Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 04.06.2018, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Alþjóðlegirtoppfundirhafa ekki verið eins spenn- andi upp á síðkastið og var stundum forðum tíð. Þegar stefndi að sigri í heimsstyrjöldinni síðari og í blálok hennar voru haldnir þrír fundir þar sem endum var lok- að. Enn skyldi reynt að setja undir leka sem leitt gæti til nýrrar styrjaldar eins og reynt var í stríðslok 1918 þegar Þjóðabandalag var stofnað. Sameinuðu þjóðirnar urðu til upp úr seinni styrjöldinni. Þjóðabandalagið var misheppn- að og einskis nýtt til að stöðva styjaldir, enda tóku Bandaríkin ekki þátt. Sameinuðu þjóðirnar voru samtök sigurvegaranna 1945 og þeir fengu því neitunar- vald yfir stærstu ákvörðunum. En bræðralag sigurvegaranna stóð stutt eftir að Hitler var úr sögunni. Stalín og arftakar hans í Kreml voru óvinirnir í 45 ár í köldu stríði. Bandaríkin fóru fyrir lýðræðisríkjunum í vestri og voru burðarbitinn, krosstré og járnbentir útveggir virkis- veggjanna sem útrás alheims- kommúnismans skyldi brotna á. Sem hann gerði. Bandaríkin sátu áfram í önd- vegi Nató og stóðu undir nær öllum kostnaði. Þau gripu ófús í taumana þegar Evrópuríkin þorðu ekki að stöðva ófrið í bak- garði sínum í kjölfar upplausnar Júgóslavíu. Þó er það áfram tuggið á hverjum leiðtogafundi ESB af öðrum að ESB hafi komið í veg fyrir að styrjöld brytist út í álfunni. Enn hefur ekki fundist maður sem veit við hvað er átt. Flest ESB-löndin hafa verið í Nató og Bandaríkin voru lengst af með rúmlega 100 þúsund manns undir vopnum í Þýskalandi. Hverjir voru það sem ætluðu sér að efna til stór- styrjaldar á meginlandinu, með leyfi að spyrja. Sovétríkin gufuðu upp án við- hafnar og án þess að nokkur sovétfræðingur í fínustu háskól- um heims hafi frétt af því fyrr en daginn eftir. Síðan hefur nokkrum sinnum verið úrskurð- að hver sé helsti óvinur vesturs- ins. Þegar þeir kepptu í kosn- ingum árið 2012 Obama forseti og andstæðingur hans, Mitt Romney, fengu þeir spurningu í kappræðum um hver væri hættulegasti óvinur Bandaríkj- anna á heimsvísu. Romney sagði að það væri Rússland. Obama flissaði yfir þessu svari sem sýndi að Romney hefði ekki vit á öryggismálum ríkisins. En eftir að Rússar voru sagðir hafa eytt milljónum dollara á Fésbók og fengið mörg „læk“ breyttist hljóðið. Milljónir dollara er reyndar upphæðin sem flokkarnir eyða á einum eftir- miðdegi í slíka hluti, en samt þótti þetta sýna að Rúss- arnir væru hættu- legasti óvinur Bandaríkjanna! Búið er að vísa fjölda sendifulltrúa frá Wash- ington og Moskvu úr landi eins og gert var á kaldastríðsárum. En nú er botninn að detta úr þessu Rússafári sem blásið var upp til að útskýra tap Hillary og til að reyna að bola Trump frá, þótt réttkjörinn væri. Hitt er annað og blasir við að Rússland erfði það góss að vera eina veld- ið sem getur „eytt“ Bandaríkj- unum í gereyðingarstríði. Því verður að taka það alvarlega. En sé horft til hernaðarlegr- ar og efnahagslegrar uppbygg- ingar getur aðeins eitt ríki skákað Bandaríkjunum í fyrir- sjáanlegri framtíð, Kína. En í Kína er gerð nýstárleg tilraun til að tvinna saman kapítalisma og kommúnisma sem eins konar síamstvíbura. Mörgum þykir víst að tilraunin feli í sér dauð- ann fyrir báða. Spurningin sé aðeins um tíma. En samhliða til- rauninni þenst her Kína út og einnig það hafsvæði sem Kína gerir tilkall til og segist viðbúið að verja með tilbúnum eyjum og eyjaklösum sem geyma öflug vopn af nýjustu gerð. Forsetar Kína og Bandaríkjanna hittast reglulega og segjast ná saman sem er gott svo langt sem það nær. En fram undan eru tveir spennandi leiðtogafundir núna. G-7 fundur í Kanada 8.-9. júní og fundur þeirra Trump og Kim Jong-un í Singapúr þann 12. júní. Evrópuríkin telja sig missa spón úr aski með því að Trump efni kosningaloforð sín um að „tæta í sundur versta milliríkja- samning sem Bandaríkin hafa gert“. Ríkin segjast munu halda áfram viðskiptum við Íran þrátt fyrir bann Bandaríkjanna. Trump veit að þau eru ófær um það og forystumenn viðskipta í ESB-löndunum hafa þegar við- urkennt að svo sé. Og svo er það „viðskipta- stríðið“ sem Trump hafði lofað í kosningabaráttu sinni. Eins og forystumenn í Evrópu benda á þá er hættulegt að hafa óút- reiknanlega menn við völd. Hingað til hefur mátt reikna út af öryggi að það síðasta sem vandaðir, ábyrgir og „ópopúl- ískir“ stjórnmálamenn gera er að kíkja á kosningaloforð eftir að kosningabaráttu lýkur. Þau eru geymd í skúffu þar til þarf að brúka þau á ný eftir fjögur ár. Því má til dæmis treysta að útreiknanlegur maður eins og Dagur B. sé þegar búinn að pakka sínum glærusjóum niður. Það þarf strangheið- arlegan mann til að kveikja í húsi eða svíkja kosningalof- orð} Færist fjör í fundi F ormaður þingflokks: Kæru félagar! Við erum komin saman til þess að ræða úrslitin í sveitarstjórnarkosn- ingunum. Umhverfisráðherra kemst ekki í dag, því að hann er að undirbúa gangsetningu á kolaofninum okkar á Bakka. Mjög margorður þingmaður 1: Ég vil í upp- hafi taka fram að ég veit í sjálfu sér ekki neitt um þetta mál, vissi reyndar ekki að það hefðu verið kosningar, en (Hér laumaði allur þingflokkurinn, að frátöld- um ræðumanni og einum öðrum, sér á kaffistof- una í peruköku. Komu aftur klukkutíma síðar). Mjög margorður þingmaður 2: og áskil mér fullan rétt til þess að taka til máls síðar. Forsætisráðherra: Ég vek athygli á því að í Reykjavík er kominn fram öfgafullur komm- únistaflokkur, sem talar um vanda fátæks fólks og þeirra sem standa höllum fæti. Fundarmenn ranghvolfa í sér augunum. Þingmaður utan af landi: Áttu við þennan sértrúarhóp sem hefur valið Malcolm tíunda sem leiðtoga sinn? Forsætisráðherra: Úrslitin í Reykjavík sýna glöggt að það var alrangt að allir kjósendur myndu yfirgefa okkur eftir að við fórum í þetta ágæta og ábyrga stjórnarsamstarf. Við höldum næstum einum af hverjum fimm sem kusu okk- ur síðasta haust. Það sýnir hvað okkar fólk er ánægt. Formaður þingflokks: Ég gleymdi því að heilbrigðis- ráðherra komst ekki á fundinn, en bað mig að skila því að í þessari viku tókst henni að koma í veg fyrir að afar fær taugalæknir flytti heim til þess að opna einkastofu. Fögnuður í salnum. Vel gert, kalla marg- ir samtímis, og sumir slá saman flötum lóf- um. Forsætisráðherra: En nú að kosningum loknum er ábyrgt að minnka niðurgreiðslur skulda um þrjá milljarða. Vill einhver hefja samtalið? Formaður þingflokks: Kannski ættum við að hækka barna- og vaxtabætur eða bæta kjör öryrkja? Dauðaþögn. Formaður þingflokks: Grín! Hlátrasköll. Formaður atvinnuveganefndar: Athygli mín hefur verið vakin á því að útgerðin berst í bökkum, hefur ekki getað borgað nema 66 milljarða í arð undanfarin ár og ekki fjárfest nema fyrir 54 milljarða. (Klökknar). Ég skil ekkert hvað þessar tölur þýða, en það er ljóst að það hafa farið meira en hundrað milljarðar út úr fyrirtækjunum sem við verðum að bæta útgerðunum. Það blikar á tár á mörgum brám. Margir: Hneyksli! Bætum kjör útgerðarmanna! Hugs- um um hag hinna hæstlaunuðu! Formaður þingflokks: Það er sem sagt samþykkt að færa útgerðinni þessa þrjá milljarða? Einróma stutt. Forsætisráðherra: Ég minni svo á kampavínsveisluna með félögunum í kvöld. Rödd úr salnum: Valhöll eða ráðherrabústaðurinn? Benedikt Jóhannesson Pistill Eignamenn allra landa – sameinist! Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Umsjónarkennarar semkenna á yngsta stigigrunnskólans þurfa aðgefa hverjum og einum nemanda tugi einkunna eftir að svo- kölluð hæfniviðmið tóku gildi í grunnskólunum. Talsverð óánægja er með þetta fyrirkomulag innan kennarastéttarinnar, mörgum finnst tíma sínum betur varið í önnur verk- efni og að leiðsögn hafi skort. Þor- gerður Laufey Diðriksdóttir, for- maður Félags grunnskólakennara, segir að til standi að taka upp við- ræður um þetta við yfirvöld mennta- mála. Ekki fáist séð að þetta fyrir- komulag bæti nám og kennslu. Morgunblaðið ræddi við kenn- ara sem hefur umsjón með 3. bekk í grunnskóla í Reykjavík. Í hans bekk eru 19 nemendur. „Svo eru nokkrir sem fá sérstakar umsagnir vegna þess að þeir eru með annað námsefni og eru því með annars konar náms- mat sem er lagað að þeirra þörfum,“ segir kennarinn sem segir að í skól- anum þar sem hann kennir spyrji margir sig þeirrar spurningar til hvers verið sé að vinna alla þessa vinnu. Átta ára börn fá 98 einkunnir Spurður um hversu mikill tími fari í að vinna námsmatið segir hann að erfitt sé að áætla það. „En ég get fullyrt að það er óratími. Það er hægt að nota veturinn og forvinna sumt. En í lok skólaársins þarf að yfirfara það allt hvort sem er.