Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 13

Morgunblaðið - 06.06.2018, Page 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 „Hér er oft er veiðivon eldsnemma á morgnana og stundum gefur urriðinn sig,“ segir Jón Einarsson, veiðivörður við Elliða- vatn. Vinsælt er meðal fólks að renna fyrir fisk á svæðinu sem er lönd Elliðavatns og Vatnsenda ofan við Reykjavík, auk Hólms- ár og Nátthagavatns. Og kannski er fátt notalegra en einmitt að vera með veiðistöngina sína á sumarkvöldi við fallegt vatn með brjóstið fullt af væntingum að bit á öngulinn. Veiðikortið gefur aðgang að Elliðavatnssvæðinu alla daga frá því klukkan 7 á morgnana og til miðnættis. Eingöngu er leyfð veiði með flugu, maðk og spóni í vötnunum en í Hólmsá má að- eins veiða á flugu. Norðurendi Elliðavatnsins er vinsæll veiði- staður og leiðin þangað er Heiðmerkurvegurinn sem beygt inn á af Suðurlandsvegi við Rauðhólana. Veiðikortið 2018 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að 34 vatnasvæðum vítt og breitt um landið. Þar er margt gott í boði; s.s Gíslholtsvatn í Holtum og Ölvesvatn á Skagaheiði fyrir norðan. Veiðiskapur er skemmtilegt sport og víða má renna fyrir fisk Morgunblaðið/Sigurður Bogi Veiðimaður Egill Sverrisson sveiflar stöng og línu fimlega við Helluvatn. Urriðinn gefur sig stundum Tækni AFP Apple Forstjóri Apple, Tim Cook, kynnir nýjar stýrikerfisuppfærslur. Tækninýjungar hjá Apple Stærsta ráðstefna ársins hjá tækniris- anum Apple fór fram á dögunum í San Jose í Kaliforníu. Þar kynnti forstjóri Apple, Tim Cook, nýja stýrikerfisupp- færslu, iOS 12, fyrir Iphone-síma og Ipad-spjaldtölvur. Þá kynnti hann einn- ig stýrikerfisuppfærsluna MacOS Mo- jave fyrir Mac-tölvur og WatchOS 5, nýjasta stýrikerfið ætlað Apple-úrum. Á meðal þeirra nýjunga sem finnast í iOS 12 er snjallari Siri, sem er fær um að t.d. minna notandann á að slökkva á símanum þegar hann er staddur í bíó. Einnig var kynnt til leiks nýtt smá- forrit, ,,Measure“, sem gerir notand- anum kleift að mæla stærð og fjar- lægð hlutar með því að taka mynd af honum. Þá voru gerðar úrbætur á Facetime en nú geta allt að 32 í einu spjallað saman gegnum smáforritið. Í hinu nýja stýrikerfi Apple-úra, WatchOS 5, má sjá hve mörg skref eru tekin á mínútu og hlaupahraða, svo að hlauparar geti fylgst með hraða sín- um. Nú er líka hægt að hlusta á hlað- varp í úrunum. Ýmis smáforrit frá iOS eru aðgengi- leg í Mojave, nýjasta stýrikerfi Mac- tölva. Þar má nefna Apple News, Voice Memos, Stocks og Home. ,,Hér eru samankomnir samstarfs- menn okkar hvaðanæva úr heiminum – frá 77 löndum, það er meira en nokkru sinni fyrr,“ sagði Tim Cook við byrjun ráðstefnunnar. veronika@mbl.is Borgarstjórinn í Reykjavík óskar nú eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem hefur verið öðrum til fyrirmyndar. Verður hann sæmdur titlinum Reykvíkingur ársins. Þeir einstaklingar sem hafa verið til fyrir- myndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavíkurborg til góða á einhvern hátt eiga möguleika á titlinum. Vel kæmi til greina einhver sem heldur borginni hreinni eða ein- hver sem hefur gert Reykjavíkurborg gott á undanförnum árum án þess að fá greitt fyrir störf sín. Reykvíkingur ársins 2017 var Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholts- skóla. Allar ábendingar sendist á net- fangið hugmynd@reykjavik.is ásamt rökstuðningi. Leitað að Reykvíkingi ársins Hefur verið öðrum til fyrirmyndar Morgunblaðið/RAX Reykjavík Hallgrímskirkja og Leifur heppni á Skólavörðuholti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.