Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 11
17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 Í þessari viku vann kvennalandsliðið í fótbolta Slóv-eníu á Laugardalsvelli og mætir margföldummeisturum Þýskalands í hreinum úrslitaleik um sæti á HM. Karlalandsliðið í handbolta tryggði sér enn einu sinni sæti á HM í handbolta með því að vinna Litháa í Höllinni. Og í dag mætir íslenska karlalandsliðið Argentínumönnum á HM í fótbolta í Moskvu. Þetta gerist allt í sömu vikunni og það er nákvæm- lega ekkert eðlilegt við þetta. Ekki baun. megi enginn opna munninn. Hann þarf bókstaflega að fara inní sjónvarpið. Hann spyr mig líka á hverjum degi: Hvernig ætli þetta verði? Stundum er hann bjartsýnn og fer að tala um að ef við höldum hreinu fyrstu tuttugu mínúturnar þá geti allt gerst. Stundum er hann meira að segja of- urbjartsýnn og veltir fyrir sér þeim möguleika að Gylfi smyrji einn í vinkillinn í byrjun og svo verjumst við eins og ljón. Aðra daga gengur hann bara um og muldrar: „Hvað ef við töpum bara 6:0? Það væri hræðilegt.“ Ég tengi dálítið við þessa þráhyggju. Ég geri mér nefnilega alveg grein fyrir því að ég er alls ekki að fara að spila í þessum leik. Samt líður mér eins og ég sé að fara að mæta ólesinn í mikilvægt próf (sem hef- ur mögulega gerst) og hef varla hugsað um annað síð- ustu daga. Það slær ekki mikið á biðina að hafa her blaða- Þetta er ekki eðlilegt Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is ’ Ef við lítum bara á rökin, tölfræði og annað sem við notum til að spá, þá eruálíka miklar líkur á jákvæðri niðurstöðu og hjá nunnu í óléttuprófi.Sú staðreynd að Íslendingar séu að fara að spila á þessu stærsta móti vinsælustu íþróttagreinar heims er algjörlega mögnuð. Ef við lítum bara á rökin, tölfræði og annað sem við notum til að spá, þá eru álíka mikl- ar líkur á jákvæðri niðurstöðu og hjá nunnu í óléttu- prófi. Hvar eru Hollendingar, Ítalír, Kamerúnar, Bandaríkjamenn og Síleingar (eða hvað maður á að kalla þá)? En við höfum séð svo ótrúlega hluti að við erum hætt að kippa okkur upp við þetta og erum eins og góðærisbörn sem búast bara alltaf við því að fá meira á hverjum jólum. Spennan hefur magnast og er orðin yfirþyrmandi. Vinur minn og vinnufélagi er mikið áhyggjubál þegar kemur að leiknum við Argentínu. Hann hefur miklar áhyggjur af því hvar hann eigi að horfa á leikinn. Aðstæður þurfa að vera fullkomnar og það mega helst engin börn vera nálægt honum og mér heyrist að það manna úti í Rússlandi sem samviskusamlega skráir hverja einustu hreyfingu leikmanna og eltihrellir landsliðið útum allt. Svo segja þeir okkur með nokk- urra mínútna millibili að stemningin i hópnum sé bara býsna góð. Jájá. Nóg um það. Hvað með Aron Einar? Við viljum bara fá að vita hvort hann verður klár í slaginn. Margir eru komnir langt framúr sér og farnir að spá í hvort þeir geti ekki örugglega skotist út í 16-liða úrslitin eða hvort þeir eigi að bíða fram í 8-liða úrslit. Það er mjög krúttlegt en kannski ekki raunhæft. Og þó Hvað ef Gylfi ... En þetta er í dag. Stundin sem við höfum beðið eft- ir svo lengi. Ég vona bara að við gerum okkur grein fyrir því að það eitt að ná inn á þetta mót er afrek. Ég vona að við skiljum að það er ekki hægt að ætlast til þess að þetta titrandi smáblóm vinni Argentínu á HM. Og ég vona að Gummi Ben komi aldrei heim ... Kjararáð kvatt Samþykkt var á Alþingi að leggja kjararáð niður og falla lögin um ráð- ið úr gildi 1. júlí næstkomandi. Starfshópur sem skipaður var til að skoða mál kjararáðs komst að þeirri niðurstöðu að launaákvarðanir ráðs- ins hefðu ítrekað skapað ósætti og leitt til óróa á vinnumarkaði. Gluggar Gerðar teknir niður Byrjað var að taka niður steinda glugga Gerðar Helga- dóttur í Kópavogskirkju. Gluggarnir verða sendir til viðgerðar á verkstæði Oidt- mann í Linnich í Norður- Þýskalandi þar sem glugg- arnir voru gerðir á sínum tíma. Áfram Ísland Alfreð Finnbogason, landsliðmaður Íslands í knattspyrnu, deildi myndbandi á Twitter-síðu sinni, þar sem hann kenndi mikilvægustu boltafrasana á íslensku. Þar á meðal „Áfram Ísland,“ sem allir í heiminum ættu auðvitað að kunna að segja. Sigursælir í Danmörku Íslendingar voru sigursælir á dönsku sviðs- listaverðlaununum þegar Jón Axel Fransson, dans- ari við Konunglega Ballettinn í Kaupmannahöfn, var valinn dansari ársins og Daníel Bjarnason, tón- skáld, hlaut verðlaun fyrir óperu ársins, Brothers. Nálgast jarðlög með svartadauða Fornleifafræðingar færast nær því að komast niður á gólf hinnar fornu klaust- urkirkju sem reist var á Þingeyrum í kaþólskum sið. Vonast þeir til að finna bein þeirra munka sem lifðu í klaustrinu og létust af völdum svartadauða í upphafi 15. aldar. VIKAN SEM LEIÐ UMMÆLI VIKUNNAR ’Við lítum á þetta bara semstríðsyfirlýsingu meiri-hlutans gegn fátæku fólki. Sönnu M. Mörtudóttur, oddvita Sósíalistaflokksins í Reykjavík, hugnast ekki málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík. ansvottuð tra fyrir umhverfið, betra fyrir þig Ný kynslóð málningarefna ONE SUPER TECH Sv be u Byggir á nanótækni - sjálfhreinsandi u Fyrir við, bárujárn og innbrenndar klæðningar u Þekur ótrúlega vel u Endist margfalt á við önnur málningarkerfi Veldu betri málningu Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir Fasteignir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.