Morgunblaðið - 06.06.2018, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
✝ Guðbjörg Her-björnsdóttir
Vilhjálmsson, jafn-
an kölluð Lillý,
fæddist á Breiða-
vík í Barða-
strandarsýslu 22.
mars 1930. Hún
lést á Sólvangi í
Hafnarfirði 26. maí
2018.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Her-
björn Guðbjörnsson, bifreið-
arstjóri í Reykjavík, f. 31.5.
1898, d. 12.2. 1984, og Guðbjörg
Jónsdóttir húsfreyja, f. 9.9.
1896, d. 30.10. 1991. Systir Guð-
bjargar var Lára, f. 1922, d.
2012.
Eiginmaður Guðbjargar var
Guðmundur W. Vilhjálmsson,
lögfræðingur og fyrrverandi
deildarstjóri hjá Eimskip og
Thor, f. 6.10. 1967, mat-
reiðslumaður.
Eftir að skólagöngu sleppti
starfaði Guðbjörg sem versl-
unarmaður í Ísafold og Helga-
felli og um alllangt skeið sem
verkstjóri og staðgengill versl-
unarstjóra í Gardínubúðinni.
Eftir að börnin komust á legg
vann hún lengi sem rómaður
skólaliði í Garðaskóla í Garða-
bæ. Guðbjörg lét víða til sín
taka í félagsmálum. Hún sat um
árabil í stjórn Kvenfélags
Garðabæjar og var formaður
þess um skeið og einnig for-
maður Sambands kvenfélaga í
Gullbringu- og Kjósarsýslu.
Guðbjörg var kjörin heiðurs-
félagi beggja félaga. Guðbjörg
og eiginmaður hennar voru
samstiga í lifandi áhuga á klass-
ískri tónlist, sóttu tónleika
Sinfóníuhljómsveitar Íslands
reglubundið frá fyrstu tíð og
unnu um áratugaskeið á vett-
vangi Kammermúsíkklúbbsins.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Vídalínskirkju í Garðabæ í
dag, 6. júní 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Loftleiðum, síðar
Flugleiðum. Börn
þeirra eru: 1)
María Kristín, f.
20.8. 1966, hús-
móðir í Danmörku.
Fyrri maki Maríu
Kristínar var Birg-
ir Sigurþórsson,
tæknifræðingur í
Reykjavík. Börn
þeirra: a) Sara
María, lögfræðing-
ur í Árósum, f. 22.4. 1987, maki
hennar er Anders Grau og eiga
þau tvær dætur, og b) Vil-
hjálmur William, hagfræðingur
í Kaupmannahöfn, f. 26.10.
1989. Síðari maki Maríu Krist-
ínar var Torben Machon, f.
30.4. 1969, raftæknifræðingur.
Þau skildu. Börn þeirra: c) Nína
Júlía, f. 13.4. 1996, og d) Mart-
in, f. 24.4. 2000. 2) Guðmundur
Lillý frænka var litla systir
hennar ömmu Láru og þegar
amma eignaðist frumburðinn
sinn, mömmu okkar, ákvað Lillý
að eiga alla vega 50 prósent í
henni og voru alla tíð miklir kær-
leikar með þeim. Síðan komum
við systkinin eitt af öðru og feng-
um okkar pláss í hjartanu á
Lillý. Þær systur voru afskap-
lega ólíkar, en mjög nánar og
það var mjög algengt að ef amma
var búin að vera í símanum
meira en klukkutíma þá sögðum
við alltaf, nú er hún að tala við
Lillý frænku.
Lillý hafði mjög mikla kímni-
gáfu og dásamlegan dillandi hlát-
ur og það var oft gaman þegar
hún var að rifja upp og segja
okkur sögur af fjölskyldunni og
okkur systkinunum þegar við
vorum yngri.
Þær voru ófáar heimsóknirnar
og gistinæturnar í Espilundi 11.
Þar sem við vorum svo heppin að
vera jafnaldrar Mæju og Munda,
myndaðist góður vinskapur milli
okkar allra. Ýmislegt var brallað
og alltaf líf og fjör. Adrúmsloftið
þægilegt og þau hjónin sáu til
þess að okkur liði sem best.
Síðustu árin var hugurinn far-
inn að ferðast, en væntumþykjan
í okkar garð var alltaf á sínum
stað.
Við kveðjum Lillý frænku og
þökkum henni samfylgdina og
kærleikann.
Kjartan, Ásgeir, Hanna
Lára, Þórhildur Sif.
