Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Við sem erum eldri en tvævetur höfum lifað margt. Sumt sem sjálfsagt þótti þá á nú undir högg að sækja. Þegar við, svo dæmi sé tekið, slitum barnsskónum var margt sem gert var sem enginn fetti fing- ur út í en varð síðar að hálfgerðu „vand- ræðabarni“ sem bara sumir kærðu sig um. Fólk skipast á móti og er nokkuð hávært í sín- um málflutningi og einbeitt í vilja sínum og fylgið sér og trúir að rétt sé að verki staðið með því sem það gerir. Svo sem hægt að bera virðingu fyrir slíkri afstöðu. Fólk öndvert sem er hlynnt og veit, og meira, er fullvisst, segir margt hvert fátt, talar lágt og hefst ekki að. Fyrir sumu þarf samt að berjast og eiga til úthald í. Í áranna rás hefur smám saman fjarað undan sumum gildum í þessu landi sem menn lengst af voru með hjá sér og gerðu í fullri sátt og sögðu bara allt gott um. Enda lengi partur samfélagsins og alls grunnskólakerfisins. Á annars konar viðhorfum örlar í dag. Við erum hér að tala um biblíu- kennsluna í grunnskólum landsins sem hefur verið veist að nú um hríð og gert með rökum. Ekki er samt um neitt fjölmenni að ræða en er samt nokkuð hávær rödd og um það séð að heyrist með reglu- legu millibili. Þetta gerist án mik- illa afskipta hinna sem vilja Biblí- una kennda í grunnskólum með fullan rétt á sinni skoðun og helst að vígðir prestar sinni kennslunni með fastan tíma einu sinni í viku í kennslu- stofum grunnskól- anna. Meira en þetta er nú ekki verið að fara fram á. Einu má þó bæta við, að æski- legt væri að krakkar sæki tíma inni í kirkj- unum. Til að mynda fyrir ferminguna sem enn er við lýði og sem betur fer hefur fengið að viðhaldast en er samt höggvið í. Ferm- ing hefur svipað snið og verið hefur og mörg börn sem vilja fermast í kirkjunni sem og að fá allan sinn undirbúning þar. Sum velja aðra leið sem heldur er engin nýlunda og man höfundur eftir þessu er hann sjálfur var á fermingaraldri árið 1967 og þeir tímar enn við lýði að menn virtu slíkar ákvarðanir fólks. Hvaða augum öndvert sem það leit slíkt verslag, sem gat verið alls konar. Líka þá. Þetta er svolítið á skjön við sumt sem gerist á vorum tíma með suma hópa sem koma fram og vilja svínbeygja aðra undir eigin vilja með málflutningi sínum. Ekki gott. Frjálsir söfnuðir, átt við söfnuði sem starfa utan þjóðkirkjunnar, kalla þessa athöfn „blessun“. Svo sem fallegt orð og merkingarmikið á meðan þjóðkirkja vor kýs enn að kalla hana „fermingu“. Báðar at- hafnirnar eru framkvæmdar með svipuðu sniði þótt formfestan í þjóðkirkjunni sé ívið meiri en hinna. Orðið „ferming“ eru menn með á hreinu og vita upp á hár hvað við sé átt. Hitt orðið gæti vafist meira fyrir fólki og er ekki sjálf- gefið að allir tengi það beint við þessa sumpart fögru athöfn ferm- inguna nema útskýring fylgi með. „Ferming“, þótt framkvæmd sé í þjóðkirkjunni, er vitaskuld ekkert nema blessun en er svona betra orð yfir athöfnina og skiljanlegra fólki en hitt orðið sem er teygj- anlegra og nær til fleiri athafna innan veggja kirknanna en bara þessa eina verks og því í lagi að minnsta kosti velta fyrir sér hvort orðið skuli notað. Slæmt er þegar þjóð ræðst gegn sínum eigin góðu gildum sem vel má ná góðri sátt um. Einnig er slæmt þegar fólk sem veit betur og lifir þessi góðu gildi og tekur inn á sig er á þau er ráðist velur samt að sitja kyrrt og hafast ekki að og er of mikið af. Fólk sem í raun ber ábyrgð vegna þekking- arinnar einnar saman eftir að hafa upplifað svo margt gott gegnum kirkjulegt starf og kennslu og veit og viðurkennir að sé öllum hollt að vera undir en horfir samt upp á gagnstæð verk vanþekkingarinnar en gerir ekkert sjálft sem mögu- lega fengi breytt þessu og fært aftur í þann heillavænlega farveg sem verkið var í og full sátt ríkti lengi vel um. Er höfundur gekk í grunnskóla var biblíufræðsla eitt kennsluefnið sem nemendur höfðu. Hvort hún hófst strax í sjö ára bekk, eins og það hét þá, man hann ekki en all- tént kom biblíufræðslubókin snemma í hans hendur og hann sat undir kennslunni, jafn hund- leiðinleg og honum fannst hún. Alla vega árið sem fermt var sá prestur um að kenna okkur fræðin og hneykslaði höfund ekki lítið er hann tekur upp kennaraprikið og skellir af afli beint ofan á kenn- araborðið með tilheyrandi hávaða og skipaði krökkunum að „þegja“. Svona, að áliti höfundar, tala ekki prestar. Búinn auðvitað að gleyma því að voru sögð vegna skvaldurs í nemendum og leti. Svo liðu árin og reynslan óx. Ekki minnist maður þess að hafa beðið tjón af biblíufræðslunni né heldur að hafa heyrt slíka sögu af öðru samferðafólki mínu í grunn- skóladeild til dagsins í dag þótt hálf öld sé liðin frá fermingunni og maður margt heyrt á þessum tíma. Er enda um að ræða góð gildi og góð verk sem verið er að vinna en fólk sumt hvert vill ekki hafa hér lengur. Merkileg af- staða. Kirkjan er líka fyrir börnin Eftir Konráð Rúnar Friðfinnsson Konráð Rúnar Friðfinnsson »Meira en þetta er nú ekki verið að fara fram á. Einu má þó bæta við, að krökkum sé heimilt að sækja tíma inni í kirkjunum. Höfundur er sjálfboðaliði í kirkjulegu starfi. Ákveðið var í að- draganda ráðningar nýs forstjóra Vega- gerðarinnar að óskil- greind háskóla- menntun eða stjórnunarreynsla skyldi vega samtals 55% af hæfni umsækj- anda. Verkfræðingafélag Íslands gerði athuga- semdir við að að fagþekking skyldi vera sett skör lægra en reynsla. Félagið lagði til að ráðuneyti sam- göngu- og sveitarstjórnarmála myndi skerpa og skýra hæfnis- forsendur og auglýsa starfið á nýj- an leik. Á það var ekki hlustað og ekki brugðist við á neinn hátt. Margar spurningar vakna vegna Vegagerðarmálsins og á heildina litið er það stjórnvöldum ekki til sóma hvernig að var staðið. Við lestur skilagreinar valnefndar sést að fagþekking á viðfangsefnum Vegagerðarinnar vó einungis 15%. Athygli vekur einnig að í þriggja manna hæfnisnefnd, sem ráðuneytið skipaði vegna ráðn- ingar nýs forstjóra, er enginn tækni- eða verkfræðimenntaður eða með sérþekkingu á því sem Vegagerðin fæst við. Þá stingur í augu að samgöngu- verkfræðingur með afar víðtæka reynslu af skipulagsmálum og fjöl- breyttum samgönguverkefnum hérlendis og erlendis í hálfan ann- an áratug skuli ekki einu sinni hafa komist í hóp 14 umsækjenda sem teknir voru í viðtal undir lok ráðningarferlisins. Það segir meira en mörg orð um leikreglur og forsendur hæfnisnefndar í mati á umsækjendum en kemur ekki beinlínis á óvart. Sú staðreynd sýnir og sannar að áhyggjur og aðvaranir VFÍ voru hreint ekki án tilefnis. Auðvitað á fagleg þekking og reynsla varðandi viðfangsefni Vegagerðarinnar að vega þungt í vali æðsta stjórnandans, enda er stofnunin í lykilhlutverki í stefnu- mótun ríkisins við gerð sam- gönguáætlunar. Vegagerðin á jafnframt samskipti við sveitar- félög og aðra vegna samgöngu- mála. Samgöngukerfið er afar mikilvæg stoð í innviðum sam- félagsins og á ekki annað skilið en að fagþekking sé í hávegum höfð í forystusveit þess og við ráðningu æðstu stjórnenda. Menntun á sviði stjórnunarfræða er að sjálfsögðu mikilvæg líka en það var reyndar ekki gerð krafa um slíka menntun í auglýsingu um starfið, eingöngu um ótilgreinda menntun eða reynslu. Ég tel að við ráðn- ingu nýs forstjóra Vegagerðarinnar hafi ekki verið stað- ið faglega að málum. Frammi fyrir stjórn- skipunar- og eftir- litsnefnd Alþingis kvaðst dómsmála- ráðherra hafa verið „mjög hugsi“ yfir Excel-skjali frá dómnefnd vegna margumtalaðra umsókna um dómarastöður við Landsdóm. Settur samgönguráðherra virtist hins vegar hæstánægður með skjal frá hæfnisnefnd í Vega- gerðarmálinu og hjartanlega sammála niðurstöðunum. Það kemur tæplega á óvart. Var ráðningarferlið ef til vill sniðið fyrir fram að niðurstöðunum? Ekkert skal fullyrt í þeim efnum en að manni læðist óneitanlega grunur í þá áttina. Nú hlýtur að mega velta því fyrir sér í alvöru hvort runnir séu upp þeir tímar að guðfræðimennt- aður umsækjandi, með mikla al- menna stjórnunarreynslu, hafi for- skot á læknisfræðimenntað fólk í umsóknarferli vegna landlæknis. Og hvort læknisfræðimenntaður umsækjandi hafi forskot á guð- fræðinga gagnvart embætti bisk- ups Íslands. Svona í lokin hvarflar sömuleið- is að manni að við val á næsta landsliðsþjálfara í knattspyrnu verði óskilgreind reynsla sem gæti nýst í starfi látin vega nálægt 2/3 af kröfunum en knattspyrnuþekk- ing svona rétt nefnd í framhjá- hlaupi. Hugsanlega þarf næsti landsliðsþjálfari ekki að vita hvað rangstaða er. Fagþekking og forstjórastóll Vegagerðarinnar Eftir Pál Gíslason »Ég tel að við ráðn- ingu nýs forstjóra Vegagerðarinnar hafi ekki verið staðið faglega að málum. Var ráðning- arferlið ef til vill sniðið fyrirfram að niður- stöðunum? Ekkert skal fullyrt í þeim efnum en að manni læðist óneit- anlega grunur í þá áttina. Páll Gíslason Höfundur er formaður Verkfræðingafélags Íslands. JÓN BERGSSON EHF Kletthálsi 15 | 110 Reykjavík | Sími 588 8881 | www.jonbergsson.is | jon@jonbergsson.is GARÐSKÁLAR Á HJÓLUM Hentar þetta þínum garði, svölum, rekstri eða sumarbústað?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.