Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 04.07.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 ekki laust við að það væri bæði sungið og gripið í píanóið. Stuttu síðar vorum við á leið í frí með börnin okkar og urðum þess áskynja að eitthvað var ekki eins og það átti að vera hjá vinum okkar í Vesturási. Símtalið þegar við komum á leiðarenda var erfitt fyrir okkur öll. Njalli hafði án nokkurs fyrirvara greinst með fjórða stigs krabbamein. Þessi yndislega jákvæði orkubolti, sem virtist aldrei fá það verkefni í hendur sem var honum ofviða, hafði nú fengið það stærsta hing- að til. Allt frá fyrsta degi var Njalli staðráðinn í að sigra krabbann. Hann orðaði það þannig að hon- um hefði verið falið að ráðast í erfiðustu fjallgöngu lífsins á inni- skónum einum, en hann myndi klára það. Og við trúðum því öll. Njalli og Þóra voru og eru yndislegir vinir. Gleðin í kringum þau óviðjafnanleg. Orkan, já- kvæðnin og krafturinn þeirra að- alsmerki. Samheldnin. Og þannig tókust þau á við þetta verkefni. Af ótrúlegri yfirvegun, æðruleysi og virðingu. Í meira en tvö ár var hver frétt af þróun sjúkdómsins hlaðin vonbrigðum. En aldrei létu þau hugfallast. Alltaf var vonin svo sterk, trúin á það að þetta tækist fyrir rest. Að inni- skórnir dygðu á toppinn. Og minningarnar söfnuðust saman. Það eru þær sem við höldum nú í. Öll kvöldin sem við sátum saman, spjölluðum, hlógum, sungum og jafnvel grétum. Göngutúr um miðja nótt í Stykk- ishólmi undir leiðsögn heima- mannsins Njalla. Glampandi sól- skin í lautarferð í Flatey. Útilega í Kolkuósi þar sem tjölduðum á sjávarkambinum. Samveru- stundir á Næsta-bæ. Og núna seinustu misserin heimsóknir til okkar í Búdapest. Alltaf var stutt í glettnina, lífs- gleðina og tónlistina. En Njalli átti líka aðra hlið. Hann var djúp- ur, pældi í ólíkustu hlutum og hafði ákveðnar skoðanir. Eins og ein vinkona hans lýsti því svo vel um daginn – „Hann Njalli er svo vitur.“ En Njallinn okkar var ekki bara vitur. Hann var hlýr, úr- ræðagóður, snillingur á píanóið, söng svo yndislega fallega. Allt lék í höndum hans. Hann var endalaust fyndinn og skemmti- legur. Hann var prakkari. Það sem við höfum hlegið saman! Síð- ast en ekki síst traustasti vinur sem nokkur getur óskað sér. Hann var vinur sem hægt var að þegja með. Og það segir svo margt. Elsku Þóra, Katla og Yrsa, Doddi, Auður og Ella. Sársauk- inn nístir inn að beini. Sorgin er áþreifanleg. Engin svör fást við svo ótal mörgum spurningum. Missir ykkar ólýsanlegur. Þótt það sé lítils virði verðum við alltaf til staðar fyrir ykkur. Alveg sama hvað. Við söfnum áfram minning- um saman. Og minningin um Njalla lifir að eilífu. Vertu sæll, elsku vinur. Við sjáumst í næsta partíi Árni Magnússon og Berglind Bragadóttir. Elsku Njalli vinur minn hefur yfirgefið partíið. Ég veit að hann vildi stoppa lengur og gerði það eins lengi og hann gat, allt til enda hélt hann uppi stuðinu og dró að sér aðra partígesti. „Partí- ið er ekki búið, það er nóg eftir.“ Hann lagði upp með að vera góð manneskja alltaf, tókst það svo vel og hefur kannski ekki haft svo mikið fyrir því. Það var ein- hvern veginn innbyggt í eðli hans, góðmennska, gleði og hið bráðnauðsynlega innihald; dásamlegur húmor og hæfileiki til að sjá bjartari hliðina á tilver- unni. Við höfum fylgst að með hléum frá fyrstu æviárum okkar í Hólminum, bekkjarsystkin frá því í sex ára bekk, vinir og vinnu- félagar á unglingsárum. Þegar kom að því að stofna heimili, eignast börn og lifa hversdagslíf- inu á sitthvorum staðnum voru samskipti minni eins og gerist, en taugin lá alltaf þarna á milli okk- ar. Fyrir rúmum þremur árum blésum við lífi í þessa dýrmætu vináttu og úr varð „kvenfélagið“, þriggja manna félagsskapur okk- ar Njalla og Öldu vinkonu okkar og bekkjarsystur að vestan. Fyrst og fremst