Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 ✝ Guðbjörg Sig-rún Björns- dóttir fæddist á Kleppustöðum í Strandasýslu 22. október 1927. Hún lést að Hrafnistu í Hafnarfirði 3. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Björn Sig- urðsson frá Græna- nesi í Strandasýslu, f. 21. júní 1894, d. 5. september 1980, og Elín Sigurðardóttir frá Geirmundarstöðum í Sel- árdal í Strandasýslu, f. 26. febrúar 1898, d. 24. ágúst 1974. Þau eignuðust 12 börn og þau eru í aldursröð; Sigríð- ur, Ingólfur, Sigurmundur, Óðinn Rafn Einarsson og synir Guðjóns eru Benedikt og Pat- rekur. Valdís Ösp, í sambúð með Stefáni Hrafni Sigfússyni og eiga þau eina dóttur, Áróru Björk. Halla er gift Magnúsi Helga Guðmundssyni og eiga þau fjög- ur börn. Brynjar Þór, sambýlis- kona hans er Sigurlaug Björk Jensdóttir og synir þeirra eru Baldur Logi, Hafþór Ingvi og Jökull Freyr. Guðmundur Ragnar, eiginkona hans er Kristjana Björg Vilhjálmsdóttir og börn þeirra eru Magnús Máni, Katla Dröfn og nýfæddur drengur. Kristín, eiginmaður hennar er Gústav Adolf Berg- mann Sigurbjörnsson og dætur þeirra eru Hugrún Lilja og Ið- unn Sóley. Sigrún Guðbjörg, sambýlismaður hennar er Guðni Páll Guðnason. Þau eiga eina dóttur, Hafdísi Júlíu. Guðbjörg verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 12. júlí, klukkan 13. Þórdís, Guðbjörg Sigrún, Sigur- laug, Sigurður Kristján, Guð- mundur, Ólöf Sesselja, Arndís, Þuríður og Skúli. Guðbjörg gift- ist þann 26. sept- ember 1956 Þór- halli Kristni Árnasyni skip- stjóra, f. 14. júní 1921, d. 4. febrúar 2008, og þau eignuðust tvö börn, Árna Ólaf, f. 1956, og Höllu, f. 1957. Árni Ólafur er kvæntur Önnu Mörtu Valtýsdóttur og eiga þau tvær dætur. Sigrún Ýr, í sambúð með Guðjóni Em- ilssyni, sonur Sigrúnar Ýrar er Móðir mín ólst upp í hópi 12 systkina. Henni var oft tíðrætt um æskuheimili sitt og æsku- minningarnar voru henni mjög kærar. Systkinahópurinn var mjög samrýndur í uppvextinum og oft fjörugt á heimilinu. Þar var mikið sungið og spilað á hljóðfæri og hafði móðir mín mjög fallega söngrödd eins og mörg af systkinum hennar. Afi minn söng líka mjög vel og stjórnaði söngnum, las sögur og kvað vísur fyrir fjölskyld- una. Hann var mjög vel lesinn og sagði hún mér að hann hefði verið búin að lesa allt sem var til á bókasafninu í sveitinni. Mikill gestagangur var á heim- ilinu þar sem Kleppustaðir voru fremsti bærinn í Staðar- dal og síðasti áningarstaður áð- ur en lagt er á Steingrímsfjarð- arheiði og sá fyrsti þegar niður er komið. Amma mín var þekkt fyrir mikla gestrisni og þeir voru margir sem fengu þar bæði fæði og gistingu. Farand- kennarar voru fengnir að Kleppustöðum til að kenna börnunum og móðir mín sem þótti mjög vel að sér var fengin til að kenna systkinum sínum einn vetur. Hún talaði oft um að hún hefði viljað mennta sig, verða kennari en aðstæður hafi verið þannig að hún hafi þurft að hjálpa til heima við bústörf- in. Henni þótti alltaf best að vinna útistörfin og síður líkaði henni að vera inni og gæta yngri systkina. Mamma var snillingur í höndunum, saumaði og prjónaði mjög fallegar flíkur m.a. á okkur systkinin, einnig var hún oft fengin til að sauma á aðra. Hún var bæði þrautseig og úrræðagóð og hamhleypa til verka þar sem þess þurfti við. Hún var líka mikil keppniskona og þegar hún var komin