Morgunblaðið - 04.07.2018, Page 29

Morgunblaðið - 04.07.2018, Page 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er alltaf gott að hafa vara- áætlun í bakhöndinni. Gættu þess að hafa þitt á hreinu svo þú verðir sigurvegari dagsins. 20. apríl - 20. maí  Naut Gerðu sömu kröfur til annarra og þú gerir til sjálfs þín. Þú virðist vera að sigla inn á lygnan sjó og átt svo sem fyrir því að eiga rólegar stundir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú lendir í þeirri aðstöðu að yf- irráð þín eru dregin í efa. Láttu smávægi- legar áhyggjur lönd og leið og þér tekst að horfast í augu við aðstæður þínar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er ekki létt að bera sig eftir því sem maður þráir ef maður veit ekki hvað maður vill. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhver sem þú ert í sambandi við, kynnir þig fyrir nýjum möguleikum. Það kemur þér á óvart, hversu mikla ánægju þú hefur af samvistum við vinn þinn. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Búðu þig undir miklar breytingar sem dynja yfir innan skamms. Verkefnin þín þróast í þá átt sem þú vonaðist eftir, og brosið nær allan hringinn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu þér ekki detta í hug að þú getir ekki unnið þau verk sem þér hafa verið fal- in. Ekki vera of upptekin/n af því sem aðr- ir á vinnustaðnum eru að segja eða gera. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu ekkert ganga fyrir fjöl- skyldu þinni því hún er grundvöllur lífs þíns og án hennar værir þú ekki það sem þú ert. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Athafnir manns byggjast á innri styrk, eins og þú veist. Skilin á milli góðs sjálfstrausts og hroka eru ekki svo skörp, þú uppgötvar það núna. 22. des. - 19. janúar Steingeit Reyndu að láta gott af þér leiða og leggja þannig lífinu lið, sem ekki veitir af. Aðstæður eru góðar til þess að eiga samræður við yfirboðara og auka tekjur þínar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ef þú segir meiningu þína máttu eiga von á að einhver valdabarátta komi upp á vinnustað. Skoðaðu því alla þætti vandlega, bæði kosti og galla. 19. feb. - 20. mars Fiskar Farðu varlega í fjármálum í dag og ekki láta plata þig út í einhverja tilrauna- starfsemi. Fólk tekur eftir því hvað þú sendir frá þér sterka strauma. Fótbolti er leikur. Ekki ætti aðþurfa að taka það fram, en til þess er þó full ástæða. Danir eru vanir að vera friðsemdarfólk, en einhverjir virðast hafa sleppt sér við að danska landsliðið féll úr leik í vítaspyrnukeppni gegn Króötum í 16-liða úrslitum. Landsliðsmaðurinn Nicolai Jörgensen hefur fengið það óþvegið. Hann var einn þriggja leikmanna liðsins sem misnotuðu vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni. Við færslu sóknarmannsins á vefnum Instagram skrifaði einn: „Dauði fyrir Jörgensen“ og annar: „Þú hef- ur eyðilagt allt fyrir Danmörku, svínið þitt.“ Danska knattspyrnu- sambandið brást hart við, sagði að morðhótanir ætti aldrei að líða, hverjir sem í hlut ættu, og málið yrði tilkynnt lögreglu. Víkverji skil- ur ekki hvað fólki, sem bregst við með slíkum dólgshætti, gengur til. x x x Víkverji velti hins vegar fyrir sérþegar hann fylgdist með víta- spyrnukeppninni í leikjum Rússa og Spánverja annars vegar og Kró- ata og Dana hins vegar á sunnudag hvort markmennirnir væru ekki fullfljótir af stað af marklínunni. Fannst honum nokkrum sinnum að dómarinn hefði mátt láta endurtaka spyrnur þar sem markmenn