Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Umhverfis- og skipulagssvið Reykja-
víkur hefur til meðferðar nýtt deili-
skipulag fyrir Vesturlandsveg á Kjal-
arnesi. Nýtt skipulag er forsenda
þess að hægt verði að breikka veginn
eins og þrýst hefur verið á í kjölfar al-
varlegra slysa á veginum á þessu ári.
Deiliskipulagið var auglýst fyrr á
þessu ári og frestur til að gera at-
hugasemdir og ábendingar rann út 9.
maí sl. Bárust fjölmargar slíkar frá
stofnunum, félagasamtökum og ein-
staklingum, sem teknar voru til skoð-
unar. Þær upplýsingar fengust hjá
Reykjavíkurborg að málið yrði tekið
fyrir á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs í dag og það fer síðan í borgarráð
til lokaafgreiðslu borgarinnar. Að því
loknu verður málið sent til Skipulags-
stofnunar, sem afgreiðir það væntan-
lega eftir nokkrar vikur, og að lokum
verður skipulagið birt í B-deild
Stjórnartíðinda.
Ný samgönguáætlun er í vinnslu
og þegar hún verður lögð fyrir Al-
þingi í haust skýrist hvort fjárveiting
fæst til verksins. Breikkun Vestur-
landsvegar gæti hafist í haust og af
fullum krafti vorið 2019, að því er
Vegagerðin hefur upplýst.
Deiliskipulagssvæðið nær yfir nú-
verandi vegstæði Vesturlandsvegar á
14 kílómetra kafla, frá sveitarfé-
lagsmörkum Reykjavíkur og Mos-
fellsbæjar að gatnamótunum við
Hvalfjarðarveg.
Eftir breikkun verður Vestur-
landsvegur 2+1 vegur en 2+2 vegur
síðar. Til að byrja með verður kaflinn
frá Esjubergi að Hvalfjarðarvegi
breikkaður, en hann er um 9 kíló-
metrar. Kostnaður við breikkun þess
kafla er áætlaður 3.000-3.500 milljón-
ir króna. Fram hefur komið að fram-
kvæmdatími geti orðið 3-4 ár og verk-
inu yrði líklega skipt í tvennt.
Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa
Reykjavíkur var lögð fram umsókn
Vegagerðarinnar um framkvæmda-
leyfi sem felst í að gera hringtorg á
Vesturlandsvegi við Esjumela auk
vega- og stígagerðar. Til fram-
kvæmdanna teljast einnig undirgöng
undir Vesturlandsveg, strætóbið-
stöðvar við Vesturlandsveg, gerð Víð-
inesvegar á um 600 metra kafla og
gerð Norðurgrafarvegar að Lækjar-
mel/Esjumel o.fl. Fjárveiting til að
vinna þetta verk er fyrir hendi.
Undirbýr breikkun vegarins
Morgunblaðið/Ómar
Umferð Fyrst verður kafli frá Esjubergi að Hvalfjarðarvegi breikkaður.
Fjallað verður um nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg á fundi umhverfis- og
skipulagsráðs borgarinnar í dag Aukinn þrýstingur í kjölfar alvarlegra slysa
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Alls voru greiddir rúmlega tveir
milljarðar króna í skilagjald af um-
búðum drykkja á síðasta ári. Þá
voru 158.120.461 eining í íslenska
skilakerfinu og var varan ýmist
framleidd hér eða flutt inn. Umbúð-
um, hvort sem þær eru úr plasti, áli
eða gleri, hefur fjölgað hratt síð-
ustu ár, en þær voru 142 milljónir
árið 2016 og tæplega 134 milljónir
2015.
Helgi Lárusson, framkvæmda-
stjóri Endurvinnslunnar, segir að
tæpast fari á milli mála að aukin
velmegun og stríður straumur
ferðamanna eigi þátt í þessum
breytingum. Þessir þættir eigi ef-
laust einnig þátt í því að skil á um-
búðum hafi minnkað. Reynt sé að
bregðast við minni skilum með
hönnun á söfnunarkössum í sam-
vinnu við skáta og björgunarsveitir
sem til stendur að setja upp á al-
gengum ferðamannastöðum. Einnig
er unnið að stækkun og fjölgun
móttökustöðva til að mæta aukn-
ingunni.
Costco-áhrif í neyslunni?
Helgi segir að hérlendis hafi skil-
in í kerfinu yfirleitt verið á bilinu
85-88%, en fóru í fyrra niður í
82,8%, þau eru minnst í gleri, en
mest í áli. Á öðrum Norðurlöndum
eru heildarskil nokkru meiri en hér,
en þar er því bætt við sem endur-
unnið er með öðrum söfnunar-
aðferðum eins og grenndargámum
og því sem veitt er úr heimilissorpi
eins og hjá SORPU. Helgi segir að
þar gætu bæst við allt að 5% og til
standi að gera slíkt hið sama hér
varðandi skilatölur á þessu ári.
Helgi segir athyglisvert hversu
mjög einingum hefur fjölgað síð-
ustu ár. Ein skýring á því geti verið
að neysluvenjur séu að breytast og
viðskiptavinir færi sig úr tveggja
lítra umbúðum í minni einingar. Í
þessu tilviki gæti Costco hafa haft
áhrif, en Íslendingar séu ekki endi-
lega að drekka meira en áður.
