Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.07.2018, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2018 Hlífar og undirföt Angóruhlífarnar veita léttan stuðning við auma vöðva á þrengja of mikið að. Angóran sér um að halda líkamanu og hlýjum án þess að valda kláða. Hlífarnar eru tilvaldar til hvers kyns útivista og eins og hjólreiða, útihlaupa eða í golfið. Úlnliðshlífar Langerma bolur Olnbogahlífar Hnéhlífar Mjóbakshlíf Axlastykki Y L F A ANGÓRA Einnig fáanlegt í netverslun: www.lyfja.is n þess að m þurrum íþrótta, Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Donald Trump Bandaríkjaforseti gagnrýndi stjórnvöld í Þýskalandi harkalega þegar tveggja daga leið- togafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Brussel í gær. Hann sakaði Þjóðverja um að vera algerlega á valdi Rússa vegna innflutnings á rúss- nesku jarðgasi og krafðist þess að Þýskaland og fleiri aðildarríki NATO ykju fjárframlög sín til varnarmála. Ráðamenn í NATO-ríkjum í Evrópu óttast að togstreitan milli þeirra og Trumps geti stefnt framtíð varnar- bandalagsins í hættu og grafið undan öðru fjölþjóðlegu samstarfi Vestur- landa, m.a. í viðskiptamálum. Evrópsku ráðamennirnir voru við- búnir því að þetta yrði erfiðasti leið- togafundur NATO í mörg ár vegna viðskiptadeilna Bandaríkjanna og að- ildarríkja í Evrópu og harðrar gagn- rýni Trumps á lönd sem hann segir að hafi ekki lagt nógu mikið af mörkum til varnarsamstarfsins. Gert hafði ver- ið ráð fyrir því að Trump myndi árétta kröfu sína um aukin fjárfram- lög NATO-ríkjanna en hvöss gagn- rýni hans á Þýskaland á morgun- verðarfundi með framkvæmdastjóra bandalagsins, Jens Stoltenberg, virt- ist koma mörgum á óvart. Þeir höfðu búist við því að Trump og Stoltenberg myndu hefja viðræðurnar með því að skiptast á kurteislegum orðum á morgunverðarfundinum en Trump var ekki á þeim buxunum. „Þýskaland er í haldi Rússa vegna þess að það fær svo mikið af orku sinni frá Rússlandi,“ sagði Trump og skírskotaði til innflutnings Þjóðverja á jarðgasi frá Rússlandi. Forsetinn hafði áður gagnrýnt áform Þjóðverja um að auka þennan innflutning með fyrirhugaðri gasleiðslu, Nord Stream 2, frá Rússlandi á botni Eystrasalts til Þýskalands. „Allir eru að tala um þetta úti um allan heim, þeir segja að við séum að borga ykkur milljarða dollara til að vernda ykkur en þið eruð að borga Rússum milljarða dollara,“ sagði Trump. Hann bætti við að Þjóð- verjar væru svo háðir Rússlandi í orkumálum að það væri „mjög slæmt fyrir NATO“ og Þýskaland væri „al- gerlega á valdi Rússlands“. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, neitaði þessu. „Ég hef sjálf upplifað það að hluti Þýskalands var hernuminn og á valdi Sovétríkjanna,“ sagði hún. „Ég gleðst yfir því að við erum núna sameinuð í frelsi í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi og getum þess vegna mótað eigin sjálfstæða stefnu og tekið okkar eigin sjálfstæðu ákvarðanir.“ Merkel bætti við að Þýskaland stæði í mikilli þakkarskuld við NATO, m.a. vegna sameiningar Þýskalands, en legði einnig mikið af mörkum til bandalagsins. „Við leggj- um til næstflesta hermenn og leggj- um mestan hluta herafla okkar í þjón- ustu NATO.“ Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá NATO námu ríkisútgjöld Þýska- lands til varnarmála aðeins 1,24% af vergri landsframleiðslu en í Banda- ríkjunum er hlutfallið miklu hærra, eða 3,5%. Ríkisstjórn Þýskalands hef- ur tilkynnt að hún ætli að auka fram- lögin til varnarmála um 80% á næstu tíu árum en Trump sagði í gær að það væri ekki nóg. „Þessi lönd þurfa að auka framlögin þegar í stað, ekki á tíu ára tímabili,“ sagði hann á fundinum með Stoltenberg. „Þýskaland er auð- ugt land. Þjóðverjar tala um að þeir ætli að auka framlögin örlítið ekki síð- Hafa áhyggjur af framtíð NATO AFP Togstreita Angela Merkel Þýskalandskanslari og Donald Trump Bandaríkjaforseti á leiðtogafundinum í Brussel.  Ráðamenn í Evrópulöndum óttast að hörð gagnrýni Trumps og viðskiptadeilur veiki varnarbanda- lagið  Trump gagnrýndi Þjóðverja harkalega á leiðtogafundi NATO og sagði þá vera á „valdi Rússa“ Útgjöldin aukist í 4% » Donald Trump hvatti leið- toga NATO-ríkjanna á fund- inum í Brussel til að auka ríkis- útgjöldin til varnarmála í 4% af vergri landsframleiðslu. » NATO-ríkin samþykktu árið 2014 að stefna að því að út- gjöldin til varnarmála yrðu a.m.k. 2% af landsframleiðslu ekki síðar en 2024. Aðeins fjögur ríki hafa náð því mark- miði en nokkur eru nálægt því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.