Morgunblaðið - 04.07.2018, Page 19
19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018
Í stíl Kona með barnavagn gengur rösklega yfir gangbraut við Hlemmtorg í Reykjavík og hefur vakandi auga með umferðinni eins og vera ber. Barnavagninn er í stíl við gangstéttina.
Eggert
Stokkhólmur | Einu
ári eftir andlát Hel-
muts Kohls, fyrrver-
andi Þýskalandskansl-
ara, virðist sem þjóðin
sem hann leiddi í 16
ár sé ekki viss hvort
hún eigi að fylgja arf-
leifð hans eður ei.
Afstaða Kohls var
sú að saga Þýska-
lands og staða í miðri
Evrópu þýddi að sókn
eftir upphefð þjóðarinnar mætti
aldrei verða markmið í sjálfu sér.
Í huga hans átti landið sem er með
fleiri nágranna en nokkurt annað
ríki álfunnar ekki að láta finna fyr-
ir sér. Þýskaland ætti frekar að
halda á lofti þeirri hugmynd að í
Evrópu væru öll ríki, stór sem
smá, jafnörugg.
Síðan flóttamannavandinn hófst
haustið 2015 hefur þessi hugmynd
Kohls um evrópskt samstarf hins
vegar átt undir högg að sækja. Á
sama tíma og Angela Merkel
Þýskalandskanslari hefur ýtt á
sameiginlega stefnu í innflytjenda-
og flóttamannamálum innan Evr-
ópusambandsins hefur þeirri skoð-
un vaxið fylgi innan Þýskalands að
landið ætti að taka upp einhliða
aðgerðir sem myndu líklega vera á
kostnað annarra ríkja ESB.
Á yfirborðinu er
umræðan sem nú hel-
tekur Þýskaland um
hvort það eigi að
senda hælisleitendur
sem þegar hafa verið
skrásettir í öðrum
ESB-ríkjum til baka,
eins og innanríkis-
ráðherrann, Horst
Seehofer, leiðtogi
kristilegra í Bæjara-
landi (CSU), hefur
talað fyrir. En þegar
kafað er dýpra er
spurningin fyrir
Þýskaland hvort landið ætti að
fara sínar eigin leiðir eða halda
áfram að leita sameiginlegra evr-
ópskra lausna.
Á þessum tímum sjálfsmyndar-
stjórnmála hefur deilan um innflytj-
endamál orðið að orrustu um sál
Þýskalands. Í september síðast-
liðnum varð Annar kostur fyrir
Þýskaland (AfD) fyrsti öfga-hægri-
flokkurinn til þess að ná inn á
þýska sambandsþingið síðan á sjö-
unda áratugnum. Svo þegar núver-
andi ríkisstjórn kristilegra demó-
krata og sósíaldemókrata var
mynduð varð AfD stærsti stjórn-
arandstöðuflokkurinn. Og nú er
flokkurinn að toga CSU enn lengra
til hægri í aðdraganda sambands-
landskosninga í Bæjaralandi í októ-
ber næstkomandi.
Þessi þróun í Þýskalandi helst í
hendur við þróunina vítt og breitt
um Evrópu, þar sem þjóðernissinn-
aðir og pópúlískir flokkar hafa náð
árangri í kjörkössunum með því að
hafna lausnum á sviði ESB og kalla
eftir lokuðum landamærum. Á Ítal-
íu virðist hinn þjóðernissinnaði
Bandalagsflokkur ráða ferðinni í
hinu nýja stjórnarsamstarfi sínu
með pópúlísku Fimmstjörnuhreyf-
ingunni. Og í Austurríki hefur hinn
öfga-hægrisinnaði Frelsisflokkur
beitt áhrifum sínum á innflytj-
endastefnuna sem hluti af rík-
isstjórninni.
Ef maður hlustar á orðræðu
þessara flokka mætti halda að
flóttamenn og innflytjendur
streymdu óhindrað inn til Evrópu.