Það hefur alltaf verið einhver
einstaklega notalegur hljómur í
orðunum Lillý og Mundi eða
Mundi og Lillý. Þau voru eitt í
huga okkar systkinanna og því
iðulega nefnd í sömu andrá. Lillý
var konan hans Munda, móður-
bróður okkar, en einhvern veg-
inn fannst okkur hún alltaf jafn-
skyld okkur og Mundi. Þannig
var Lillý. Við eldri systkinin tvö
munum fyrst eftir Lillý og
Munda á Lindargötu, í Bakka-
búð. Þar fengum við að njóta
gistivináttu þeirra þegar foreldr-
ar okkar þurftu að bregða sér af
bæ. Og þá var gaman. Rétt eins
og ávallt í nálægð þeirra. Svo
voru þau komin í Sólheima, á 7.
hæð í stórri blokk. Og við vorum
í Ljósheimum. Allt í einu bjuggu
öll Vilhjálmsson-systkinin fjögur
í Heima- og Vogahverfinu. Thor
og Margrét í Karfavogi og Helga
og Magnús í Skeiðarvogi þar
sem þau búa enn. Lillý og Mundi
pössuðu ekki aðeins okkur þrjú,
þau pössuðu öll systkinabörnin,
við vorum samtals átta. Fyrir
það verðum við ævinlega þakk-
lát.
Lillý var náttúrubarn og
skvísa um leið. Þykka hárið var
fallegt og hún var flott í skærum
litum. Hún var glæsileg kona og
mikill persónuleiki, sérlega
skemmtileg og hispurslaus.
Glaðlegi hláturinn og húmorinn
kætti þá sem voru í návist henn-
ar. Hún var hannyrðakona mikil
og prjónaði peysur á okkur
systkinin. Lillý hafði góða söng-
rödd og ómældan áhuga á tón-
list. Þau Mundi sameinuðust í
tónlistinni eins og alkunna er.
Þegar séra Bjarni Jónsson
skírði Höllu á Bergstaðastræti
75, árið 1965 hélt Lillý á henni
undir skírn. Hún hélt algjörlega
ró sinni enda þótt stúlkan unga
gréti nokkuð hressilega við at-
höfnina. Á myndum sést að aðrir
nærstaddir voru ekki alveg jafn
sallarólegir. Hún kallaði guðdótt-
ur sína jafnan Miðnætursollu
enda Halla fædd 21. júní.
Lillý hafði stálminni og mátti
alltaf reiða sig á hana til þess að
segja sögur frá barnæsku okkar
sem foreldrarnir mundu ekki.
Það var sárgrætilegt að fylgjast
með því hvernig óminnið náði sí-
fellt meiri tökum á henni uns yfir
lauk.
Lillý og Mundi fluttust ásamt
Munda Thor og Mæju í Espilund
í Garðahreppi. Við héldum áfram
að koma reglulega í heimsókn
þangað. Ekki var ónýtt að vera
boðið í mat, í canneloni, sem
ábyggilega enginn á Íslandi bjó
til í þann tíð, a.m.k. mjög fáir.
Hreint sælgæti. Og nammið auk
þess á vísum stað sem ekki var
slæmt.
Samband Lillýjar og Munda
var einstaklega fallegt. Þau voru
mjög náin, alltaf ástfangin.
Tengsl þeirra við foreldra okkar
voru mjög sterk og kærleiksrík.
Faðir okkar, Sverrir Norland,
andaðist áttræður fyrir um ellefu
árum. Mömmu okkar, Margréti
Norland, misstum við fyrir
þremur mánuðum. Sorg okkar er
mikil en einnig gleði yfir því að
hafa átt góða foreldra og sömu-
leiðis Lillý en þau Mundi voru
okkur nokkurs konar aukafor-
eldrar. Við kveðjum nú Lillý
okkar með þakklæti fyrir allt
sem hún gaf okkur. Mundi, elsku
móðurbróðir, Lillý verður alltaf í
hjarta þér, svo mikið er víst.
Munda Thor og Mæju vottum við
samúð okkar við lát yndislegrar
móður.
Kristín, Jón og
Halla Norland.
Það var Lillý sem sagði okkur
sögurnar úr fjölskyldunni og gaf
okkur tilfinningu fyrir fólkinu
okkar, Óla frænda í Kaupmanna-
höfn og Maríu systur hans í Hlið-
skjálf á Húsavík, afa og ömmu og
svo fjarskyldara fólki. Með lítilli
setningu gat Lillý látið þetta fólk
birtast ljóslifandi í glaðlegu og
mildu ljósi fágætrar frásagnar-
gáfu. Hún sagði líka sögur af
okkur – þreyttist ekki á að rifja
upp spurningu þess yngri þegar
hann var fimm ára – sem leitar
raunar enn á hann: „Lillý, er ég
dálítið músíkfalskur?“
Hún tók hvorki sig né aðra há-
tíðlega og fyllti líf okkar hlátri og
glaðværð, umhyggju og hlýju,
hún hafði sterkar skoðanir á fólki
og atburðum og dró þær fram
með orðum sem hittu naglann á
höfuðið. Hún var konan hans
Munda, föðurbróður okkar. Þau
voru Mundi og Lillý. Þau voru
eining og samrýndari hjón voru
ekki til. Þau urðu órofa hluti af
okkar lífsgöngu.
