Morgunblaðið - 04.07.2018, Side 36
MIÐVIKUDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2018
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR.
1. Lítil stúlka fannst látin á skoskri eyju
2. Björgunin gæti tekið mánuði
3. Sér ekki eftir því að hafa flutt …
4. Fyrst til að hljóta öll verðlaunin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Tónlistarhópurinn Stirni Ensemble
heldur þrenna tónleika í vikunni, þá
fyrstu í kvöld í menningarhúsinu
Mengi í Reykjavík kl. 21, aðra 6. júlí á
Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði og degi
síðar á Hólum í Hjaltadal. Efnisskrá
tónleikanna ber yfirskriftina Jap-
anskir/íslenskir draumar því á efnis-
skránni eru eingöngu verk eftir ís-
lensk og japönsk tónskáld. Þá mun
Stirni einnig frumflytja verk eftir
Báru Sigurjónsdóttur, Malagaljóð.
Ljósmynd/Anna Karen Skúladóttir
Japanskir og íslensk-
ir draumar í Mengi
Kammerkór
Hallgrímskirkju,
Schola cantorum,
syngur íslenskar
og erlendar kór-
perlur eftir Jón
Nordal, Sigvalda
Kaldalóns, Byrd,
Mendelssohn, Sig-
urð Sævarsson,
Bruckner og Händel, í bland við íslensk
þjóðlög, í dag kl. 12 og eru tónleikarnir
hluti af Alþjóðlegu orgelsumri.
Kórperlur á Alþjóð-
legu orgelsumri
Sýningin Þetta vilja börnin sjá! hef-
ur verið sett upp í bókasafninu í
Menningarmiðstöð Hornafjarðar og
verður þar fram til 15. júlí. Á sýning-
unni má sjá myndskreyt-
ingar 14 íslenskra
myndlistarmanna við
17 barnabækur sem
komu út í fyrra sem og
bækurnar sjálfar. Með-
al sýnenda eru Bri-
an Pilkington og
Rán Flygenring.
Myndskreytingar
sýndar á Hornafirði
Á fimmtudag Norðan- og norðvestan 8-13 m/s. Rigning norð-
austan- og austantil, annars skýjað með köflum en víða bjartviðri
um sunnanvert landið. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast sunnanlands.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða norðaustan 5-10 m/s en austan 10-15
suðaustanlands. Rigning eða skúrir í flestum landshlutum en stytt-
ir upp vestantil með deginum. Hiti 9-17 stig, hlýjast suðaustantil.
VEÐUR
„Í mínum huga skipti það
mestu máli að fá tækifæri til
þess að leika eins oft og mik-
ið af fótbolta og mögulegt
er. Það tækifæri fékk ég hjá
ÍBV og er í dag afar ánægður
með þá ákvörðun að taka til-
boði félagsins,“ segir fær-
eyski knattspyrnumaðurinn
Kaj Leo i Bartdalsstovu sem
blómstrar með liði Eyja-
manna og er í liði 11.
umferðar hjá Morgun-
blaðinu. »4
Ánægður að hafa
tekið tilboði ÍBV
Hannes Þór Halldórsson, landsliðs-
markvörður í knattspyrnu, skrifaði í
gærkvöld undir tveggja ára samning
við Qarabag, meistaralið Aserbaíd-
sjan, sem kaupir hann af Randers í
Danmörku. Qarabag hefur náð góð-
um árangri í Evrópu-
keppni á undan-
förnum árum, lék í
riðlakeppni Meist-
aradeildarinnar
síðasta vetur
og hefur haft
yfirburði á
heimaslóð-
um þar
sem það
hefur
orðið
meistari
fimm ár í
röð. » 1
Hannes er farinn til
Aserbaídsjan
Valur og Þór/KA skildu jöfn í upp-
gjöri efstu liðanna í Pepsi-deild
kvenna í knattspyrnu í gærkvöld en
ekkert mark var skorað í leik lið-
anna á Hlíðarenda. Toppbaráttan
verður því enn tvísýnni en áður.
HK/Víkingur vann mikilvægan sigur
á ÍBV, 1:0, og kom sér í betri fjar-
lægð frá neðstu liðum deildarinnar.