á Hrafnistu í Hafnarfirði fór hún að keppa í pútti og vann til margra verðlauna. Hún vann líka þrívegis verðlaun í jóla- kortasamkeppni Hrafnistu og gefin voru út kort með mynd- um hennar. Hún málaði mjög fallegar myndir og var það hennar helsta tómstundaiðja síðustu árin og sýndi hún myndir sínar tvívegis í menn- ingarsal Hrafnistu. Mamma kynntist föður mínum, Þórhalli K. Árnasyni skipstjóra frá Kol- beinsvík, þegar hún bjó að Stakkanesi, þau hófu búskap á Skagaströnd og þar fæddumst við systkinin. Árið 1964 fluttum við suður að Guðlaugsstöðum í Garði. Við systkinin vorum heppin að hafa móðir okkar heima alla okkar barnæsku, enda var það svo að faðir okkar var mikið á sjó og ekki oft heima við. Það var ekki fyrr en við fluttum suður að hún fór eitthvað að ráði út á vinnu- markaðinn. Hin síðari ár hófu foreldrar mínir nýjan starfsvettvang og voru húsverðir í Reykjavík þar til þau hættu að vinna. Þau ferðuðust mikið um landið og voru æskuslóðirnar á Ströndum mest heimsóttar, þar sem þau áttu lítið afdrep á fallegum stað á Grænanesi. Hún var mjög stolt af fjölskyldu sinni og af- komendum. Hún fylgdist vel með þeim og sérstaklega var hún ánægð með hversu vel þau hafa menntað sig og hún sá allt- af til þess að litlu börnin hefðu nóg af hlýjum sokkum og vett- lingum. Við kveðjum þig nú, elsku mamma mín, og þökkum þér fyrir allt það sem þú hefur kennt okkur í lífinu. Halla, Magnús og fjölskylda. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Elsku amma okkar hefur nú kvatt þennan heim. Amma var ótrúlega klár kona sem var margt til lista lagt. Hún átti einstaklega auðvelt með að skapa. Í gegnum tíðina prjónaði hún alveg óhemju mik- ið og á seinni árum tók hún sér pensil í hönd og fékk margar viðurkenningar fyrir frábær verk. Málverkin hennar voru einstök líkt og hún og hennar líf. Amma var dugleg að segja okkur sögur af barnæsku sinni og talaði ávallt vel um móður sína og föður. Amma var ein- stök kona sem mun lifa í hjört- um okkar. Hvíl í friði, elsku amma. Valdís Ösp og Sigrún Ýr. Guðbjörg Sigrún Björnsdóttir Amma Didda tók sér ekki mikið pláss, ekki frekar en margar konur af hennar kynslóð. Hún vildi allt fyrir aðra gera. Á sama tíma ein- kenndi hana aðdáunarverð seigla. Hún gekk mánuð fram yfir með pabba og fæddi hann ein á Siglufirði um hávetur á meðan afi var á sjónum. Hún vann lengi utan heimilis en kom heim í hádeginu til að elda fyrir fjölskylduna. Á efri árum fór hún daglega í strætó og gekk bæinn þveran og endilangan til að sinna erindum, hvernig sem viðraði. Annað aðalsmerki ömmu var einlæg gleði hennar yfir börn- um. Þegar ég var barn var amma Didda eina fullorðna manneskjan sem hægt var að fá til að taka þátt í endalausum búðarleik. Á seinni árum var hún alltaf til í að koma í heim- sókn til okkar Magga og krakk- anna – alveg sama hversu mikil óreiðan og hamagangurinn var á heimilinu. Ef ég afsakaði læt- in í systkinunum var svarið allt- af á sama veg „Þau eru ynd- isleg“. Amma var sjálfri sér lík þar til yfir lauk. Þrátt fyrir erfið ✝ SigurveigGarðarsdóttir Mýrdal fæddist 15. júlí 1924. Hún lést 27. júní 2018. Útför Sigur- veigar fór fram frá Árbæjarkirkju 9. júlí klukkan 13. veikindi var fyrsta spurning hennar ætíð hvernig börn- in og aðrir hefðu það. Alltaf að hugsa um velferð annarra. Amma tók sjálfri sér ekki mikið pláss en hún skipar gríðarstóran sess í hjarta okkar. Við kveðjum hana með söknuði og þakklæti fyrir þær dýrmætu stundir sem við höfum átt með henni. Sigurveig. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum hana Diddu ömmu. Amma elskaði að dekra við öll börn og það er óhætt að segja að við bræður höfum ekki farið varhluta af því. Fyrstu ár- in okkar áttum við jól í Boga- hlíðinni hjá ömmu og afa. Þegar komið var að möndlugrautnum hafði amma þann sið að hún laumaði möndlum í skálarnar hjá okkur öllum barnabörnun- um, sem svo fylgdi auðvitað möndlugjöf. Eitt árið gaf þó sérstaklega vel en þá fékk ann- ar okkar bræðra ekki eingöngu sína sér úthlutuðu barna- möndlu heldur hafði mandlan sem ætluð var hinum fullorðnu einnig læðst með til hins heppna. Ólíkt því sem við vor- um vanir heima voru amma og afi með Stöð 2 sem gerði mikla lukku hjá okkur sérstaklega þá helgarmorgna þegar við höfðum gist í Bogahlíðinni. Reyndar gerði barnatíminn það mikla lukku að amma byrjaði að vakna hverja einustu helgi til þess að taka hann upp fyrir okkur, því að amma var jú svo nýjungagjörn að hún hafði keypt vídeótæki sem ekki var til á öllum heimilum á þessum tíma. Umhyggja ömmu og hjálp- semi, sérstaklega gagnvart þeim sem á því þurftu að halda skein alltaf í gegn. Amma hjálpaði okkur bræðrum líka báðum með námið, sérstaklega í íslensku. Hún hefur sagt okk- ur ótal sögur, sungið fyrir okk- ur, auk þess sem að í mörg ár spiluðum við rommí í hvert skiptið sem við komum í heim- sókn. Árin sem við vorum í MH nýttum við okkur það óspart að geta stokkið yfir götuna í há- degismat hjá ömmu sem endaði vanalega á því að vera þrírétta, þótt svo að amma segði iðulega að hún ætti nú bara ekkert til. Heima hjá okkur vissu líka all- ir hvað það þýddi ef einhver sagði „jæja eigum við að at- huga hvort það sé kaffi á könn- unni“, í raun og veru þýddi spurningin hvort við ættum að fara í heimsókn til Diddu ömmu og Jóns afa. Í raun var það óvanalegt ef það liðu mikið meira en tveir til þrír dagar á milli heimsókna. Við eigum margar góðar minningar af ferðalögum með ömmu og afa eins og í Mun- aðarnes eða norður á land á æskuslóðir ömmu. Didda amma var fædd á Strandgötunni á Ak- ureyri, flutti suður til Reykja- víkur 8 ára gömul og ólst upp í samheldnum hópi fimm systra. Það var alltaf fjör þegar þær systur komu saman og það var gaman að hlusta á þær rifja upp gamlar sögur og sumar voru jafnvel þannig að þær komu föður okkar í opna skjöldu þeg- ar við bárum þær undir hann seinna. Hún Didda amma er mikil fyrirmynd í okkar lífi, í kring- um hana upplifðum við hlátur og gleði og svo var amma líka bara svo klár og einstaklega minnug. Við urðum oft vitni að því að systur hennar hringdu í hana til þess að forvitnast um afmælisdaga afkomenda sinna sem amma var með alla á hreinu. Og já svo eru það pönnukökurnar, því amma bak- aði bestu pönnukökur í heimi og það var mikil hamingjan ef maður fékk að sitja á eldhús- bekknum hjá ömmu þegar hún bakaði pönnukökur og fékk sinn skerf beint af pönnunni. Takk fyrir allt, elsku Didda amma okkar! Jón Steinar og Kjartan Kári. Hér áður fyrr stóð vestast í Vesturbænum lítið, snoturt, bárujárnsklætt timburhús, hæð og ris á háum, stein-steyptum kjallara. Húsið stóð á lóð númer 58 við Vesturgötu. Þar ólst