Morgunblaðið - 12.07.2018, Side 18
FRÉTTASKÝRING
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Tveir risar alþjóðastjórnmál-anna hittast í Helsinki ámánudaginn, þeir DonaldTrump Bandaríkjaforseti
og Vladímír Pútín Rússlandsforseti.
Verður þetta fyrsti tvíhliða fundur
þeirra og fyrsta skipti sem forsetar
ríkjanna funda með þessum hætti
frá því að Barack Obama og Dímítrí
Medvedev funduðu fyrir tæpum ára-
tug.
Gestgjafi þessara leiðtoga stór-
veldanna er Sauli Niinistö Finn-
landsforseti. Niinistö hefur einnig
lagt orð í belg í aðdraganda fund-
arins og reyndi í orðsendingu að
beina athygli gesta sinna að mál-
efnum norðurslóða. Þar lagði hann
meðal annars til að dregið yrði úr
losun sóts sem hraðar bráðnun haf-
íss á norðuríshöfum.
Trump mætir til fundar með
Pútín stuttu eftir fund með leiðtog-
um aðildarríkja NATÓ og heimsókn
til Bretlands þar sem hann mun
hitta Elísabetu Bretlandsdrottn-
ingu. Bandaríkjaforsetinn hefur
spáð því að fundurinn með Pútín
verði „sá auðveldasti af þeim öllum“.
„Auðvitað eiga
mennirnir að hittast“
Þó er tvíséð hvort verulegur ár-
angur náist um einhver ákveðin mál-
efni á fundinum. „Ég held að Rússar
líti svo á að Krímskagi sé ekki til um-
ræðu á neinum fundi, hvorki þessum
né öðrum,“ sagði Albert Jónsson
stjórnmálafræðingur um væntingar
sínar til fundarins. „Krímskagi er
hluti af Rússlandi samkvæmt lögum
þar í landi frá 2014. Í Úkraínu liggur
fyrir rammi að samkomulagi, Minsk-
samkomulagið frá 2015. Þar eru
tvenns konar vandamál; annars veg-
ar það að stjórn Úkraínu hefur ekki
pólitíska burði eða stuðning til þess
að standa við þeirra hlið á Minsk-
samkomulaginu og hefur ekki haft
frá fyrsta degi. Petró Pórósjenkó
kom til Kíev eftir að hafa gert
Minsk-samkomulagið við Pútín og
ESB og honum var sagt að gleyma
þessu. Hann hafði ekki stuðning á
þingi og hefur það enn ekki. Hitt
vandamálið er að Rússar eru langt
því frá hjálplegir og halda átökunum
gangandi í Donbass-héraði eftir sín-
um hentugleika.“
„Ég myndi halda að Trump líti
fyrst og fremst til Sýrlands á þess-
um fundi, og ég veit ekki hvort Pútín
getur gefið honum neitt sem hann
vill þar. Bandaríkjamenn og Ísraelar
hafa miklar áhyggjur af Írönum en
ég veit ekki hvort Pútín fæst til að
gera neinar breytingar á afstöðu
sinni í þá áttina.“
Albert telur að fundurinn muni
fyrst og fremst snúast um að bæta
samskipti ríkjanna en á ekki von á
miklum áþreifanlegum niðurstöðum.
Hann er þó ekki sammála gagnrýn-
endum Trumps sem telja að með því
að funda með Pútín sé Trump að
veita rússneskum starfsbróður sín-
um óverðskuldaða viðurkenningu.
„Ég tek undir orð framkvæmda-
stjóra NATO um að auðvitað eigi
mennirnir að hittast, fara yfir málin
og reyna að þoka þeim áleiðis í rétta
átt. Sumir vilja bara hafa Pútín í
skammarkróknum áfram en ég tek
ekki undir þessa gagnrýni.“
Líklegast sagði Albert að ár-
angur myndi nást í samræðum um
kjarnavopn því forsetarnir gætu
endurnýjað Start-sam-
komulagið um langdræg kjarna-
vopn frá 2010. Einnig gæti
Trump rætt meint brot Rússa
á samkomulagi um með-
aldræg kjarnavopn frá
árinu 1987.
„Auðveldasti fundur-
inn af þeim öllum“
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Eldri borg-arar þurfaað glíma
við ógagnsætt og
flókið kerfi. Þetta
er niðurstaða út-
tektar, sem fyrir-
tækið KPMG gerði fyrir
landlæknisembættið, og er
síst of fast að orði kveðið.
Það þekkja þeir, sem hafa
þurft að kljást við kerfið, af
eigin raun.