var hlegið á fundum félagsins, því fáir kunnu þá list að segja sögur jafn vel og Njalli. Síðasti fundur kvenfélags- ins var haldinn við rúmstokkinn hans rúmum tveimur sólarhring- um áður en hann fór, dýrmæt stund á eina sumardeginum til þessa. Við kvöddumst með áformum um annan fund þó að við höfum líklega öll vitað að þetta yrði mögulega sá síðasti. Þó að talsvert hafi verið af okkar manni dregið var hann að eigin sögn „í toppmálum“. Efst í minningunni er þó kvöldið sem við eyddum saman í Keflavík í byrjun maí, stuttu eftir að meðferð hafði verið hætt og fyrir lá í hvert stefndi. Það var dýrmætt að eiga þá stund saman í einlægri vináttu og umhyggju fyrir hvort öðru. Eftir það kvöld var í raun ekkert eftir ósagt, en þó svo ótal margt ógert og marg- ar minningar sem átti eftir að skapa. Mér finnst við og allir sem elskuðu Njalla hafa misst mikið, en mest er þó tekið frá elsku Þóru, stelpunum þeirra og for- eldrum hans. Megi birtan og gleðin sem fylgir minningu hans létta þeim öllum missinn þegar frá líður. Njalla mun ég geyma á sér- stökum stað í hjartanu meðan ég lifi. Jófríður Leifsdóttir. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði.) Það er svo sárt að horfa á eftir ungu fólki kveðja lífið alltof snemma. Við kynntumst Njalla þegar hann og Þóra byrjuðu að vera saman. Það er svo margs að minnast að ekki er hægt að setja allt á blað. Hjartað geymir allar minningarnar um þig, elsku Njalli. Hvernig þú tókst á við veikindin og hvernig þú tæklaðir þau, var með ólíkindum svo já- kvæður og talaðir hreint út, ekk- ert rósamál þar. Þið Þóra áttuð svo vel saman og eigið góðan vinahóp sem er mikils virði á þessum tímamót- um. Elsku Þóra, Katla og Yrsa, sorg ykkar er mikil en minning- arnar góðar. Við erum til staðar fyrir ykkur allar, alltaf. Elsku Auður og Doddi, það á enginn að lifa barnið sitt. Auðurinn sem Njalli skilur eftir sig, þær Kötlu og Yrsu, er ómetanlegur. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til ykkar allra minningin um góðan dreng lifir í hjörtum okkar. Ágústa (Gústa) og Halldór (Dóri). Það er þyngra en tárum taki að þurfa að setjast niður og skrifa minningargrein um besta vin okkar, sem er að kveðja þetta líf allt, allt of snemma. Hvernig má það vera að lífið geti verið svona hræðilega ósanngjarnt spyr mað- ur sig. Ég get fullyrt það að ef það er einhver maður sem hefur haft áhrif á alla sem hann hefur kynnst, þá er það hann Njalli okkar, þvílíkur gleðigjafi sem hann var með sinn dásamlega kaldhæðnishúmor og alltaf til í að prakkarast við vini sína með brjáluðum metnaði fram á nætur við að tengja flautur við bakkljós eða smíða sérhannaða hjólastóla fyrir 40 ára afmælisgjafir og þar fram eftir götunum. Svo ekki sé minnst á þegar Njalli var búinn að sækja sér prumpu-appið og blastaði því hvar sem hann kom, hvort sem það var heima fyrir eða í vinnu eða bara í klippingu á hárgreiðslustofunni. Já, hvar sem Njalli kom var alltaf húmor og gaman. Njalli okkar hneigðist snemma að markaðsmálum þar sem hann hafði mikinn áhuga á þeim enda hafði hann mikinn sannfæringar- kraft, sem kom skýrlega fram ný- lega þegar að ættingjar og vinir komu saman og allir óku þeir sömu bílategundinni sem Njalli mælti svo mikið með og þegar fólk stakk saman nefjum komu fleiri áhrif frá Njalla í ljós, allir voru með sömu hljómtæki heima og allir voru hjá sama símafyr- irtækinu. Við munum líka eftir því að þegar hann starfaði hjá ákveðnum gosdrykkjarframleið- anda þá mátti ekki drykkur frá keppinaut fara inn fyrir hans var- ir. Ef það er einhver manneskja í lífinu okkar sem hefur áunnið sér virðingu okkar og væntumþykju og traust þá er það klárlega þú, elsku besti Njalli okkar. Það vermir vissulega hjarta manns að eiga allar þessar frábæru minningar sem við höfum búið til saman með fjölskyldum okkar. En það