Morgunblaðið - 12.07.2018, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það er hægt að útfæra þjónustu við
eldra fólk með fjölbreyttari hætti en
nú er gert og auka líkur á bættum
lífsgæðum þess. Þróa má viðbótar-
þjónustu sem er í senn hagkvæm og
til þess fallin að
styðja við starfs-
gleði þeirra sem
veita þjónustuna,“
segir Pálmi V.
Jónsson, yfir-
læknir öldrunar-
lækningadeildar
Landspítalans og
formaður færni-
og heilsumats-
nefndar höfuð-
borgarsvæðisins sem metur þörf ein-
staklinga til dvalar á hjúkrunar-
heimilum.
Hann segist sáttur við að embætti
landlæknis skyldi óska úttektar
KPMG á færni- og heilsumati og
notkunar á matstækjum fyrir þjón-
ustu við langveikt fólk. Pálmi tekur
undir það sem fram kemur í skýrsl-
unni að nýta þurfi betur heimaþjón-
ustumatið, InterRAI-HC, til þess að
finna hver sé þjónustuþörf hvers
einstaklings fyrir sig.
„Skýrslan gefur heilbrigðisyfir-
völdum, ríki og sveitarfélögum kær-
komið tækifæri til þess að setjast nið-
ur og ræða möguleika á betri
þjónustu við eldra fólk með minnk-
uðum tilkostnaði,“ segir Pálmi sem
bendir á fimm atriði til úrbóta.
„Í fyrsta lagi þarf að fjölga líknar-
rýmum á höfuðborgarsvæðinu að lág-
marki um 10 því allt að 25% af beiðn-
um um færni- og heilsumat á
hjúkrunarheimili sem unnin eru á
Landspítala eru fyrir einstaklinga
sem eru fyrirsjáanlega svo veikir og
með skertar lífslíkur að rými á líknar-
deild er það sem þetta fólk þarf, en
ekki hjúkrunarheimili. Með líknar-
deildarýmum fengi þetta fólk betri
þjónustu og viðeigandi undirbúning
fyrir lífslok sem eru skammt undan,“
segir Pálmi og bætir við að árið 2011
hafi líknardeild með níu legurýmum
verið lokað á Landakoti en í gegnum
þá deild fóru 100 manns á ári að
meðaltali. Hver þeirra lifði í einn
mánuð að meðaltali eftir innlögnina.
Pálmi segir að í öðru lagi sé skort-
ur á öldrunargeðlækningum einn
veikasti hlekkur öldrunarþjónustu.
„Það vantar litlar öldrunargeð-
deildareiningar fyrir um tíu manns
sem veita sérhæfða þjónustu við
eldra fólk með alvarleg geðræn ein-
kenni sem núverandi þjónusta nær
ekki að mæta á fullnægjandi hátt.
Þetta eru einstaklingar með alvarlegt
þunglyndi, alvarlega kvíðaröskun eða
aðsóknarkennd, ranghugmyndir,
geðrof og annað slíkt, “ segir Pálmi
og bætir við að tillaga um öldr-
unargeðdeild hafi verið á fram-
kvæmdarstigi árið 2007 en hún hafi
verið slegin út af borðinu í kjölfar
hrunsins.
Geta náð undraverðum árangri
„Ef eldra fólk með geðsjúkdóm
fær ekki viðeigandi greiningu, með-
ferð og aðtoð tapar það færni og líður
miklar þjáningar. Þetta er sá hópur
einstaklinga sem getur með réttri
meðhöndlun náð undraverðum ár-
angri, bættum lífsgæðum, sjálfs-
bjargargetu og búið áfram í sjálf-
stæðri búsetu í stað þess að vera
þrýst ótímabært inn á hjúkrunar-
heimili,“ segir Pálmi.
Þriðja atriðið sem Pálmi telur að
stuðlað geti að því að aldraðir geti
verið lengur utan hjúkrunarheimila
með stuðningi sé að mæta þeim hópi
eldra fólks sem þjáist af viðvarandi
þunglyndi, kvíðaröskun og einmana-
kennd og eiri því ekki heima.
„Þrátt fyrir að það sé yfirlýst
markmið í lögum um málefni aldr-
aðra að styðja það til búsetu heima
eins lengi og kostur er, þá er ákveð-
inn hópur fólks sem þrífst ekki
heima. Þetta fólk gæti nýtt sér vel
sambýlisform í líkingu við þjónustu-
íbúðir sveitarfélaga. Þetta geta verið
allt að 100 manns á höfuðborgar-
svæðinu á hverjum tíma sem þrýst er
á um að komist inn á hærra þjón-
ustustig, það er hjúkrunarrými, þar
sem þjónustuíbúðir á vegum sveitar-
félaga eru ekki í boði,“ segir Pálmi og
bætir við að ef þessi hópur fólks kom-
ist inn í sambýlisþjónustu geti líðan
og lífsgæði þess snarbatnað til mikilla
muna og úrræðið sé hagkvæmt.
Vandinn sé hins vegar sá að það sé á
ábyrgð sveitarfélaga að útfæra úr-
ræðið. Í Reykjavík sé slíkt úrræði
tekju- og eignatengt fremur en þarfa-
tengt og í mörgum sveitarfélögum sé
slík þjónusta ekki í boði og það sé
vert að skoða.
Efling heimahjúkrunar er fjórða
atriðið sem bætt getur stöðu aldraðra
og frestað því að þeir þurfi á hjúkr-
unarrými að halda.
„Að mínu viti þarf að gera heima-
hjúkrun að fjölfaglegu starfi þar sem
hjúkrunarfræðingar og annað starfs-
fólk í umönnun vinnur í teymi með
læknum, félagsráðgjöfum og sjúkra-
og iðjuþjálfurum. Efla þarf tengsl
heimahjúkrunar við heimilislækna.
En eldra fólk hefur oft og tíðum misst
tengslin við þá vegna þess að það er
tilhneiging miðaldra fólks að leita
frekar til sérfræðinga en heimilis-
lækna. Það þarf líka að efla tengsl við
öldrunarlækningadeild Landspít-
alans sem býður upp á sérhæfða
greiningarvinnu,“ segir Pálmi og
bætir við að ákveðin hreyfing sé kom-
in í gang sem stefni í þessa átt. Enn
öflugri heimaþjónusta er til þess fall-
in að stuðla að því að veikt eldra fólk
geti búið lengur heima.
Nýjar þjónustubrautir
Fimmta atriðið sem Pálmi nefnir
er að innleiða InterRAI-HC-mat í
heimaþjónustu á höfðurborgarsvæð-
inu og á landsvísu.
„Matið er fjölþætt og fangar þarfir
og viðfangsefni hjá hverjum ein-
staklingi. Með matstækinu er hægt
að búa til nýjar þjónustubrautir og
skilja betur hvar fólk er statt á hverj-
um tíma. Þannig er hægt að auka lík-
urnar á því að hægt sé að grípa inn í
til þess að koma í veg fyrir að fólk
þurfi að fara á hjúkrunarheimili,“
segir Pálmi og bætir við að nú sé
tækifæri til þess að taka kröftuglega
á málum.
Hægt að gera öðruvísi og betur
Úrræði við einmanaleika, kvíða og þunglyndi Stofna þarf líknardeild og geðdeild fyrir aldraða
Ljósmynd/ThinkstockPhotos
Lífsgæði Það eru ýmsar leiðir færar til þess að bæta lífsgæði aldraðra.
Pálmi V.
Jónsson
Módel: Kolfinna Nikulásdóttir
ray-ban.is