönnuðir þurfa að hafa sig alla við,“ segir hún. „Þar hjálpar líka hvað Ísland nýtur mikilla vinsælda hjá ferðamönnum, því með því að koma íslenskum skartgripum á framfæri við ferðamennina erum við í raun að ná að kynna íslenska gullsmíði og skartgripagerð fyrir öllum um- heiminum, og það gerist reglulega að erlent innkaupafólk finnur eitthvað áhugavert á leið sinni um landið.“ Lengi verið hrifin af uppbyggingu hluta Skartgripirnir frá SEB jewellery verða fyrst til í þrívíddarprentara sem vaxmódel sem tekin er af- steypa af. Í dag framleiðir fyrirtækið þrjár mismun- andi línur skartgripa. Morgunblaðið/Valli Sköpun „Það er nýtilkomið að gullsmiðir noti þrívíddarprentun við hönnun skartgripa en þetta er verkfæri sem er komið til að vera,“ segir Edda. Línur Geómetríska skartið hefur vakið mikla hrifningu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.