Á æskuárum okkar voru fjar-
lægðirnar stuttar í Vogahverf-
inu. Þar bjó allur frændgarður-
inn, og þar á meðal Mundi og
Lillý í tólf hæða blokkinni í Sól-
heimum, rétt við bókasafnið. Þar
fengum við stundum að gista og
þar var vinsælt að koma við, taka
vörulyftuna upp á sjöundu hæð
og við tók gleðiveisla með góðum
veitingum og enn betra skapi. Og
af svölunum mátti sjá vítt yfir
byggðina sem hægt og bítandi
tók að líkjast öðrum hverfum
borgarinnar.
Svo komu Mæja og Mundi
Thor inn í fjölskylduna og þá
þurfti einatt að passa á fimmtu-
dagskvöldum því Mundi og Lillý
sóttu alla sinfóníutónleika af
ástríðu og raunar alla klassíska
tónleika sem þeim buðust. Og þá
var notalegt að sitja inni í egginu
og snúa sér í hringi þegar börnin
voru sofnuð. Þar kom að íbúðin á
sjöundu hæð varð of lítil og þá
byggðu þau sér hús í Garða-
bænum. Þar lét Lillý til sín taka í
kvenfélaginu og vann í Garða-
skóla. Oft hittir maður gamla
nemendur þaðan sem minnast
hennar af mikilli hlýju.
Mundi og Lillý. Þau voru og
eru eining í okkar huga og allra
sem þau þekkja. Hægt og bítandi
hefur Lillý verið að hverfa hon-
um Munda sínum hin seinni árin
í veikindunum, þar til nú að hún
hefur fengið friðinn. Hún vakir
með okkur og í okkur enn eins og
hún var í blóma lífsins, glaðvær
og hláturmild, sterk og um-
hyggjusöm. Og þannig fylgir hún
Munda og börnunum áfram, með
þeim og í þeim.
Örnólfur og Guðmundur
Andri Thorssynir.
Elsku Lillý okkar. Ég sit hér
hjá pabba og hugsa um þig, sem
ég hef gert svo oft undanfarin ár,
og rifja upp margar góðar og
skemmtilegar minningar og sög-
ur sem mér voru sagðar um okk-
ur. Þú og Mundi voruð fjölskyld-
an hennar mömmu þegar hún
flutti hingað til Íslands með
pabba. Þið voruð svo dugleg og
góð að aðstoða mömmu. Ég man
eftir heimsóknum til ykkar í Sól-
heima og svo í Garðabæinn með
mömmu, pabba og systkinum
mínum. Ég man líka eftir mörg-
um góðum minningum þegar þið
komuð heim til okkar á Greni-
mel, öllum veislunum og þegar
þú og mamma gerðuð rabarara-
saft í eldhúsinu á Grenimel.
Minningarnar eru margar og
ljúfar.
Takk, elsku Lillý okkar, fyrir
alla væntumþykju og umhyggju
til okkar í gegnum árin til okkar
systkinanna og mömmu og
pabba.
Elsku Mundi, börn og barna-
börn. Við sendum ykkur heils-
hugar samúðarkveðjur
F.h. fjölskyldu Ólafs Ólafsson-
ar,
Ásta Sólveig Ólafsdóttir
(Fía Lotta).
Fallin er frá heiðursfélagi og
fyrrverandi formaður Kven-
félags Garðabæjar, Guðbjörg
Vilhjálmsson eða Lillý eins og
við þekktum hana, er lést 25. maí
síðastliðin á áttugasta og áttunda
aldursári. Lillý var formaður
Kvenfélags Garðabæjar í sex ár
á árunum 1985 til 1990, við sem
eldri erum þekkjum vel til fé-
lagsstarfa hennar. Hún var gerð
að heiðursfélaga á 50 ára afmæli
kvenfélagsins árið 2003. Guð-
mundur, eiginmaður Lillýjar,
hafði samband við kvenfélags-
konur og tilkynnti lát konu sinn-
ar og óskaði eftir að kvenfélagið
annaðist erfidrykkju hennar,
enda hafi Lillý verið mikil kven-
félagskona.
