Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 193. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Voru fluttir sofandi út úr hellinum 2. Rangfeðraður sonur vann … 3. Sorg að loknu þrekvirki 4. Rosalegt myndband af árekstri … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Daníel Bjarnason tónskáld mun semja tónlist í uppfærslu Borgarleik- hússins á Ríkharði III eftir William Shakespeare á næsta leikári en sýn- ingin verður frumsýnd á Stóra sviði leikhússins í lok desember. Daníel var nýverið tilnefndur til tón- listarverðlauna Norðurlandaráðs fyrir óperuna Bræður sem byggð er á sam- nefndri kvikmynd danska leikstjórans Susanne Bier og fyrr á árinu varð Daníel fyrstur til að hljóta sérstaka viðurkenningu Samtóns og Íslensku tónlistarverðlaunanna fyrir störf sín og framlag til íslenskrar tónlistar. Þá hlaut hann Norrænu kvikmyndatón- skáldaverðlaunin 2018 fyrir tónlist sína við kvikmyndina Undir trénu. Hjörtur Jóhann Jónsson verður í titil- hlutverki Ríkharðs III og Brynhildur Guðjónsdóttir leikstýrir uppfærslunni. Morgunblaðið/Valli Daníel sér um tón- listina í Ríkharði III  Svavar Knútur söngvaskáld heldur tónleika í Hannesarholti í kvöld kl. 20 og mun á þeim flytja eigin lög, ný og gömul, og sígild, íslensk sönglög. Svavar mun einnig segja nokkrar sögur og þá bæði sannar og lognar. Hann hefur gefið út fjórar sólóplötur hjá Dimmu útgáfu auk fleiri platna í sam- starfi við aðra lista- menn, þ. á m. Kristjönu Stef- ánsdóttur og Ragnheiði Gröndal. Svavar Knútur leikur lög og segir sögur Á föstudag Suðaustan 5-13 m/s og rigning eða súld, en þurrt norðaustanlands. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast norðaustanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Fremur hæg suðvestlæg átt og skýjað en úr- komulítið um landið vestanvert, en bjartviðri á köflum austanlands. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Austurlandi. VEÐUR Valur vann frábæran 1:0- sigur á norsku meisturunum í Rosenborg í gær þegar liðin mættust í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð Meistara- deildar Evrópu í knattspyrnu á Hlíðarenda. Það var mið- vörðurinn Eiður Aron Sig- urbjörnsson sem skoraði sig- urmark leiksins á 84. mínútu. Liðin mætast á nýjan leik í Þrándheimi eftir viku og dug- ar Val jafntefli til þess að fara áfram í næstu umferð. »3 Frábær sigur Vals á Rosenborg Íslensk félagslið verða í eldlínunni í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í dag. Stjarnan tekur á móti toppliði eistnesku deildarinnar, Nõmme Kalju FC, í Garðabæ. ÍBV fær Sarpsborg í heimsókn á Hásteinsvöll og FH-ingar sækja finnska liðið Lathi heim. Eyjamenn vonast til þess að heimavöllurinn reynist þeim happadrjúgur. Stjörnumenn renna örlítið blint í sjóinn gegn sínum and- stæðingi. »3,4 Íslensku liðin í eldlín- unni í Evrópukeppni Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramóts karla í knatt- spyrnu í Moskvu á sunnudaginn. Kró- atar unnu 2:1-sigur á Englandi í und- anúrslitum keppninnar í Moskvu í gær eftir framlengdan leik en það var Mario Mandzukic sem tryggði Króöt- um sigur með marki í síðari hálfleik framlengingarinnar. England mætir Belgíu í leik um þriðja sætið. »4 Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Geðfræðslufélagið Hugrún stendur