Morgunblaðið - 06.06.2018, Side 10

Morgunblaðið - 06.06.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Einstök gæði frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir sláttutraktorar Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is „Það er bara metaðsókn í skólanum, við erum að sjá tölur sem við höfum aldrei séð áður,“ segir Eyjólfur Guð- mundsson, rektor við Háskólann á Akureyri. Umsóknarfrestur um nám við skólann rann út í gær og hafa aldrei fleiri sótt um nám í skól- anum. Tekið skal fram að þegar þetta er skrifað hafa lokatölur ekki verið útgefnar en ljóst er að um ræðir allt að 50% umsóknafjölgun milli ára. Alls eru 2.074 nemendur við nám í HA í dag, þar af eru 69 % í sveigjan- legu námi. Eyjólfur telur að líklega megi skýra aðsóknina út frá því að sveigjanlegt námsframboð henti vel fólki á landsbyggðinni en meirihluti umsókna er frá fólki utan höfuð- borgarsvæðisins. „Við erum að koma til móts við þá sem ekki vilja flytjast búferlum vegna náms og auðveldum þeim að stunda nám í heimabyggð. Við erum að bjóða stórum hópi fólks betra aðgengi að háskólanámi.“ Þá sé orðstír háskól- ans góður og hafa nemendurnir sjálfir verið duglegir við að breiða út hróður skólans. „Kannanir sýna að nemendur sem brautskrást hjá okk- ur eru mjög ánægðir með námið, það hefur nýst þeim í bæði starfi og framhaldsnámi og þeir eru að mæla með okkur.“ Fjölbreyttar kennsluleiðir Athygli vakti einnig að umsókn- arfjöldi í kennaradeild tvöfaldaðist milli ára. Aðspurður hverju því sæti telur Eyjólfur að til dæmis hafi nemendur tekið vel í aukna fjöl- breytni í náminu og líklegast hafi verið þörf á því. „Við höfum verið að bjóða upp á fjölbreyttari leiðir innan kennaradeildarinnar, til dæmis bætt við íþróttakjörsviði, sem bætist við námsleiðir grunnskólakjörsviðs og leikskólakjörsviðs. Þetta er öðruvísi hópur sem sækir í það.“ Þá hefur deildin verið að nútíma- væða sig og býður nú m.a. upp á sér- hæfingu í tölvum og nútíma- kennsluháttum. Annað nýnæmi í kennsluskránni er að nemendur í meistaranámi kennaradeildar starfa eitt misseri á vettvangi í æfinga- kennslu. Jákvæð umræða mikilvæg Fyrir 10 árum var kennaranám lengt og þess krafist að kennarar lykju við meistaragráðu ofan á grunnnám. Dvínaði aðsókn í námið í kjölfarið og var nýtt fyrirkomulag gagnrýnt. Háskólinn á Akureyri býður nú upp á nám sem veitir rétt- indi til kennslu í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Einnig er í boði diplómugráða fyrir þá sem lokið hafa meistaraprófi en vilja afla sér kennsluréttinda á framhalds- skólastigi. „Við finnum fyrir miklum áhuga á þessum leiðum og erum að sjá mun jákvæðari umræðu um kennslunámið. Það er auðvitað gíf- urlega mikilvægt og nauðsynlegt.“ Aldrei fleiri sótt um nám í skólanum  Umsóknarfjöldi tvöfaldast milli ára í Háskólann á Akureyri Ljósmynd/Auðunn Níelsson Landsbyggðarskóli Háskólinn á Akureyri sér fram á metfjölda nemenda í ár. Sveigjanlegt nám lykilatriði á Akureyri » Meirihluti umsókna er frá fólki utan höfuðborgarsvæð- isins. » Auðvelda fólki nám í heima- byggð » Bjóða upp á meistaragráðu sem viðbót við grunnám úr öðrum deildum » Skilar sér í jákvæðari um- ræðu um kennaranám Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki sé til bólu- efni gegn lifrarbólgu A í landinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins fást nú þau svör í heilbrigðiskerf- inu að bóluefnið komi í ágústlok. „Lifrarbólgu- bóluefni er í sjálfu sér ekki á borði sóttvarnalæknis. Það er ekki inni í almennu bólu- setningarskema. Við erum því ekki að fylgjast með þessu frá degi til dags. Hins vegar höfum við áhyggj- ur af því að það sé ekki hægt að veita þetta bóluefni til þeirra sem eru að ferðast,“ segir Þór- ólfur. „Við höfum vísað þessu málefni yfir á Lyfjastofnun, sem fylgist með al- mennu framboði lyfja hér. Við höfum líka verið í sambandi við lyfjainnflytj- endur um að reyna að gera allt sem hægt er til að nálgast þetta bóluefni og koma því hingað á markað.