Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 04.07.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 2018 ICQC 2018-20 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Japanskt meistaraverk Landsins mesta úrval af píanóum í öllum verð�lokkum. Hjá okkur færðu faglega þjónustu, byggða á þekkingu og áratuga reynslu. Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Fjöllistahátíðin Reykjavík Fringe Festival hefst í höfuðborginni í dag og stendur yfir til og með 8. júlí. Blásið verður til ýmissa for- vitnilegra listaviðburða í tilefni há- tíðarinnar en yfir 50 listamenn og listahópar munu taka þátt og halda yfir 130 sýningar á fimm dögum víðsvegar um miðborgina. Öll listform leyfileg Dagskráin verður einkar fjöl- breytt og hin ýmsu listform fá að njóta sín, m.a. leiklist, dans, uppi- stand, spuni, kabarett, sögustundir, myndlistarsýningar, kvikmyndir og fyrirlestrar, svo fátt eitt sé nefnt. Má áætla að allir muni finna eitt- hvað við sitt hæfi yfir hátíðardag- ana en dæmi um verk á dagskránni eru spunasýning Improv Iceland, fjölmargar uppi- standssýningar, sérstök dragsýn- ing Drag-súgs, ljóðaslamm- keppni, dansverk og margt fleira. Nanna Gunn- arsdóttir, fram- kvæmdastjóri Reykjavík Fringe Festival, segir að upp- haflega hafi átt að halda slíka hátíð í Reykjavík í fyrra en vegna ófyr- irsjáanlegra aðstæðna hafi þurft að blása hana af. „Þessi hátíð er barn grínistans Jóns Magnúsar Arnar- sonar sem fékk þessa hugmynd í fyrra. Ég ákvað í ár að ég vildi taka við keflinu og fékk hann í lið með mér í skipulagningu hátíðarinnar. Svo erum við með valinn mann í hverju rúmi,“ segir Nanna. Vöntun á fjöllistahátíð Hugmyndafræði Fringe-hátíð- anna kemur frá Edinborg, en fyrsta alþjóðlega listahátíðin þar í borg var haldin árið 1947. Þá ákváðu nokkur leikhúsfyrirtæki að mæta óboðin og setja upp leiksýningar. Hátíðin í Edinborg dafnaði og óx og út frá henni hafa sprottið hinar ýmsu Fringe-hátíðir, sem eru aðgengilegar fyrir öll list- form, ekki aðeins leik- list. Nanna er leikkona og hefur áður tekið þátt í Fringe-hátíð í Edinborg. Eftir að hún kom heim fannst henni vanta slíka hátíð hér á landi. „Mér fannst vanta vett- vang fyrir íslenska listamenn en þessari hátíð er ætlað að skapa þeim tæki- færi til að koma sér á fram- færi erlendis, ásamt því að vera vettvangur fyrir erlenda listamenn sem fá að koma og sýna sín verk og þannig auka við íslensku lista- flóruna.“ Sýning í heimahúsi hápunktur Að sögn Nönnu gekk vel að fá lista- menn á hátíð- ina en þátttak- endur koma hvaðanæva að, m.a. frá Íslandi, Banda- ríkjunum, Svíþjóð, Þýskalandi, Bretlandi, Brasilíu, Kanada, Ástr- alíu og Ísrael. Flestar sýningar fara fram á ensku, en einnig eru sýn- ingar á íslensku ásamt sýningum sem fara ekki fram á töluðu máli, s.s. myndlistarsýningar, innsetn- ingar og dansverk. Þá verða á staðnum erlendir blaðamenn auk framkvæmdastjóra Fringe- hátíðanna á Norðurlöndunum. Verk byggt á persónulegri reynslu af símavændi Meðal hápunkta á hátíðinni að mati Nönnu er verðlaunaverkið Phone Whore, sem byggist á per- sónulegri reynslu listamannsins af símavændi. „Verkið verður sýnt tvisvar í