Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Side 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 17.06.2018, Side 21
Á hverju ári halda Bandaríkin ráðstefnu sem kallast Global Entrepreneurship Summit og er haldin á mismunandi stöðum í heiminum í hvert sinn. Teknir eru inn bandarískir frum- kvöðlar en bandarísk sendiráð tilnefna einnig frumkvöðla frá þeim löndum sem þau eru stað- sett í. Bandaríska sendiráðið hér á landi til- nefndi Söndru til að fara á ráðstefnuna sem haldin var í nóvember í fyrra. Upphaflega átti Sandra bara að fara út sem þátttakandi. „Svo fékk ég bréf frá Hvíta húsinu þar sem mér var boðið að halda ræðu á ráðstefnunni. Mín fyrstu viðbrögð voru að þetta væri eitthvert gabb en annað kom svo á daginn.“ Ráðstefnan var haldin í Hyderabad á Ind- landi og þar varð uppi fótur og fit þar sem for- sætisráðherra landsins, Narendra Modi, hafði boðað komu sína á ráðstefnuna og þar með til borgarinnar en þangað hafði hann aldrei kom- ið áður. Auk hans var von á Ivönku Trump, ráðgjafa Bandaríkjaforseta. „Þetta var bara rosalegt. Það var búið að hreinsa allar götur og taka fátækustu hópana af götunni og flytja þá eitthvað annað. Á opnunarhátíðinni voru 3.000 manns sam- ankomnir í stórum sal og alls staðar risastórir skjáir og enginn mátti fara fram af því að ind- verski forsætisráðherrann og Ivanka Trump voru á leiðinni. Öryggisgæslan var þvílík, ég get varla lýst því. Þetta var rosalega fjarri mínum raunveruleika; þarna sat ég á hvítum leðursófa með minn eigin lífvörð og mátti ekki einu sinni fara fram á klósettið. En opnunar- hátíðin var rosalega flott, enda búið að und- irbúa hana í eitt og hálft ár og sýnt beint frá henni í indversku sjónvarpi.“ Sandra var sérstaklega valin úr hópi frum- kvöðla á ráðstefnunni til að hitta indverska forsætisráðherrann í stutta stund, en hún mátti ekki taka af honum mynd sjálf. „Ég hefði auðvitað getað verið hættuleg kona frá Íslandi með stórhættulegan myndavélasíma,“ segir hún og hlær, „en það var tekin mynd af okkur saman og ég fékk hana senda. Svo ég á mynd af mér með leiðtoga einnar stærstu þjóðar í heimi. Sem betur fer, því annars hefði örugg- lega enginn trúað mér. En þessi maður var samt langt í frá merkilegasta manneskjan, að mér finnst, sem ég hitti í þessari ferð.“ Þegar blaðamaður spyr nánar út í það segir Sandra að hún hafi orðið djúpt snortin við að hlusta á konu frá Namibíu sem hefur mátt þola mikið mótlæti og miklar árásir. „Hún hefur barist fyrir því síðustu ár að búa til ódýr dömu- bindi og koma þeim í verslanir til að auka að- gengi ungra stúlkna að bindum. Hún hefur líka kennt bæði ungum stúlkum og ungum drengj- um um blæðingar kvenna og eftir að hún byrj- aði á því hefur unglingaþungunum fækkað gríðarlega á svæðinu þar sem hún býr. En hún hefur þurft að berjast fyrir þessu og mátt þola mótlæti; þetta hefur þótt dónalegt og verið sagt að ungir menn eigi ekkert að vita um blæðingar kvenna.“ Reynsla sem ekkert námskeið getur kennt Sandra segist full tilhlökkunar að hefja störf hjá Florealis og vera mjög ánægð með að halda áfram að starfa í nýsköpunarumhverf- inu. Hún nærist á þeirri orku og sköpun sem sé til staðar í sprotafyrirtækjum. Aðspurð hvort viðskiptaþróun heilli hana segir hún svo vera. „Ég hef mikinn áhuga á markaðs- setningu og sölu og ofboðslegan áhuga á sam- skiptum; að skilja dýnamíkina þarna á milli, taka nýjar hugmyndir og skilja hvernig ég geti lyft þeim á næsta plan í gegnum viðskiptaþró- un. En ég er auðvitað ekki með neina formlega menntun á því sviði. Öll mín reynsla af við- skiptaþróun, markaðssetningu og sölu hefur algjörlega farið í gegnum það að reka mitt eig- ið fyrirtæki. Og rekast á veggi,“ segir Sandra og hlær. „Ég hef náð góðum árangri sem fram- kvæmdastjóri Platome en það sem ég er kannski stoltust af er að hafa byggt upp öflugt teymi og gefið öðru ungu fólki tækifæri til að blómstra. Það hefur líka verið rosalega lær- dómsríkt.“ Súpan er búin og kaffibollinn tómur þegar blaðamaður spyr hvort ákvörðunin að hætta sem framkvæmdastjóri Platome hafi verið auðveld. „Nei, það var hún svo sannarlega ekki. Ég ber sterkar taugar til Platome og ég hef skil- greint mig töluvert út frá fyrirtækinu. Á tíma- bili hugsaði ég sem svo að ég væri hreinlega að bregðast sem manneskja ef ég stigi út úr fyrir- tækinu. En svo hef ég náð að endurhugsa þetta og mér finnst ég geta verið stolt af því sem ég hef gert en ég get verið sterk annars staðar líka og tekist á við nýjar áskoranir. Á köflum hefur þetta verið alveg ótrúlega erfitt og álagið gríðarlegt og ekki alltaf verið svig- rúm til að sinna fjölskyldunni og áhugamálum eins og maður hefði viljað. En myndi ég gera þetta aftur? Ég hugsa það, því það sem ég stend uppi með er svo dýrmætt. Það fær eng- inn þessa reynslu sem ég hef með því að fara í gegnum námskeið. Þetta er búið að vera eld- raun.“ Sandra segist hvergi nærri hætt að setja sér markmið og leggja upp leiðina að þeim. „Svo ætla ég auðvitað að sinna dóttur minni og fjöl- skyldu. Ef ég ætla að gera eitthvað vel í lífinu, þá er það að vera góð móðir og eiginkona.“ Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Sandra Mjöll var valin úr hópi frumkvöðla til að hitta Narendra Modi, for- sætisráðherra Indlands, á ráðstefnunni Global Entrepreneurship Summit. Sandra Mjöll, Þór og Birta fögnuðu ákaft þegar Sandra hafði varið doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands í fyrra. ’En myndi ég gera þetta aftur? Ég hugsa það, þvíþað sem ég stend uppi með ersvo dýrmætt. Það fær enginn þessa reynslu sem ég hef með því að fara í gegnum námskeið. 17.6. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.