Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 2
Hvenær verður Secret Solstice haldin? Hún byrjar á fimmtudagskvöldið klukkan sex og klárast á sunnudagskvöldið. Hverju má fólk búast við af hátíðinni? Það munu 140 mismunandi listamenn koma fram, þeir koma fram á fjórum sviðum, það eru þrjú útisvið og svo breytist Laugardalshöll í 7.000 manna næt- urklúbb á nóttunni. Svo verða víkingasýningar reglu- lega yfir daginn, það verður barnasvæði og bmx- hjólasýning. Hvaða atriðum má fólk alls ekki missa af? Ég myndi segja að fólk mætti alls ekki missa af George Clinton og the Parliment Funkadelics. George Clinton er konungur fönksins, og einn áhrifamesti tón- listarmaður síðustu aldar. Svo myndi ég segja Slayer. Ég er líka vandræðalega spenntur fyrir Bonnie Tyler. Svo finnst mér fólk vera merkilega lítið að tala um Clean Bandid. Þeir eru risastórir, þeir eru með lög sem eru búin að fá milljarð áhorfa á youtube. Þeir eru geggaðir. Hvar er hægt að kaupa miða? Þeir eru seldir á secretsolstice.is, við munum selja miða þangað til að hátíðin hefst, við erum ekki með eins marga miða og í fyrra þannig að við reiknum með að það seljst upp. Hvers vegna ætti fólk að fara á Secret Solstice? Þetta er flottasta hátíð sem fer fram á Íslandi á hverju ári. Þetta er fjölskylduhátíð, það er hellingur um að vera fyrir börnin og það er bara gaman að vera á svæðinu. Það er líka spáð sól næstu helgi. Þetta er festival sem er á skala við alþjóðlegar hátíðir, fólkið sem heldur þetta gerir ekkert annað en að halda hátíðir í Bretlandi. Þannig að þetta er sett upp eins og flottustu hátíðirnar í Bret- landi. Við erum líka með rosalega mikið af flottri íslenskri tónlist, þannig þetta er eitthvað sem fólk ætti alls ekki að missa af. Morgunblaðið/Árni Sæberg Flottasta hátíð á Íslandi JÓN BJARNI STEINSSON SITUR FYRIR SVÖRUM Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018 Ritstjórn Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gustað hefur um Donna á Útistöðum eftir að hann kom nýr inn í bekk-inn fyrir hálfu öðru ári. Hann þykir helst til ódæll og sérlundaður oggengur ekkert alltof vel að aðlagast og eignast vini. Emmi litli á Ökrum var þó allur af vilja gerður, ruddi hinum krökkunum til hliðar fyrsta skóladaginn til þess að fá mynd af sér með nýja stráknum. Donna fannst það smart, enda með krónískan egókláða, og heimsótti Emma í kjölfarið. Það gekk stórslysalaust fyrir sig, nema hvað Donna þótti Emmi vera með helst til gamalli stelpu, auk þess sem hann er óvanur öllu þessu kossaflensi. „Er hann ekki örugglega fyrir stelpur?“ hugsaði hann með sér. „Svo heilsar hann mér með handabandi í tíma og ótíma og ætlar aldrei að sleppa.“ Eigi að síður langaði Donna að kynnast Emma betur sem varð til þess að hann bauð honum heim á hvíta fallega bóndabýlið á Útistöðum. Sýndi honum gullin sín og hljóp með honum um engi. „Pant vera Lone Ranger,“ hrópaði Donni. „Þú mátt vera Tontó.“ Enda þótt þeir láti ekki á því bera öfunda hinir krakkarnir í bekknum Emma á Ökrum. Donni er ekki bara stærri og útiteknari en hin börnin, hann er líka svolítið hættulegur. Enginn veit hverju hann tekur upp á næst. Þetta skynja stelpurnar, Agga á Merkigili og Tedda á Mælifelli. Þær vita að feður þeirra mega ekki heyra minnst á gaur eins og Donna og hvaða stúlka vill ekki ögra föður sínum – innst inni? Vandinn er bara sá að Donni lítur ekki við þeim frekar en þær væru krækiber, eins og skáldið orð- aði það forðum. Hann er veikari fyr- ir yngri stelpum. Og útlenskum. Sem er skrýtið, þar sem hann er al- mennt á varðbergi gagnvart útlend- ingum. Og aumingja strákurinn á næsta bæ, Tinni á Trúðum. Hann á einfald- lega ekki breik. Donni gerir sér grein fyrir því að hann er sætur og móðins og getur fyrir vikið ekki leyft honum að komast upp með moðreyk. „Tinni, þú ert ódrengur og lufsa,“ sagði hann við aumingja nágrannann í norðri í vitna viðurvist um daginn. Það er þó hátíð hjá því sem Donni hefur hótað stráknum á bænum fyrir sunnan lækinn, Rikka pena. „Rikki er vondur strákur sem er alltaf að stelast yfir á okkar jarðeign. Þess vegna verð ég að reisa girðingu. Úr gaddavír. Og Rikki þarf að borga fyrir hana.“ Aumingja Rikki. Hann er staurblankur. Já, Donni á Útistöðum bindur ekki bagga sína sömu hnútum og aðrir. Það sást best í vikunni, þegar hann eignaðist loksins vin; strák sem er ekki einu sinni í skólanum, Yngsta-Kimma á Uppsölum. Hann býr þar einn eftir að fað- ir hans, Yngri-Kimmi á Uppsölum, og afi, Kimmi á Uppsölum hurfu yfir móð- una miklu. Hermt er að hann sé jafnvel kynlegri í háttum en Donni og fari ekki vel með búfé sitt. Geymi það nótt sem nýtan dag í svartamyrkri. Guð einn veit hvað þeir kumpánar eiga eftir að bralla saman. AFP Donni á Útistöðum Pistill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is ’Enda þótt þeir látiekki á því bera öfundahinir krakkarnir í bekkn-um Emma á Ökrum. Donni er ekki bara stærri og útiteknari en hin börn- in, hann er líka svolítið hættulegur. Atli Snær Jóhannsson Þetta fer 1-1, ég held að annað hvort Gylfi eða Jóhann Berg skori. SPURNING DAGSINS Hvernig fer leikurinn gegn Argentínu? Einar Haraldsson Ég segi 1-1, annað hvort Raggi eða Kári skora fyrsta markið. Aðalheiður Frantzdóttir Það fer 0-0, það mun hellingur ger- ast í leiknum en ekkert mark. Elsa Hauksdóttir Ísland vinnur 2-1. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Forsíðumyndina tók Skapti Hallgrímsson Jón Bjarni er einn af skipuleggjendum Secret Sol- stice sem fer fram næstu helgi. Hann er einnig með- al skipuleggjenda Víkingahátíðarinnar í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.