Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018
LESBÓK
FÓLK Leikkonan Rose McGowan, sem er lands-
mönnum líklega kunnust fyrir hlutverk sitt sem
nornasystirin Paige Matthews í þáttunum Char-
med, hefur verið ákærð fyrir eiturlyfjavörslu. Síð-
astliðinn nóvember var hún handtekin fyrir vörslu
á kókaíni, en lögfræðingur hennar segir að hún
neiti sök.
McGowan var ein þeirra kvenna sem sökuðu
kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um
kynferðisbrot, og hún ásakaði einnig leikkonuna
Meryl Streep fyrir að hafa þagað yfir ofbeldi Wein-
stein. McGowan heldur fram á Twitter aðgang sín-
um að handtakan og ákæran séu hluti af samsæri til
að þagga niður ásakanir hennar gegn Weinstein.
Handtakan samsæri
Rose McGowan er í vandræðum.
SJÓNVARP Ungstirnið Millie Bobby
Brown, sem er best þekkt fyrir hlut-
verk sitt sem Eleven í þáttunum
Stranger Things, hefur lokað Twit-
ter aðgangi sínum. Hún gerði þetta í
kjölfar þess að hópur óprúttinna
nettrölla tók upp á því að taka
myndir af henni og setja undir texta
sem lögðu henni hatursorð gegn
samkynhneigðum í munn. Brown
hefur tekið virkan þátt í að styðja
réttindi samkynhneigðra og fleiri
jafnréttissamtaka, en hún er aðeins
14 ára gömul.
Fæld frá Twitter
Millie Bobby
Brown. AFP
Ekki hægja á rútunni!
Rándýr rúta
KVIKMYNDIR Ein frægasta rúta
kvikmyndasögunnar hefur verið
seld á uppboði á netinu fyrir 102
þúsund bandaríkjadali, eða tæpar
ellefu milljónir króna. Rútan var
notuð í hasartryllinum Speed þar
sem Keanu Reeves barðist við að
halda henni á yfir 50 mílna hraða,
ellegar myndi hún springa í loft
upp. Ekki er víst hvort rútan sé yfir
höfuð ökuhæf í dag, en ekki er búið
að reyna á vélarbúnaðinn.
FÓLK Að sögn
suður-kóreskra
dagblaða tók Kim
Jong-un sitt eigið
klósett með í ferð
sína á fund Donald
Trump í Singapúr.
Hann mun hafa
tekið það með sér
til að koma í veg
fyrir að harðskeyttir rannsókn-
armenn gætu nálgast hægðir hans í
gegnum holræsakerfið og greint
þær, en ásamt klósettinu var einnig
tekin með brynvarin limmósína.
Kim er ekki fyrsti þjóðarleiðtoginn
til að taka klósett með sér á erlenda
grund, en Bandaríkjaforsetar hafa
til að mynda tekið slík með af ör-
yggisástæðum.
Kamar Kim
Kim Jong-un
TÓNLIST Ástralski poppdúettinn
Savage Garden er ósáttur við nýjan
bar í London sem heitir sama nafni.
Sveitin deildi grein um barinn og
spurðu hvort eigendur staðarins
hefðu gert einfalda leit á netinu að
nafninu. Aðrir notendur hafa bent á
hræsni hjá sveitinni, en heitið er til-
vitnun í bók Anne Rice frá 1985,
Vampíran Lestat.
Félagarnir í Savage Garden.
Ósáttir við nafn
Fyrr í vikunni var árshátíðleikjaunnenda haldin á E3leikjaráðstefnunni í Los Ang-
eles. Ráðstefnan er stærst sinnar
tegundar, en þar mætast risarnir í
bransanum og keppa um athygli til
kynna hvað er á döfinni hjá þeim
hverju sinni. Rétt eins og á hvíta
tjaldinu eru framhaldssraðir fyr-
irferðarmestar í leikjaheiminum, og
ár eftir ár fáum við sama grautinn í
nýrri skál. Sumir brjóta reglulega
upp og reyna að taka gamla leikjaröð
í nýja átt, eða breyta í það minnsta
um umhverfi og sögusvið. Aðrir
finna ekki fyrir sömu sköpunarþörf
og gefa nánast út sama leikinn ár eft-
ir ár, og eru íþróttaleikjaraðir á borð
við Fifa og Madden þar rammsekar.
