Morgunblaðið - 04.06.2018, Side 13
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Fólk virðist gjarnan byrjasumarleyfið á því að takatil í fataskápnum. Aðminnsta kosti er áberandi
að magnið af fötum sem til okkar
berst eykst jafnan mikið á sumrin.
Þetta fer af stað á vorin þegar
söfnunarátakið hefst og fram eftir
öllu sumri erum við að fá hingað
mun meira magn af fatnaði en ger-
ist á öðrum árstímum,“ segir Örn
Ragnarsson, sviðsstjóri fatasöfn-
unar hjá Rauða krossi Íslands.
Á morgun, mánudaginn 4. júní,
hefst árlegt fatasöfnunarátak
Rauða krossins í samstarfi við Eim-
skip, Sorpu og Póstinn. Inn á öll
heimili landsins sem eru um 120
þúsund talsins verður dreift fata-
söfnunarpokum sem fólk er hvatt
til að nota og setja í gömul föt, skó,
handklæði, rúmföt og annað slíkt
sem svo er selt áfram. Einnig má
setja textíl í pokana, götótta sokka
og slitin rúmfötin og svo framvegis
en efnið úr þessu öllu nýtist til
endurvinnslu.
Vinna umhverfi
og samfélagi gagn
Á næstu dögum þegar fólk er bú-
ið að taka til í skápum sínum og
tína föt í poka sem hnýta á vel fyrir
má koma með þá á söfnunarstöðvar
víðs vegar um landið s.s. afgreiðslu-
stöðvar Eimskips Flytjanda, endur-
vinnslustöðvar Sorpu og í söfnunar-
gáma Rauða krossins, meðal
annars á grenndarstöðvum á höfuð-
borgarsvæðinu.
„Verðmætin leynast víða og söfn-
un og sala á notuðum fatnaði er af-
ar mikilvæg fjáröflun í starfsemi
Rauða kross Íslands. Því miður er
enn mikið af fötum, textíl og klæð-
um urðað og því viljum við breyta
og er að takast smátt og smátt.
Fólk verður æ betur meðvitað um
að fötum á að skila í gámana okkar
og vinna bæði umhverfi og sam-
félaginu gagn þannig,“ segir Örn.
Sérvalið til Hvíta-Rússlands
„Í fyrra skilaði fatasöfnunin
Rauða krossinum um 80 milljónum
króna, peningum sem fara allir í
hjálparstarf. Söfnunargámar okkar
eru víða um land og þangað og í
starfsstöðvar okkar kemur fólk
með föt. Í fyrra bárust í móttöku-
stöð okkar hér við Skútuvog í
Reykjavík alls um 3.200 tonn. Hér
eru fötin flokkuð; sumt fer í versl-
anir Rauða krossins sem eru alls
þrettán á landinu. Mest seljum við
til Þýskalands og Hollands en einn-
ig semdum við 3 gáma á ári til
Hvíta Rússlands af sérvöldum föt-
um sem dreift er til bágstaddra
þar.“
Örn Ragnarsson hefur haft yfir-
umsjón með fatasöfnuninni síðast-
liðin þrettán ár og segir að með
hverju ári aukist magnið. Á árinu
2017 jókst það milli ára um 350
tonn. Heildarmagn útflutnings árið
2017 var rétt tæplega 3.100 tonn.
Merkimiðinn á flíkunum
„Samhliða því að vera mikilvæg
fjáröflun er augljóst að verkefnið
áorkar miklu í endurvinnslu og um-
hverfisvernd. Og magnið og árang-
urinn í þessu starfi helst mjög í
hendur við hver efnahagur fólks er.
Fyrst eftir efnahagshrunið dróst
það fatamagn sem okkur barst
saman mjög hratt en nú hefur
þetta náð fyrri hæðum og vel það.
Nú er okkur jafnvel farinn að ber-
ast fatnaður sem er lítið notaður
eða jafnvel ekkert enda er merki-
miðinn enn á flíkunum,“ segir Örn
og bætir við að fatasöfnunin hafi
marga snertifleti við starf og gildi
Rauða krossins. Þannig sé flokk-
unin að mestu unnin í sjálfboða-
starfi, þá gjarnan af fólki sem þarf
að komast úr félagslegri einangrun
og vera annarra á meðal. Má þarna
nefna fólk sem hefur glímt við veik-
indi, hælisleitendur og fleiri, sem
þarna finna kröftum sínum viðám
og vinna gott og þarft starf í þágu
fjöldans.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sjálfboðaliði Katrín Jónsdóttir er í þeim góða hópi sem mætir reglulega í
flokkunarstöðina þar sem fötunum sem berast er pakkað og þau send áfram.
Verðmætin
leynast víða
Fatasöfnunarátak Rauða kross Íslands hefst í vik-
unni. Margir hefja sumarleyfið á að taka til í skápum
þar sem margar flíkur má finna. Í söfnunargáma ber-
ast 3.200 tonn af fötum sem svo er breytt í peninga.
Hlýtt Fallegar handprjónaðar
barnapeysur á fatamarkaðnum.
Klæði Örn Ragnarsson við söfn-
unargám, en þá má finna víða.
Undirritaðir voru á dögunum samningar milli Ferðafélags Ís-
lands og Arion banka þess efnis að bankinn verði aðalsam-
starfsaðili og bakhjarl FÍ næstu þrjú árin. Samningnum sam-
kvæmt mun Arion leggja FÍ lið til góðra verka á fjöllum í þágu
almennings og ferðamanna í landinu, meðal annars til upp-
byggingar göngustíga og fjallaskála. Einnig til að efla öryggis-
mál á fjöllum, náttúruvernd og fleiri samfélagsleg verkefni sem
um leið falla undir markmið og tilgang Ferðafélags Íslands.
„Okkur er mikið ánægjuefni að fá þennan góða bakhjarl. Við
höfum á síðustu árum staðið fyrir uppbyggingu víða, svo sem á
Laugaveginum þar sem framkvæmt hefur verið fyrir háar upp-
hæðir. Þá er félagið öflugt í ýmsum lýðheilsuverkefnum; það er
að fá fólk til að hreyfa sig sem gerir öllum gott. Liðsinni Arion
banka í þessu er kærkomið og mikilvægt,“ sagði Páll Eysteinn
Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, í sam-
tali við Morgunblaðið.
Öflugt starf í þágu lýðheilsu
Arion bakhjarl FÍ
Stuðningur Páll Eysteinn Guðmundsson frá Ferða-
félagi Íslands og Halldór Harðarson frá Arion banka.
Aftar eru frá vinstri talið: Ólöf Sívertssen, Hjalti Björns-
son og Steingerður Sigtryggsdóttir sem öll eru frá FÍ.
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC