Morgunblaðið - 04.06.2018, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 04.06.2018, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Glaumur og gleði eru lykilorð næstu vikna. Þú hefur ekki fengið neitt á silfurfati í gegnum lífið en nú virðist lukkan ætla að leika við þig næstu árin. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er gríðarlega mikilvægt að setja sér markmið. Stundum sérðu ekki skóginn fyrir trjánum. Makinn kemur þér á óvart. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert óánægð/ur með að fá ekki til baka það sem þú hefur lánað. Þér finnst þú ekki eiga að þurfa að biðja um hlutina aftur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Vertu á varðbergi gagnvart laumu- spili af einhverju tagi. Þér finnst þú ung/ur í annað sinn þegar þú kemst í langþráð frí og það í útlöndum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver kann að meta þig en skiptir svo skyndilega um skoðun. Með jákvæðni að vopni eru þér allir vegir færir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vinir leika á hjartastrengi þína. Þú slærð tvær flugur í einu höggi í vinnunni og færð hrós fyrir. Ekki segja já og amen við öllu sem makinn segir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það bjargar miklu að vera í góðu skapi. Störf sem tengjst fjölmiðlun liggja því vel fyr- ir þér þessa dagana. Fjármálin bjargast á ell- eftu stundu. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú vilt forðast að hitta vin þinn, en þú getur ekki endalaust skotið fundi ykkar á frest. Ekki skrifa undir nein skjöl nema lesa þau vel yfir áður. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Smámunasemin er alveg að fara með þig þessa dagana. Allt sem tengist fjöl- skyldu og vinum er á góðu róli þessar vik- urnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Vertu bara nógu ákveðin/n í því sem þú tekur þér fyrir hendur og láttu ekki slá vopnin úr höndum þínum. Þú leggur allt í sölurnar fyrir afkvæmin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Sköpunarkraftur þinn er mikill um þessar mundir þannig að þú átt erfitt með að velja og hafna. Þú missir sjónar á einhverju sem þér er mikilvægt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú verður að hafa augun opin fyrir þeim möguleikum sem felast í lífinu. Ef þú þarft að láta í minni pokann skaltu gera það með reisn. Við MA-stúdentar 1959 brugðumokkur austur í Rangárvalla- sýslu á fimmtudaginn. Auðvitað getur maður undirbúið sig með margvíslegum hætti fyrir slíka ferð. Ég tók „Njálu í íslenskum skáldskap“ eftir Matthías Johann- essen út úr skápnum – sem er skemmtileg lesning og fróðleg og einkar lifandi. Þar er að finna göm- ul rímnabrot, sem margir þekkja: Þegnar riðu á Þríhyrningsháls, þaktir brynju og skjöldum; allir komu þar óvinir Njáls nema Ingjaldur frá Kjöldum. Og þar er þessi vísuhelmingur, sem sumir segir að Sæunn gamla hafi mælt orðrétt fram: Uggir mig það, arfasáta! úr þér muni rjúka – . Sú saga er sögð af Þorvaldi á Sauðanesi að hann hafi verið að kveða rímur af Gunnari á Hlíðar- enda en ekki þótt sagan útskýra nægilega vel skapnað hans og yfir- litu. Gunnar vitraðist honum milli svefns og vöku. Þá kvað Þorvaldur: Andlitsfagur, augnablár, ásjón fegurðin vafði réttnefjaður með rauðgult hár, rósir í kinnum hafði. Sagt er frá því að Brynjólfur Halldórsson prófastur á Kirkjubæ (1676-1737) orti kvæði Hallgerði til varnar og lýkur svo: Á lesti þótti Langbrók gjörn, er lífs varð margra skaði, flestu má þó finna vörn að fráteknum þjófnaði. Árni Böðvarsson, mesta rímna- skáld 18. aldar, orti um Hallgerði: Enginn hafi það eftir mér, allir heldur lofi víf. Máske hún hafi séð að sér og síðan hlotið eilíft líf. Bólu-Hjálmar yrkir um lesti Lyga-Marðar og fláræði: Einráður var í æsku hann, illráður þegar stálpast vann, skjótráður til að skemma dyggð, skaðráður allri mannabyggð, fláráður þénti fjandanum, fáráður varð í dauðanum. Vestur-íslenska skáldið Kristinn Stefánsson (1856-1916) yrkir um Hildigunni og lætur þá skoðun í ljós í síðasta erindi að hæðni Skarphéð- ins á þingi hafi tendrað brennu- bálið: En Héðins hæðni á þingi, svo hvöss sem eggjar stáls, varð eldsins upphafs-neistinn en endir brenna Njáls. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur um persónur í Njálu „EÐA ÞIÐ GÆTUÐ PANTAÐ KORTIN Á NETINU OG SPARAÐ 60%, STIMPLIÐ BARA INN AFSLÁTTARKÓÐANN: „HJÁLP, ÉG ER AÐ GIFTAST NIRFLI.““ „HALLI, KOMDU HINGAÐ FLJÓTT.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... örlítill vinarvottur. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MENN, ÓVINURINN HEFUR SAMÞYKKT AÐ SEMJA VIÐ OKKUR! ÞVÍ MIÐUR EIGUM VIÐ ENGAN SEM ER VANUR ÞVÍ AÐ RÖKRÆÐA VIÐ BITRA ANDSTÆÐINGA! EKKI SATT, ANDERS HÉRNA VAR EITT SINN SKILNAÐARLÖGFRÆÐINGUR! JÁ, ÉG VEIT AÐ HÚN ER NÓGU STÓR FYRIR TUTTUGU MANNS ÉG ÆTLAÐI AÐ PANTA PÍTSU EÐA EINN GRETTI! EKKERT MÁL… HVAÐA STÆRÐ? GEFÐU MÉR GRETTINN VÁ! GRETTINN?! Söngleikurinn Slá í gegn sem síðaní vetur hefur verið sýndur í Þjóð- leikhúsinu er skemmtilegur. Leik- stjóranum Góa hefur tekist að spinna ágætan söguþráð í kringum lög Stuð- manna sem þorri Íslendinga kann. Það er nefnilega ekki að ófyrirsynju að talað sé um hljómsveit allra lands- manna; Stuðmannalögin eru yfirleitt auðlærð og hægt að raula með. Snilldin liggur auðvitað í textunum sem með lævíslegum hætti endur- spegla sögu og líf lítillar undarlegrar þjóðar á norðurhjaranum. Harpa Sjöfn, Stína stuð, Sigurjón digri og Dúddi rótari og fleiri af sama sauða- húsi eiga sér marga meðbræður í lif- andi mönnum og nú í karakterum sem ganga ljósum logum á leiksviði. x x x Margar skemmtilegar myndirkoma upp í huga Víkverja þeg- ar hann rifjar upp langa samfylgd sína með Stuðmönnum. Árið 1982 fóru allir í bíó að sjá Með allt á hreinu og myndin svínvirkar enn þegar hún er látin rúlla í gegn í barnaafmælum. Og mikið frábærlega var gaman að vera með hljómsveitinni í tívolíinu í Hveragerði árið 1987 þegar Látúns- barkinn Bjarni Arason sté á svið sem fullskapaður stórsöngvari. Sveitaball í Ýdölum í Aðaldal vorið 1999; salur- inn lærði lagið Ég er bara eins og ég er á fimm mínútuum og söng með. Sama gerðist í kristalsalnum í Tívolí í Kaupmannahöfn í september 2003 þegar lagið Íslensk fönn var frum- flutt. x x x Margir þekktir leikarar taka þátt íuppfærslunni á Slá í gegn; Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Jón Gnarr, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Edda Björgvinsdóttir, Oddur Júlíus- son og Birgitta Birgisdóttir svo nokk- ur séu nefnd. Og persónugalleríið er litríkt; Baddi hnífakastari, skeggjaða konan, Frímann flugkappi og fleiri. Leikhúsgestir síðastliðið laugardags- kvöld voru á öllum aldri og kynslóða- bil var ekki til. Sautján ára ungling- ur, förunautur Víkverja, kunni öll lögin gömul sem ný og skemmti sér vel. Frábær skemmtun og söguefnið íslenskt mannlíf í spéspegli leiks, laga og ljóða slær algjörlega í gegn. vikverji@mbl.is Víkverji Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. (Sálmarnir 86.11) --- ALLT A EINUM STAD � HÓT E L R E K S T U R Komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegri verslun að Hátúni 6a Hágæða rúmföt, handklæði og fallegar hönnunarvörur fyrir heimilið Eigum úrval af sængurvera settum Percale ofin – Micro bóm ull, egypskri og indverskri bó mull Hátúni 6a, 105 Reykjavík | Sími 822 1574 | hotelrekstur.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.