Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.07.2018, Blaðsíða 25
Raðauglýsingar Raðauglýsingar Þingeyjarsveit Hólsvirkjun – Aðal- og deiliskipulag Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkti þann 20. október 2016 að auglýsa skv. 1. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi og samsvarandi breytingu á Aðalskipulagi Þingeyjarsveitar 2010-2022 vegna fyrirhugaðrar Hólsvirkjunar, 5,5 MW vatnsaflsvirkjunar, sem Arctic Hydro ehf hyggst reisa í landi Ytra-Hóls, Syðra-Hóls og Garðs í Fnjóskadal. Áformað er að virkja Hólsá og Gönguskarðsá ofan Garðsfells og leiða vatn í þrýstipípu að stöðvarhúsi við Fnjóská. Fyrirhugað er að skilgreina í aðalskipulagi nýtt 36 ha iðnaðarsvæði fyrir vatnsaflsvirkjun, en svæðið er nú skilgreint sem landbúnaðarsvæði og óbyggt svæði. Alls sex ný efnistökusvæði eru skilgreind í aðalskipulagstillögunni í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir. Tillögunum fylgir einnig umhverfisskýrsla sem er unnin skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Skipulagsstofnun úrskurðaði þann 27. febrúar 2017 að framkvæmdin væri háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr.106/2000. Tillögurnar hafa verið uppfærðar þar sem komið hefur verið til móts við niðurstöðu umhverfismatsins. Tillöguuppdrættir með greinargerðum munu liggja frammi á skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar, frá og með miðvikudeginum 4. júlí með athugasemdarfresti til og með miðvikudeginum 15. ágúst 2018. Þá eru tillögurnar einnig aðgengilegar á heimasíðu Þingeyjarsveitar: https://www.thingeyjarsveit.is/is/stjornsysla/skipulagsmal/deiliskipulag/tillogur-i-auglysingu Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 15. ágúst 2018. Skila skal athugasemdum skriflega til skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna, 650 Laugar og/eða í tölvupósti á netfangið: bjarni@thingeyjarsveit.is. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests teljast þeim samþykkir. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður. Bjarni Reykjalín skipulags- og byggingarfulltrúi bjarni@thingeyjarsveit.is Félagsstarf eldri borgara Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Garðabær Jónshús/félags- og íþróttastarf, sími: 512-1501 virka daga kl. 09.00 - 16.00. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá 9.30 - 16.00. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá 14.00 - 15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10.00, Bridge í Jónshúsi kl. 13.00. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.10 Boccia- æfing, kl. 13.00 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, dagblöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, stólaleikfimi og slökun kl. 13 og handavinna frá kl. 13-16 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, ganga kl.10, síðdegiskaffi kl.14:30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Seltjarnarnes Snjallsíma og spjaldtölvunám- skeið klukkan 10.00. Kaffispjall í króknum klukkan 10.30. Botsía í salnum Skólabraut klukkan 13.30. Ganga frá Skólabraut klukkan 14.30. Vatnsleikfimi Sundalaug Seltj. klukkan 18.30. Vitatorg Sumarferð til Friðheima þann 4. júlí frá 9.30-15.00. Skoðum gróðurhúsið og fáum Friðheima tómatsúpu í hádegisverð. Rúta með gott aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastóla og göngugrindur. Verið velkomin með. Ferðin er opin öllum óháð aldri og búsetu. Verð 5500 krónur. Skráning og greiðsla á Vitatorgi, sími 411-9450 Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. Vitnisburður og sambæn. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Bílar Toyota Corolla til sölu Árg. ‘98. Liftback. Skoðaður '18. Topp eintak. Verð tilboð. Upplýsingar í síma 863 7656. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 ✝ Guðrún B.Björnsdóttir fæddist í Reykjavík 28. maí 1940. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja 5. júní 2018. Guðrún var dótt- ir hjónanna Björns Guðmundssonar verkstjóra, f. í Dýrafirði 27.12. 1910, d. 21.1. 1983, og Sigríðar Hansdóttur hús- móður, f. í Hafnarfirði 8.12. 1916, d. 15.12. 1983. Bróðir Guðrúnar er Þorvarð- ur, fæddur í Reykjavík 16.4. 1947, hann á einn son frá fyrra hjónabandi. Eiginkona Þorvarð- ar er Margareta Johansson og eru þau búsett í Svíþjóð. Guðrún giftist 16. apríl 1961 Jóni Guðmundi Bergssyni vél- virkja, f. í Reykjavík 26.1. 1933. Foreldrar Jóns voru Bergur Páll Sveinsson vélstjóri, f. 5.10 1910, d. 5.8. 1978, og Ágústa Ragnheiður Pálsdóttir hús- móðir, f. 10.8. 1913, d. 21.7. 1963. Börn Guðrúnar og Jóns eru; Sigríður Ágústa Jónsdóttir, f. 23.8. 1961, d. 10.10. 2012. Hún var gift Marteini Ólafssyni, þau skildu. Börn þeirra eru: Þórdís, f. 16.10. 1980, Jón Guðmundur, f. 9.10. 1981, d. 26.7. 2015, Hafsteinn Alexand- er, f. 30.10. 1986, og Valgeir Elís, f. 22.08. 1988. Björn, f. 25.9. 1963, kvæntur Sig- ríði Jónu Berndsen. Börn þeirra eru; Karl Birgir f. 31.10. 1988, Guðrún Sandra, f. 2.4. 1992, og Björn Ingi f. 30.6.2006. Sigrún, f. 14.7. 1965, í sambúð með Jóhannesi Snorrasyni, f. 3.5. 1963. Páll, f. 16.9. 1973, fyrrverandi eiginkona hans er Rebekka Rós Ellertsdóttir f. 12.7. 1974. Börn þeirra eru; Ágústa Ragnheiður, f. 23.3. 1993, Thelma Dögg, f. 26.1. 1997, Björn Ellert, f. 14.1. 2001. Núverandi eiginkona Páls er Katrín Júlía Júlíusdóttir, f. 07.1. 1978, hún á þrjú börn. Guðrún og Jón eiga 12 barna- barnabörn. Útför Guðrúnar fór fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 26. júní 2018. Við Guðrún felldum snemma hugi saman og hófst saga okkar í Þórsmörk 1961, við gengum í hjónaband sama ár. Samband okkar var alla tíð einstaklega ástríkt og gott. Við fórum saman í gegnum lífið án stórra áfalla og þrátt fyrir að við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum áttum við alltaf hvort annað og við rifumst aldrei nokkurn tímann, öll þessi ár. Saman eignuðumst við fjögur börn og heilan her af barnabörn- um og barnabarnabörnum. Sig- ríði eignuðumst við 1961, Björn 1963, Sigrúnu 1965 og Pál 1973. Sigríði misstum við árið 2012 og var það okkur ansi þungbært. Þar sem fjölskyldan var stór þurfti að vinna mikið og Guðrún starfaði lengst af í Kjötmiðstöð- inni á Laugavegi og síðar við Laugalæk og lauk starfsævi sinni hjá Ferskum kjötvörum. Guðrún var mikill vinnuþjarkur og lét sitt aldrei eftir liggja. Við hjónin ferðuðumst mikið hér á árum áður bæði innanlands og utan. Við áttum lítið hjólhýsi sem við notuðum mikið og áttum við margar ánægjustundir í faðmi náttúrunnar. Á seinni ár- um fórum við nokkrar ferðir til Kanaríeyja og var það í okkar síðustu ferð þangað, árið 2008, sem Guðrún varð ofsalega veik og var lögð inn á sjúkrahúsið Cli- nica Roca. Þar var hún skorin upp og mér sagt að hún myndi ekki lifa af skurðaðgerðina, en hún lifði af og sýndi þar þraut- seigjuna sem var svo lýsandi fyr- ir hana. Eftir mánaðar sjúkra- legu í dái var henni flogið til Íslands með sjúkraflugvél og hún lögð inn á gjörgæslu Land- spítalans í öndunarvél og lá þar í dái á annan mánuð. Okkur var margsinnis tjáð að við þyrftum að kveðja hana en öllum að óvör- um og þvert á allar væntingar stóð Guðrún upp eftir þessa löngu og erfiðu sjúkralegu. Þrátt fyrir margar læknis- ferðir og ítrekaðar sjúkrahúsleg- ur vorum við dugleg að nota hjól- hýsið okkar og fórum reglulega í sumarbústað og lifðum inni- haldsríku lífi tvö ein og með stóru fjölskyldunni okkar. Veik- indin settu mark sitt á Guðrúnu en hún lét það ekki stoppa sig. Hún barðist við þau allt til síð- asta dags. Ég kem til með að sakna þín alla mína tíð. Guð geymi þig, engillinn minn. Þinn ástkær eiginmaður, Jón Guðmundur Bergsson. Guðrún B. Björnsdóttir Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.