upp hópur fimm myndarlegra systra. Þrjár, þær elstu, voru fæddar á Akureyri, en fluttu með foreldrum sínum, Garðari Jónssyni, sjómanni og síðar verkstjóra, og konu hans Jónu Björnsdóttur, til Reykjavíkur og settust að í litla húsinu við Vesturgötu. Tvær, þær yngstu, fæddust svo þar. Það var mín gæfa að sækja í þennan föngulega systrahóp, fyrst eiginkonu, en síðan ritara. Báðar stóðu þær við hlið mér traustar sem klettar, önnur sem eiginkona og lífsförunautur, en hin sem ritari minn og fulltrúi í störfum mínum við áfengis- deildir geðdeildar Landspítal- ans. Litla timburhúsið er nú horf- ið af lóðinni við Vesturgötu, en upp risið á lóð suður í Skerja- firði. Systurnar fimm eru líka horfnar af lóð jarðlífsins til upp- risu í annarri og æðri veröld. Sú, er síðast kvaddi jarð- vistina, var Sigurveig Mýrdal. Hún var næstelst af systra- hópnum og giftist prýðis manni, Jóni Mýrdal, en hann lést árið 2009. Jón var lærður loftskeyta- maður og starfaði við það um árabil, bæði til sjós og lands, en lengst mun hann þó hafa starf- að hjá tollstjóra og var þar í yf- irmannsstöðu. Þau eignuðust þrjá efnilega syni, sem allir lifa móður sína. Það var Sigurveig, sem varð ritari minn og fulltrúi við geð- deild Landspítalans. Greind kona, traust og trygglynd. Sinnti starfi sínu af þeirri alúð og samviskusemi, sem henni var í blóð borið. Fyrir það vil ég sérstaklega þakka henni nú að leiðarlokum, ásamt allri annarri vinsemd og hjálpsemi, sem hún sýndi mér, systur sinni og börn- um okkar á lífsleiðinni. Þegar við hjónin ferðuðumst til út- landa, meðan börn okkar voru ung og að stálpast, gátum við verið róleg í þeirri vissu að Sig- urveig mákona mín myndi gæta þeirra sem sjáaldurs augna sinna og liðsinna þeim, ef þyrfti. Þetta var okkur öllum ómetanlegt og verður aldrei fullþakkað. Systurnar fimm voru kærleiksríkur, samheldinn og samhentur hópur, ábyrgar, traustar og fórnfúsar. Ég og börn okkar Auðar kveðjum Sigurveigu með sökn- uði og þakklæti og sendum son- um hennar, tengdadætrum svo og afkomendum þeirra, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þau og styðja nú og um alla framtíð. Jóhannes Bergsveinsson. Það er sérstök tilfinning að hugsa til þess að nú sé síðasta móðursystir manns fallin frá. Að alast upp með fjórar slíkar frábærar konur sem vöfðu alla þá sem nálægt þeim komu með svo mikilli ást eru mikil forrétt- indi. Hver veit nema ég hafi notið þess sérstaklega sem yngsti fulltrúi minnar kynslóð- ar. Það er einstakt að horfa til baka og rifja upp allar þær dásamlegu stundir sem ég átti í kringum þær sem barn. Didda frænka skipaði ákaf- lega sérstakan sess í lífi mínu. Hún átti í djúpu og nánu trún- aðarsambandi við móður mína. Mamma þurfti á stóru systur sinni að halda og naut þess að hafa hana í nágrenni við sig í Hlíðunum. Sjálfur naut ég þess einnig að hafa hana í nágrenn- inu. Fékk stundum að fara í pössun sem var alltaf gaman og stundum rakst ég einfaldlega á hana í hverfinu og átti þá alltaf við hana spjall um heima og geima. Ég veit að systkini mín geta sagt hið sama. „Didda og Jón“ voru mikilvægur fasti í til- veru okkar sem við munum ávallt hugsa hlýlega til. Didda var ótrúlega skemmti- leg og klár kona. Hún var ein af þessum manneskjum sem maður man flest samtöl sín við. Svör hennar og sögur munu alltaf lifa