Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 24
HINSTA KVEÐJA Og allt var skini skartað og skjól við móðurhjartað, hér leið mín bernskan bjarta við bjargfuglaklið. Er vorið lagði að landi, var líf í fjörusandi, þá ríkti unaðsandi í ætt við bárunið. Þegar í fjarskann mig báturinn ber og boðinn úr djúpi rís. Eyjan mín kæra, ég óska hjá þér að eigi ég faðmlögin vís. (Ási í Bæ) Arna Margrét Jónsdóttir. ✝ Jón Mar Þór-arinsson fædd- ist 3. júní 1950 á Borgareyri við Mjóafjörð. Hann lést í kjölfar heila- blóðfalls á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi 29. júní 2018. Jón var sonur hjónanna Mar- grétar Sveinsdóttur fiskmats- manns, f. 27. apríl 1914 á Borgareyri, og Þórarins Á. Sigbjörnssonar fiskmatsmanns, f. 18. janúar 1914 í Vest- mannaeyjum. Systkini hans eru Sveinn og Ólöf Steinunn. Eiginkona Jóns er Jóna Guðrún Oddsdóttir, f. 8. des- ember 1951. Dætur þeirra eru: 1) Erna Heiðrún, f. 18. júlí 1984, gift Guðmundi Frey Óm- arssyni, þeirra börn eru: Pétur Ómar Guðmundsson, f. 2009, Frá fimm ára aldri ólst Jonni upp að Lundi í Vest- mannaeyjum. Hann lauk lands- prófi frá Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja árið 1966 og kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands vorið 1970. Jón kenndi tvo vetur við Barnaskólann í Grindavík, haustið 1973 réð hann sig sem kennara við Fellaskóla og starfaði þar um 45 ára skeið. Á sumrin keyrði Jón lengst af áætlunarbíla til Þingvalla og Grindavíkur fyrir Þingvallaleið. Jón lauk eins árs viðbótarnámi í smíðum frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Jón var alla tíð söngelskur, spilaði á gítar, söng í kirkju- kór og stofnaði band með vinnufélögum í Fellaskóla. Hann stundaði golf í mörg ár og var félagi í GKG. Jón og Jóna ferðuðust víða, sér í lagi í tengslum við golfið. Seinni ár fylgdi hann syni sínum gjarnan í flug til Ameríku þar sem þeir feðgar áttu góðar stundir. Jón var afar stoltur af börnum sín- um fjórum og afabörnunum tíu. Útför Jóns verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 12. júlí 2018, klukkan 15. Eydís Jóna Guð- mundsdóttir, f. 2012, og Jón Darri Guðmundsson, f. 2017. 2) Arna Mar- grét, f. 31. júlí 1990, unnusti hennar er Sindri Már Hjartarson. Fyrri kona Jóns var Sigríður Ingv- arsdóttir, f. 18. júlí 1949. Þeirra börn eru: 1) Þóranna Jónsdóttir, gift Júlíusi Guðmundssyni, börn þeirra eru: Tindur Hrafn Júlíusson, f. 1990, Skorri Júl- íusson, f. 1992, Viðja Karen Júlíusdóttir, f. 1993. 2) Ingvar Mar, kvæntur Sigríði Nönnu Jónsdóttur. Þeirra börn eru: Nína Björg Ottósdóttir, f. 1992, Ingibjörg Sigríður Ingv- arsdóttir, f. 1999, Sigríður Marta Ingvarsdóttir, f. 2001, og Jón Ingvar Ingvarsson, f. 2005. Ég held að ein af heitustu ósk- um pabba hafi verið að vera allt- af ungur, flottur og hress. Örlög- in höguðu því þannig að hann kvaddi á toppnum, nýorðinn 68 ára, í fullu fjöri, ekki eitt einasta grátt hár á höfði, ... eða jú, kannski eitt og hálft, en fleiri urðu þau ekki. Það átti ekki fyrir honum að liggja að verða ellilíf- eyrisþegi, það var ekki í hans karakter. Þriðjudaginn 26. júní skilaði hann lyklunum að Fella- skóla eftir 45 ára farsælt starf, á miðvikudegi fær hann stóran blóðtappa í heila sem slær hann út. Pabba verður ekki hvað síst minnst fyrir glaðværð og létt- leika. „Mér er alveg sama hvað öðrum finnst, ég ætla bara að hafa gaman af þessu,“ sagði hann gjarnan í seinni tíð. Hann var lit- ríkur og litirnir voru sterkir. Hrókur alls fagnaðar, mættur