Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL 8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 SJÓNVARP Glover er höfundur FX-þáttaraðar- innar Atlanta. Fyrsti þátturinn var frumsýndur í september 2016 en þættirnir eru enn í framleiðslu. Hann skrifar handritið, framleiðir og leikstýrir sumum þáttanna. Hann leikur enn fremur aðal- hlutverkið, Earnest „Earn“ Marks sem er umboðs- maður frænda síns sem er rappari, en þættirnir segja frá rappsenunni í Atlanta. Stephen, bróðir hans, er einnig handritshöfundur þáttanna og framleiðandi. Glover hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir þættina. Hann var m.a. valinn besti leikarinn í gamanþætti á Golden Globe-verðlaunahátíðinni árið 2017, en þar voru þættirnir jafnframt verð- launaðir sem bestu gamanþættirnir. Hann fékk einnig Emmy-verðlaun fyrir leik sinn sem Earn og var verðlaunaður fyrir leikstjórn. Chris Rock er á meðal fjölmargra aðdáenda þáttanna og segir þá vera þá bestu sem eru í sjónvarpi um þessar mundir. Bræðurnir Stephen Glover og Donald Glover vinna saman að gamanþáttunum Atlanta. AFP Verðlaunaðir gamanþættir DONALD GLOVER fæddist 25. september árið 1983 og er því 34 ára gamall. Hann er tónlistarmaður og leikari. Glover fæddist á herstöð í Kaliforníu en ólst upp í Georgíuríki. Hann er alls ekki skyldur leikaranum Danny Glover eins og margir halda; móðir hans var dagmamma en pabbi hans bréfberi en hann var alinn upp í Vottum Jehóva. Hann fór í listaskóla þegar hann var í gagnfræðaskóla og var valinn sá sem væri „líklegastur til að skrifa fyrir The Simpsons“ í árbók skólans. Hann fór síðan í Tisch School of the Arts sem er hluti af New York University. Hann útskrifaðist þaðan með gráðu í skrifum en samhliða náminu vann hann í tón- list sinni og starfaði sem plötusnúður, fyrst undir nafninu MC D en síðar sem mc DJ. Framleiðandinn David Miner hafði samband við Glover eftir útskrift en hann hafði sent honum ýmis dæmi um skrif sín, m.a. hugmynd að handriti fyrir The Simpsons. Miner og Tina Fey voru hrifin af því sem þau sáu og buðu honum að ganga til liðs við handritshöfundateymi hjá NBC fyrir gamanþáttinn 30 Rock. Glo- ver skrifaði fyrir 30 Rock á árunum 2006-2009 en hann kom jafnframt stundum fram í þáttunum. Hann var verðlaunaður fyrir skrif sín í þriðju þáttaröð 30 Rock af Writers Guild of America. Rappnafn Glover er Childish Gambino en nafnið tók hann sér eftir að hafa búið til nafn í gegnum Wu-Tang Clan nafnaleik á netinu. Hann sendi frá sér plötuna Sick Boi sem hann gaf út sjálfur árið 2008. Hann vakti ennfremur athygli í gegnum netgrínþáttinn Derrick Comedy sem var á vegum New York University en sá þáttur naut vinsælda á YouTube. Hóp- urinn sendi frá sér kvikmynd í fullri lengd, Mystery Team, árið 2009. Hann varð þekktari eftir að hafa leikið í gamanþætti NBC Community þar sem hann var í hlutverki Troy Barnes, íþróttastráks sem umfaðmar nördinn í sjálfum sér. Hann dró sig í hlé frá þáttunum og lék aðeins í fimm af þrettán þáttum í fimmtu þáttaröðinni. Honum var boðið að vera með í sjöttu þáttaröðinni en hann afþakkaði. Hann fór að einbeita sér að tónlistarferlinum og sendi frá sér plötuna Poindexter í september 2009 og 2010 komu fyrst I Am Just a Rapper og I Am Just A Rapper 2 og Culdesac fylgdi í kjölfarið en þetta gaf hann allt saman út sjálfur. Hann hélt áfram að gera tónlist og ferðaðist um Bandaríkin með sýninguna IAMDONALD árið 2011 en þetta var eins manns sýning þar sem blandað var saman rappi, gríni og myndböndum. Sama ár kom út Camp, fyrsta hjóðversplata hans. Hann kom síðan fram á Bonnaro-tónlistarátíðinni bæði sem rapparinn Childish Gambino og sem grínisti. Hljóðversplatan Because the Internet fór beint í sjöunda sæti á Billboard 200. Ferill Glover er kominn á virkilegt flug sama hvort litið er til leiklistar- eða tón- listarferils. Þriðja hljóðversplata hans Awaken, My Love! fékk margar tilnefn- ingar til Grammy-verðlaunanna 2018 auk þess sem lagið „Redbone“ var verð- launað. ingarun@mbl.is TÓNLIST Í maí sendi hann frá sér lagið „This Is America“ og frumsýndi um leið umdeilt myndband. Lagið fór beint á toppinn á Billboard Hot 100- listanum en þetta er fyrsta lag hans sem fer á toppinn í Banda- ríkjunum og það fyrsta sem fer á topp tíu. Í myndinni syngur hann, rappar og dansar og tek- ur textinn á ýmsum málefnum eins og skotárásum og hvernig sé að vera svartur í Bandaríkj- unum. Leikstjóri myndbandsins er japanski kvikmyndagerð- armaðurinn Hiro Murai, sem hefur áður unnið með Glover. Svona eru Bandaríkin Skjáskot úr myndbandinu við lagið „This is America“. VERKEFNI Nú síðast lék hann Aaron Davis í ofurhetjumyndinni Spider-Man: Homecoming og síð- ast en ekki síst leikur hann ungan Lando Calrissian í nýju Stjörnu- stríðsmyndinni Solo: A Star Wars Story. „Það er þó kannski helst hin rísandi stjarna Donald Glover sem stelur senunni sem Lando Calrissian, hjartaknúsari og lífs- kúnstner af Máttarins náð, og nær Glover vel að taka taktana hans Billys Dees Williams og gæða Lando lífi,“ sagði í kvikmynda- dómi Morgunblaðsins um frammistöðu Glover. Næst verður hann rödd Simba í Konungi ljónanna í væntanlegri endurgerð Disney á þessari vin- sælu mynd frá 1994. Í hlutverki Landos Calrissian. Góðir taktar í geimnum Fjölhæfur listamaður Thandie Newton, Woody Harrelson, Ron Howard, Emilia Clarke, Alden Ehren- reich, Donald Glover og Chewbacca á sýn- ingu Solo: A Star Wars Story í Cannes. Hann kom fram á Grammy- verðlaunahátíðinni fyrr á árinu. ’Rappnafn Glover erChildish Gambino ennafnið tók hann sér eftirað hafa búið til nafn í gegnum Wu-Tang Clan nafnaleik á netinu. Hann mætti á eina helstu samkomu ársins, Met Gala, í New York í maí íklæddur Gucci- jakkafötum og -skóm. AFP Ólöf Erla Bjarnadóttir Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir Íslensk hönnun - Íslenskt handverk Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990 www.kirs.is, Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.