Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 1
F I M M T U D A G U R 1 2. J Ú L Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 162. tölublað 106. árgangur
RAFRÆNN
PÓSTUR FRÁ
ÞVÍ OPINBERA
LISTSÝNING
Á DJÚPAVOGI
MYNDIR AF
SUMRINU Í
REYKJAVÍK
RÚLLANDI SNJÓBOLTI/11 38 DAGLEGT LÍF 12VIÐSKIPTAMOGGINN
Hátíðarfundur Alþingis verður á Þingvöllum 18. júlí. Þann
dag fyrir 100 árum var samningum um fullveldi Íslands lokið
með undirritun sambandslaganna sem tóku síðan gildi 1. des-
ember 1918. Forseti Íslands og þingmenn ásamt erlendum
sendiherrum munu ganga fylktu liði niður Almannagjá til að
vera viðstaddir fundinn. Mun hann fara fram undir berum
himni á sérstaklega byggðum þingpöllum. Að sögn Einars
Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum, er það
tveggja til þriggja daga vinna að setja upp pallana fyrir fund-
inn samanborið við tveggja til þriggja vikna vinnu fyrir
Kristnitökuhátíðina árið 2000. Nú var ákveðið að flytja pall-
ana í þjóðgarðinn með þyrlu til að flýta fyrir ferlinu.
Morgunblaðið/Arnþór Birkisson
Undirbúningur
fyrir hátíðarfund
Ari Edwald, for-
stjóri Mjólkur-
samsölunnar
(MS), segir sölu á
skyri í Rússlandi
ganga vonum
framar. Pantanir
hafi streymt inn
og fleiri versl-
anakeðjur sett
sig í samband við
framleiðandann
en reiknað var með.
Áformað er að framleiða sem
nemur tvöfaldri ársneyslu á Íslandi
innan þriggja ára. Þá hefur verið
samið við dótturfélag japanska
stórfyrirtækisins Nippon um dreif-
ingu á skyri í Japan. Hyggst Nipp-
on nota skyrið sem stökkpall að
auknum umsvifum í mjólkurgeir-
anum.
MS stofnaði í byrjun mánaðarins
dótturfélagið Ísey Exports um sölu
á skyri á erlendum mörkuðum. Ari
segir vörumerkjasamninga greiða
fyrir þeirri sókn. „Það eru auðvitað
mörg lönd eftir og við höfum metn-
aðarfull markmið um að Ísey skyr
verði þekktasta skyrvörumerki
heims,“ segir Ari. Hann segir það
ekki mundu koma á óvart ef árleg
framlegð Ísey Exports af þessari
starfsemi færi yfir milljarð króna
að fáum árum liðnum.
»ViðskiptaMogginn
Pantanir
streyma inn í
Rússlandi
Ari
Edwald
Pálmi V. Jónsson, prófessor og
yfirlæknir á öldrunarlækninga-
deild Landspítalans, segir að ný
skýrsla KPMG um færni- og heilsu-
mat veki upp hugsanir um hvaða
valkostir geti verið til staðar við
hjúkrunarheimilisdvöl. Nú sé tæki-
færi til að taka kröftuglega á mál-
um og bæta þjónustu við aldraða án
þess að einblína á heimahjúkrun í
óbreyttri mynd eða stöðuga fjölgun
hjúkrunarrýma. »10
Margar leiðir til að
bæta líðan aldraðra
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Við erum alltaf undirmannaðar. Á
hverri einustu vakt.“ Þetta segir Arn-
dís Pétursdóttir, ljósmóðir á með-
göngu- og sængurlegudeild Land-
spítalans, í sam-
tali við Morgun-
blaðið. Arndís er
ein þeirra ljós-
mæðra sem hefur
staðið vaktina síð-
an uppsagnir 12
ljósmæðra tóku
gildi um síðustu
mánaðamót.
„Ég er búin að
vera að vinna alla
daga nema einn síðan 1. júlí og það er
bara mjög þung stemning í
vinnunni,“ segir Arndís en hún segir
að ljósmæður af öðrum deildum spít-
alans hafi verið færðar til í þeim til-
gangi að manna meðgöngudeildina.
Þrátt fyrir það vanti nú um tvær til
fjórar ljósmæður á hverja vakt en
grunnmönnun á dagvakt á deildinni
er sjö ljósmæður og fjórar á nætur-
vakt.
Meiri hætta á mistökum
„Það eru margar sem eru ekki bún-
ar að segja upp. En það eru líka
margar sem eru að hugsa um að segja
upp,“ segir Arndís en aðspurð hvort
hún sé í hópi þeirra sem eru að hugsa
um að segja upp kveður hún já við.
„Það er engin okkar sem getur unnið
svona endalaust,“ bætir hún við.
Spurð um hvað hafi breyst í starf-
semi deildarinnar á síðustu dögum
svarar Arndís: „Þjónustan við skjól-
stæðinga deildarinnar, nýbakaða for-
eldra og nýbura, er skert. Við höfum
minni tíma til að sinna hverri konu
fyrir sig. Við hlaupum meira og verð-
um langþreyttar. Það er meiri hætta
á að við gerum mistök.“
Framhaldið óljóst
Samninganefndir ríkisins og ljós-
mæðra funduðu í húsakynnum ríkis-
sáttasemjara í gær. Beggja vegna
samningaborðsins segjast aðilar vera
komnir að þolmörkum sínum og í
samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi
sagðist Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, hafa þegar
nýtt umboð sitt til samninga til hins
ýtrasta.
Hljóðið var svipað í Katrínu Sif
Sigurgeirsdóttur, formanni samn-
inganefndar ljósmæðra, sem sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi: „Það er svo langt í land að það
hefur ekki einu sinni verið boðaður
annar fundur.“
Allar vaktir eru
undirmannaðar
Skert þjónusta og ljósmæður eru orðnar langþreyttar
Arndís
Pétursdóttir
MBáðar nefndir komnar … »2
Morgunblaðið/Eggert
Fundað Samninganefnd ríkisins á
fundi hjá ríkissáttsemjara í gær.