Guðbjörgu eru þökkuð fé-
lagsstörf í þágu Kvenfélags
Garðabæjar.
Eiginmanni og aðstandendum
sendum við hugheilar samúðar-
kveðjur.
Með kveðju frá Kvenfélagi
Garðabæjar,
Erla Bil Bjarnardóttir.
Frú Guðbjörg Vilhjálmsson,
fyrrverandi formaður Kven-
félagasambands Gullbringu- og
Kjósarsýslu, er látin, en hún
gegndi formennsku í samband-
inu á árunum 1994 til 2000. Árið
1968 hafði sambandið keypt
orlofshús á ríkisjörðinni Gufudal
sem nýtt hafði verið til orlofs-
dvalar kvenna úr sýslunum en
langt var liðið síðan sóst var eftir
dvöl þar og erfitt var að selja
húsið á ríkisjörðinni. Guðbjörg
barðist af mikilli festu í þessu
máli og hafði að lokum í gegn að
ríkið keypti húsið af sambandinu
fyrir dágóða upphæð. Þá var hún
stolt þegar andvirði húseignar-
innar var nýtt til að gefa þremur
sjúkrahúsum í Reykjavík, Hafn-
arfirði og Reykjanesbæ veglegar
tækjagjafir.
Árið 2009 var hún gerð að
heiðursfélaga í KSGK fyrir
framúrskarandi störf sín.
Guðbjörg var farsæl og vel lið-
in í starfi sínu fyrir sambandið
og hrókur alls fagnaðar á góðum
stundum. Hennar er minnst með
virðingu og þakklæti.
Kvenfélagasamband Gull-
bringu- og Kjósarsýslu vottar
öllum aðstandendum hennar
samúð.
Ágústa Magnúsdóttir
formaður.
Guðbjörg
Vilhjálmsson
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
ARNFINNUR SCHEVING
ARNFINNSSON,
Eyrarflöt 4, Akranesi,
lést sunnudaginn 27. maí á dvalarheimilinu
Höfða. Útför hans fer fram frá Akraneskirkju
föstudaginn 8. júní klukkan 13.
Margrét Arnfinnsdóttir
Þórdís Ásgerður Arnfinnsd. Gylfi Jónsson
Maren Lind Másdóttir Gunnar Harðarson
Helena Másdóttir Ársæll Ottó Björnsson
og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar systur okkar, mágkonu og
frænku,
KATRÍNAR ÞÓRODDSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Reynihlíðar fyrir alúðlega umönnun og vináttu.
Sæmundur Þóroddsson
Baldvin Þóroddsson Petra Verschüer
Snjólaug Þóroddsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson
Kristín S. Þóroddsdóttir
Guðjón S. Þóroddsson Kristín M. Magnadóttir
og fjölskyldur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu hlýhug
og vináttu við andlát og útför ástkærrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
SIGURLÍNU JÓRUNNAR
GUNNARSDÓTTUR,
Berghólum 19,
Selfossi.
Guðbrandur Einarsson
Vigdís Gunnardóttir
Kristín Guðbrandsdóttir Sveinn Helgason
Klara Guðbrandsdóttir Lingþór Jósepsson
Sigurður Guðbrandsson Émilie Marine Pasquet
Ómar Guðbrandsson Anika Maí Jóhannsdóttir
og barnabörn
Perlan og uppáhaldið okkar,
ARNRÚN ANTONSDÓTTIR,
Suðurtúni 30, Álftanesi,
lést á sjúkrahúsi í Berlín 23. maí.
Minningarathöfn fer fram í Vídalínskirkju
föstudaginn 8. júní klukkan 13.
Blómasendingar eru vinsamlega afþakkaðar en þeim sem vilja
styrkja málefni sem var Öddu okkar kært er bent á
Krýsuvíkursamtökin.
Ingvi Þór Sigfússon
Anton Líndal Ingvason Guðrún Lilja Lýðsdóttir
Þórður Guðni Ingvason Hrönn Brandsdóttir
barnabörn
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN BERGÞÓRSSON
fv. stöðvarstjóri
á Nýju sendibílastöðinni,
lést mánudaginn 4.6.
Útför hans fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 14. júní
klukkan 15.
Brynja Jónsdóttir Jón Jóhannsson
Guðrún Jónsdóttir Tómas Jónsson
Sóley Jónsdóttir
Bergþór Jónsson Rósa Guðmundsdóttir
Kristín Jónsdóttir Njarðvík Kristján Þorsteinsson
Margrét Jónsdóttir Njarðvík Hálfdán Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn