Morgunblaðið - 06.06.2018, Side 9

Morgunblaðið - 06.06.2018, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 KYNNINGARFUNDUR 7. JÚNÍ 2018 KL. 17:00 - 18:30 HILTON NORDICA SUÐURLANDSBRAUT 2 SÖLUSÝNING 9. JÚNÍ 2018 KL. 13:00 - 16:00 ÁSHILDARMÝRI SKEIÐA- OG GNÚPVERJAHREPPI ÁSHILDARMÝRI FRÍSTUNDALÓÐIR www.ashildarmyri.is FASTEIGNASALA REYKJAVÍKUR OG ÁSHILDARMÝRI kynna: Fallegar sumarbústaðarlóðir í grónu landi til sölu ca. 75km frá Reykjavík. KYNNINGARFUNDUR Fimmtudaginn 7.júní nk. kl.17:00 á Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2. SÖLUSÝNING & KYNNING í Áshildarmýri, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, laugardaginn 9.júní kl.13:00 Allar nánari upplýsingar veitir Hera Björk í síma 774-1477 & herabjork@fr.is BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn Rafnar hf. hefur ákveðið að endurskipuleggja rekstur fyrirtæk- isins en það mun hafa veruleg áhrif á núverandi umsvif þess hér á landi. Fyrirtækið var stofnað fyrir rúmum áratug af frum- kvöðlinum Össuri Kristinssyni stoð- tækjasmiði. Rafn- ar hefur unnið að þróun, hönnun og smíði byltingar- kenndrar tegund- ar báta en skrokklagið sem þeir byggjast á hefur á síðustu árum hlotið fjölda viðurkenninga vegna sérstakra eig- inleika þess og mikillar sjóhæfni. Leyfissamningar í forgrunni Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Rafnar, segir að nú verði rekstrinum snúið á nýja braut. „Stjórn fyrirtækisins hefur ákveð- ið að leggja höfuðáherslu á leyfis- samninga við erlenda aðila og einnig samninga um smíði á þeim bátum sem við höfum hannað.“ Björn segir að ýmsir samverkandi þættir séu þess valdandi að þessi ákvörðun sé tekin nú. „Óhagstætt efnahagsumhverfi með mjög sterkri krónu hefur gert okkur mjög erfitt fyrir. Þá hafa lang- ar vegalengdir frá Íslandi á þá mark- aði þar sem mestur áhugi er fyrir hendi haft áhrif, sem og óhagstæð viðskiptakjör fyrir birgja hér á landi. Þá verður ekki komist hjá því að nefna að takmarkaður áhugi inn- lendra fjárfesta að aðkomu að fyrir- tækinu hefur einnig haft áhrif á fjár- mögnun fyrirtækisins til framtíðar.“ Fram kom í frétt í Morgunblaðinu í lok síðasta árs að Össur Kristinsson hefði síðasta áratuginn lagt fimm milljarða inn í fyrirtækið persónu- lega. Hin breytta stefna sem stjórnin hefur nú tekið veldur því að starf- semi fyrirtækisins leggst að mestu af hér á landi og skipasmíðastöð þess í Kópavogi verður lokað. Þá hefur starfsfólki fyrirtækisins einnig verið sagt upp. Smíðastöðin á Kársnesi er ríflega 5.600 fermetrar að stærð. „Síðustu ár hafa frumgerðir bátanna okkar, sem smíðaðir hafa verið í Kópavogi, vakið mjög jákvæð viðbrögð og meðal annars verið kynntar og seldar Landhelgisgæsl- unni, ýmsum björgunarsveitum, er- lendum stofnunum, fyrirtækjum og einstaklingum,“ segir Björn. Samið í Mið-Austurlöndum Hann segir að leyfissamningarnir séu nú í forgrunni og að viðræður við marga aðila standi yfir um samninga af því tagi. „Við erum búnir að gera slíka samninga og forsvarsmenn eins þeirra, Al Seer Marine Technolo- gies, sem er með höfuðstöðvar í Abú Dabí í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, hafa verið í heimsókn hjá okkur síðustu daga hér á landi.“ Al Seer Marine mun smíða eigin báta sem byggjast á skrokkhönnun Rafnar og segir Björn margt spenn- andi í farvatninu í þeim efnum. „Þetta verða bæði mannaðir og ómannaðir bátar. Þeir hyggjast markaðssetja og selja skrokkhönn- unina og Rafnar-báta í Mið-Austur- löndum og Asíu. Þetta er mikilvægur samningur fyrir bæði fyrirtækin, gefur okkur aðgang að mjög stóru markaðssvæði og Al Seer Marine að- gang að skrokkhönnun sem gefur þeirra eigin hönnun á ómönnuðum bátum eiginleika umfram flest á þeirra markaði.“ Halda áfram að kynna tæknina Björn segir að heimsókn fulltrúa Al Seer Marine sé liður í kynningar- átaki sem tengist samningnum milli fyrirtækjanna. „Til að sýna fram á sjóhæfni báta sem byggðir eru á skrokki Rafnar var farið í siglingu hringinn í kring- um Ísland. Það voru fjórir menn, tveir starfsmenn okkar og fulltrú- arnir frá Al Seer Marine, sem lögðu af stað í 8,5 metra löngum opnum báti frá okkur. Ferðin hófst kl. 13:00 á fimmtudaginn síðasta og þeir skil- uðu sér til baka kl. 8:00 á laugar- dagsmorgun. Þetta hefur aldrei ver- ið gert í opnum báti og á svo skömmum tíma en það tók ekki nema 43 klukkustundir að sigla hringinn. Það tókst þrátt fyrir tvö stopp þar sem fyllt var á eldsneytis- tankana. Mér finnst ósennilegt að þetta verði leikið eftir,“ segir Björn. Starfsemi Rafnar endurskipulögð Sigling Til að sýna fram á sjóhæfni báta sem byggðir eru á skrokki Rafnar var farið í siglingu í kringum Ísland. Björn Jónsson  Áhersla lögð á gerð leyfissamninga við erlenda aðila sem og um smíði á bátum fyrirtækisins  Öllu starfsfólki fyrirtækisins sagt upp  Takmarkaður áhugi íslenskra fjárfesta hefur sett strik í reikninginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.