Morgunblaðið - 04.06.2018, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018
Framtíð íslenskrar
peningastefnu
Forsætisráðuneytið býður til ráðstefnu
á Grand hótel miðvikudaginn 6. júní kl.8:30-12:00 um
Dagskrá:
8:30-8:45 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fundinn
8:45-9:30 Ásgeir Jónsson, formaður nefndar
um endurskoðun á ramma peningastefnu
kynnir niðurstöður nefndarinnar
Erlendir sérfræðingar gera grein fyrir sinni ráðgjöf til stjórnvalda:
9:30 - 9:50 Kristin J. Forbes, prófessor við MIT-háskóla
9:50-10:15 Kaffihlé
10:15-10:35 Patrick Honohan, fyrrum seðlabankastjóri Írlands
10:35-10:55 Sebastian Edwards, prófessor við UCLA háskóla
10:55-11:15 Fredrik N. G. Andersson og Lars Jonung,
prófessorar við Háskólann í Lundi
11:15-12:00 Pallborð með Ásgeiri Jónssyni og erlendum sérfræðingum
Fundarstjóri er Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur
Aðgangur er ókeypis
Skráning á stjornarradid.is/peningastefna
Jim Mattis, varnarmálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði á sunnudag að
ekki yrði látið af refsiaðgerðum gegn
Norður-Kóreu fyrr en þarlend stjórn-
völd hefðu með sannanlegum og
óafturkræfum hætti tekið skref í þá
átt að binda enda á kjarnorkuvopna-
getu sína. Mattis lét þessi orð falla á
árlegum ráðherrafundi í Singapúr, en
fyrirhugað er að Donald Trump
Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un
leiðtogi Norður-Kóreu, muni eiga
sögulegan fund þar í borg 12. júní
næstkomandi.
„Við getum í besta falli vænst þess
að það verði holur á veginum fram að
[samningaviðræðunum],“ sagði Matt-
is á fundi sem hann hélt með varn-
armálaráðherrum Japans og Suður-
Kóreu.
Itsunore Onodera, varnarmálaráð-
herra Japans, sagði við sama tæki-
færi að brýnt væri að löndin þrjú
héldu áfram að beita Norður-Kóreu
þrýstingi samhliða því að leitað yrði
að farsælli diplómatískri lausn. Að
sögn Reuters hafa sumir íbúar Jap-
ans áhyggjur af að Bandaríkin muni
gera samning við Norður-Kóreu sem
muni tryggja að ekki verði hægt að
gera árás á bandarískar borgir, en
skilja Japan eftir berskjaldað gagn-
vart árás. Onodera hefur varað við því
að ekki megi verðlauna Norður-
Kóreumenn fyrir það eitt að fallast á
að hefja viðræður og ítrekaði hann á
ráðstefnu helgarinnar að Japan æskti
þess að skotflaugar með bæði löngu
og stuttu drægi yrðu fjarlægðar frá
Norður-Kóreu. ai@mbl.is
Engin eftirgjöf fyrr en
eftir skýrar aðgerðir
Ekki verður slakað á þrýstingnum á Norður-Kóreu fyrr en
afvopnun er hafin Japan vill að allar skotflaugar hverfi
AFP
Samstíga James Mattis með Itsunori Onodera og Song Young-moo, varnar-
málaráðherrum Japans og Suður-Kóreu. Styttist óðum í leiðtogafundinn.
Hæstiréttur Filippseyja ákvað í maí
að víkja Maríu Lourdes Sereno úr
starfi sem forseti hæstaréttar, en
Rodrigo Duterte, forseti landsins,
hafði áður kallað hana „óvin“ fyrir að
greiða atkvæði gegn sumum um-
deildum stefnumálum ríkisstjórnar-
innar sem komu fyrir dóm. Sereno
greiddi meðal annars atkvæði gegn
því að leyfa Duterte að framlengja
herlög í suðurhluta landsins.