“ Þórólfur ítrekar að embætti Land- læknis hafi ekki nákvæmar upplýs- ingar um stöðuna nú og hvenær bólu- efnið kemur til landsins. Vandamál við framleiðslu Spurður hvað skýri hörgul á bólu- efninu segir Þórólfur að um sé að ræða vandamál við framleiðslu. Vand- inn sé ekki bundinn við Ísland. Þórólfur segir bólusetningu gegn lifrarbólgu A vera mikilvæga. „Hún er mikilvæg til að forða þeim frá sýkingum sem eru að ferðast á stöðum þar sem sýkingin er landlæg. Lifrarbólga A er ekki landlæg hér og hér greinast örfáir einstaklingar á hverju ári. Það er hins vegar miklu meira um lifrarbólgu A í löndum eins og Rússlandi og miklu meiri líkur á að fólk smitist,“ segir Þórólfur. „Menn eiga að verja sig. Lifrar- bólga A smitast í gegnum mengað vatn og menguð matvæli. Mikilvægt er að huga að hreinlæti og góðum handþvotti. Borða aðeins mat sem er hreinsaður og helst vel soðinn og eld- aður. Og drekka ekki vatn úr krönum eða óhreint vatn þar sem grunnvatn gæti verið óhreint. Þannig getur mað- ur reynt að koma í veg fyrir smit,“ segir Þórólfur og vísar á frekari til- mæli um þetta á vef Landlæknis. Rússlandsfarar sýni varkárni  Enn skortir bóluefni gegn lifrarbólgu A AFP Moskva Ísland spilar þar á HM. Þórólfur Guðnason Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Það sem vakti fyrir mér sem skóla- stjóra var bara að fara eftir þessum nýju lögum og reglum.“ Þetta segir Anna Jóna Guðmundsdóttir, leik- skólastjóri Ársala á Sauðárkróki, um misskilning sem átti sér stað við út- skrift barna á leikskólanum fyrir skemmstu. Vegna nýju persónuverndar- reglugerðarinnar, sem tók gildi inn- an ESB 25. maí síðastliðinn og fékk mikla fjölmiðlaumfjöllun, tók Anna fyrir myndatökur foreldra á út- skriftarathöfn leikskólabarnanna. Hin nýja reglugerð, sem að líkindum verður að lögum hérlendis á árinu, gerir ríkari kröfur um samþykki fyr- ir meðferð persónuupplýsinga. Óánægjuraddir foreldra heyrðust meðal annars í gegnum Facebook þar sem eitt foreldri sagðist sárt og reitt yfir því að hafa ekki mátt taka myndir á útskrift sonar síns. Anna segir það ekki hafa skipt sig persónulegu máli hvort myndir væru teknar á athöfninni en þar sem hún skildi það svo að lögin tækju gildi hérlendis tók hún umrædda ákvörðun í góðri trú. „Það var ekk- ert búið að kynna það sérstaklega fyrir skólastjórum hvernig þetta ætti að vera,“ bætir hún við. Þörf en snúin umræða „Þetta er þörf umræða,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Per- sónuverndar, spurð um myndatökur í skólum og á öðrum opinberum stöðum. Hún segir ný álitaefni fylgja aukinni tækni og því sé nauðsynlegt að sjónarmið séu samrýmd, ekki síst í ljósi hinnar nýju persónuverndar- reglugerðar. „Hér áður fyrr fóru svona myndir bara inn í fjölskyldualbúmin en í dag getur fólk verið að setja þetta inn á netið þar sem það er kannski með nokkur hundruð vini. Þá vaknar spurningin hvort myndin sé orðin opinber. Úr því hefur ekki verið skorið hjá Persónuvernd,“ segir Helga. Ekki má fara offari Hún segir einnig: „Þrátt fyrir að skólar og leikskólar vinni sína vinnu vel og leiti samþykkis foreldra fyrir myndatöku þá er ekkert skrítið að góðir og gegnir skólastjórnendur vilji passa sig þegar blásið er til at- hafnar þar sem myndavélar og snjallsímar eru á lofti.“ Hún bætir þó við: „Auðvitað má ekki fara offari í þessu. Skóla- útskriftir eru gjarnan fjölsóttir við- burðir sem mögulega má jafna má við opinberan vettvang. Þar eru hóp- myndatökur þar sem einstaklingar eru ekki í forgrunni alla jafna heim- ilar.“ „Þetta er mögulega bara tilefni til þess að settar séu einhverjar sam- ræmdar reglur um töku og birtingu mynda á skólaviðburðum,“ segir Helga að síðustu. Misskilningur olli banni á myndatöku leikskólabarna  Ýmis álitaefni eru uppi um myndatökur á almannafæri Morgunblaðið/Hari Flókið Erfitt getur verið að ákvarða hvenær myndbirting telst opinber eða ekki. Þá getur skipt máli hvort einstaklingur er í forgrunni eða hópur fólks.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.