Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. a 595 1000 TENERIFE 60+ Frá kr. 179.995 14. NÓVEMBER 14 NÆTUR Frá kr. 235.995 7. NÓVEMBER 21 NÆTUR að ve rð ge MEÐ GUNNARI SVANLAUGS Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. ið augljóst að það var búið að ákveða hvernig samningaviðræður áttu að fara, sama við hvern innan BHM var verið að tala. Það átti að vera flöt 4,21% hækkun yfir öll fé- lög, alveg óháð inntaki félaga eða starfsemi. Það var ekki verið að meta hvar stéttir voru launasettar eða hvort það hafa orðið breyt- ingar,“ sagði Katrín. Hún sagðist upplifa að samninganefnd ríkisins hafi lítið sem ekkert svigrúm haft til samninga í viðræðunum. „Við þurfum að fá leiðréttingu á launasetningu og það hefur ekki náð upp á pallborðið,“ sagði Katrín og nefndi í þessu dæmi að mikil breyting hefði orðið á inntaki ljós- móðurstarfsins á síðustu árum. Vonast eftir endurskoðun Hún nefndi einnig að endurnýjun í ljósmæðrastéttinni væri mikið áhyggjuefni. „Yfir fimmtíu prósent ljósmæðra eru komnar yfir fimm- tugt. Fjórðungur er kominn yfir sextugt og þær sem eru að útskrif- ast eru ekki að skila sér inn. Launin og vinnutíminn duga ekki til.“ Spurð um framhaldið tók Katrín í sama streng og Gunnar og sagði lít- ið vera hægt að segja eins og er. „Ég vona bara að við verðum boð- aðar til fundar og það sé hægt að endurskoða þetta eitthvað.“ „Við höfum lækkað okkar kröfur alveg gríðarlega og erum alveg komnar niður að sársaukamörk- um,“ sagði Katrín Sif Sigurgeirs- dóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi og bætti við: „Tilboðið sem við fengum í dag [í gær] var bara á engan hátt full- nægjandi.“ Upplifir lítið svigrúm Katrín sagðist vona að staðan skýrðist fljótlega en bætti við: „Nú er deilan í algjörum hnút. Formað- ur samninganefndar hefur sagt að honum sé sniðinn þröngur stakkur en samt hefur maður heyrt frá fjár- málaráðherra að samninganefndin hafi fullt umboð til að ganga til samninga. Þannig að ég veit ekki al- veg hvar hnífurinn stendur í kúnni.“ „Í upphafi var það kannski svolít- Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Mestu vonbrigðin eru að þær hafi ekki borið þetta undir sitt bakland,“ sagði Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, eftir ár- angurslausan samningafund með samninganefnd ljósmæðra í gær. Nefndirnar funduðu hjá ríkis- sáttasemjara klukkan tvö í gær en samninganefnd ljósmæðra hafnaði tillögu ríkisins eftir um tveggja tíma fund. Gunnar sagði að enn bæri mikið á milli hjá nefndunum tveimur og bætti við að samn- inganefnd ríkisins hefði nú nýtt um- boð sitt til samninga til hins ýtrasta. Óvíst með framhald viðræðna Samninganefnd ríkisins lagði í gær fram tillögu um breytta vinnu- tímatilhögun sem Gunnar sagði að væri ein af aðalkröfum ljósmæðra. Það hefðu því verið veruleg von- brigði að samningar hefðu ekki náðst. „Okkur finnst þær ekki taka það nægilega inn í reikninginn að þetta er samningur til níu mánaða,“ sagði Gunnar. „Báðir aðilar voru sammála um að boða ekki til nýs fundar,“ sagði hann og bætti við að nú væri lítið hægt að segja til um hvert framhald viðræðnanna yrði. Morgunblaðið/Eggert Stuðningsfólk Fjölmennur samstöðufundur fyrir ljósmæður var haldinn fyrir utan húsakynni ríkissáttasemjara. Báðar nefndir eru komnar að þolmörkum  Samninganefnd ljósmæðra hafnaði tillögu ríkisins í gær Katrín Sif Sigurgeirsdóttir Gunnar Björnsson Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Leiðtogafundur Atlantshafs- bandalagsins hófst í Brussel í gær. Fyrir hönd Íslands eru þar stödd Katrín Jakobsdóttir forsætis- ráðherra og Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra. Guð- laugur Þór sagði eftir fundarhöldin að aðalumræðuefni dagsins hafi verið útgjöld ríkjanna. „Það liggur fyrir að öll ríki hafa aukið útgjöld sín verulega þegar kemur að ör- yggis- og varnarmálum. Þetta var nokkurn veginn í samræmi við það sem ég átti von á. Svo þekktum við fyrir áherslur forseta Bandaríkj- anna er þetta varðar,“ segir Guð- laugur Þór og vísar í fjaðrafokið sem Donald Trump Bandaríkja- forseti olli þegar hann fordæmdi útgjöld Þýskalands til varnarmála. Guðlaugur Þór sagði jafnframt að mikil samstaða hafi verið um mik- ilvægi NATO á fundinum. Tveir fundir voru haldnir yfir daginn og var Katrín Jakobsdóttir í ræðustól á báðum fundum. „Á fyrri fundinum talaði ég um stöðu Ís- lands er varðar útgjöld til varn- armála og greindi þar frá því að við teldum það vera mjög mikilvægt framlag til öryggismála að efla þró- unaraðstoð og mannúðaraðstoð, enda stuðli það að öruggari heimi.