Í úttektinni er fjallað um
þær aðferðir, sem notaðar
eru til að meta færni og
heilsu eldri borgara, svoköll-
uð InterRAI-mælitæki. Segir
að þessi mælitæki nýtist mis-
munandi vel vegna þess hve
misjöfn þekking notenda sé á
þeim. Færni- og heilsumat sé
nauðsynlegt til að tryggja
hlutleysi í mati á þörf, en
óskilvirkni sé til staðar í öfl-
un upplýsinga um ein-
staklinga og úthlutun rýma.
Að auki hafi ólíkt aðgengi að
öðrum þjónustuúrræðum
milli landshluta áhrif á matið.
„Galli er á ferli aldraðra
einstaklinga í gegnum kerf-
ið,“ segir í úttekt KPMG.
„Þeir þurfa að bíða lengi eftir
úrræðum og lenda jafnvel á
milli þar sem þörfum er ekki
nægilega vel sinnt. Þetta
veldur því að þeir enda í dýr-
ara úrræði en þörf er á sem
þjónar hvorki hagsmunum
einstaklingsins né samfélags-
ins.“
Yfirlýst stefna stjórnvalda
er að aldraðir skuli dvelja
sem lengst heima hjá sér.
Þessi áhersla endurspeglast
ekki í ráðstöfun fjármuna
eins og fram kemur í úttekt-
inni. Innlagnir á sjúkrahús
voru 1,6% af vergri lands-
framleiðslu hér á landi sam-
kvæmt tölum frá 2015. Að-
eins Svíar settu hærra
hlutfall í málaflokkinn, 1,7%,
Norðmenn aðeins minna og
Danir og Finnar mun minna.
Annað er uppi á teningnum
þegar kemur að heima-
hjúkrun. Þar nema útgjöldin
0,1% af vergri landsfram-
leiðslu á Íslandi. Svíar eru
næstir Íslendingum með
0,8%, en Danir verja mestu,
1,5%. Greinilegt er að hér á
landi fara ekki saman hljóð
og mynd í þessum efnum.
Í úttektinni er einnig rakið
hversu flókið geti verið fyrir
aldraða að fóta sig í kerfinu.
Í nútímastjórnsýslu ætti til-
hneigingin að vera sú að ein-
falda hlutina og gera þá að-
gengilegri. Aldraðir þurfa
hins vegar að leita úrræða á
mörgum stöðum, allt eftir því
um hvaða þjónustu er að
ræða. Matsteymi metur þörf
á heimahjúkrun,
einn starfshópur
metur þörf á
heimaþjónustu,
annar starfshópur
tekur afstöðu til
þess hvort réttur
sé til að fá heimsendan mat,
matshópur ræður því hvort
tilkall sé til akstursþjónustu,
fulltrúar taka á hvort bjóða
eigi dagþjálfun og loks metur
færni- og heilsumatsnefnd
þörf fyrir hjúkrunarrými.
KPMG bendir réttilega á
að ekki sé „til staðar einn að-
ili eða miðlægt fyrirkomulag
sem ber ábyrgð á að velja
heppilegustu úrræðin hverju
sinni“. Vegna skorts á ódýr-
ari kostum skapist þrýst-
ingur á að nýta dýrustu úr-
ræðin. „Slíkt kemur meðal
annars fram í því að aldraðir
eru vistaðir í neyðarúrræðum
á sjúkrahúsum og eru að
jafnaði um 100 aldraðir ein-
staklingar á LSH sem ekki
eiga að vera á spítala og
þurfa annars konar þjón-
ustu,“ segir enn fremur.
„Vanræksla ódýrari þjón-
ustuúrræða myndar umfram-
og óþarfa eftirspurn eftir
dýrustu þjónustuúrræðunum
með tilheyrandi flösku-
hálsum, sóun á fjármunum og
þjónusturofi í vegferð ein-
staklingsins.“ Síðan segir að
ástæðan fyrir þessu sé meðal
annars sú að „kerfið byggir
meira á þörfum stofnana en
ekki á þörfum einstaklinga“.
Í Morgunblaðinu í gær
segir Þórunn Sveinbjörns-
dóttir, formaður Lands-
sambands eldri borgara, að
niðurstaða úttektar KPMG
komi ekki á óvart. Hún finn-
ur einkum að því að eldra
fólk og aðstandendur þess
viti ekki að það þurfi að hafa
prófað „allar leiðir svo sem
heimaþjónustu, heima-
hjúkrun og hvíldarinnlögn ef
það á að eiga einhverja von á
að fá færni- og heilsumat“ og
bætir við: „Það á ekki að
þekkjast að fólk sem er yfir
nírætt og brotnar eða veikist
alvarlega eigi ekki möguleika
á að komast á hjúkrunar-
heimili fyrr en það hefur
gengið fárveikt í gegnum
prógram sem það jafnvel
skilur ekki.“
Eins og áður sagði blasa
þessar brotalamir við hverj-
um þeim, sem þarf að fást við
kerfið, og ætti ekki að þurfa
sérstaka úttekt til að draga
veikleikana fram. Land-
læknir hefur gert sérstakt
minnisblað um úrbætur. Þar
ættu þarfir þeirra, sem þurfa
á þjónustunni að halda, að
ganga fyrir.