hefðu ekki virt regluna um að fara ekki af línunni fyrr en vítaskyttan hefði spyrnt knettinum. Hann fékk síðan efasemdir sínar staðfestar þegar hann las frétt á vef þýska knatt- spyrnumiðilsins Kicker um að 16 af 20 vítaspyrnum (þá er vítaspyrnan, sem Kasper Scheichel varði frá Luca Modric í framlengingu talin með) hefðu stangast á við reglur. Aðeins einn markmaður hefði hald- ið sig við reglurnar, Spánverjinn David de Gea, og lið hans féll úr keppni. x x x Heimsmeistarakeppnin sker sigreyndar ekki úr hvað þetta varðar. Reglunni um að markmaður megi ekki fara af línunni er sjaldn- ast fylgt eftir, enda hvarflaði greinilega ekki að vítaskyttunum að kvarta þegar vítaskot þeirra voru varin. vikverji@mbl.is Víkverji Hjá Guði er hjálpræði mitt og veg- semd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. (Sálm: 62.8) Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Áföstudaginn var langur vísna-bálkur hér í Vísnahorni um „veðrið í Eyjafirði í júní“, sem birst hafði á Leirnum. Og enn var ort. Sigurlín Hermannsdóttir bætti því við að í fréttunum í gær (miðviku- dag) hefði verið sagt frá fiskeldi þar sem hefði kviknað í. – „Seiðin sluppu og syntu um á gólfinu,“ skrifar Sig- urlín. „Ég sá þá að hugmynd Sigrún- ar um ræktun á blettinum var alveg rökrétt.“ Nú vaxa vatnaliljurnar venju fremur litríkar sé að líka svamla þar sílspikaðir túnfiskar. Páll Imsland heilsaði Leirliði á blautu sumri og sagði: „Mér líst í sjálfu sér vel á framsæknar nýfram- komnar hugmyndir Sigrúnar og Sigurlínar um nýjungar í fiskirækt. Væri ég ungur enn myndi ég líklega fara í fiskifræði, eins og ég reyndar hugleiddi í gamla daga. Grjótið reyndist bara þyngra á metunum“: Ræktaðu fisk þinn á grænu grasi og gefðu’ honum fosfór að nærast á. Sittu á verönd með gin í glasi og gáðu hvort veröldin lagast smá. Sigrún svarar: „Ég drekk aldrei Gin fyrir hádegi svo að …“: Þótt dapurlegt sé og drukknað hvert strá drunga burt næ að hrinda með Torres í glasi er töfrandi að sjá túnfisk um blettinn synda. Fía á Sandi og Bjössi gera þessa athugasemd: Ef að þú drífur þig út að slá allan fiskinn með grasinu. Túnfisksalat er sjálfsagt að fá sér með jónunni og glasinu. Sigrún tekur þessu vel: Fyrir það í glas að gá ég gjarnan léti krónu og það væri fínt að fá feita og stóra jónu. „En salatinu má mín vegna sleppa!“ bætir hún við. Davíð Hjálmar Haraldsson segir nýjustu fréttir frá Grímsey: Í ystu skerjum ró og frið við finnum og fýl og máf – og ísbjörn stöku sinnum – og ferðamenn nú hafa sitt á hreinu og hægja sér þar jafnvel tveir í einu. Jóel Friðriksson á Húsavík orti og kallaði „Dagrenning“: Sær og land við sólarris saman standa bæði, – flytja anda almættis efnisvandað kvæði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Nýjungar í fiskrækt og sílspikaðir túnfiskar „TÖLURNAR LJÚGA EKKI EN ÞÆR SEGJA HELDUR EKKI ALLA SÖGUNA – VEGNA BANKALEYNDAR.“ „BÝFLUGUR STINGA ÞIG EKKERT EF ÞÚ LÆTUR ÞÆR Í FRIÐI.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... ekki í gær eða á morgun, heldur núna! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! VOFF! KÆRI HUNDAVINUR, HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ AÐ HUNDAR ERU ALLTAF AÐ RÓTA Í RUSLI? AFNEITUN ÞÍN VÆRI MEIRA SANNFÆRANDI EF ÞÚ VÆRIR EKKI MEÐ BANANAHÝÐI Á HAUSNUM. FÆRÐU SEM LÖGFRÆÐINGUR KVARTANIR FRÁ MÖNNUM SEM ÞÚ HEFUR VARIÐ FYRIR ÁKÆRUM KONUNGS? ALDREI! EN EKKJUR ÞEIRRA HAFA SITTHVAÐ AÐ SEGJA!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.