Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.07.2018, Qupperneq 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Linda Mjöll hefur kvatt. Þessi fallega, kraftmikla og skemmtilega bróð- urdóttir mín hefur horfið á braut í blóma lífsins. Hennar verður sárt saknað. Ég sit hljóð og hugleiði fallegar minningar. Linda var strax sem barn sérstaklega dugleg, glaðleg, jákvæð og alltaf stutt í brosið. Þegar hún var ung fékk ég hana til þess að vinna í verslun minni um tíma. Þá hafði hún kynnst Palla sínum. Með útgeislun sinni styrkri og fallegri röddu og bros- inu sínu náði hún einstaklega vel til fólks. Það var sannarlega gam- an að vinna með henni og fá að kynnast henni vel. Síðar fékk ég hana til þess að vinna að annars konar verkefni með mér. Þar stóð hún sig ekki síður en í versluninni, ávallt já- kvæð og dugleg og stutt í hlát- urinn. Hún hafði sínar skoðanir og kom þeim fram og gerði það vel. Síðastliðið haust kvöddum við Reynishvammshúsið og héldum þar smá ættarmót. Það stóð ekki á Lindu að taka þátt í því og gerðu hún og systir hennar það með sóma og sáu um skipulagningu og veitingar. Þessi dagur var ein- staklega fallegur. Nýfallinn snjór og húsið í trjágarðinum eins og mynd á jólakorti. Ég vissi að Linda fór með pabba sinn þangað um morguninn og tók fallegar myndir. Svona var Linda, tók þátt í öllu og lét sér fátt mannlegt óvið- komandi. Þrátt fyrir erfið veikindi sýndi hún mikinn styrkleika í veikind- um föður síns. Hún stóð eins og klettur, fylgdist vel með öllu og það var ótrúlegt hverju hún gat áorkað. Hún var sannkölluð hetja. Það er erfitt að hugsa til þess að hún sé farin, þessi góða mamma og mikla fjölskyldu- manneskja, sem hugsaði fyrir svo mörgu. Hugur minn er hjá fjölskyldu Lindu, Palla og börnum þeirra, Andreu Örnu og Jakobi Felix. Einnig hjá Guðrúnu, Hildi Brynju og fjölskyldu hennar. Góður guð veiti ykkur styrk í sorginni. Unnur. Linda Mjöll lífsglaða og skemmtilega frænka mín hefur lagt aftur fallegu brúnu augun sín í hinsta sinn eftir erfið veikindi. Komið er að kveðjustund, stund til þess að minnast og þakka Lindu minni fyrir samveruna. Í minningunni var alltaf til- hlökkunarefni á sumrin þegar von var á Gunnu móðursystur minni og Andrési með dætur sínar Hildi Brynju og Lindu Mjöll í Syðri- Vík, sveitina mína í Vopnafirði. Þegar ég var 16 ára og fór til Reykjavíkur fékk ég að búa einn vetur hjá Gunnu frænku. Ég undi mér vel hjá fjölskyldunni og átti yndislegar stundir og dýrmætar með litlu frænkunum mínum Hildi og Lindu. Snemma kom í ljós hvað Linda bjó yfir skemmti- legum og sterkum persónuleika. Minnisstæðar eru sundferðirnar okkar um helgar. Það hefði verið nærtækast fyrir okkur að fara í Kópavogslaugina en við völdum að gera úr þessu ferðalag og fara í sund á Seltjarnarnesi. Til þess þurftum við að taka þrjá strætis- vagna hvora leið, hafa með okkur nesti nú eða eins og við gerðum oftast, fá okkur pylsu á leiðinni. Linda Mjöll Andrésdóttir ✝ Linda MjöllAndrésdóttir fæddist 18. janúar 1979. Hún lést 27. júní 2018. Útför Lindu fór fram frá Hjalla- kirkju 9. júlí 2018 klukkan 13. Linda var í essinu sínu í þessum ferð- um enda nóg um að vera, hún var athug- ul og hafði ánægju af því að fylgjast með fólkinu sem varð á vegi okkar. Hún hafði leiftrandi húm- or og átti auðvelt með að sjá spaugi- legar hliðar mann- lífsins. Linda var uppátækjasöm og í henni leyndist skemmtilegur prakkari. Oftar en ekki kom það fyrir í pottinum að fullorðið fólk, aðallega eldri karlar fóru að horfa á mig og hana til skiptis, ekki með vinalegum svip, líklega hefur þá skvettugangur- inn gengið úr hófi fram en Linda leit á mig og yppti öxlum. Linda var alltaf einstaklega glaðlynd, jákvæð, röggsöm og úr- ræðagóð og eitt af því sem ein- kenndi