Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 40
SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2018
Aðdáendum nígeríska landsliðsins, sem keppa mun gegn Íslandi
á Heimsmeistaramótinu í fótbolta eftir helgi, hefur verið bannað
að taka lifandi kjúklinga með sér á leiki liðsins. Frá þessu grein-
ir BBC fréttastofan. Samkvæmt hefðum stuðningsmönnum liðs-
ins mun það færa liðinu heppni ef lifandi kjúklingar eru við-
staddir, en skipuleggjendur keppninnar taka fyrir þann
möguleika.
„Aðdáendur frá Nígeríu hafa sent inn fyrirspurn um hvort
möguleiki sé á að mæta á völlinn með kjúklinga. Við sögðum
þeim að það væri ekki leyfilegt,“ sagði Andrei Emrak, menning-
armálaráðherra Kalingrad, en leikur Nígeríu og Króatíu fer
fram í borginni.
Bætir hann þó við aðdáendum sem hyggjast styðja lið sitt
annarstaðar í borginni yrði heimilt að bera kjúklinga.
Nígeríumenn munu mæta Króötum í dag, laugardag, áður en
liðið mætir Íslendingum og Argentínumönnum í næstu viku.
AFP
Lukkudýrin bönnuð
Kjúklingar eru tákn fyrir heppni í hefðum stuðn-
ingsmanna Nígeríumanna.
Morgunblaðið/RAX
Nígerískir aðdáendur fá ekki leyfi til að
bera lifandi kjúklinga í stúkunni.
Nígeríumenn vonast til
að komast í gegnum
riðilinn þrátt fyrir kjúk-
lingaleysið í stúkunni.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17.
júní, var haldinn hátíðlegur með
pomp og prakt í Kaupmanna-
höfn árið 1999, en frá því greindi
Morgunblaðið í kjölfar hátíð-
arinnar. Jórunn Rothenborg, Ís-
lendingur sem ólst upp í Dan-
mörku, var einn skipuleggjenda
dagsins, en auk skrúðgöngu og
annarra hefðbundinna liða í há-
tíðarhöldum þjóðhátíðardagsins
var Kvennahlaupið hlaupið í
fyrsta skipti utan landsteinanna.
Hátíðin fór fram á Amager-
strönd, skammt frá Kastrup-
flugvelli í 22 stiga hita og glamp-
andi sól, en skrúðgangan var
gengin meðfram ströndinni
undir blaktandi fánum og lúðra-
blæstri, og olli nánast umferð-
aröngþveiti á Amager Strand-
vej.
Hátíðarhöldin heppnuðust vel
og fjölmörgu var tjaldað til,
trúðar kíktu í heimsókn, sendi-
herrar héldu ræður og andlit
barna voru þakin andlitsmáln-
ingu. Höfðu ýmsir á orði að í
þetta sinn væri einmitt rétta
þjóðhátíðarveðrið.
GAMLA FRÉTTIN
Hátíð í
Höfn
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn, en víðförlir
Íslendingar hafa haldið uppá daginn út um víðan heim.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
ÞRÍFARAR VIKUNNAR
Kratos,
stríðsguð og tölvuleikjapersóna.
Travis Fimmel,
leikari.
Aron Einar Gunnarsson,
landsliðsmaður í fótbolta.
DUCA Model 2959
L 215 cm Leður ct. 20 Verð 469.000,-
L 241 cm Leður ct. 20 Verð 495.000,-
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
JEREMY Model 2987
L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 415.000,-
L 202 cm Leður ct. 30 Verð 559.000,-
TRATTO Model 2811
L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 207 cm Leður ct. 10 Verð 369.000,-
SAVOY Model V458
L 223 cm Áklæði ct. 70 Verð 279.000,-
L 223 cm Leður ct. 10 Verð 395.000,-
ETOILE Model 2623
L 200 cm Leður ct. 25 Verð 429.000,-
L 230 cm Leður ct. 25 Verð 465.000,-