Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Héraðsdómur Vesturlands felldi í gær úr gildi erfðaskrá látins manns, en hann hafði arfleitt ættingja sína að eignum sínum. Atvik málsins eru um margt talin sérstök og óvenjuleg. Erfðaskrána gerði maðurinn árið 2004 í þeirri trú að hann ætti enga skylduerfingja og var það sérstaklega tekið fram í skránni. Í faðernismáli á síðasta ári, eftir að mað- urinn lést, var staðfest að hann átti einkason, fæddan árið 1951, en móðir hans hafði skömmu áður hafið sambúð. Síðar gekk hún í hjónaband með manninum og var sonurinn feðraður hon- um samkvæmt svokallaðri „pater est“-reglu. Sonurinn greindi frá því fyrir dómi að hann hefði frá barnsaldri vitað að maðurinn væri ekki blóðfaðir hans, heldur maður sem móðir hann kynntist ári áður en hann fæddist. Röng hugmynd að baki erfðaskránni Sóknaraðili í málinu, einkasonurinn, studd- ist við 38. gr. erfðalaga þar sem fjallað er um þá aðstöðu er ákvæði í erfðaskrá stafi af rangri hugmynd arfleifanda. Samkvæmt 38. gr. ber að meta slík ákvæði ógild ef telja má að röng hugmynd (forsenda) hafi ráðið úrslitum um efni ákvæðisins. Taldi sóknaraðili að val hins látna á erfingjum hefði verið byggt á misskiln- ingi um erfingja og að miða yrði við að hann hefði ekki hagað arfleiðslunni með þeim hætti sem hann gerði hefði hann búið yfir vitneskju um að hann ætti einkason enda væri ráðstöf- unin beinlínis óheimil samkvæmt ákvæðum erfðalaga. Í 35. gr. laganna segir að arfleifanda sé óheimilt að ráðstafa meira en 1/3 hluta eigna sinna, eigi hann niðja. Í niðurstöðu dómsins sagði að í erfðaskránni væri sérstaklega tekið fram að arfleifandi ætti engan skylduerfingja. „Verður ekki nægilega um það ráðið af texta erfðaskrárinnar sjálfrar eða öðrum gögnum málsins hvort X [hinn látni] hefði eigi að síður, hefði honum verið ljóst að hann ætti son, viljað nýta arfleiðsluheimild sína í þágu varnaraðila að því marki sem lög frekast heimiluðu. Að því gættu verður að telja að framangreind villa hafi verið ráðandi ástæða þess að umrædd ráðstöfun var gerð,“ sagði í forsendum úrskurðarins. Samkvæmt úrskurðinum tekur einkasonur- inn einn allan arf eftir föður sinn, þar með talda fasteign sem hinn látni hafði ráðstafað einstak- lingi með erfðaskránni, en sú ráðstöfun var lýst ógild í ljósi þess að hún hefði byggt á erfðarétti hans samkvæmt erfðaskránni. Rangfeðraður sonur vann erfðamál  Erfðaskrá föðurins felld úr gildi  Sonurinn tók allan arf  Villa var ráðandi við gerð erfðaskrár Nítján umsóknir bárust um starf bæjarstjóra sameinaðs sveitarfé- lags Sandgerðisbæjar og Sveitarfé- lagsins Garðs og að auki sóttu fjórir um, sem síðan drógu umsóknirnar til baka. Bæjarstjórn vinnur úr um- sóknum í samstarfi við ráðgjafafyr- irtækið Hagvang. Þessi sóttu um í stafrófsröð: Anna Gréta Ólafsdóttir sérfræð- ingur, Ármann Jóhannesson ráð- gjafi, Baldur Þ. Guðmundsson, sjálfstætt starfandi, Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri, Björn Ingi Knútsson ráðgjafi, Eysteinn Jóns- son sérfræðingur, Gunnólfur Lár- usson, rekstrar- og verkefnastjóri, Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, sjálfstætt starfandi, Kikka Krist- laug María Sigurðardóttir kosn- ingastjóri, Magnús Stefánsson bæj- arstjóri, Ólafur Örn Ólafsson áhafnastjóri, Özur Lárusson fram- kvæmdastjóri, Rakel G. Brandt M.Sc, Stefanía G. Kristinsdóttir framkvæmdastjóri og Þorsteinn Gunnarsson sveitarstjóri. Nítján vilja stýra nýju sveitarfélagi Ferðamálastofa hefur sent ábend- ingu til Sam- keppniseftirlits- ins vegna starf- semi hótelbókun- arsíðunnar booking.com. Til- efnið er að Ferða- málastofa telur það vera álitamál hvort skilmálar fyrirtækisins standist samkeppnis- lög þar sem þeir feli mögulega í sér íþyngjandi skilyrði fyrir viðskipta- vini þess og hindri þar með eðlilega samkeppni, að því er fram kemur á vefsíðu Ferðamálastofu. Þar segir að margt bendi til þess að markaðshlutdeild booking.com sé komin yfir 50% á hótelbókanamark- aði á netinu hér á landi. Líklega megi telja að fyrirtækið hafi markaðsráð- andi stöðu hérlendis. Ferðamálastofa hefur beint því til Samkeppniseftirlitsins að það taki til skoðunar skilmála vefsíðunnar um svokallaða „bestukjarameðferð“. Í þeim skilmálum felst að viðskipta- vinum fyrirtækisins, m.a. íslenskum gististöðum, er ekki heimilt að bjóða upp á betra verð en sem fram kemur á booking.com. Komi slík staða upp verður söluaðilinn annaðhvort að bjóða kaupandanum að borga lægra verðið eða greiða honum mismuninn, hafi hann greitt hærra verðið. Einu gildir hvort lægra verðið er á vefsíðu umrædds gististaðar eða hjá keppi- nautum booking.com. Fyrirtækið innheimtir a.m.k. 15% þjónustuþóknun af heildarkostnaði gistingar og er áætlað að slík þóknun fyrirtækisins vegna sölu gistingar hér á landi nemi a.m.k. 5 milljörðum. Vilja skoða booking.com Hótel Booking.com er bókunarsíða.  Þóknun talin vera 5 milljarðar Ný Bosch þvottavél Bosch hefur í eina og hálfa öld haft það að markmiði að auðvelda daglegt líf fólks.Nú eru 60 ár liðin frá því að fyrsta sjálfvirka Bosch þvottavélin fór í framleiðslu. Af þessu tilefni bjóðum við nú glænýja Bosch þvottavél á einstaklega hagstæðu verði. Vél þessi er búin langflestum þeim þvottakostum sem menn þurfa á að halda í dagsins önn.Hún tekur mest 9 kg og er með íslensku stjórnborði. 1400 sn./mín.Orkuflokkur A+++. Kolalaus, hljóðlátur og sparneytinn mótor með 10 ára ábyrgð. Tromlan fer einstaklega vel með þvottinn. 15 mín. hraðþvottakerfi. Við hönnun vélarinnar var leitast við að gera hana mjög stöðuga og hljóðláta. Við leggjum áherslu á hágæða vörur og fyrsta flokks þjónustu á góðu verði. Gildir til og með 31. júlí eða á meðan birgðir endast. A Kynningarverð: 89.900 kr. Fullt verð: 127.900 kr. Þvottavél,WAT 2849BSNBylgjulagatromla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.