Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 06.06.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú tekur skyldur þínar gagnvart börnum og menntun þeirra alvarlega í dag. Hugsaðu stórt en byrjaðu smátt og umfram allt skipuleggðu tímann eins vel og þú getur. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er þér í hag að samkomulag takist í viðkvæmu fjölskyldumáli. Nú er ekki heppilegt að taka mikilvægar ákvarðanir, einkum ef þær snúa að hús- næðismálum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú geislar af krafti og ert tilbú- in/n að hefjast handa hvort sem er í starfi eða einkalífi. Fólk sem átti áður stóran þátt í ákvörðunum þínum hefur ekki lengur áhrif á þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ein ástæða þess að þú vinnur svo vel með öðrum er að þú tjáir þig hreinskilnislega. Raðaðu hlutunum í for- gangsröð og taktu eitt verkefni fyrir í einu. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Veröldin þarf á draumóramönnum að halda. Þú berð sigur úr býtum í deilu- máli, en það bólar ekki á gleðinni sam- fara því. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér kemur ekki dúr á auga vegna áhyggna af veikindum ættingja. Láttu hverjum degi nægja sína þjáningu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Systkini og konur í hópi fjölskyld- unnar gegna mikilvægu hlutverki í lífi þínu í dag. Þér verða slegnir gullhamrar sem kemur þér skemmtilega á óvart. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gætir orðið ástfangin/n fljótlega. Valdamiklir einstaklingar vilja hjálpa þér en þú ert nú ekki á þeim bux- unum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það getur tekið tímann sinn að vinna aðra á sitt band. Allt sem við- kemur fjölskyldu, heimili og heimilislífi er mjög jákvætt þessa dagana. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú sérð ekki út úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smátíma. Þú átt í útistöðum við laganna verði, haltu þig á mottunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Vandamál þitt er ekki hægt að leysa með peningum og dóti. Þú verður á ferð og flugi næstu vikurnar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú átt erfitt með að þagga niður dagdraumana. Nú er gullið tækifæri til að hreinsa til í geymslunni. Fía á Sandi kann að mála með orð-um og litum og hefur gott tón- eyra – hún orti á Leir á fimmtudag: Syngjandi vötnin og vindurinn spila á klaka. Vorhlákan flytur öll tónverkin gömlu á ný. Fuglarnir mínir í flokkum sneru til baka fagnandi norður í gegnum hin sólroðnu ský. Í kvöld verður gaman að vera hér úti og vaka. Og á föstudaginn orti hún lítið ljóð sem hún kallar „Handverk“: Ljúft er í skóginn að lesa og spá og leita að hentugum bút. Helst vildi ég fugla í furunni sjá og freista að tálga þá út. Hnífnum ég beitti af hörku og dug en handlagnin alveg mér brást. Þeir sýndu ekki lit á að fara á flug og formleysan berlega sást. Döpur að endingu útaf ég datt með ónýtan, hálfunninn bút. Ég vaknaði í morgun og segi þér satt: Söngfuglinn sprunginn var út! Árni Björnsson skrifaði mér á sunnudagskvöld og sagðist hafa dvalist um helgina sem rannsóknar- verkefni hátt í sólarhring á bráða- móttöku í skemmtilegum félagskap en án annarrar afþreyingar. Þrauta- ráðið fyrir svefninn var að reyna að böggla saman vísu um óskylt efni. Þetta varð til: Græðgin eyðir góðsemi græðgin eykur fátæki græðgin stýrir styrjöldum stórum spillir landkostum. Síðan bætir Árni við: „Sú er spurn- ing til gamals nemanda, Kára Stef- ánssonar, hvort unnt myndi fræði- lega og tæknilega að einangra græðgisgenið hjá mannskepnunni og finna síðan lyf við því.“ Magnús Halldórsson segir á Boðnarmiði að hér sé „ort við gamlan stekk“: Sést ekki lengur hér lagðprúður sauður, Lubba mjög hnígandi frægðar er sól, hóandi smalinn mun hás eða dauður og horfið að fullu er kvíanna ból. Nú ólíkir hlutir hér örva mjög kæti, annað sem rífur upp bágustu kjör, því túristar þekja öll torg eða stræti og tæmd eru veskin með brosi á vör. Síra Einar Thorlacius orti undir nafni konu sinnar: Óska ég lengi, er þess von, ástarstrengur gróinn að ég fengi Edilon en Einar gengi í sjóinn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af fuglum og spurning til Kára Matur er mannsins megin, segireinhvers staðar. Matur er vissulega eldsneyti, en matargerð er þegar best lætur list. Sumt þykir okkur gott, annað vont og það er rannsóknarefni hvers vegna það er. Um þessar mundir mun vera sér- lega vinsælt að borða ostafondú á meginlandi Evrópu. Fólk kemur saman, dýfir brauðmolum í bráðinn ost og smjattar síðan á kræsing- unum. Hvers vegna hefur ostafondú gengið í endurnýjun lífdaga fjórum áratugum eftir að það síðast var vin- sælasti samkvæmisrétturinn? Sál- fræðingurinn Charles Spence, sem notar verkfæri sálfræðinnar og taugafræðinnar til að greina matar- venjur okkar, er ekki í vafa. Þessi réttur falli fullkomlega að vorum tímum, nú sé allt lagt upp úr því að gera hlutina sjálfur og þá tilfinningu fái neytandinn þegar hann hefur prjóninn á loft með brauðmolann á endanum og kaffærir hann í kraum- andi ostinum og við það vaxi nautnin af að borða. x x x Um þetta var fjallað í grein í þýskatímaritinu Der Spiegel nýverið og var þar vitnað í könnun norskra vísindamanna, sem komust að því að það hefði jákvæð áhrif á bragð- skynjun að elda sjálfur. Sömu áhrifa gætti meira að segja þótt elda- mennskan væri í raun blekking og þátttakandinn í tilrauninni fengi öll hráefni í hendurnar tilbúin og gerði ekki annað en að hræra þau saman. x x x Spence segir við Der Spiegel aðþetta eigi ekki að koma á óvart. „Hvernig við metum mat og drykk veldur að miklu leyti á staðnum og aðstæðum þegar við neytum,“ segir vísindamaðurinn og kveðst vera þeirrar hyggju að hljóð og hávaði sem heyrist þegar borðað er og drukkið hafi mikil áhrif á bragð- skynjun. „Þegar við borðum verða lykt, bragð, áferð, litur og hljóð mat- arins að ótrúlega flókinni fjöl- skynfærareynslu,“ segir hann. Vík- verji er ákveðinn í að vanda sig meira næst þegar hann tekur til matar síns til að fá meira út úr máls- verðinum og leggja meira af mörk- um í framreiðslunni. vikverji@mbl.is Víkverji Eins og faðir sýnir miskunn börnum sínum, eins hefur Drottinn sýnt mis- kunn þeim er óttast hann. (Sálm: 103.13) Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 8000 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu u KASSAR u ÖSKJUR u ARKIR u POKAR u FILMUR u VETLINGAR u HANSKAR u SKÓR u STÍGVÉL u HNÍFAR u BRÝNI u BAKKAR u EINNOTA VÖRUR u HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.