Diego García-Sayan, sérfræð-
ingur hjá Sameinuðu þjóðunum sem
vaktar sjálfstæði dómara og lög-
fræðinga, gagnrýndi brottvikningu
Sereno og sagði aðgerðina senda
dómara- og lögfræðingastétt lands-
ins slæm skilaboð. García-Sayan,
sem var áður utanríkisráðherra og
dómari í Perú, telur að vegið sé að
sjálfstæði dómstóla Filippseyja og
lýðræði landsins stefnt í voða.
Duterte, sem er þekktur fyrir að
liggja ekki á skoðunum sínum, virð-
ist ekki hafa kunnað gagnrýninni
vel. Á fundi sem hann átti með
blaðamönnum á laugardag, í aðdrag-
anda opinberrar heimsóknar til
Suður-Kóreu, lét Duterte skamm-
irnar dynja á García-Sayan. „Segið
honum að skipta sér ekki af okkar
málum. Hann getur farið til hel-
vítis,“ sagði forsetinn.
Hæstiréttur kaus með átta at-
kvæðum gegn sex að víkja Sereno úr
starfi eftir að Jose Calida ríkissak-
sóknari lagði fram kvörtun og sakaði
Sereno um að hafa ekki greint með
réttum hætti frá hagsmunaskrán-
ingu sinni þegar hún starfaði sem
háskólaprófessor fyrir mörgum
árum. Bloomberg hefur eftir tals-
manni forsetans að hann telji
García-Sayan ekki hafa fengið réttar
upplýsingar, og að þó svo Duterte
hafi gagnrýnt Sereno þá hafi hann
ekki átt neinn þátt í brottvikningu
hennar. ai@mbl.is
AFP
Deilur Duterte kveðst ekki hafa
átt þátt í brottvikningu dómarans.
Segir fulltrúa SÞ að „fara til helvítis“
Duterte bregst illa
við gagnrýni SÞ
Danska þingið þarf nú að taka af-
stöðu til þess hvort leggja eigi á
bann við umskurði heilbrigðra
barna undir 18 ára aldri eftir að til-
laga þess efnis hlaut 50.000 undir-
skriftir á borgararfrumvarpssíðu
þingsins, borgerforslag.dk. Að baki
borgarafrumvarpinu standa sam-
tökin Intact Denmark sem beita sér
gegn umskurði á börnum.
Að sögn Danska ríkisútvarpsins
eru mjög skiptar skoðanir innan
þingflokkanna um frumvarpið.
Hafa tveir af þremur flokkum í
ríkisstjórn; Frjálslynda bandalagið
og Íhaldsflokkurinn, og einnig
stjórnarandstöðuflokkurinn Alter-
nativet, ákveðið að þingmenn
þeirra skuli greiða atkvæði um mál-
ið eftir eigin samvisku.
Umskurðarbann til um-
ræðu á danska þinginu
AFP
Vandi Áhorfendur fylgjast með umræðum á danska þinginu fyrir skömmu.
Umskurðarbann myndi m.a. stangast á við hefðir gyðinga og múslima.
Í apríl funduðu heilbrigðis-,
dómsmála-, utanríkis-, kirkju- og
varnarmálaráðherra Danmerkur
um mögulegar afleiðingar þess að
leiða umskurðarbann í lög. Var það
niðurstaða fundarins að með banni
væri veruleg hætta á að fækkað
gæti í hópi vinaþjóða Danmerkur.
Sagði Anders Samuelsen utanríkis-
ráðherra að það þjónaði ekki hags-
munum Danmerkur að vera eina
þjóð heims sem legði blátt bann við
umskurði barna.
Lena Nyhus forsvarsmaður In-
tact Denmark segir að því fylgi
vissulega áhætta af ýmsum toga að
ryðja brautina, en það megi ekki
veita ofbeldisfólki neitunarvaldið í
þessum efnum.
ai@mbl.is
Óttast að vinaþjóðum Danmerkur
fækki verði frumvarp samþykkt
Allt um sjávarútveg