“ Auk þess ræddi hún um kynjajafn- rétti og loftlagsbreytingar og mik- ilvægi þeirrar umræðu. „Ég útlist- aði loftlagsbreytingarnar sem eina af þessum ógnum sem valda fé- lagslegum óstöðugleika og í því samhengi stöðu flóttafólks í heim- inum.“ Á seinni fundinum talaði Katrín um afvopnunarmál og minntist þar á ráðstefnuna sem Ísland mun halda á vegum NATO í haust. „Í því samhengi fannst mér tilvalið að minna á stefnumál bandalagsins, um að standa að kjarnorku- afvopnun,“ sagði Katrín. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag. Samstaða um NATO í Brussel  Forsætisráðherra ræddi m.a. um kynjajafnrétti og loftslagsmál Katrín Jakobsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Í gærkvöldi mældist jarðskjálfti um 14 kílómetra norðvestur af Gjögurtá á Norðurlandi. Mældist hann 3,7 á Richter-kvarðanum. Í kjölfarið fylgdu nokkrir minni eft- irskjálftar sem enn stóðu yfir þeg- ar blaðið fór í prentun. Veðurstof- unni bárust tilkynningar um skjálfta frá Siglufirði, Ólafsfirði og Akureyri. Að sögn jarðfræðings á Veður- stofunni verða skjálftar á þessu svæði af og til og því þótti ekki um óvanalegt ástand að ræða. Veðurstofan mun þó fylgjast áfram náið með stöðu mála. Til samanburðar voru Suðurlands- skjálftarnir árið 2008 um 6,3 stig á Richter. Jarðskjálftahrina mældist á Norður- landi í gærkvöldi Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Reykja- víkurborg til að greiða starfsmanni Ráðhúss Reykjavíkur skaðabætur vegna slæmrar fram- komu skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra og borgarritara. Þá var skrifleg áminning, sem Reykjavíkurborg hafði veitt starfsmanninum, gerð ógild. Í niðurstöðu dómsins, sem féll 5. júní, fer dóm- arinn hörðum orðum um athæfi skrifstofustjór- ans: „Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofu- stjórinn virðist ætla af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðni- skyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleika- húsi yfirmanna sinna.“ Segir einnig í dóminum að líta megi á framkomu skrifstofustjórans sem lítilsvirðingu við starfs- manninn sem er töluvert eldri en skrifstofustjór- inn og með yfir 35 ára reynslu af fjármálatengdum störfum. Hann hafi gegnt stöðu fjármálastjóra ráðhússins í rúm 10 ár og starfað þar tvöfalt leng- ur en skrifstofustjórinn. Dómari hafnaði ávirðingunum Tilefni áminninganna voru tvö tilvik sem skrif- stofustjórinn taldi brot á starfsskyldum fjármála- stjórans; annars vegar varðandi upplýsingaveit- ingu á styrkjum og vegna vinnslu launaáætlunar hins vegar. Dómari hafnaði öllum ávirðingum og dæmdi þær og áminninguna ólögmætar. Hann taldi einnig að áminningin hafi verið til þess fallin að skaða æru stefnanda og voru honum dæmdar miskabætur. Skrifstofan heyrir undir borgarritara, sem heyrir undir borgarstjóra. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var báðum aðilum kunnugt um málið og hafi lögmaður stefnanda t.a.m. hvatt þá til að leita annarrar niðurstöðu en að fara með málið fyrir dóm. Ekki hafi verið ákveðið að leita sátta þó að ljóst hafi verið frá upphafi að staðhæf- ingar skrifstofustjórans ættu ekki rétt á sér. Áfrýjunarfrestur dómsins er liðinn og var málinu ekki áfrýjað. „Ekki dýr í hringleikahúsi“  Borgarsjóður greiði alls 1,5 milljónir vegna stjórnunarhátta í ráðhúsinu  Skrifstofustjóri Ráðhúss Reykjavíkur talinn hafa lítilsvirt fjármálastjórann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.