Framhaldsraðir eru ekki slæmar í
sjálfu sér, en það er samt hollt að
hrista upp og prófa nýja hluti. Bless-
unarlega eru nokkrir athyglisverðir
nýliðar á leiðinni sem létu sjá sig á
ráðstefnunni í ár.
Transhúmanískur tryllir
Witcher leikirnir ruddu sér til rúms
á markaðnum með offorsi og eru nú
komnir í hóp með þeim stærstu. Nú
virðast framleiðendur þeirra fara í
allt aðra átt með Cyberpunk 2077,
hlutverkaleik með litríka en heldur
dystópíska framtíðarsýn í Kaliforníu
árið 2077. Í leiknum verður bylting-
arkennd framtíðartækni allsráðandi
– fólk fær sér tungumálaígræðslur
auk þess sem tilfinningar og kenndir
annarra má nálgast sem afþreying-
arefni. Leikurinn verður líklega stút-
fullur af samfélagsádeilu í bland við
hasarinn og hamaganginn sem gerði
Witcher svo vinsælan.
Ein á reki
Þeim sem nenna ekki endalausu of-
beldi í leikjunum sínum má benda að
horfa á einlægustu kynningu ráð-
stefnunnar, en hana flutti höfund-
urinn að baki Sea of Solitude. Hún
var augljóslega taugaóstyrk og með
sviðsskrekk en hafði svo mikla
ástríðu fyrir leiknum að hún vildi
flytja kynninguna sjálf. Ævintýra-
leikurinn tekur á sálfræði- og fé-
lagslegum vandamálum eins og
þunglyndi og útskúfun. Sögusviðið
er heimur þar sem fólk breytist
smám saman í skrímsli ef það verður
of einmana. Leikmaðurinn bregður
sér í hlutverk ungrar konu sem hefur
orðið að slíkri ófreskju og snýst leik-
urinn um að verða aftur að mann-
eskju með því að takast á við tilfinn-
ingar sínar og eiga samskipti við
aðra sem eru á svipuðu reki. Kynn-
irinn sagði að eigin tilfinningar hefðu
verið innblástur á bak við leikinn svo
það má búast við mikilli hjartnæmi.
Torskilinn snillingur
Eftir að Sony tóku við sérvitra gull-
kálfinum Hideo Kojima hafa þeir
gefið honum autt blað til að vinna
með snargeðveikar hugmyndir sín-
ar. Kojima, sem er einn umdeildasti
og áhrifamesti leikjahönnuður
heims, er þekktastur fyrir Metal Ge-
ar seríuna sem hann sagði skilið við
eftir stormasamt samband við leikja-
framleiðandann Konami. Kojima
hefur lengi verið kenndur við metn-
aðarfull en ruglandi skrif, en stikl-
urnar fyrir Death Stranding gefa til
kynna að nú nái sturlunin hámarki.
Öllu er tjaldað til, og ljá stórleik-
aranir Mads Mikkelsen og Norman
Reedus leiknum raddir sínar og útlit.
Leikurinn er vægast sagt gull-
fallegur, þrátt fyrir truflaðan efnivið,
og má þess geta að landslag leiksins
var að miklu leiti byggt á Íslandi sem
Kojima heimsótti við framleiðslu
leiksins, svo það er spurning hvort
megi líta á þetta sem góða landkynn-
ingu.
Death Stranding
er innblásinn af
íslenskri náttúru.
Nýir leikir á borði
Þúsundir heimsóttu stærstu leikjaráðstefnu heims til að kynna sér væntanlega tölvuleiki, en hverjir
þeirra eru virkilega nýir og ekki gamlir titlar í nýjum búning?
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Gestir á E3 ráðstefnunni prufukeyra Battlefield V, nýjasta leikinn í röðinni.
AFP