fyrir bingói í Stúdentakjallaranum klukkan 20 í kvöld til styrktar störf- um félagsins við fræðslu ungmenna um geðheilsu, geðraskanir og úrræði sem standa ungu fólki til boða. Félagið var stofnað árið 2016 af nemendum á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands og heldur það fjöl- marga fyrirlestra um geðheilbrigði fyrir nýnema í framhaldsskólum á hverju skólaári. Spjöldin seldust upp í fyrra Svokallað „geðveikt bingó“ er nú haldið þriðja sumarið í röð og hefur það fengið gríðarlega góðar und- irtekir síðustu tvö skiptin, segir Kristín Hulda Gísladóttir, formaður Hugrúnar, í samtali við Morg- unblaðið. Hefur jafnan verið fullt hús af fólki í Stúdentakjallaranum þegar fjáröflunarbingóið er haldið. „Við lentum í því í fyrra að þurfa að sækja fleiri bingóspjöld með hraði vegna þess að þau spjöld, sem við vorum með, seldust upp,“ segir Kristín til marks um þátttökuna. Ferðast í skóla um allt land Yfir 80 háskólanemar tóku þátt í fræðslustarfi Hugrúnar á síðasta starfsári, en félagið reynir að halda fyrirlestra í öllum framhaldsskólum landsins og voru einungis örfáir skólar sem ekki náðist að heimsækja á liðnu skólaári. Það gefur því auga leið að ferðakostnaður er stærsti útgjaldalið- urinn. Félagið þróar fræðsluefni sitt fyrir skóla í samvinnu við fagaðila og eru sum- urin notuð til að breyta og bæta efnið hverju sinni. „Eins og núna í sumar er- um við aðeins að breyta áherslum, t.d. erum við að auka umfjöllun okk- ar um kvíða og þunglyndi vegna þess að þörfin er mest þar,“ segir Kristín. Aðspurð segir hún það koma sér og öðrum sífellt á óvart hvað framhaldsskólanemar í dag eru með opið hugarfar og eru tilbúnir til að ræða erfið mál sem varða geðheil- brigði. Telur hún ungu kynslóðina vera í fararbroddi hvað varðar breytingu á þjóðfélagsumræðu um geðvanda- mál. „Þau vita að það á að vera sjálf- sagt mál að leita sér aðstoðar hvort sem það er hjá fagaðilum eða vinum. Það eitt og sér er mjög stór hluti, þ.e. að fólk sé reiðubúnara nú en áð- ur til að ræða geðheilbrigðismál við aðra í kringum sig,“ segir Kristín. Geðveikt bingó í kjallaranum  Félagið Hugrún fræðir ungmenni um geðheilbrigði Morgunblaðið/Eggert Fjáröflunarbingó F.v. þær Kristín Hulda Gísladóttir, formaður Hugrúnar, og Sonja Björg Jóhannsdóttir, markaðs- stýra Hugrúnar, fyrir utan Húrra Reykjavík í gær. Um 350 þúsund krónur söfnuðust í fjáröflunarbingói síðasta árs. Hugrún heldur úti vefsíðunni gedfraedsla.is þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar tengdar andlegri heilsu. „Í sumar erum við að sam- ræma efnið sem er á vefsíð- unni og efnið sem við förum með í framhaldsskólana. Á vefsíðunni eru upplýsingar um alls konar geðraskanir auk upplýsinga sem við náum ekki að tala um á fyrirlestr- unum,“ segir Kristín. Félagið hóf einnig herferð undir myllumerkinu #hugud fyrr á árinu, sem ætlað er að vekja athygli á geðheilbrigði og geðsjúkdómum. Deila ýmsir ein- staklingar reynslu sinni af geð- sjúkdómum í samnefndu veftíma- riti á vefsíðu Hugrúnar. Þá er félagið einnig virkt á samfélags- miðlum, s.s. Facebook og Snap- chat, þar sem geðheilbrigð- ismálum eru gerð frekari skil. Fræðsla á samfélagsmiðlum FÉLAGIÐ HELDUR ÚTI FRÓÐLEGRI VEFSÍÐU UM GEÐHEILBRIGÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.