er svo magnað að ef mað- ur lygnir aftur augunum og hugsar til þín þá er það af svo mikilli gleði að maður fer alltaf að hlæja að einhverri vitleysunni eða fíflaríinu eða manni hlýnar um hjartaræturnar af hlýjunni og ylnum sem þú gafst okkur öll- um. Þú hefur alla tíð verið svo hreinn og beinn, aldrei talað í kringum hlutina eða skreytt þá glassúr, það er í okkar huga frá- bær eiginleiki. Þú sýndir okkur öllum í um- hverfi þínu áhuga og hlýju og varst mikill mannvinur og góð frábær manneskja . Þú kenndir okkur svo ótrúlega margt, elsku Njalli okkar, og get ég fullyrt að þú ert fyrirmyndin sem við ætl- um að hafa í lífinu. Þú kvaddir líf- ið frá tveimur yndislegum stelp- um og henni Þóru þinni, þær sem voru stolt þitt og yndi sem þú elskaðir svo mikið. Við komum til með að standa þétt við bakið á þeim, elsku Njalli okkar, og halda áfram að skapa yndislegar og góðar minningar með þeim og veit ég nærvera þín verður alltaf hvort sem er í minningum eða anda. Við kveðjum að sinni, kæri vin- ur, og hlökkum til næsta partís með þér, þótt þú hafir yfirgefið þetta allt of snemma, elsku Njalli okkar, við elskum þig að eilífu. Elsku Þóra, Katla, Yrsa, Þórð- ur og Auður, missir ykkar er mikill, við biðjum góðan guð að veita ykkur styrk í sorginni Kossar og knús, Einar, María (Maja), Þór og Ísak. Það er dapurleg sjón að sjá vinnuborðið hans Njáls Þórðar- sonar tómt og stutt síðan hann sat þar við síðast og reytti af sér brandara eins honum var einum lagið. Við kveðjum nú því miður ein- staklega vandaðan mann sem var skapandi, drífandi og fullur af hæfileikum. Njalli var listamaður á mörg- um sviðum og á köflum viðkvæm- ur eins og þeir gjarnan eru en hann lagði líka hjartað sitt í allt sem hann gerði. Lífleg framkoma og einstakur húmor einkenndi hann. Njalli notaði íslenska tungu eins og enginn annar til að koma frá sér leiftrandi lýsingum á mönnum og málefnum og skildi okkur hin eftir veinandi af hlátri. Á vinnustað sínum síðustu tíu ár kom hann að stórum verkefn- um og var oft í lykilhlutverki. Undanfarin ár til að mynda fylgdist hann stoltur með sinni nýjustu afurð sem vex og dafnar dag frá degi án þess að berja sér nokkurn tíma á brjóst, því Njalli barst ekki á. Margir fá að njóta árangursins af því starfi hans daglega. Njalli kynnti okkur fyrir tón- list, tækni, stefnum og straum- um. Hann fylgdist vel með tíð- arandanum og hafði áhuga á öllu mannlegu. Ekkert sýndi svo betur hvaða mann hann hafði að geyma en baráttugleðin og viðhorfið gagn- vart sjúkdómi sínum, eftir þessu var tekið. Síðustu vikurnar sem hann lifði var hann mjög upptek- inn við að skilja vel við og það gerði hann svo sannarlega. Guð blessi Þóru, stelpurnar hans og fjölskyldu Njalla. Hvíl í friði, kæri vinur. Pálmi Guðmundsson og samstarfsfólk hjá Sjónvarpi Símans. Við Njáll vorum bekkjarbræð- ur og ólumst upp saman í Hólm- inum. Að honum sogaðist fólk. Engin furða þar sem Njalla fylgdi grín og glens, hugmynda- auðgi og áræðni til framkvæmda. Þá komu sér vel hæfileikar hans sem skemmtikrafts í gegnum grínistann, eftirhermur og tón- listina. Njalli var snemma duglegur að tileinka sér tækni og nýjung- ar, en sá eiginleiki átti eftir að nýtast honum í leik og starfi. Gott var að leita til Njalla og fá stað- festingu á í hvaða tækjum bestu kaupin voru, þau ráð brugðust aldrei. Ég er þakklátur Auði og Þórði fyrir að opna félagsmiðstöðina að Víkurflöt 7. Þar vorum við alltaf velkomin. Njalli þjappaði hópn- um saman með vídeókvöldum og öðrum uppákomum. Var þá gjarnan spilaður biljarð, en borð- stofunni að Víkurflöt 7 var fórn- að undir biljarðborð sem vakti mikla lukku. Þar var einnig keypt áskrift að Stöð 2 um leið og hún barst í Hólminn, sem átti ekki við öll heimili. Við hin biðum spennt eftir að mæta í skólann á mánudögum og jafnvel fyrr þá morgna til