heimahúsi. Það komast bara tuttugu manns inn svo þetta verður mikil upplifun,“ segir hún. Allar nánari upplýsingar um við- burði eru aðgengilegar á Facebook- síðu og vefsíðu Reykjavík Fringe Festival. Yfir 130 verk á fjöllistahátíð  Leiklist, dans, spuni, kabarett og fleira á Reykjavík Fringe Festival sem hefst í dag og stendur yfir í fjóra daga  Hugmyndafræði Fringe frá Edinborg Spuni Spunahópurinn Improv Ísland tekur þátt í Reykjavík Fringe Festival sem hefst í höfuðborginni í dag. Nanna Gunnarsdóttir Símavændi Cameryn Moore í ein- leiknum Phone Whore. Ant-Man and the Wasp Uppfinningamaðurinn Hank Pym felur Scott Lang, Mauramanninum, verkefni sem snýst um að grafa upp hættulegt leyndarmál úr for- tíðinni. Scott nýtur að þessu sinni aðstoðar dóttur Pym, Hope, sem einnig er ofurhetja og gengur sem slík undir heitinu the Wasp, eða Vespan. Leikstjóri myndarinnar er Peyton Reed og með aðalhlutverk fara Paul Rudd, Evangeline Lilly, Mich- ael Douglas og Walton Goggins. Rotten Tomatoes: 83% Metacritic: 69/100 Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA-skáp Kvikmynd byggð á samnefndri bók franska rithöfundarins Romain Pu- értolas sem kom út í íslenskri þýð- ingu árið 2014. Hún segir af Aja- tashatru Oghash Rathod sem telur þorpsbúum í Rajasthan í Indlandi trú um að hann búi yfir töframætti og hann fær þá til að borga undir sig flug til Parísar svo hann geti keypt sér naglarúm í IKEA. Þar festist hann inni í skáp, eins og tit- illinn ber með sér og fer í mikla ævintýraferð. Leikstjóri er Ken Scott og með að- alhlutverk fara Danush, Bérénice Bejo, Erin Moriarty, Barkhad Abdi, Gérard Jugnot, Ben Miller, Abel Jafri og Kay Greidanus. Enga samantekt er að finna á gagnrýni en Hollywood Reporter og Screen International gefa myndinni já- kvæða umsögn. Bíófrumsýningar Maur og vespa – og fakír í IKEA-skáp Hetjur Vespan og Mauramaðurinn komin í gallana og til í slaginn. Kvikmynda- framleiðandinn Harvey Wein- stein hefur verið ákærður í New York fyrir fleiri kynferðisbrot. Áður hafði hann verið ákærður fyrir að nauðga tveimur konum. Hann er nú ákærður fyrir að koma fram vilja sínum við eina konu til með of- beldi og fyrir skipulögð brot gegn tveimur öðrum. Refsing fyrir hvert slíkt afbrot er tíu ára til lífstíðar fangelsi. Lögmaður Weinstein segir hann saklausan af ákærunum. Harvey Weinstein Weinstein kærður fyrir fleiri brot Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson birti skemmtilega ljósmynd á Face- book-síðu sinni 30. júní en á henni sést hann snæða kvöldverð með fjölda kvik- myndastjarna, m.a. Adam Sand- ler og Jennifer Aniston. Af öðrum borðfélögum leikarans má nefna enska leikarann og barnabókahöf- undinn David Walliams og landa hans Gemmu Arterton. Ólafur Darri setur inn staðsetninguna Montreal í Kanada en leikarahóp- urinn stjörnum prýddi er þar stadd- ur við tökur á kvikmyndinni Murd- er Mystery sem er bæði hasar-, gaman- og dramamynd, ef marka má vefinn IMdB. Ólafur Darri er með nóg á sinni könnu, leikur á árinu í fjölda erlendra sjónvarps- þátta og kvikmynda. Ólafur Darri í stjörnustóði Ólafur Darri Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.