Morgunblaðið - 06.06.2018, Blaðsíða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 2018
Blóðengill er spennusagasem rífur lesandann meðsér í rannsóknarferðalagstrax á fyrstu blaðsíðu.
Frásagnarstíll Óskars Guðmunds-
sonar er einstaklega heillandi og því
er ekki furða að fyrsta bók hans,
Hilma, hafi hlotið Blóðdropann sem
besta íslenska spennusagan árið
2016.
Blóðengill er sjálfstætt framhald af
fyrstu skáldsögu höfundar en þó er
ekki nauðsynlegt að hafa lesið hana
til þess að geta notið framhaldsins.
Raunar er þannig minnst á atburði úr
þeirri sögu að ekki er ólíklegt að les-
andinn ákveði að næst ætli hann að
lesa Hilmu til þess að fá enn betri inn-
sýn í hugarheim og líf rannsóknarlög-
reglukonunnar bráðsnjöllu sem bæk-
urnar fjalla um.
Að fylgjast með
rannsóknarferl-
inu í máli mæðgn-
anna sem hvorki
finnst tangur né
tetur af, nema
talsvert magn af
blóði og einn fing-
ur, er dáleiðandi.
Raunar missir
sögumaðurinn
aldrei athygli lesandans, hvort sem
verið er að lýsa uppáhaldskaffihúsi
Hilmu eða því hvernig óverknaðurinn
fór fram. Og rannsóknin leiðir að lok-
um til raunveruleika sem er óhugnan-
legri og viðbjóðslegri en lesandinn
hefði nokkurn tíma getað gert sér í
hugarlund. Því er alls ekki hægt að
mæla með skáldsögunni fyrir við-
kvæma.
Þrátt fyrir að um klassíska spennu-
sögu sé að ræða, sem við Íslendingar
erum alls ekki ókunnugir, er Blóð-
engill ekki ein þeirra sem hægt er að
leggja frá sér án umhugsunar að
lestri loknum, því ólifnaðurinn lifir
með lesandanum í nokkurn tíma eftir
að upp um málið kemst og að sögu-
lokum kemur. Óskandi væri að les-
endur fengju að fylgjast áfram með
ævintýrum Hilmu.
Morgunblaðið/Golli
Heillandi „Frásagnarstíll Óskars Guðmundssonar er einstaklega heillandi.“
Ólifnaðurinn lifir
með lesendum
Glæpasaga
Blóðengill bbbbn
Eftir Óskar Guðmundsson.
Bjartur bókaútgáfa 2018. Kilja, 363 bls.
ÞORGERÐUR ANNA
GUNNARSDÓTTIR
BÆKUR
Jurassic World: Fallen Kingdom
Kvikmyndin hefst um fjórum árum
eftir að þeirri síðustu sleppti í
framhaldssögunni um Júragarðinn
og hafa risaeðlurnar leikið lausum
hala á eyjunni Nublar. Frelsi þeirra
er ógnað þegar eldgos verður á eyj-
unni og ákveðið að flytja eðlurnar
upp á meginlandið. Það er flókið
verkefni, eins og gefur að skilja og
risaeðlusérfræðingarnir Claire
Dearing og Owen Grady því kall-
aðir til. En ekki er allt sem sýnist
og sem fyrr óprúttnir aðilar á ferð
og virðist allt ætla að fara á versta
veg. Risaeðlufræðingarnir þurfa
því að taka á honum stóra sínum og
berjast fyrir lífi sínu innan um hin-
ar stórhættulegu eðlur. Leikstjóri
er J.A. Bayona og aðalleikarar
Bryce Dallas Howard, Chris Pratt
og Jeff Goldblum.
Enn segir af mönn-
um og risaeðlum
Bíófrumsýning
Stórhættulegar Riseðlurnar eru komnar á kreik enn á ný.
Svanurinn 12
Afvegaleidd níu ára stúlka er
send í sveit um sumar til að
vinna og þroskast.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 18.00
Andið eðlilega Morgunblaðið bbbbm
IMDb 7,4/10
Bíó Paradís 22.00
Rjómi
Hilmar Egill Jónsson flytur
frá Noregi heim til Íslands
með hundinn sinn Rjóma.
Bíó Paradís 20.00
Call Me By Your
Name 12
Metacritic 93/100
IMDb 8,0/10
Bíó Paradís 22.00
Jumanji: Welcome to
the Jungle 12
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 20.00
On Body and Soul 12
Óvenjuleg ástarsaga sem
gerist í hversdagsleikanum,
sem hverfist um markaleys-
ið á milli svefns og vöku,
huga og líkama.
Metacritic 77/100
IMDb 7,0/10
Bíó Paradís 17.45
The Big Sick Metacritic 86/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 17.45
Jurassic World:
Fallen Kingdom 12
Þegar eldfjallið á eyjunni
vaknar til lífsins, þá þurfa
Owen og Claire að bjarga
risaeðlunum frá útrýmingu.
IMDb 8,2/10
Sambíóin Álfabakka 16.45,
19.30, 22.15
Sambíóin Egilshöll 17.00,
20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 19.30,
22.15
Smárabíó 16.00, 16.30,
20.00, 22.00, 22.10
Háskólabíó 18.00, 21.00
Terminal 16
Myndin fjallar um tvo leigu-
morðingja í illum erinda-
gjörðum, forvitna þjón-
ustustúlku sem spilar með
alla sem hún kemst í tæri
við, kennara sem haldinn er
ólæknandi sjúkdómi og
íhugar sjálfsmorð og hús-
verði sem býr yfir vægast
sagt hættulegu leyndarmáli.
IMDb 5,2/10
Metacritic 26/100
Sambíóin Egilshöll 20.00
Sambíóin Kringlunni 17.50,
20.00, 22.10
Sambíóin Akureyri 21.30
Avengers: Infinity
War 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 68/100
IMDb 8,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.30,
20.40
Sambíóin Egilshöll 17.00,
22.20
Vargur 16
Bræðurnir Erik og Atli eiga
við fjárhagsvanda að stríða.
Þeir grípa til þess ráðs að
smygla dópi. Erik skipulegg-
ur verkefnið og allt virðist
ætla að ganga upp, en
óvænt atvik setur strik í
reikninginn.
Morgunblaðið bbbmn
IMDb 7,6/10
Smárabíó 22.50
Háskólabíó 21.00
Bíó Paradís 20.00, 22.00
I Feel Pretty 12
Höfuðmeiðsl valda því að
kona fær ótrúlega mikið
sjálfstraust og telur að hún
sé ótrúlega glæsileg.
Metacritic 47/100
IMDb 4,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00
Overboard Metacritic 42/100
IMDb 5,4/10
Háskólabíó 18.20
Bókmennta- og
kartöflubökufélagið
Rithöfundur myndar óvænt
tengsl við íbúa á eynni
Guernsey, skömmu eftir
seinni heimsstyrjöldina, þeg-
ar hún skrifar bók um
reynslu þeirra í stríðinu.
Háskólabíó 17.50
Rampage 12
Metacritic 45/100
IMDb 6,4/10
Sambíóin Álfabakka 22.20
Draumur IMDb 6,6/10
Myndin skoðar ósagða sögu
Mjallhvítar, Öskubusku og
Þyrnirósar, sem komast að
því að þær eru allar trúlof-
aðar sama draumaprins-
inum. Prinsinn upplifir þær
breytingar að verða talinn
ómótstæðilegur af flestum
eftir að álfadís hellir á hann
töfradufti í miklu magni.
Laugarásbíó 17.40
Smárabíó 15.30, 17.00
Borgarbíó Akureyri 17.30
Víti í Vestmanna-
eyjum Myndin fjallar um strákana í
fótboltaliðinu Fálkum sem
fara á knattspyrnumót í
Vestmannaeyjum. Á fyrsta
degi kynnast þeir strák úr
Eyjum sem þeir óttast en
komast að því að hann býr
við frekar erfiðar aðstæður.
Morgunblaðið bbbbn
Sambíóin Álfabakka 17.40
Sambíóin Akureyri 17.10
Midnight Sun
Myndin fjallar um 17 ára
gamla stelpu, Katie. Hún er
með sjaldgæfan sjúkdóm
sem gerir hana ofur-
viðkvæma fyrir sólarljósi.
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.15
Sambíóin Kringlunni 17.30,
19.40, 21.50
Sambíóin Akureyri 19.30
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 62/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Álfabakka 16.50, 19.40, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.10
Sambíóin Kringlunni 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Akureyri 16.40, 19.30, 22.20
Sambíóin Keflavík 19.30
Solo: A Star Wars Story 12
Kona fer í stríð
Kona á fimmtugsaldri ákveður að bjarga heiminum og lýsir
yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdar-
verkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og
hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Úkraínu stígur
inn í líf hennar.
Morgunblaðið
bbbbb
Laugarásbíó 17.40,
20.00
Smárabíó 22.00
Háskólabíó 18.10,
20.50
Deadpool 2 16
Morgunblaðið
bbbnn
Metacritic 68/100
IMDb 8,6/10
Laugarásbíó 22.10
Sambíóin Keflavík
22.15
Smárabíó 16.40,
22.20
Háskólabíó 20.30
Borgarbíó Akureyri 19.30, 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna
mbl.is/bio