Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Qupperneq 37
Rúntað með róbótum í Cyberpunk 2077. Mads Mikkelsen í Death Stranding. Leikmenn munu sigla ólgusjó tilfinninga í Sea of Solitude. KVIKMYNDIR Ný mynd um fleyga fíls- ungann Dúmbó er væntanleg á næsta ári í leikstjórn Tim Burton. Ásamt Dúmbó, sem verður tölvugerður, verða meðal annars leikararnir Colin Farrell, Danny DeVito og Eva Green. Dúmbó var ein af fyrstu teiknimyndum Walt Disn- ey, frumsýnd árið 1941 og byggð á sam- nefndri barnabók. Hún segir frá stóreyrða fílsunganum Dúmbó, lífi hans í fjölleikahúsi og undraverðum hæfileikum hans til flugs. Leiknar endurgerðir á sígildum Disney- myndum hafa verið vinsælar nýlega, en síð- ast voru það Skógarlíf og Fríða og dýrið. Burton stýrir Dúmbó Fílsunginn Dúmbó. 17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 KVIKMYNDIR Ewan McGregor mun fara með hlutverk Danny Torrence í kvikmyndaaðlögun bókarinnar Dr. Sleep sem er framhald af hryllingssögunni The Shining. McGregor var valinn fram yfir stórleikara á borð við Chris Evans, Jeremy Renner og Matt Smith. Í Dr. Sleep er Danny orðinn fullorðinn og þarf að takast á við þann sálræna skaða sem atburðirnir á hótelinu í The Shining höfðu í kjölfar sér. Hann enduruppgötvar náðargáfu sína og hóp fólks sem hefur sömu hæfileika og kemst að því að þeir séu sterkastir í nærveru deyjandi fólks. Stephen King, höfundur bókanna, var óánægður með hina sígildu útgáfu Stanley Kubrick frá árinu 1973, en nýja myndin verður ekki framhald af henni. McGregor í framhaldi The Shining Reuters Ewan McGregor. SJÓNVARP Aðdáendur Suður-Dakóska vestrabæjarins Deadwood geta fagnað happi, en þættirnir verða endurlífgaðir í formi kvikmyndar. Þættirnir eru í há- vegum hafðir og þykja einstaklega vandaðir, en þeim var aflýst af sjón- varpsstöðinni HBO eftir þrjár seríur vegna mikils framleiðslukostn- aðar. Þættirnir voru meðal dýr- ustu þátta sem gerðir hafa verið og kostaði hver þáttur um 450 milljónir króna. Hugmyndir að myndinni hafa verið á lofti síð- an þáttunum lauk og stefnt er á að tökur hefjist í haust. Myndin mun vonandi ljúka sögunni á viðunandi hátt en henni var hvergi nærri lokið þegar þáttunum var aflýst. Höfundur þáttanna, David Milch, semur handritið að myndinni, en hún á að höfða til áhorfenda þátt- anna jafnt og þeirra sem hafa ekki séð þá áður. Það hefur reynst þrauta- samt að safna saman starfsliði þáttanna enda tólf ár liðin síð- an þáttunum var aflýst. Sviðs- mynd þáttanna stendur sem befur fer enn að mestu óbreytt og hefur verið nýtt fyrir önnur verkefni, nú síðast af Quentin Tarantino í Django Unchained. Því miður er ljóst að ekki munu allir íbúar Deadwood snúa aftur, en Po- wers Boothe sem lék kráareig- andann Cy Tolliver lést í fyrra og Ralph Richeson sem lék kokkinn Richardson lést árið 2015. Timothy Olyphant og Shane Black snúa aftur sem Seth Bullock fógeti og kráar- eigandinn Al Swearengen. VESTUR Í BÆ Aftur til Deadwood Powers Boothe. Þeir sem hafa einhvern tím- ann spilað Tetris að einhverju ráði kannast mögulega við þá skrítnu tilfininngu að sjá kubbana fyrir sér falla og detta í raðir löngu eftir að spilun er hætt, í hugsunum og jafnvel draumum. Tetris- áhrifin, eins og þau nefnast réttilega, eru viðurkennt fyr- irbæri og grundvöllurinn að nýjum leik sem er nefndur beint eftir þeim, Tetris Effect. Hönnuður leiksins segist vilja hámarka þessi áhrif en leik- urinn er eins konar Tetris á sterum, með fjölbreytilegri tónlist og nýstárlegri grafík. Það er svo annað mál hvort nauðsynlegt sé að setja sígild- an leik eins og Tetris í slíkan búning. Tetris nýtur enn vinsælda, en hann var fyrst gefinn út árið 1984. Tetris-áhrifin Sími: 411 5000 • www.itr.is Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.