með mér. Hún sagði brandara og hló frábærlega dillandi hlátri. Og þrátt fyrir hógværð sem olli því að hún gerði lítið úr öllu því sem hún hafði fram að færa, fann maður fyrir greind hennar og næmni. Sú hugsun hefur oft læðst að mér að hún hefði getað orðið hvað sem er hefði hún fæðst að- eins seinna á síðustu öld og fengið tækifæri til að velja sér nám. Ég sé alltaf dálítið eftir því að hafa aldrei spurt hana beint hvaða nám það hefði ver- ið. Ykkur bræðrum, sem ég veit að hún var svo óendanlega stolt af, og fjölskyldum votta ég mína innilegustu samúð. Henry Alexander. Sigurveig Garðarsdóttir Mýrdal Með nokkrum orðum langar mig að minnast vinar míns Bjarna Skarphéðinssonar. Þau hjón Bjarni og Sigrún Elías- dóttir voru starfandi hjá Reyk- hólahreppi árið 1996 þegar ég flutti í Reykhólasveit þar sem eiginmaður minn hafði verið ráð- inn sveitarstjóri. Sigrún sem matráður í hjúkrunarheimilinu Barmahlíð og Bjarni sem aðstoð- armaður sveitarstjóra bæði á skrifstofu og einnig sá hann um viðhald ýmissa fasteigna hrepps- ins. Erfitt ástand fjárhagslega var hjá hreppnum á þeim tíma og andrúmsloftið tók mið af því. Þau hjón komu frá Borgarnesi og voru því aðkomumenn eins og ég, sem var að flytja frá Ísafjarð- arbæ. Við náðum fljótt að kynn- ast og þau reyndust mér alla tíð bestu vinir. Bjarni var afar lipur í allri umgengni og vildi leysa hvers manns vanda. Hann taldi ekki eftir sér að vinna lengur en venjulegan vinnutíma ef þurfti að ljúka verki. Og allt var unnið af mikilli natni. Kunnátta hans frá fyrri störfum nýttist vel við ým- islegt viðhald húseigna hrepps- ins. Á þessum tíma vorum við hjónin með smávegis sauðfjárbú- skap og þau Bjarni og Sigrún töldu ekki eftir sér að hjálpa til við það þegar með þurfti. Mér er minnisstætt vorið 1997 þegar eig- Bjarni Kristjón Skarphéðinsson ✝ Bjarni KristjónSkarphéðins- son fæddist 1. jan- úar 1927. Hann lést 22. júní 2018. Útför Bjarna fór fram frá Borgar- neskirkju 5. júlí 2018. inmaður minn lá veikur á spítala og kindurnar nýbornar með lömbum á túninu í Mýrar- tungu 2. Þá gerði á hvítasunnu í byrjun júní slíkan þreifandi snjóbyl að tún og skurðir fylltust af snjó og ég þurfti að- stoð við að draga skepnurnar upp úr skurðum þar sem þær leituðu skjóls og koma þeim í hús. Þau Sigrún og Bjarni komu þá til hjálpar og við unnum að því allan daginn að bjarga skepnunum, sem tókst með ágætum. Ýmislegt fleira væri hægt að rifja upp frá þessum tíma af samstarfi okkar Bjarna og Sigrúnar. Ekki má heldur gleyma því að Bjarni átti mikinn þátt í því að stofna Lions- klúbb á Reykhólum, sem starfar enn af miklum krafti. Síðasta haust komu þau hjónin í hvíld- arinnlögn á Barmahlíð og þá átt- um við saman skemmtilegar sam- verustundir í félagsstarfi eldri borgara. Ég vil að lokum þakka Bjarna innilega fyrir alveg frá- bært samstarf og vináttu alla tíð. Hann reyndist mér ekki síður hjálplegur eftir lát eiginmanns míns og eftir að ég tók við starfi sveitarstjóra Reykhólahrepps. Alltaf tilbúinn að gera það sem hann gat í öllum málum. Kærar þakkir, góði vinur. Missir Sigrún- ar er mikill við andlát hans, hann var henni alla tíð mikill styrkur. Sigrúnu, börnum hans og barna- börnum og öðrum ættingjum votta ég innilega samúð. Guð blessi minningu hans. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.