»2-3
Jafntefli í uppgjöri
efstu liðanna
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Guðbjörg Reynisdóttir varð tvö-
faldur Norðurlandameistari í bog-
fimi á Norðurlandamóti ungmenna
um síðustu helgi. Hún sigraði bæði
í einstaklings- og liðakeppni en hún
keppti í U21 flokki með berboga.
Guðbjörg hefur einungis æft íþrótt-
ina í rúm tvö ár og byrjaði eftir að
hún prófaði að skjóta með móður
sinni. „Svo ákvað ég bara að byrja
að æfa og mér fannst það mjög
skemmtilegt.“ Guðbjörg var áður í
júdó og segir hún íþróttirnar afar
ólíkar.
Byrjunarörðugleikar
Þrátt fyrir mjög góðan árangur
gekk í raun allt á afturfótunum hjá
Guðbjörgu í keppninni framan af.
„Í undankeppninni var vindur og
ég ruglaðist alveg og vissi ekki
hvernig ég ætti að miða svo ég
fékk ekki gott skor í henni. Í loka-
keppninni hafði boginn minn svo
verið settur vitlaust saman. Hann
sneri sem sagt öfugt, armurinn sem
átti að snúa upp sneri niður, en ég
náði samt að skjóta,“ því náði hún
svo sannarlega enda vann hún
þrátt fyrir að boginn sneri vitlaust.
Sett saman vegna
slæms gengis
Hvað liðakeppnina varðar þá
keppti hún þar með dönskum strák
en þau höfðu verið sett saman þar
sem þeim gekk báðum illa í undan-
keppninni. „Svo rústuðum við þessu
bara, það bjóst enginn við því og
það var frekar fyndið,“ segir Guð-
björg. Þrátt fyrir að árangurinn í
liðakeppninni hafi komið á óvart
kom sigurinn í einstaklings-
keppninni Guðbjörgu ekki í opna
skjöldu. „Þjálfarinn minn var búinn
að segja við mig að ég ætti örugg-
lega eftir að vinna.“
Norðurlandamótið er stærsta
mót sem Guðbjörg hefur keppt á
en hún hefur bara keppt á mótum
hérlendis hingað til. Hvort hún
stefni á heimsmeistaramótið eða
Ólympíuleikana í framtíðinni er
Guðbjörg ekki alveg viss um. „Þá
þyrfti ég hugsanlega að skipta um
boga. Ég er með berboga núna en
ég held að þar sé bara keppt í
trissuboga og svigboga.“ Atvinnu-
mennska í bogfimi er, að sögn Guð-
bjargar, nánast ómöguleg. „Það
væri mjög gaman ef það væri hægt
að verða atvinnumaður á Íslandi.“
Nokkur bogfimifélög eru starf-
andi á Íslandi. „Freyja og Boginn
eru aðalfélögin í Reykjavík og svo
er Akur á Akureyri,“ segir Guð-
björg en hún er í Íþróttafélaginu
Freyju.
Sigraði með öfugan boga
Guðbjörg tvö-
faldur Norður-
landameistari
Ljósmynd/Úr einkasafni
Einbeitt Guðbjörgu (t.v.) gekk ótrúlega vel á Norðurlandamóti ungmenna sem haldið var í Noregi um síðustu helgi.
Guðbjörg fór með sigur af hólmi í einstaklings- og liðakeppni þrátt fyrir örðugleika í byrjun mótsins.
Þrjár íslenskar stúlkur fengu
medalíur á Norðurlandamóti
ungmenna í bogfimi. Ásamt Guð-
björgu, sem fékk gull í ein-
staklings- og liðakeppni í ber-
boga undir 21 árs, fengu þær
Lena Sóley Þorvaldsdóttir og
Erla Marý Sigurpálsdóttir verð-
launapeninga. Lena vann silfur í
langaboga kvenna undir 21 árs
og Erla vann brons í trissuboga
kvenna undir 21 árs. Alls 15
manns frá Íslandi kepptu á
mótinu.
Á mótinu var keppt í trissu-
boga, berboga og langboga. Ber-
bogi er bogi sem hefur engan
nútímalegan aukabúnað, ekkert
mið og engan jafnvægisbúnað.
Langbogi er, eins og nafnið gef-
ur til kynna, langur, venjulega
jafn hár og bogmaðurinn sjálfur.
Trissubogi er svo bogi sem hefur
lyftibúnað.
Þrjár stúlkur fengu verðlaun
ÍSLENSKI HÓPURINN SIGURSÆLL