Eldri borgurum er
gert erfitt fyrir með
flókinni og ógagn-
særri stjórnsýslu}
Ógagnsæi og flækjur
M
ikil íþróttaveisla hefst í dag
norður á Sauðárkróki, þar
sem fram fer Landsmót
Ungmennafélags Íslands.
Samhliða því verður Lands-
mót UMFÍ fyrir 50 ára og eldri haldið en
Unglingalandsmótið fer síðan fram í Þor-
lákshöfn í ágúst. Þessi mót eru mikilvægur
vettvangur fyrir íþróttafólk á öllum aldri
og öllum getustigum og til vitnis um hversu
líflegt og fjölbreytt íþróttalíf er í landinu.
Landsmótið er með nýju sniði þetta árið,
þar sem einstaklingar 18 ára og eldri geta
nú skráð sig til leiks, hvort sem þeir eru í
íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Það
verður keppt í ríflega 30 greinum en auk
þess geta gestir prófað ýmsar íþróttagrein-
ar og hreyfingu á mótinu því boðið verður
upp á kennslu, opna tíma og kynningar fyrir áhuga-
sama.
Ungmennafélögin lögðu grunninn að íþróttamenn-
ingu hér á landi og þau gegna enn í dag mikilsverðu
hlutverki með því að stuðla að fjölbreyttri íþrótta-
iðkun almennings. Innan Landssambands ung-
mennafélaganna eru nú 340 félög og félagsmenn
rúmlega 160 þúsund, eða um 47% landsmanna. Það
var mikil framsýni af stofnendum ungmennafélag-
anna fyrir daga fullveldisins að leggja ríka áherslu
á heilsueflingu í gegnum hreyfingu og félagsstarf.
Rannsóknir hafa í seinni tíð sýnt fram á veigamikið
samspil hreyfingar, sjálfstrausts og al-
mennrar vellíðanar. Félagslíf ungs fólks
á Íslandi var líka fremur fábrotið í ár-
daga ungmennafélaganna og segja má
með sanni að þau hafi einnig lyft grettis-
taki þar.
Ungmennafélagshreyfingin kemur að
ótal verkefnum sem tengjast forvarn-
arstarfi, menningarmálum og útivist.
Einna dýrmætasta starf hennar að mínu
mati felst í því að auka virkni fólks, hvort
heldur í félagsstörfum eða á íþróttasvið-
inu. Þessi virkni verður okkur sífellt þýð-
ingarmeiri, ekki síst á tímum þar sem
vísbendingar eru um að félagsleg ein-
angrun sé að aukast í samfélaginu.
Það er aðall ungmennafélaganna að all-
ir séu velkomnir og geti tekið þátt í
íþrótta- og félagsstarfi og fundið sér hreyfingu við
hæfi. Mikilvægi hreyfingar allt lífið er óumdeilt en
okkur sem stöndum að íþrótta- og æskulýðsmálum
hér á landi er einnig félagslegt og menningarlegt
gildi íþrótta afar hugleikið. Þetta nýja fyrirkomulag
sem prófað verður á landsmótinu 2018 mun vonandi
hvetja fleiri til þess að stíga fram á völlinn – hvort
sem þau vilja keppa í fótbolta, frisbígolfi eða stíg-
vélakasti, eða einfaldlega prófa eitthvað alveg nýtt.
Það er aldrei of seint að byrja.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Pistill
Íþróttaveisla á Landsmóti UMFÍ
Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Gera má ráð fyrir að fundur að-
ildarríkja NATO sem hófst í gær
muni varpa skugga yfir fund
Trumps og Pútíns á mánudag-
inn. Enn er stormasamur fundur
Trumps með leiðtogum G7-
þjóðanna í fersku minni og
hvernig þeim fundi var fylgt eft-
ir með blíðum og vinsamlegum
fundi með Kim Jong-un, einræð-
isherra Norður-Kóreu. Ef viðmót
Trumps milli þessara funda
breytist eins mikið og þá má
ætla að þeir Pútín verði mestu
mátar í næstu viku.
Trump hóf NATO-fundinn með
því að gagnrýna Þýska-
land harðlega og saka
landið um að vera í vas-
anum á Rússum vegna
stórtækra olíuviðskipta
milli landanna. Óvíst er
hvað Vladímír Pútín
finnst um þessa
ásökun.
Tvö andlit
Trumps
LEIÐTOGAFUNDIR
Albert Jónsson
AFP
Auðvelt Babúskur með myndum af Pútín og Trump til sölu í bókabúð í
Helsinki. Ekki er langt í að frummyndirnar sjálfar mæti til leiks í borginni.