Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Björn Bjarnason víkur að lýð-skrumi Viðreisnar og Sam- fylkingar í pistli í gær: „Samfylk- ing í leit að ágreiningsefni hengir nú hatt sinn á veiðigjöld og sama gildir um Viðreisn. Furðulegt er að Þorsteinn Víglunds- son, varaformaður Viðreisnar, skuli hafa tekið þannig til orða í þingræðu að landinu sé stjórnað af þremur Framsóknar- flokkum.    Aulabrandararhæfa lélegum málstað og þeir setja vaxandi svip á málflutning tals- manna Viðreisnar. Þessi á einstaklega illa við í munni for- varsmanns flokksins því að hann hagar sér nú eins og dæmigerður miðjuflokkur, situr á girðingunni og hallar sér til vinstri eða hægri eftir því hvernig vindurinn blæs.    Nú þegar vinstrisinnuð viðhorferu á undanhaldi meðal kjós- enda, megi marka úrslit sveitar- stjórnarkosninganna, snýr Við- reisn sér til vinstri. Verður popúl- isti í veiðigjaldamálinu til að þóknast Samfylkingunni og geng- ur í björg með vinstriflokkunum við myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.    Veiðigjaldaumræðan er dæmi-gerð fyrir samhengisleysið sem stefnulausir flokkar vilja að einkenni stjórnmálalífið. Í gildi eru ákveðnar leikreglur varðandi veiðigjöldin og þegar þingnefnd leggur til að þeim sé fylgt um- turnast Samfylkingin og fyrrver- andi formaður hennar, Oddný Harðardóttir, sem hafði næstum gengið af flokknum dauðum, ger- ist popúlisti og Viðreisn eltir hana.“ Þorsteinn Víglundsson Lýðskrumsflokkar STAKSTEINAR Oddný Harðardóttir Hamraborg 10, Kópavogi – Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 GOTT ÚRVAL AF UMGJÖRÐUM Verið velkomin til okkar í sjónmælingu Pósturinn hyggst fjölga póstboxum sem hægt er að nálgast pakkasend- ingar í á þessu ári. Póstboxin eru sjálfsafgreiðslu- kassar sem eru á víð og dreif á höfuðborgarsvæðinu og eru að- gengilegir allan sólarhringinn. Í fyrradag fór fjöldi skráðra notenda þessarar þjónustu hjá Póstinum yfir 20.000 í fyrsta sinn. Pósturinn hyggst fjölga hólfum í núverandi póstboxum á höfuðborgarsvæðinu á yfirstandandi ári til að bregðast við mikilli fjölgun pakkasendinga sem fara þessa leið. Þá stefnir fyrirtækið á að stækka dreifikerfi póstboxa enn frekar á næstu árum, segir í tilkynn- ingu frá Póstinum. Öll samskipti í tengslum við móttöku pakkasend- inga í póstbox eru rafræn. Viðtak- endur greiða gjöld af sendingunni á netinu. Því næst fá þeir sendan QR kóða sem er skannaður inn við við- komandi póstbox og hólfið opnast. Einnig er hægt að fá sent PIN- númer í síma til að opna hólfið. Hyggjast fjölga póstboxum Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Skráningar í Vinnuskóla Reykja- víkur ganga vel. Skráning er ennþá opin ungmennum á unglingastigi en skólinn hefst næsta mánudag. Magnús Arnar Sveinbjörnsson, skólastjóri Vinnuskólans í Reykja- vík, segir að 1.700 ungmenni hafi skráð sig nú þegar og ljóst að sum- arið verði líflegt hjá þeim. Í ár gefst 8. bekkingum aftur kostur á vinnu við skólann en sá ár- gangur hefur ekki verið með frá 2010. Umsóknir 8. bekkinga hafa alltaf verið fjölmennastar að sögn Magnúsar. „Þetta eru yngstu krakkarnir og hafa minnsta mögu- leika á vinnu annars staðar. Við fögnum því að fá þau til baka til starfa.“ Um 60 leiðbeinendur eru ráðnir til að taka á móti hópunum og eru þeir settir í fræðslu og annan undir- búning. Vinnuskólinn er útiskóli og flest- öll verkefni skólans snúast um um- hirðu gróðurs og beða víðs vegar í borgarlandinu og á stofnanalóðum. Í ár var ákveðið að brjóta upp fyrir- komulag 10. bekkinga og þeim boð- in óhefðbundnari störf. Nú býðst þeim að starfa víðsvegar um bæinn, m.a. á leikskólum, bókasöfnum, frí- stundaheimilum, í félagsstarfi aldr- aðra og víðar. Það hefur mælst vel fyrir að sögn Magnúsar og aðsókn verið góð. Borgarráð samþykkti í fyrra að hækka laun 9. og 10. bekkinga um 30% þar sem Reykjavíkurborg hafði dregist nokkuð aftur úr í saman- burði við önnur sveitafélög er þetta varðar. Laun 8. bekkinga voru nú einnig hækkuð í samræmi við þær hækkanir á öðrum árgöngum sem áttu sér stað í fyrra. Líflegt sumar framundan í vinnuskólanum  8. bekkingar aftur með í Vinnuskóla Reykjavíkur í sumar  1.700 sótt um Veður víða um heim 5.6., kl. 18.00 Reykjavík 10 skýjað Bolungarvík 11 léttskýjað Akureyri 12 heiðskírt Nuuk 9 skýjað Þórshöfn 10 léttskýjað Ósló 20 heiðskírt Kaupmannahöfn 20 heiðskírt Stokkhólmur 12 heiðskírt Helsinki 11 skúrir Lúxemborg 25 léttskýjað Brussel 19 skýjað Dublin 16 skýjað Glasgow 18 heiðskírt London 15 skýjað París 21 skýjað Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 23 heiðskírt Berlín 22 léttskýjað Vín 26 léttskýjað Moskva 12 léttskýjað Algarve 19 léttskýjað Madríd 19 léttskýjað Barcelona 21 þrumuveður Mallorca 22 léttskýjað Róm 23 léttskýjað Aþena 30 léttskýjað Winnipeg 19 léttskýjað Montreal 13 skúrir New York 22 skýjað Chicago 19 þrumuveður Orlando 30 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 6. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:11 23:43 ÍSAFJÖRÐUR 2:16 24:48 SIGLUFJÖRÐUR 1:55 24:35 DJÚPIVOGUR 2:29 23:24 Í Morgunblaðinu í gær birtist frétt um háskerpu í upptökum RÚV. Hér með er leiðrétt að það er aðeins Sím- inn sem hefur fengið lágskerpuupp- tökur frá RÚV en ekki Vodafone. Höfð er eftir Braga Reynissyni, deildarstjóra dreifikerfa og útsend- ingar hjá RÚV, setningin „Þetta er kortér í klárt“ en ekki Gunnari Erni Guðmundssyni, forstöðumanni tækni hjá RÚV, og er það einnig leiðrétt. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.