Vel gengur að flytja plastið út
Síðustu mánuði hafa verið nokkr-
ir erfiðleikar á að flytja út plast til
endurvinnslu þar sem Kína-
markaður hefur nánast verið lok-
aður. Helgi segir að slíkt sé ekki
vandamál hjá Endurvinnslunni,
þvert á móti hafi ekki gengið betur
en nú í útflutningi á plasti síðan
metárið 2011. Endurvinnsla á plasti
frá fyrirtækinu sé boðin út á hálfs
árs fresti og þannig fáist bestu
verðin, en verksmiðjur í Hollandi
og Þýskalandi hafi yfirleitt full-
unnið plastið. Helgi segir lykilatriði
að umbúðirnar séu algerlega hrein-
ar, vel flokkaðar og í þeim sé PET-
plast, sem sé meðal verðmætustu
plasttegunda. »18
Hröð fjölgun en lakari
skil drykkjarumbúða
Aukin velmegun og fjöldi ferðamanna hefur áhrif
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Í Knarrarvogi Milljónir drykkjarumbúða berast í móttökustöðvar um allt land í hverri viku þar sem þær eru flokk-
aðar eftir kúnstarinnar reglum. Plastið fer síðan til endurvinnslu erlendis og fæst gott verð fyrir gæðaplast.
Búið er að útskrifa sex af þeim níu
sem fluttir voru á Landspítalann í
kjölfar alvarlegs umferðarslyss á
Vesturlandsvegi í fyrrakvöld. Þrír
dvelja enn á Landspítalanum, einn á
almennri legudeild og tveir á gjör-
gæsludeild. Þetta kom fram í frétta-
tilkynningu sem Landspítalinn sendi
frá sér í gær.
Einn lést, erlendur karlmaður á
fertugsaldri, þegar bifreiðirnar,
sendibíll og fólksbíll, skullu saman.
Maðurinn var ökumaður síðar-
nefndu bifreiðarinnar. Í hinum bíln-
um voru kona og átta börn.
Lögreglan leitar enn vitna að slys-
inu, en þeir sem kunna að hafa orðið
vitni að árekstrinum eða aðdrag-
anda hans eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband í síma 444-1000.
Tveir eru á
gjörgæslu
eftir slysið
Lögreglan leitar
enn vitna að slysinu
Stefán E. Stefánsson
Höskuldur Daði Magnússon
Embætti héraðssaksóknara hefur til
skoðunar kaup hjónanna Svanhildar
Nönnu Vigfúsdóttur og Guðmundar
Arnar Þórðarsonar á olíufélaginu
Skeljungi árið 2008 og eins kaup
þeirra á færeyska félaginu P/F Magni
með fleiri fjárfestum árið 2009. Þetta
staðfestir Svanhildur Nanna í samtali
við Morgunblaðið. Hún staðfestir
einnig að rannsóknin sé ástæða þess
að hún hafi á föstudaginn síðasta
ákveðið að stíga tímabundið til hliðar
sem stjórnarformaður trygginga-
félagsins VÍS. Í tilkynningu sem send
var vegna ákvörðunar Svanhildar
Nönnu kom fram að ákvörðun hennar
væri tekin af „persónulegum ástæð-
um“. Hún situr áfram í stjórninni.
Í skriflegri yfirlýsingu til Morgun-
blaðsins segir Svanhildur Nanna að
héraðssaksóknari skoði nú málefni
Skeljungs í kjölfar kæru frá Íslands-
banka. Bankinn var seljandi hlutarins
í Skeljungi á sínum tíma. Eftir það
var bankinn minnihlutaeigandi í fyrir-
tækinu og sló í brýnu milli hans og
Svanhildar Nönnu og Guðmundar á
þeim tíma. Svanhildur og Guðmundur
segja kaupin hafa borið að með eðli-
legum hætti og að opinber rannsókn
muni eyða öllum vafa þar um.
Umfangsmiklar aðgerðir fóru fram
vegna málsins á fimmtudaginn var.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins voru framkvæmdar húsleitir
og handtökur auk þess sem fólk var
kallað til skýrslutöku. Aðgerðirnar
stóðu frá morgni og fram á kvöld.
Nokkrir hafa stöðu sakbornings í
málinu og enn er verið að kalla fólk
inn til skýrslugerðar.
Ólafur Þór Hauksson héraðssak-
sóknari staðfesti við Morgunblaðið í
gær að embættið hafi umrædda kæru
til meðferðar og að ráðist hafi verið í
aðgerðir í tengslum við hana síðastlið-
inn fimmtudag. Hann varðist að öðru
leyti frétta af málinu.
Hafa aðstoðað við rannsóknina
„Við höfum veitt fulltrúum héraðs-
saksóknara allar þær upplýsingar
sem þeir hafa óskað eftir og munum
áfram aðstoða þá við rannsóknina.
Við höfum að eigin frumkvæði greint
Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórn-
endum og regluvörðum þeirra skráðu
félaga sem við tökum þátt í að stýra.
Rétt er að árétta, að þau félög tengj-
ast rannsókninni ekki á nokkurn hátt.
Við munum áfram sitja í stjórnum fé-
laganna, en Svanhildur Nanna ákvað
að láta öðrum eftir stjórnarfor-
mennsku í VÍS hf. á meðan rannsókn-
in stendur yfir,“ segir í yfirlýsingu.
Víkur til hliðar
vegna skoðunar
Saksóknari rannsakar kaup á Skeljungi