Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Blaðsíða 24
Hugmyndafræðin er sú að þú velur sjálfur álegg ápítsuna. Kúnninn sér allt sem sett er á pítsunaog hann sér hvernig hún er búin til. Við höfum
þetta einfalt, þú velur af matseðli, breytir matseðli eða
velur sjálfur,“ segir Viggó Vigfússon, einn eigenda
BlackBox Pizzeria. Hann er reyndur bakari og konditor-
meistari og hefur verið í bransanum í þrjá áratugi og
komið víða við áður en hann hóf pítsugerð. Aðrir eig-
endur eru Jón Gunnar Geirdal og Jóhann Friðrik Har-
aldsson.
Svartir kassar
Pítsubotninn hjá BlackBox er úr súrdeigi og eru píts-
urnar eldbakaðar í stórum ofni en aðeins tekur tvær mín-
útur fyrir pítsuna að bakast.
„Fyrirmyndin er frá Bandaríkjunum en það er bara
þessi eini staður. Nafnið kemur til vegna þess að þetta
var banki og anddyrið svona svart. Við vorum að velta
því fyrir okkur hvað við ættum að gera við það, rífa það
eða ekki,“ segir Viggó og segir þá hafa ákveðið að halda
anddyrinu svörtu.
„Þegar þú labbar inn kemur þú inn í svartan kassa og
þaðan inn í staðinn. Þá kom nafnið BlackBox og svo eru
pítsukassarnir svartir,“ segir Viggó.
Partístemning um helgar
Mikið af ungu fólki sækir staðinn og eins fólk sem vinnur
í Borgartúninu.
„Hér er spiluð há tónlist og oft smá partístemning,
sérstaklega um helgar,“ segir Viggó og bendir á að af-
greiðslan sé mjög hröð. Aðspurður um vinsælustu píts-
urnar segir Viggó:
„Parma rúkóla er vinsælust og svo önnur sem heitir
Black. Við skerum hráskinkuna beint á pítsuna. Allt
áleggið er úrvalsálegg, sérvalið og ferskt,“ segir hann.
„Ég er búinn að borða pítsu núna daglega í fjóra mán-
uði,“ segir Viggó og segist ekki vera orðinn leiður á pítsu.
„Við erum í anti-diet klúbbnum,“ segir hann og hlær.
Jón Gunnar Geirdal og
Viggó Vigfússon eru alsæl-
ir með nýja staðinn.
Morgunblaðið/Ásdís
Leyndardómar
svarta kassans
Í Borgartúni er að finna nýjan pítsustað þar sem kúnninn ræður
ferðinni og velur sjálfur hvað fer á pítsuna. Strákarnir hjá Black-
Box leggja áherslu á ferskleika og fjölbreytt álegg.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Það tekur aðeins tvær mínútur að baka pítsuna í stórum eldofni.
Í eftirmat er hægt að fá súkkulaðipítsu með jarðarberjum.
Pítsan er búin til fyrir framan viðskiptavininn.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17.6. 2018
MATUR Gott ráð frá strákunum á BlackBox er að hlaða ekki of miklu á píts-una, hvorki af áleggi né osti. Bestu pítsurnar verða til þegar allt fær að
njóta sín; botninn, sósan, osturinn og áleggið.
Minna er meira