að missa ekki af Njalla rifja upp síðasta þátt af Heilsubælinu í Gervahverfi. Þar fór drengurinn á kostum og að mati skólafélaganna náði hann karakterum betur en Laddi sjálf- ur. Njalli var frumkvöðull þegar kom að tónlist og hljóði í Hólm- inum og margir muna eflaust eft- ir þegar hann mætti með fyrsta geisladiskinn í skólann, en það fyrirbæri höfðu þá fáir í Hólm- inum séð. Fullyrti að diskurinn væri óbrjótanlegur og kastaði honum í alla veggi því til staðfest- ingar. Minn fyrsta bíl eignaðist ég með Njalla. Subaru station ár- gerð 1974, eða jafngamlan okkur félögunum. Ökutækið var í eigu sýslumannsins í Stykkishólmi. Bankað var upp á hjá „Jóni sýsl“ og kaupin handsöluð. Bíllinn fékk nafnið „Tómasi B“. Kaup á sta- tion voru úthugsuð hjá Njalla því skottið mátti fylla af hátölurum. Bílinn var rúllaður bleikur og vinsælt að rúnta með Njalla á Tómasi. Ógleymanleg er ferð í Ólafsvík er húddið fauk upp. Læsingin gaf sig og er heim var komið gegnumboltaði Njalli húddið niður og bauk yfir til að fela boltann sem stóð upp úr húddinu. Þeir sem vildu komast á rúntinn með Njalla á Tómasi B. máttu setja bensínpening í bauk- inn. Mín fyrstu skref að heiman tók ég með Njalla, og hann því minn fyrsti „sambýlismaður“. Njalli lagði áherslu á að leigja einbýlis- hús, fjölbýli kæmi ekki til greina, en kappinn var nú þegar búinn að koma sér upp flottustu hljóm- flutningsgræjum Stykkishólms og þær yrði að vera hægt að „blasta“. Fyrir valinu varð Hlíðarvegur 29A í Kópavogi, lítið gult ein- býlishús á tveimur hæðum. Með okkur „Hlíðarbræðrum“ leigði Guðlaugur Ari Karvelsson. Húsið varð helsti samkomustaður ungs fólks úr Hólminum og tíminn ógleymanlegur. Njalli var upphafsmaður að flestu ef ekki öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Aldrei kom upp ágreiningur eða leiðindi og ávallt var jákvæðnin og gleðin við völd. Kæri Hlíðarbróðir, takk fyrir allar gleðistundirnar. Elsku Þóra, Katla, Yrsa, Auð- ur og Þórður, innilegustu samúð- arkveðjur og megi guð gefa ykk- ur styrk til að viðhalda gleðinni sem ávallt fylgdi Njáli Þórðar- syni. Magnús Ingi Bæringsson. Systir mín og frænka okkar, ÞÓRHILDUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Dúdda, fyrrverandi vararæðismaður Íslands og leiðsögumaður, sem lést á heimili sínu í Fuengirola laugardaginn 12. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. júlí klukkan 15. Þorsteinn Þorsteinsson Gauti Kristmannsson Þorsteinn Kristmannsson Kristmann Egill Kristmannsson Eiður Páll Sveinn Kristmannsson Leifur Ragnar Jónsson Kristín Ragna Jónsdóttir Jón Ragnar Jónsson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, STEINÞÓRA SUMARLIÐADÓTTIR, Hlíðarhjalla 44, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi fimmtudaginn 28. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 6. júlí klukkan 13. Örn Einarsson Aldís Björg Arnardóttir Kári Ellertsson Arna Þóra Káradóttir Örvar Hilmarsson Ellert Kárason Aþena Líf, Atlas Ingi, Alexandra Ylfa Elskulegur sonur minn, bróðir, frændi og vinur, BRAGI HÚNFJÖRÐ KÁRASON, bóndi á Þerá í Norðurárdal, er látinn. Útförin fer fram frá Hólaneskirkju, Skagastönd, mánudaginn 9. júlí klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Höskuldsstaðakirkju eða björgunarsveit Blönduóss. Sólveig Bjarnadóttir systkini og aðrir aðstandendur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HÖRÐUR JÓNSSON, fyrrverandi skipstjóri og útgerðarmaður á Patreksfirði, lést laugardaginn 30. júni. Útför hans verður frá Grafarvogskirkju mánudaginn 9. júlí klukkan 13. Starfsfólki á hjartadeild Landspítalans færum við innilegar þakkir fyrir hlýja og góða umönnun. Edda Axelsdóttir Jón Axel Harðarson Izabela K. Harðarson Heba Harðardóttir Jón S. Bjarnason María Harðardóttir Þorsteinn Narfason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.