með gítarinn og hélt uppi fjörinu. Hann skipti ekki oft skapi, en þegar það gerðist gat hvinið í honum svo um munaði. Hann var langt í frá eintóna. Pabbi var hetja. Það eru jú flestir pabbar, en ég get ekki annað en tekið ofan fyrir tæplega 50 ára starfi hans sem grunn- skólakennari. Kennarastarfið er gjöfult en krefjandi. Pabbi átti við málhelti að glíma sem gerði honum starfið ekki auðvelt, á hann sótti gjarnan kvíði sem enn jók á áskorunina, en striki sínu hélt hann ávallt. Þegar hann hóf störf við Fellaskóla var skólinn einn stærsti skóli landsins, í nýju og vaxandi hverfi. Þar voru verk- efnin ærin. Pabbi fékk gjarnan það hlutverk að styðja þá nem- endur sem mest þurftu. Hann hélt sambandi við marga nem- endur áratugum saman og þeir eru ófáir sem hafa sent honum kveðjur og þakkir. Fyrir marga breytti hann mörgu og fyrir suma öllu. Gjafirnar hans pabba voru margar og dýrmætar. Sú síðasta var ein sú stærsta, hann hélt sér hraustum og stæltum, fyrir vikið voru líffærin í góðu standi og nýtast nú fjórum einstaklingum sem á þurftu að halda. Okkar missir var öðrum von, við eigum svo margt að þakka. Undanfarna mánuði talaði pabbi oft um að hann ætlaði að fá sér bát. „Sigla bara eitthvað hérna út,“ sagði hann. Þetta voru kannski ekki raunhæfir draumar, hann var aldrei til sjós, en ef til vill voru þetta teikn um að sálin væri á leið á önnur mið. Siglingin ber hann nú á nýjar strendur sem minna á æskuslóð- irnar í Vestmannaeyjum þar sem „hugurinn var heima“. Far í ást og friði elsku pabbi, megi allar góðar vættir gefa þér góðan byr. Við lífsins fögnuð fundum á fyrstu bernskustundum, er sólin hló á sundum og sigldu himinfley. (Ási í Bæ) Þóranna. Elsku afi. Það er óraunverulegt að hugsa til þess að þú sért ekki lengur með okkur. Þú sem varst alltaf svo hraustur og kátur. Þú varst alltaf hressasti mað- urinn í partíinu og okkur er það minnisstætt hve mikið var hlegið í matarboðunum með ykkur úr Krókamýrinni. Stundum var kannski mest hlegið að þér og þínum óförum en þú lést það aldrei á þig fá og hlóst bara með. Það eru ófáar sögurnar sem þú skilur eftir og við getum hlegið að um ókomna tíð. Til dæmis sagan um hamst- urinn hennar Örnu, þegar þú fórst heim úr skötuboðinu sitt í hvorum skónum og nú síðast sagan af flugvellinum í Marokkó. Það var alltaf tilhlökkun fyrir okkur að koma í heimsókn til ykkar Jónu og fá að heyra fleiri sögur og boðið annan í jólum hef- ur verið ómissandi hluti af jóla- haldinu síðan við munum eftir okkur. Þegar við hugsum til þín stendur upp úr hversu stoltur þú varst af öllum þínum afkomend- um. Börnum, tengdabörnum, afa- börnum og jafnvel tengdaafa- börnum. Allir sköruðu framúr á sínu sviði, allir snillingar í þínum augum. Þú varst líka alltaf duglegur að láta okkur vita af því, kvaddir okkur gjarnan með því að segja hversu dugleg við værum og hversu stoltur þú varst af okkur. Elsku afi, þín og gleði þinnar er sárt saknað. En hvar sem þú ert í veröldinni ertu á sólríkum stað og líklegast að njóta þín í golfi. Þín afabörn, Tindur og Viðja. Við systkinin gistum stundum hjá afa og Jónu í Krókamýri sem börn. Þar var alltaf gott að vera. Enn þann dag í dag, þegar ég fæ nýtt ristað brauð, þá minnir það mig á morgunmatinn í Króka- mýri. Það var svo gullinstökkt að utan og mjúkt að innan. Ég var vanur því að ristað brauð væri brauð sem hefði legið á botninum í frystinum í nokkra mánuði. En brauðið var alltaf nýtt hjá afa og Jónu. Maður hlakkaði líka alltaf mikið til