Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 06.06.2018, Qupperneq 27
leyfastofunni í eitt ár, fór í Lögreglu- skólann og var lögreglumaður hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík Arndís flutti aftur heim í sveitina árið 2006 og nú með eiginmanni og frumburði. Þau gengu inn í rekstur foreldra hennar á ferðaþjónustunni sem þau hafa smám saman verið að eignast, ásamt jörðinni Smáratúni. „Við settum okkur sjálfbærnistefnu strax árið 2007. Þá þótti það svolítið furðulegt uppátæki en nú þykir það meira en sjálfsagt í svona rekstri.“ Með laganáminu var Arndís lög- reglumaður og varðstjóri hjá emb- ætti sýslumannsins á Hvolsvelli og árið 2007 hóf hún störf við þinglýs- ingar hjá embætti sýslumannsins á Selfossi. Þar var hún í hlutastarfi er hún lauk lokaritgerðinni í lögfræði. Arndís hefur gegnt stöðu fulltrúa sýslumanns og nú í nýlega sameinuðu embætti sýslumannsins á Suðurlandi. Hún fékk leyfi frá störfum árið 2011 til að gegna formennsku í starfshópi um Guðmundar- og Geirfinnsmál. Starfshópurinn lauk störfum með út- gáfu skýrslu 2013 sem olli straum- hvörfum í þessum málum. Arndís var félagi í Vinstrihreyfing- unni – grænu framboði 2003-2017, sat á Alþingi sem varaþingmaður Atla Gíslasonar 2009-2013, leiddi lista VG í Suðurkjördæmi 2013 en framboðið náði ekki inn manni í Suðurkjördæmi í það sinn. Hún var til skamms tíma sérfræðingur innanríkisráðuneytis í málefnum mansals og peningaþvætt- is en fékk síðan tímabundið leyfi frá störfum til að sinna rekstri fjöl- skyldufyrirtækisins, Hótel Fljóts- hlíðar. Arndís fór svo aftur til starfa sem fulltrúi sýslumanns við sameiningu embætta á Suðurlandi, undir stjórn Önnu Birnu Þráinsdóttur, fyrrv. sýslumanns. Hún er nú staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi. Arndís var stjórnarmaður í Vinstrihreyfingunni – grænu fram- boði 2011-2015, sat í úrskurðarnefnd um hollustuhætti og mengunarvarnir 2010-2012, í stjórn Byggðastofnunar 2009-2011 og í stjórn Beint frá býli 2009-2011. Arndís hefur mikinn áhuga á sjálf- bærni og umhverfismálum „Ég nýt þess að tvinna saman umhverfismálin og rekstur ferðaþjónustunnar og bús- ins í Smáratúni. Við hlutum um- hverfisvottun norræna Svansins árið 2014 og ásamt góðri vinkonu minni, Elísabetu Björneyju Lárusdóttur, umhverfis- og auðlindafræðingi, hef ég deilt reynslu af því að reka fyrir- tæki sem notar umhverfisstjórn- unarkerfi. Við vinnum saman undir nafninu Sjálfbærnimiðstöð Íslands og veitum öðrum fyrirtækjum ráðgjöf í þessum efnum. Við höfum rannsakað matarsóun kerfisbundið og búum nú yfir tölulegum upplýsingum um hana sem við deilum með þeim sem láta sig varða þetta mikilvæga málefni. Það er í mörg horn að líta þegar kemur að umhverfisvænum rekstri og möguleikar á aukinni sjálfbærni virðast óþrjótandi. Ég nýt þess að ferðast, kynnast ólíkum menningarheimum, spóka mig um í ólíkum borgum og drekka í mig menningarlífið. Í sveitastelpunni býr sem sagt lítil borgarpía einnig þarf að sinna öðru hverju.“ Fjölskylda Eiginmaður Arndísar Soffíu er Ív- ar Þormarsson, 16.11. 1975, mat- reiðslumeistari. Foreldrar hans: Þor- mar Andrésson, f. 27.4. 1954, jarðverktaki, og k.h., Sigurlín Óskarsdóttir, f. 7.11. 1958, trygginga- fulltrúi hjá VÍS. Börn Arndísar og Ívars eru Emma Eir Ívarsdóttir, f. 29.12. 2005; Elfar Egill Ívarsson, f. 29.9. 2008, og Eldey Ívarsdóttir, f. 11.5. 2012. Systkini Arndísar eru Anna Bjarn- ey Sigurðardóttir, f. 21.11. 1963, framkvæmdastjóri RÚV, búsett í Reykjavík; Ingibjörg Elfa Sigurðar- dóttir, f. 31.12. 1966, starfar við ferða- þjónustu og nudd, búsett á Hvolsvelli; Stefán Eðvald Sigurðsson, f. 14.7. 1968, flugstjóri á Seltjarnarnesi; Eggert Ólafur Sigurðsson, f. 19.9. 1972, deildarstjóri í Svíþjóð. Foreldrar Arndísar eru Sigurður Vignir Eggertsson, f. 20.9. 1942, og Guðný Helga Geirsdóttir, f. 29.9. 1940, bændur á Efri-Þverá og síðar í Smáratúni í Fljótshlíð. Úr frændgarði Arndísar Soffíu Sigurðardóttur Óskar Sigurðsson endurskoðandi í Eyjum Beta Einarrína Guðjóns- dóttir húsfr. í Rvík Sigurður Óskars- son kafari í Eyjum Freyr Friðriksson eigandi Kapp ehf. Friðrik Óskars- son endurskoð- andi í Rvík AnnaMaríaAðalsteins- dóttir leikskólakennari, hún og eiginmaður hennar byggðu sumarhús í landi Smáratúns Sigurður Gunnarsson útvegsb. í Hólmi í Vestmannaeyjum Auðbjörg Jóns- dóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Oddgeir Guðjónsson hreppstjóri og fræði- maður í Tungu í Fljótshlíð Guðjón Jónsson b. í Tungu í Fljótshlíð Arndís Jónsdóttir verkakona í Rvík, systurdóttir Ólafs Oddssonar ljósmyndara, afa Davíðs OddssonarMorgunblaðsritstjóra, af Víkingslækjarætt lín Halldórsdóttir húsfr. í Grímsey Stefán Eðvaldsson b. og sjóm. í Grímsey E Birna Sigrún Stefánsdóttir húsfr. í Grímsey Geir Jósefsson sjóm. í Rvík Guðný Helga Geirsdóttir bóndi að Efri-Þverá og í Smáratúni Guðrún Einarsdóttir húsfr. á Dalvík Jósef Þorsteinsson sjóm. og verkam. á Dalvík og í Grímsey Gunnar Stefán Ás- grímsson b. á Eiðum í Grímsey og verkstj. Ingibjörg Ólafsdóttir húsfr. á Mið-Sámsstöðum Sigurður Sigurðsson b. á Mið-Sámsstöðum í Fljótshlíð Anna Sigurðardóttir húsfr. í Smáratúni Sigurður Vignir Eggertsson b. á Efri-Þverá og í Smáratúni í Fljótshlíð Arndís Soffía Sigurðardóttir Eggert Ólafsson Sigurðsson b. í Smáratúni í Fljótshlíð ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Ármúla 24 - s. 585 2800 ÚRVAL ÚTILJÓSA GGunnar Guðbjartsson fæddistað Hjarðarfelli, Mikla-holtshr. 6. júní 1917. For- eldrar hans voru hjónin Guðbranda Þorbjörg Guðbrandsdóttir húsfreyja og Guðbjartur Kristjánsson bóndi og hreppstjóri. Gunnar ólst þar upp í hópi átta systkina auk tveggja upp- eldisbræðra. Gunnar lauk námi frá Héraðsskól- anum á Laugarvatni 1938 og varð búfræðingur frá Hvanneyri 1939. Gunnar var bóndi á Hjarðarfelli frá 1942, seinni árin í samstarfi við eldri syni sína. Hann var formaður HSH 1942-46, í stjórn Búnaðars. Dala og Snæf. 1943-45 að samband- inu var skipt, eftir það í stjórn Bs. Snæf. til 1980, formaður 1968-80, í hreppsn. Miklaholtshr. 1962-78, í sýslun. 1950-82, form. byggingarn. Laugargerðisskóla 1957-65 og í skólan. 1962-70, formaður fræðslu- ráðs Vesturlandskjördæmis 1974-78, í stjórn Kaupf. Borgfirðinga 1965- 80, varaþingm. Framsóknarflokks- ins í Vesturlandskjördæmi 1959-71 og í miðstjórn flokksins í 20 ár. Hann var formaður Stéttarsam- bands bænda 1963-81 og Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins 1963-80, framkv.stjóri þess 1980-87 og Landssamb. sláturleyfishafa 1987- 89. Átti sæti í mörgum stjórnum m.a. Áburðarverksmiðju ríkisins, Mjólkursamsölunnar, sexmannan., Stofnlánad. landbún. og lífeyrissj. bænda. Gunnar sat í mörgum ótöld- um nefndum og stjórnum, bæði í heimahéraði og á landsvísu. Gunnar hóf ritun æviminninga sinna en náði ekki að ljúka þeim. Þær komu út 1997 í bók Bænda- samtakanna „Gunnar á Hjarðar- felli“. Gunnar var heiðursfélagi Bún- aðarf. Íslands og fékk riddarakross íslensku fálkaorðunnar. Gunnar kvæntist 6.6. 1942 Ást- hildi Teitsdóttur, f. 9.4. 1921, d. 4.8. 2006, frá Eyvindartungu í Laug- ardal og eignuðust þau sex börn: Guðbjart, Högna, Sigríði, Hallgerði, Teit og Þorbjörgu, eru þau öll á lífi. Gunnar lést 17.3. 1991. Merkir Íslendingar Gunnar Guðbjartsson 90 ára Sigurður Runólfsson 85 ára Ásgeir Pálsson Þórunn Gíslína Þórarinsdóttir 80 ára Einar S. Einarsson Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir Nína Agnetha Magnússon Svanlaug Magnúsdóttir Sævar Örn Jónsson 75 ára Guðbrandur Bogason Guðrún Ásdís Einarsdóttir Ingrid Elsa Halldórsson Júlía Ósk Halldórsdóttir Karlína Signý Malmquist 70 ára Bragi Sigurðsson Gréta Ásgeirsdóttir Guðmundur Unnþór Stefánsson Helgi Baldursson Kristbjörg Bára Emilsdóttir Lilja Sigurðardóttir Ólafur Þ. Sverrisson Pálmi Guðjónsson Ragnheiður Ólafsdóttir Ragnheiður Þ. Grímsdóttir Rósfríður María Káradóttir Skarphéðinn J. Olgeirsson Sævar Pétursson Teitur Lárusson 60 ára Erna Guðmundsdóttir Finnbogi Gunnarsson Guðjón Ingi Árnason Hrefna Guðmundardóttir Hörður Sigurðsson Jóhanna G. Baldvinsdóttir Ólafur Haukur Kárason Sigurjón Smári Sverrisson Sigurvin B. Guðfinnsson Sveindís Árnadóttir Valeri A. Akbachev Vinh The Nguyen 50 ára Baldur Baldursson Brynja Hjörleifsdóttir Einar Björn Bjarnason Halla Jensdóttir Jóhannes Valgeirsson Kay Michelle Brusaferro Kevin James Gardiner Kristján Yngvi Karlsson Princess Annie E. Björnsdóttir Ragnheiður Stefánsdóttir Róbert Valtýsson Þuríður Jóhannsdóttir 40 ára Árni Freyr Finnsson Cláudia C. Dos Reis Vieira Elín Einarsdóttir Hanna Björg Hauksdóttir Herdís Traustadóttir Iliyan Stoyanov Dukov Inga Benediktsson Jenný Björk Þorsteinsdóttir Jóhanna Magnúsdóttir Monika Elzbieta Liberman Nerijus Uzkuraitis Páll Sævar Sveinsson 30 ára Adrian Makuch Astrid Linnea Janbell Birgir Freyr Ragnarsson Hilmar Vignir Birkisson Joanna Sokolowska Kristbjörg Fjóla Hrólfsdóttir Kristín L. Jóhannsdóttir Lísa Thúy Ngo Sigríður Dúna Þórðardóttir Til hamingju með daginn 30 ára Víðir ólst upp á Eyrarbakka, býr í Reykja- vík, lauk prófum í ljós- myndun frá Tækniskól- anum og er ljósmyndari og gítarleikari í Kiriyama. Maki: Embla Rún Gunn- arsdóttir, f. 1993, vef- hönnuður. Foreldrar: Björn Ingi Bjarnason, f. 1953, forseti Hrútavinafélagsins, og Jóna Guðrún Haralds- dóttir, f. 1956, snyrtifræð- ingur. Víðir Björnsson 30 ára Sandra stundar nám í þroskaþjálfafræði og starfar á sambýli. Maki: Jón Kristján Magn- ússon, f. 1979, starfs- maður hjá Héðni. Börn: Magnús Sigurður, f. 2003 og Gunnar Friðgeir, f. 2005 (stjúpsynir) og Al- exander Jökull, f. 2012, og Katla Ýr, f. 2015. Foreldrar: Einar Páll Garðarsson, f. 1961, og Margrét Elín Grét- arsdóttir, f. 1963. Sandra Einarsdóttir 30 ára Íris lauk BSc-prófi í viðskiptafræði og starfar hjá Fjársýslu ríkisins. Maki: Einar Örn Ólafsson, f. 1979, tölvunarfræð- ingur. Börn: Sölvi Snær, f. 2006; Þórdís Camilla, f. 2010; Sóldís Gerður, f. 2017 og Sædís Helena, f. 2017. Foreldrar: Jón Þórólfur Guðmundsson, f. 1963, og Jórunn Helena Jóns- dóttir, f. 1965. Íris Dögg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.