Lindu var að láta ekki smávægileg vandamál íþyngja sér eða að flækja hlutina. Eitt sinn vorum við frænkurnar í skólagörðunum að setja niður kartöflur og sá fyrir matjurtum. Linda var með radísufræin sín í boxi og vildi þá ekki betur til en hún missti boxið á moldarstíginn við hliðina á beðinu. Hildur systir hennar var vön að vernda „Lillu litlu systur“ eins og hún kallaði hana gjarnan og hafði áhyggjur af því að hún lenti í vandræðum. Hildur fór að gera ráðstafanir en þá sagði Linda „nei, nei, þetta er allt í lagi Hildur, við gerum bara svona“ og stráði mold yfir fræin og brosti sínu einlæga brosi, og málið leyst. Elsku Linda mín, í dag verður þér búin hin hinsta hvíla en minn- ing þín er ljós sem lifir í hjarta okkar um ókomin ár – elsku Palli, Jakob Felix, Andrea, Gunna, Hildur og fjölskylda Guð gefi ykk- ur styrk og huggun í söknuði ykk- ar og djúpri sorg. Brynhildur Arthúrsdóttir. Ég minnist fyrstu kynna af Lindu mágkonu minni með hlý- hug og þakklæti, alltaf hress, allt- af jákvæð, opin og hláturmild. Nýkynntum máginum var sam- stundis tekið opnum örmum og viðmót hennar slíkt að engu var líkara en við hefðum þekkst alla tíð. Enda var Linda félagslynd og því vinmörg og ræktaði vina- tengslin af kostgæfni. Fljótlega eftir kynni okkar fluttu þau Palli til Danmerkur til að stunda nám og síðar Bretlands og því voru fjölskyldufundir takmarkaðir við jól og sumur fyrst um sinn. Drifkraftur og dugnaður, sem einkenndu Lindu, komu sterkt fram þegar við fjölskyldan heim- sóttum Lindu og Palla til Dan- merkur ásamt foreldrum þeirra systra Hildar og Lindu. Var hún langt á undan okkur hinum í að skipuleggja og drífa hlutina áfram. Hún vílaði ekki fyrir sér að eyða dýrmætum tíma frá krefj- andi námi til að sjá til þess að allt væri klappað og klárt í fríinu þeg- ar fjölskyldan kom í heimsókn. Græjaði hún m.a. bílaleigubíl, lítið rúgbrauð, sem hún keyrði með alla fjölskylduna í um Danmörku þvera og endilanga. Tveimur börnum og nokkrum prófgráðum ríkari fluttu Linda og Palli heim níu árum síðar. Fjölg- aði þá samverustundum s.s. sum- arhúsa- og veiðiferðum auk berja- ferðanna ómissandi í Hlíðarvatn. Ætíð var Linda framarlega í flokki í skipulagningunni. Þá kíkti hún iðulega í heimsókn í systra- spjall og leikstund fyrir krakkana sem allir höfðu gaman af. Ósérhlífin var Linda með ein- dæmum, alltaf boðin og búin að hlaupa undir bagga, redda, gera og bjarga. „Nú drífið þið ykkur út og við pössum fyrir ykkur,“ sagði hún oft. Í einni fjölskylduveiðiferð þegar allir voru komnir í hús og farnir að gera klárt til veiða heyrðust hlátrasköll þeirra systra úr eldhúsinu þegar uppgötvaðist að gleymst hafði að kaupa grill- matinn fyrir ferðina. Voru góð ráð dýr, en Linda strax komin í sím- ann að finna næstu búð, rak hún svo alla út að veiða og keyrði sjálf 150 km í næstu búð. Allt lék í lyndi og lífið blasti við þegar ógæfan barði dyra og Linda og síðar Andrés pabbi þeirra systra greindust bæði með illvígt krabbamein. Börðust þau hetjulega við mein sín og harkaði Linda af sér eigin veikindi til að standa með föður sínum fram að andláti hans í janúar síðastliðn- um. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og á tímum tækni og vísinda spyr maður sig hvernig megi standa á því að ung fjölskyldukona í blóma lífsins er tekin frá eiginmanni, börnum, fjölskyldu og vinum af ólæknandi meini. Fátt verður svara en upp úr tómarúminu skín birta bjartra minninga sem ylja um ókomna tíð. Ég votta Palla, Jakobi Felix, Andreu Örnu og Guðrúnu tengda- móður minni mína dýpstu samúð. Egill Örn Petersen. Það er sárt að kveðja góðan vin. Þá leitar maður í minninguna, minninguna sem er svo falleg. Hlátur og hlýja koma mér fyrst í hug. Linda hafði einstaka nær- veru sem einkenndist