“ Í þessum tiltekna þriðja bekk eru gefin 28 hæfniviðmið í íslensku, 12 í stærðfræði, 11 í samfélagsfræði, 11 í upplýsinga- og tæknimennt, níu í íþróttum og samtals 21 í verklegum greinum. Að auki er gefin loka- einkunn í hverri grein og þetta eru samtals 98 einkunnir á hvert barn. Áðurnefndur kennari kennir allar bóklegar greinar, sem eru þær fjórar fyrstnefndu og þarf því að gefa hverjum og einum af sínum 19 nem- endum 62 einkunnir, auk loka- einkunnar í hverri námsgrein, 66 ein- kunnir fyrir hvern og einn. Kennarinn þarf því að gefa samtals 1.254 einkunnir. Hæfniviðmiðum hvers nemanda fjölgar svo eftir því sem hann eldist og fer í fleiri námsgreinar. Upphaf- lega stóð til að þetta fyrirkomulag tæki gildi 2015 en var síðan seinkað til 2016. Skólar eru mislangt á veg komnir með að vinna samkvæmt þessu en þeir hafa ekki val þar sem þetta er samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla. Þorgerður segir að margir inn- an kennarastéttarinnar séu hugsi yf- ir framsetningu námsmatsins og þeirri miklu vinnu sem kennarar þurfi að leggja á sig í því. „Þetta námsmat átti að gefa betri sýn á stöðu nemandans, en það virðist ekki ná að gera það. Svo virðist sem for- eldrar séu litlu betur settir með að átta sig á stöðu barna sinna.“ Vilja funda um málið Að mati Þorgerðar er þetta fyrirkomulag, að hluta hverja náms- grein niður í einingar, gríðarlega mikil vinna fyrir kennara. „Auðvitað hefur þetta marga kosti, t.d. hefur farið fram mikil og góð umræða um námsmat og það er mjög dýrmætt að ræða um faglega þætti starfsins. Námsmat er stór hluti af vinnu kenn- arans, það er hluti af fagmennsku okkar og tæki til að sjá hvernig við stöndum okkur. En framsetningin í þessu fyrirkomulagi er of flókin.“ Að sögn Þorgerðar felst í þessu sameiginlegt námsmat fyrir allar list- og verkgreinar. „Þetta eru afar ólíkar greinar, þarna er t.d. verið að setja íþróttir og sund í eina loka- einkunn og heimilisfræði og smíði í aðra sameiginlega lokaeinkunn. Það er óásættanlegt í ljósi þess að svo oft er talað um að hefja þessar greinar til virðingar.“ Þorgerður segir að vissulega geti kennarar unnið hluta námsmats- ins samhliða kennslunni. En það þurfi síðan að endurskoða um vorið því staða nemenda geti breyst tals- vert yfir skólaárið. Ályktað var um námsmatið á síðasta aðalfundi FG og Þorgerður segir að til standi að ræða það á vettvangi Menntamálaráðu- neytisins. „Það er svo spurning um hvort það verði sátt um að hafa þetta öðruvísi til framtíðar,“ segir hún. Margrét Lilja Pálsdóttir er um- sjónarkennari í 2. bekk í Öldutúns- skóla í Hafnarfirði. Hún segir að talsverð umræða hafi verið um námsmatið meðal grunnskólakenn- ara, þessu fylgi mikil vinna og að fæstir kennarar nái að inna hana af hendi innan þess vinnuramma sem þeim er settur. Hún skráir 35 hæfnimiðmið hjá hverjum og einum nemanda sínum og að auki lokaeinkunn í hverri námsgrein. „Við höfum spurt okkur að því hvort kennslan hafi orðið betri eftir að þessi hæfniviðmið komu, hvort nemendur séu að ná betri ár- angri og hvort námsmatið sé með skýrari hætti. Ég get ekki séð það og er ekki að sjá að þetta gefi skýrari mynd af stöðu nemendanna.“ Hvert átta ára barn fær 98 einkunnir Morgunblaðið/Eggert Í skólanum Eftir að nýtt námsmatskerfi var tekið upp, svokölluð hæfni- viðmið, fær hver grunnskólanemandi miklu fleiri einkunnir en áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.