Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 11

Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 11
Landsmót hestamanna 2018 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin 1988 - 2018 Afmælis- tilboð Í tilefni 30 ára afmælisársins verður 30%afsláttur frá miðvikudeginum 4. júlí til miðvikudagsins 11. júlí af öllum kvartbuxum, stuttbuxum, leggings, pilsum og peysum Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Aðdráttarafl íslenska hestsins nær langt út fyrir landsteinana. Talið er að fjórðungur gesta á landsmóti í ár sé erlendur og einnig eru komnir um 40 erlendir blaðamenn til að fjalla um mótið, flestir frá Evrópu en ein- hverjir frá Norður-Ameríku. Ís- lenski hesturinn á sérstökum vin- sældum að fagna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi. Sem dæmi eru skráð 39 þúsund íslensk hross í Danmörku og 31 þúsund í Svíþjóð. Herdís Reyn- isdóttir var stödd í Horses of Ice- land-tjaldinu þegar blaðamann bar að garði en hún er hestaræktandi bú- sett á Írlandi. Herdís segir að hesta- menning og aðstæður annars staðar á Norðurlöndunum séu ekki ósvip- aðar og hér. „Þar er hestamennskan stór hluti af menningunni og það hef- ur gengið vel að markaðssetja hest- inn í þessum löndum. Það er einnig stór markaður í Þýskalandi en það er svo stórt land að hlutfallslega eigum við ekki mikið af markaðinum þar.“ Gríðarlega góð markaðssetning Vinkona Herdísar, Jelena Ohm, er verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu. Hún segir landsmót hafa gríðarmikla þýðingu fyrir kynn- ingu á íslenska hestinum. „Það skipt- ir miklu máli fyrir ræktendur á land- inu að ná að kynna sína ræktun á þessum vettvangi sem landsmót eru. Margir útlendingar sem koma á sýn- ingar enda á að kaupa hesta sem þeim líst vel á. Ræktunarbúasýning- arnar sem verða á föstudags- og laugardagskvöld eru sérstaklega vinsælar. Þar kaupa ræktunarbú sér réttindi til að sýna ræktunarhópinn sinn. Þetta er í raun bein markaðs- setning fyrir þessi bú og skiptir þau gríðarmiklu máli.“ Hún segir lands- mótið einnig vettvang til að kynna ís- lenska hestamenningu fyrir útlend- ingum. „Útlendingarnir fá að kynnast öllu sem er í gangi í hesta- heiminum hér á landi, allt á einum stað. Þeir ná að hitta fólk, sjá nýja ræktendur og nýja hesta.“ En hver ætli sé sérstaða íslenska hestsins með tilliti til annarra hesta- kynja? Herdís segir að flestir útlend- ingar hrífist af bæði persónuleika hestsins og töltinu fræga. „Við gerð- um könnun innan aðildarsamtaka ís- lenska hestsins þar sem við spurðum af hverju þau héldu tryggð við ís- lenska hestinn. Við sjáum að í upp- hafi er það töltið sem selur hann, en geðslagið er það sem heldur fólki í kyninu. Það er bara þessi karakter og menningin í kringum þetta. Ís- lenski hesturinn er í raun besti sendiherra Íslands,“ segir Herdís. Sambland góðra eiginleika Þegar gengið er um mótssvæðið má heyra annan hvern mótsgest tala á erlendri tungu. Blaðamaður hitti fyrir nokkra erlenda gesti sem hann spjallaði lítið eitt við. Líffræðingurinn Eva Jägerbauer er komin hingað til lands til að fylgj- ast með íslenska hestinum keppa. Þetta er hennar fyrsta heimsókn til landsins en hún mun eyða vikunni í Víðidal. Hún er að eigin sögn mikill dýravinur og hefur sérstaklega gam- an af hestum. „Það var gamall draumur hjá mér að eignast hest sem rættist aldrei. Ég er orðin of gömul fyrir hestamennsku núna.