af einlægri gleði. Hún gladdist yfir svo mörgu. Eigin afrekum og ann- arra, stórum sem smáum. Linda var stolt af fólkinu sínu, Palla, börnunum og vinum sínum, og sýndi það óspart. Hún átti auðvelt með að hrósa fólki og hvetja það áfram og sýndi ósvikinn og ein- lægan áhuga. Jafnvel þegar hún sjálf var mikið veik spurði hún um fólkið manns. Hún var líka forvit- in, einstaklega forvitin. Þessi áhugi hennar á mönnum og mál- efnum gerði hana svo skemmti- lega og samtölin svo áhugaverð. Og við hlógum mikið. Æðruleysi, dugnaður og elja einkenndu hana alla tíð og voru hennar vopn í þeim erfiðu verkefnum sem hún tókst á við. Linda snerti við öllum þeim sem kynntust henni og ég var svo lánsöm að fá að vera í hennar hópi. Ég kveð þig, elsku Linda mín, með þakklæti fyrir vináttuna okk- ar. Árin voru alltof fá en þau voru góð. Við vinkonurnar munum halda minningunni um þig lifandi í hjörtum okkar um ókomna tíð. Og við munum aftur hlæja. Elsku Palli, Jakob og Andrea. Við fjölskyldan vottum ykkur og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð. Megi minningin um fal- legu Lindu okkar lifa. Hvíldu í friði, elsku vinkona mín. Lukka. Það er með brotið hjarta og með miklum söknuði sem ég kveð þig, elsku fallega Linda mín. Sálu- félagi minn og samferðakona frá fimm ára aldri. Þú ert svo stór hluti af öllum mínum minningum frá því ég man eftir mér að mér finnst það óskiljanlegt að þú sért hér ekki lengur. Í þriðja bekk skrifaði ég við spurningu í sam- félagsfræðibók um hvaða merkis- viðburður hefði átt sér stað árið sem ég fæddist að Linda Mjöll Andrésdóttir, besta vinkona mín, hefði fæðst í janúar sama ár! Við ólumst upp saman og áttum ynd- islega barnæsku, við töluðum oft um hversu lánsamar við værum. Daltúnið stóð okkur alltaf opið og mikið sem var brallað þar. Við prófuðum allar íþróttir sem hugs- ast getur og kom fljótt upp keppnisskapið og metnaðurinn. Fótboltinn og skíðin áttu þó hug þinn allan. Í fjöllunum leið okkur vel og við gátum sungið og verið með fíflalæti eins og við vildum. Sem fullorðnar sungum við líka á leiðinni upp í stólalyftunni og fundum upp á fimmaurabröndur- um. Fótboltinn lá vel fyrir þér og þú varst eins og klettur í vörninni hjá Blikunum. Í lífinu varstu einn- ig besti varnarmaður sem hugs- ast getur; alltaf umhugað um að vernda og berjast fyrir þína. Árin okkar í Kaupmannahöfn eru ógleymanleg, fylgdumst að í barneignum og eyddum yndis- legum tíma saman með börnun- um okkar. Mikið sem þú varst yndisleg og góð móðir. Þú naust þín best í móðurhlutverkinu. Jakob Felix okkar og Andrea Arna eru svo lánsöm að þú fékkst það hlutverk að vera mamma þeirra. Metnaðurinn fyrir lífinu og fólkinu þínu leyndist engum. Góð menntun var þér kappsmál og þú sóttir þér bestu mögulegu mennt- un með mikilli prýði. Þú og Palli þinn eignuðust draumaheimilið ykkar og fylgduð draumum ykkar í leik og starfi. Ómetanlegar minningar frá ófáum glæsilegum heimboðum í Bæjartúnið, sum- arbústaðaferðum og útlandaferð- um þar sem þið Palli settuð mark ykkar á matarmenningu vina- hópsins og fjörstigið hækkaði allt- af um tíu stig. Það var alltaf svo skemmtilegt í kringum þig, elsku Linda, og mikið höfum við notið lífsins og haft það gaman saman. Það mun ég muna. Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg, en anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Mínar innilegustu samúðar- kveðjur sendi ég Palla, Jakobi Felix, Andreu Örnu, Guðrúnu, Hildi Brynju og fjölskyldu. Minn- ingin um yndislegu Lindu Mjöll okkar mun lifa í hjörtum okkar allra. Elska þig ávallt, ætíð og að ei- lífu. Þín ástkæra vinkona, Elín Þórunn Stefánsdóttir. Að setjast niður og skrifa minningargrein um eina af sínum bestu vinkonum er þyngra en tár- um taki. Baráttujaxlinn okkar, hún Linda Mjöll, var engri lík. Hún kenndi okkur að gefast ekki upp fyrir því sem að höndum bæri. Það var gott að leita til hennar. Hjá henni fékk maður ávallt þann stuðning sem til þurfti til að ganga í málin. „Af hverju skyldir þú ekki geta gert þetta eins og hver annar,“ spurði hún gjarnan. Baráttuþrek sitt sýndi hún svo sannarlega í erfiðum veikindum sínum. Hún lét aldrei hugfallast, gafst aldrei upp. Það var sjúk- dómurinn sem náði yfirhöndinni og tók hana frá okkur. Þrátt fyrir langa baráttu við erfið veikindi var húmorinn alltaf til staðar hjá Lindu og gat hún komið með sína yndislegu brand- ara alveg fram á síðasta dag. Fal- leg rödd hennar hljómar enn fyrir eyrum mér. Mér er svo minnis- stætt þegar rödd hennar hljómaði við hinar ýmsu aðstæður, hvort sem það var í boðum, í miðbænum eða í yndislegum ferðum vina- hópsins. Ógleymanlegur er söng- ur hennar til mín í 35 ára afmæl- inu mínu er hún söng, að venju eins og engill, lagið Ást sem var í miklu uppáhaldi hjá henni. Eftir- farandi erindi úr laginu verður ávallt sérstaklega táknrænt fyrir mig í minningu minni um elsku- lega vinkonu mína. Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn, þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin. (Sigurður Nordal) Vinahópurinn hefur verið mjög duglegur að hittast og gert mikið saman. Yndislegar minningar þeirra samverustunda munu hjálpa okkur að komast í gegnum þennan erfiða tíma eða eins og fram kemur í þessum orðum: „Þá er ljúft að lifa og dreyma og líta yfir farinn veg. Minningarnar mun ég geyma á meðan lífs ég anda dreg.“ Elsku Linda okkar skilur eftir sig stórt skarð og verður hennar sárt saknað. Við munum halda minningu hennar á lofti meðal annars með því að gleyma aldrei þeirri þrennu, sem vinahópurinn hefur í hávegum haft, að konur geta allt, að gleyma ekki að hafa húmorinn með í för og að gefast aldrei upp. Við Finnur, Elín Helga og Elma Björg vottum Palla, Jakobi, Andreu og fjölskyldunni allri okk- ar dýpstu sambúð vegna fráfalls elsku Lindu. Hvíldu í friði elsku Linda. Guð blessi minningu þína. Þín vinkona, Þórunn Hulda Vigfúsdóttir. Þú vinkona mín með þitt fallega hjarta, ég kveð þig í dag, hugsa um brosið þitt bjarta. Þú gafst mér svo margt sem ég gat ekki sjálf, án þín er ég ekki heil heldur hálf. Þú alltaf átt stað í mínu lífi, minni sál. Þú varst mín stoð og mín stytta, þú varst þú. Þú varst þú sjálf. (Ari Már Heimisson.) Elsku hjartans vinkona! Það er svo sárt að þurfa að kveðja þig allt of snemma. Það vita það allir sem þekktu þig að þú gafst lífinu skærustu litina. Þú varst gleðin og hamingjan í vin- kvennahópnum, alltaf brosandi, hress og glöð. Ég er þakklát fyrir allt sem þú varst mér og mínum. Þú vildir alltaf öllum það besta og varst mín mesta hvatning hvort sem var í lífi, námi eða starfi. Þú varst metnaðarfull, sjálfstæð og vissir alltaf hvert þú vildir stefna. Þú varst stolt af lífi ykkar Palla. Móðurhlutverkið var þér það mikilvægasta og þú gerðir það svo vel. Fjölskyldan var þér allt og þið stóðuð þétt saman þegar að veik- indi elsku pabba þíns lögðust þungt ofan á veikindi þín. Við kvöddum góðan mann allt of snemma. Þú varst hetja, kvartað- ir aldrei, tókst á við veikindi þín af æðruleysi og nýttir tímann vel, þvílík kona! Ég er þakklát fyrir tímann, vináttuna, gleðina, útilegurnar, smitandi hláturinn, utanlands- ferðirnar, brandarana, matarboð- in, börnin, Palla og þig. Elsku Palli, Jakob Felix, Andr- ea Arna, Guðrún, Hildur Brynja og ykkar kæra fjölskylda, megi minningin um frábæra eiginkonu, móður, dóttur og systur hjálpa ykkur og styrkja í sorginni. Við erum hérna fyrir ykkur, alltaf! Elsku Linda, ég elska þig alltaf og ég mun hafa þig í hjarta mínu þangað til ég hitti þig hinum meg- in. Megas segir það best: Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér. Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á. En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær stjörnur á blárri festinguni sem færast nær og nær. Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund. En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund. (Megas.) Þín vinkona, Vaka Dóra. Ég sit hér og syrgi hana Lindu og hugsa um tímann sem ég fékk að eiga með henni, tíma sem ég mun geyma í minningunni um fal- lega sál og frábæran vin. Vin sem aldrei brást og var alltaf tilbúinn að hlusta og hjálpa. Skarð hefur verið höggvið í mitt hjarta og söknuðurinn er sár, en það sem mér mun hjálpa, er að hafa að hafa þekkt þig í öll þessi ár. Stattu ei við leiðið mitt lengur, leitaðu mín ekki þar. Ég sef ekki svefninum langa, ég sef ekki par. Ég er stormur sem strauk þína vanga, ég er steinninn sem situr þú á. Ég er draumur sem lætur þig langa, að lifa og þrá. Ég er sjórinn svo úfinn og æstur, ég er alda sem fellur að strönd. Ég er fossinn svo fagur og glæstur, og friðarbönd. Stattu ei við leiðið mitt lengur, leitaðu frekar að ró. Þú veist að um aldur og ævi, ég alls ekki dó. (Lovísa María Sigurgeirsdóttir.) Hvíldu í friði, elsku Linda. Þinn vinur, Ari. Í dag kveðjum við kæra vin- konu með söknuði og sorg. Góðan vin sem þurfti að kveðja þennan heim allt of snemma. Eftir situr minning um yndislegan gleðigjafa sem skipaði stóran sess í okkar litla en samheldna vinahópi. Það fyrsta sem kemur í hugann þegar við minnumst Lindu er hress og glaðleg stelpa sem var hrókur alls fagnaðar. Vinur sem var ávallt tilbúin að hlusta og hjálpa. Vinur með stórt hjarta. Vinur sem geislaði af lífsgleði. Vinur sem bjó yfir ótrúlegum styrk, þrautseigju og umfram allt æðruleysi. Falleg manneskja sem gaf okkur svo mikið. Það er erfitt til þess að hugsa að þú verðir ekki með okkur í næstu óvissuferð, á næstu Bagga- lútstónleikum, í næstu sumarbú- staðaferð eða í næstu afmælis- veislu. Þú skilur eftir þig stórt skarð í vinahópnum en það skarð virðist samt lítið miðað við missi fjölskyldu þinnar. Við munum passa upp á og hlúa vel að Palla og börnunum og styðja þau í þeirra sorg. Það er sagt að dauðinn hafi þrjú stig. Það fyrsta er þegar maður gefur frá sér síðasta and- varpið og augun ljúkast aftur. Annað stigið er þegar maður er jarðaður. Þriðja og síðasta stigið er svo þegar einhver segir nafnið manns í síðasta sinn. Linda, við munum passa vel upp á að nafnið þitt ómi áfram um ókomna tíð og minnast þín með hlýju og gleði í hjarta. Þú verður alltaf með okkur og átt ætíð stað í okkar hjarta. Takk fyrir árin okkar saman. Takk fyrir að vera alltaf hreinskilin og trú. Takk fyrir allar stundirnar saman. Takk fyrir að vera alltaf þú. Fyrir hönd vina þinna í Háfn- um, Davíð Már Sigursteinsson. Elsku fallega vinkona mín er fallin frá eftir harða baráttu við krabbamein. Linda Mjöll var einstakur gleðigjafi sem allir elskuðu að vera í kringum. Hún var vinur vina sinna og passaði vel upp á fólkið í kringum sig. Það var aldr- ei lognmolla í kringum Lindu og hún var alltaf til í að sprella og hafa gaman og átti alltaf brandara í pokahorninu ef á þurfti að halda. Réttlætiskenndin og keppnis- skapið voru hennar einkenni og þau fylgdu henni í gegnum veik- indin sem hún tókst á við af miklu æðruleysi og jákvæðu hugarfari. Elsku vinkona mín, takk fyrir allan sönginn, hláturinn, brandar- ana og gleðina sem fylgdu þér alla tíð. Ég er ótrúlega þakklát fyrir okkar vináttu og allt sem þú kenndir mér. Það eru sönn for- réttindi að hafa fengið að fylgja þér í gegnum lífið hetjan mín, ég elska þig alltaf. Elsku Palli, Andrea Arna, Jak- ob Felix, Guðrún og Hildur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.