En þó að Balkanlöndin hafi orðið að
þjóðvegi fyrir hælisleitendur sem
voru að flýja frá Sýrlandi til Þýska-
lands og Svíþjóðar árin 2015 og
2016 var í raun lokað fyrir þá leið
þegar Tyrkland samþykkti að hýsa
flóttamenn í skiptum fyrir fjárhags-
aðstoð frá Evrópusambandinu. Og
þó að flóttamannavandinn á miðju
Miðjarðarhafi haldi áfram að vera
fréttnæmur hefur þeim flóttamönn-
um sem koma frá Norður-Afríku í
raun fækkað hratt á undanförnu
ári.
Samt hafa innflytjendamál áfram
verið álitamál um alla Evrópu,
vegna áfallsins í upphafi flótta-
mannavandans, sem enn lifir ljóslif-
andi í huga kjósenda. Stjórnmál
snúast um skynjun fólks, ekki hrá-
ar tölur. Og pópúlískir og
þjóðernissinnaðir flokkar hafa náð
að draga upp þá mynd að Evrópa
sé umsetin.
Í núverandi andrúmslofti stjórn-
málanna myndi sú ákvörðun Þýska-
lands að senda flóttamenn aftur til
Austurríkis nær örugglega þýða að
Austurríki myndi senda þá aftur til
Ítalíu. Það myndi færa ESB aftur á
sama stað og það var áður, þegar
hælisleitendur voru ekki skrásettir
við komuna til Ítalíu, og þegar það
var erfiðara að snúa þeim aftur við
önnur landamæri. Það myndi óum-
flýjanlega leiða til þess að ástandið
myndi versna og verða eldfimt, þar
sem aðildarríki ESB stæðu hvert
gegn öðru, og pópúlistar legðu und-
ir sig sviðið.
Þýskaland Kohls myndi, til sam-
anburðar, íhuga hina evrópsku hlið
stefnumála sinna og móta þau eftir
því. Það myndi ekki bara henda
vandamálum sínum á minni ná-
grannaríki sín, því að það myndi sjá
að öryggi þeirra helst í hendur við
öryggi Þýskalands. Árás þjóðern-
issinnaðra afla á sýn Kohls gæti
haft afleiðingar í för með sér sem
næðu langt umfram deiluna um
innflytjendamál. Það er ekki bara
hlutverk Þýskalands í Evrópu sem
er í húfi, heldur einnig framtíð
samrunaferlis Evrópu. Þýskaland
sem varpar af sér arfleifð Kohls
myndi allt í einu verða uppspretta
mikillar óvissu, frekar en brjóst-
vörn stöðugleikans í hjarta Evr-
ópu. Þar sem vesturveldin eiga
þegar undir högg að sækja frá
mönnum eins og Vladimír Pútín
Rússlandsforseta og Donald
Trump Bandaríkjaforseta væri það
hið síðasta sem Evrópa þarfnaðist.
Núverandi krísa verður líklega
leyst með röð ófullkominna mála-
miðlana – bæði innan ESB og inn-
an ríkisstjórnar Þýskalands. Það
er, þrátt fyrir allt, oft þannig sem
Evrópusambandið virkar, líkt og í
skuldakreppu Grikklands.
Ólíklegt er að málið muni enda
þar. Efasemdir Þjóðverja um arf-
leifð Kohls er þróun sem er stærri
en nokkurt eitt álitamál. En það
hvernig flóttamannavandinn þróast
á næstu vikum mun leiða ýmislegt
í ljós um framtíðarstefnu Þýska-
lands – og um leið framtíð Evrópu.
Eftir Carl
Bildt » Síðan flóttamanna-
vandinn hófst haust-
ið 2015 hefur þessi hug-
mynd Kohls um
evrópskt samstarf átt
undir högg að sækja
Carl Bildt
Carl Bildt er fyrrverandi forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra Svíþjóðar.
© Project Syndicate 1995-2018
Orrustan um sál Þýskalands