að koma í matarboð, það var spennandi að sjá hvað Jóna hefði galdrað fram og maður beið spenntur eftir því að smakka sósuna sem afi gerði. Svo skellihló maður oft yfir ruglinu og gríninu í afa. Tvítugum hlotnaðist mér sá heiður að vinna með afa í Fella- skóla, í einn vetur sem stuðn- ingsfulltrúi. Afi kenndi í Fella- skóla í hartnær hálfa öld og þar var hann vægast sagt lifandi goð- sögn. Börnin báru mikla virðingu fyrir honum og hann kom mér oft til bjargar á göngunum þegar ég var við það að missa stjórn á börnunum, á leiðinni niður í íþróttahús eða matsal. Það var líka mikill léttir þegar ég fékk hann til að grípa gítarinn með og syngja fyrir börnin í nestistíma. Allir krakkar og Gamli Nói voru þá sungin hástöfum, og allir sungu með, óþekkir sem þægir. Á kennarastofunni var afi líka langlangskemmtilegastur og þar, eins og annars staðar, var hann hrókur alls fagnaðar. Nú er afi farinn, ég á eftir að sakna þess að fá faðmlag og koss á kinn frá afa. En mun heim- sækja Jónu, fá gott að borða og minnast unga og hressa afa um ókomna tíð. Skorri Júlíusson. Æskuvinur minn Jón Mar Þórarinsson eða Jonni á Lundi er látinn. Við kynntumst þegar hann flutti úr sveitinni til Eyja. Lundur var á yfirráðasvæði Lautarinnar, sem var miðsvæð- is í bænum og þeir sem þar bjuggu voru kallaðir Lautapeyj- ar. Jonni gerði sig strax gildandi. Það kostaði árekstra. Móðir mín rifjaði stundum upp að eftir fyrsta slíkan hafi ég komið heim og sagt að maður léti nú ekki ein- hvern sveitapeyja vaða yfir sig. En á eftir varð Jonni fullgildur Lautapeyi. Hann ólst upp í góðu yfirlæti á Lundi. Mamma hans og pabbi voru yndisleg. Hann var svolítið dekraður af Margréti móður sinni. Jonna fannst það gott. Eitt skipti er ég kom í heim- sókn var Margrét að bursta skóna og pressa buxurnar hans. Við vorum líklega 11-12 ára. Ég sagði við Margréti að þetta gerði ég nú sjálfur, en við litla hrifn- ingu Jonna. Tóti pabbi hans var verkstjóri í Ísfélaginu og vegna Jonna fékk ég alltaf „klíkudjobb“ þar á sumrin. Tóti ræktaði í byrj- un alls kyns tegundir af græn- meti, en hætti því fljótlega vegna þess að Lautapeyjarnir átu þetta jafnharðan. Margt var brallað og af nógu af taka sem kemst ekki fyrir hér. En einn af hápunktum leikja okkar var cowboy-leikur, eftir að hafa séð Roy Rogers eða Lone Ranger í Bíó. Menn voru í ýmsum hlutverkum þar. Jonni var alltaf Tonto sem var indíáni og besti vinur Lone Ranger. Dúfubyrgið á Lundi hafði mikið aðdráttarafl, mikið starf í kring- um það. Síðast en ekki síst. Svenni eldri bróðir Jonna átti Buick-bíl. Ég gleymi ekki þeirri stundu er við Jonni fengum að setjast inn í hann í fyrsta skipti. En um 13 ára aldurinn skildi svo- lítið leiðir er ég fluttist austur í bæ og svo enn meira er hann fór í KÍ og ég í MA. Þó kom hann stundum í heimsókn er við eftir þetta nám, bjuggum í Reykjavík. Jonni var mikill 1950 árgangs- maður og mikill gleðigjafi á fermingarmótum okkar. En eftir lifir æskuminning sem aldrei mun gleymast. Innilegar samúðarkveðjur. Einar Friðþjófsson. Jón Mar vinur okkar var stór maður í tvennum skilningi. Hann var ekki aðeins hávaxinn og lík- amlega vel á sig kominn, heldur líka sterkur persónuleiki. Ótíma- bært andlát hans kom öllum að óvörum og við erum mörg sem syrgjum í dag. Og þá er gott að geta leitað í sjóð minninganna. Tuttugu og þriggja ára hóf hann störf við Fellaskóla sem þá var einn stærsti skóli landsins og Breiðholtið að byggjast upp. Þar lagði samtaka hópur ungra kenn- ara