Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í... Ég er í sumarfríi þessa vikuna og dvel í blíðunni á Akureyri,“ seg-ir Brynjar Halldór Sæmundsson, verkstjóri hjá Loftorku íBorgarnesi, en hann á 60 ára afmæli í dag. „Þótt Borgar- fjörðurinn sé frábær hefur blíðan farið meira til Norðurlands en Borgarfjarðar. Frúin er að vinna hérna og ég er að njóta þess að slappa af hérna á Akurreyri og gera eitthvað annað gáfulegt,“ en eiginkona Brynjars, Birna Guðrún Konráðsdóttir, er verkefnastjóri á hug- og fé- lagsvísindasviði við Háskólann á Akureyri. „Við erum því í fjarbúð en hittumst um helgar og búum einnig á Bifröst sem er dásamlegur staður.“ Þau eru fædd í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Brynjar er Mýra- maður, frá Brúarlandi vestur á Mýrum, og Birna er fædd og uppalin í Borgarnesi. Brynjar hefur unnið hjá Loftorku í 40 ár. „Ég byrjaði að vinna þar tvítugur í júní 1978 þannig að maður hefur gert ýmislegt annað en að skipta um vinnu. Loftorka er byggingarfyrirtæki og framleiðir skolp- ræsisrör og alls konar forsteypta hluti í hús og hitt og þetta. Ég vinn á vélaverkstæðinu og er að halda trukkadótinu við,“ en Brynjar er bif- vélavirki að mennt. Í tilefni dagsins fær Brynjar heimsókn frá krökkunum sínum til Akureyrar. „Ég ætla að elda handa þeim gott lambalæri. Það er í uppá- haldi hjá flestum í fjölskyldunni. Ég var frístundabóndi og framleiddi mjög góð lambalæri, en hætti því fyrir ári. Nú er ég bara að njóta þess að vera til ásamt því að vinna, éta og sofa eins og maður segir.“ Börn Brynjars og Birnu eru Konráð, f. 1979, Ólöf, f. 1980, Margrét, f. 1986, og Eiríkur, f. 1990. Barnabörnin eru orðin níu. Ljósmynd/Auðunn Níelsson Hjónin Brynjar H. Sæmundsson og Birna G. Konráðsdóttir. Eldar lambalæri í blíðunni á Akureyri Brynjar H. Sæmundsson er sextugur í dag A rndís Soffía Sigurðar- dóttir fæddist á Sjúkra- húsinu á Selfossi 6.6. 1978 en ólst upp í Fljóts- hlíðinni. Foreldrar hennar voru bændur á Efri-Þverá í Fljótshlíð til 1983, er fjölskyldan flutti að Smáratúni. Arndís var í Fljótshlíðarskóla, Gagnfræðaskólanum á Hvolsvelli, lauk stúdentsprófi frá ML 1998, al- mennu prófi lögreglumanna frá Lög- regluskóla ríkisins 2000, hóf síðar laganám við HÍ og lauk ML-prófi í lögfræði 2008. „Það voru forréttindi að ganga í Fljótshlíðarskóla, þennan litla og per- sónulega sveitaskóla, og það var líf og fjör í félagslífi okkar unglinganna fyr- ir austan, allir í ungmennafélaginu Þórsmörk og mikil gróska í frjáls- íþróttastarfi sem ég tók þátt í.“ Arndís vann hjá Skógrækt ríkisins á Tumastöðum í Fljótshlíð og síðan hjá Sláturfélagi Suðurlands á Hvols- velli. Haustið eftir stúdentsprófi flutti hún til Reykjavíkur, starfaði á Einka- Arndís S. Sigurðardóttir ferðaþjónustubóndi og lögfr. – 40 ára Brúðkaup Arndís og Ívar giftu sig 23. apríl 2016. Af því tilefni var þessi mynd tekin af fjölskyldunni í Þórsmörk. Þá fögnuðu brúðhjónin með fjölskyldum sínum og vinum inni í Húsadal í Þórsmörk fram á rauða nótt. Umhverfisvernd, sveita- sæla og smá stórborgarþrá Reykjavík Katrín Júlía Davíðsdóttir fæddist mánudaginn 5. júní 2017 kl. 14.12 í Reykja- vík. Hún vó 3.750 grömm og var 51 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Hafdís Svala Einarsdóttir og Davíð Aðalsteinsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.