“ Hún segist hingað komin til að kynn- ast þeim sem hún kallar uppsprettu allra góðra hrossa, sem er íslenski hesturinn. „Persónulega er ég mjög hrifin af skapgerð íslenska hestsins Hann er ekki of stór og er settlegur. Hann er líka klár og dýnamískur. Allir þessir eiginleikar í einum hesti.“ Dönsku mæðgurnar Ann og Soph- ie ákváðu að nýta sumarfríið sitt í að fylgjast með landsmótinu í ár. Þær eiga íslenskan hest heima í Dan- mörku og fannst tilvalin hugmynd að koma og sjá fleiri hesta af íslenska kyninu á Íslandi. „Við erum að tvinna saman sumarfríið okkar og kynnisferð um íslenska hestinn. Við munum eyða þessari viku á lands- móti og hinni vikunni í að fara á þessa helstu ferðamannastaði.“ Voru þær spurðar hvað það væri sem lað- aði þær helst að íslenska hestinum og sögðu þær það vera bæði töltið og persónuleikann. „Ég elska töltið. Svo hefur hann svo frábært skap. Þeir hafa einnig mikinn hraða sem mér finnst skemmtilegt. Það er bara un- un að ríða íslenska hestinum,“ segir Ann, ánægð með að vera komin í land íslenska hestsins.  Fjórðungur landsmótsgesta í ár frá öðrum löndum  Útlendingar segja íslenska hestinn skapgóðan og kláran Ljósmynd/Herdís Reynisdóttir Hestakona Herdís Reynisdóttir er hestaræktandi búsett á Írlandi. „Íslenski hesturinn besti sendiherra landsins“ Morgunblaðið/Nína Guðrún Geirsdóttir Heilluð Hin þýska Eva er komin til að fylgjast með íslenska hestinum. Morgunblaðið/Nína Guðrún Geirsdóttir Aðdáendur Þessar dönsku mæðgur eru hrifnar af íslenska hestakyninu. Þriðji dagur landsmóts gekk prýði- lega og gætti góðrar stemningar hjá knöpum sem og mótsgestum. Ekki var hægt að kvarta undan veðri en það var bjart og fremur hlýtt fyrri part dags. Margmenni var í brekkunni að fylgjast með keppni á báðum völlum en móts- haldarar áætla að fjöldinn hafi ver- ið milli þrjú og fjögur þúsund. Dag- skráin í gær hófst með forkeppni í A-flokki gæðinga á gæðingavell- inum. Hæstur varð Hafsteinn frá Vakurstöðum með einkunnina 8,90, knapi hans er Teitur Árnason. Næstur var Arion frá Eystra- Fróðholti með 8,85 en hann situr Daníel Jónsson. Þess má geta að Hafsteinn og Teitur urðu Reykja- víkurmeistarar í vor í fimmgangi. Munu 30 efstu hestar mæta aftur í milliriðil á fimmtudag. Á kynbótavellinum fóru fram dómar á sex og sjö vetra kynbóta- hryssum. Síðdegis fóru fram dómar á fjögurra vetra stóðhestum. Í gær- kvöldi hófust þar fyrri umferðir kappreiða á 150 m og 250 m skeiði. Morgunblaðið/Nína Guðrún Geirsdóttir Fastagestir Hjónin Jónas Vigfússon og Kristín Thorberg frá Litla-Dal í Eyjafirði voru mætt í brekkuna til að fylgjast með keppni í gærmorgun. Margmenni í Víðidal á þriðja degi landsmóts Fjórði keppnisdagur Landsmóts hestamanna byrjar að vanda með því að svæðið verður opnað kl. sjö. Í dag hefst dagskráin klukkan níu á gæðingavellinum en þá fara fram milliriðlar í unglingaflokki. Eftir hádegishlé eða kl. 13:30 hefjast milliriðlar í B-flokki og standa til 18:30. Á kynbótavellinum hefjast dómar á fimm vetra stóðhestum klukkan átta. Eftir matarhlé taka við dómar á sex vetra stóðhestum og lýkur dagskránni á kynbótavell- inum með dómum á sjö vetra og eldri stóðhestum. Í Horses of Iceland-tjaldinu verð- ur lifandi tónlist yfir daginn og ýmsar uppákomur, t.d. sýnikennsla í reiðgerði kl. 12:45. Þá verða Grét- ar og Hebbi með gítarpartí í Top Reiter-tjaldinu frá 22. Svæðinu er lokað á miðnætti. Fjórði dagur Landsmóts 2018 í dag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.