grunn að góðum skólabrag og á engan er hallað þótt við segjum að þar átti Jón Mar stór- an þátt. Hann var afburðakenn- ari. Hann var ákveðinn við nem- endur sína, kröfuharður en sýndi þeim jafnframt hlýju og virð- ingu. Um það vitna þau fjöl- mörgu ummæli sem nemendur fyrri ára hafa síðustu daga sent frá sér. Jón var smekkmaður þegar kom að klæðnaði, hafði m.a. þann fallega sið að mæta í jakkafötum á prófdögum. Það gerði hann í virðingarskyni við nemendur. Á kennarastofunni var hann hrók- ur alls fagnaðar. Hann var ein- staklega bóngóður, lipur í sam- skiptum og vildi allra götu greiða. Við minnumst allra ferða- laganna, með eða án nemenda, þar sem Jón fór fremstur í flokki. Hann var ekki einungis liðtækur á gítar heldur kunni hann slík ógrynni af söngtextum að eftir var tekið. Við minnumst ótal árshátíða, samverustunda og skólaheimsókna. Og límið í þeim öllum var hinn síungi Jón. Lengi vel stundaði Jón ásamt nokkrum samstarfsfélögum og gestum þeirra fótbolta á laugar- dögum. Þar var keppnisskapið í fyrirrúmi og oft hart tekist á. Seinna fór hann í golf og synti reglulega mörg hundruð metra. Hann var hvatamaður að árlegu golfmóti starfsmanna Fella- skóla, fremstur meðal jafningja. Við sem best þekktum hann fengum að kynnast griðastaðn- um í húsinu í Krókamýri sem hann kallaði Dyngjuna. Þangað komu útvaldir og þar átti hann sínar stundir. Í Dyngjunni var að finna ýmsa skemmtilega muni sem tengdust starfsferlinum og þar héngu á veggjum m.a. mynd- ir af umsjónarbekkjum til margra ára. Jón Mar var stoltur af starfi sínu og ekki var hann Jón Mar Þórarinsson 24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, afa og langafa, ÁRNA FALS ÓLAFSSONAR, flugstjóra, Háulind 7, Kópavogi. Gréta Hulda Hjartardóttir og fjölskylda Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar BRYNLEIFS SIGURJÓNSSONAR, Skúlagötu 40. Sérstakar þakkir til starfsfólks á 5. hæð, Skjóli, fyrir góða umönnun. Guðríður Guðbjartsdóttir Tómas Tómasson Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HELGA S. ÞORKELSDÓTTIR, lést á hjartadeild Landspítalans sunnudaginn 8. júlí. Andrés Þórðarson Þorkell Andrésson Nanna Þóra Andrésdóttir Laufey Ámundadóttir Fanney Hrafnsdóttir Andrés Þorkelsson Guðberg Hrafnsson Guðrún Lilja Þorkelsdóttir Við sendum hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar yndislegu móður, KRISTÍNAR SIGURJÓNU HARALDSDÓTTUR, Gaukshólum 2, Reykjavík. Stella K. Stefánsdóttir Sigrún M. Stefánsdóttir Erla D. Stefánsdóttir Helga Stefánsdóttir Halla B. Stefánsdóttir og fjölskyldur Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJÖRGVIN ÁRNI ÓLAFSSON, Dalsbakka 6, Hvolsvelli, lést á Dvalarheimilinu Lundi 7. júlí. Útförin fer fram frá Stórólfshvolskirkju þriðjudaginn 17. júlí klukkan 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Starfsmannafélag Lundar. Reikningsnúmer: 0308-13-110374, kennitala: 490712-0460. Við þökkum starfsfólki Lundar einstaka umönnun. Dætur hins látna, tengdasonur, barnabarn og barnabarnabörn Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, dóttir mín og tengdadóttir, SOFFÍA MAGNÚSDÓTTIR íslenskukennari, Heiðargerði 28, Reykjavík, sem lést 30. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. júlí klukkan 13. Kristinn Guðjónsson Ragnheiður Kristinsdóttir Þórir Jónsson Hraundal Kristinn Kristinsson Kolbrún Vala Jónsdóttir Alexander, Óðinn, Lilja, Helena Soffía Magnús Kristinsson Greta Bachmann Bryndís Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.