Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  173. tölublað  106. árgangur  VILL STYRKJA TENGSL BÆNDA OG NEYTENDA ÁHRIF GOLFSTRAUMS MEÐ ÚTGÁFU- SAMNING VIÐ ONE LITTLE INDIAN VÍSINDI 18 GABRÍEL ÓLAFSSON 30FORMAÐUR UNGRA BÆNDA 12 Mikill fjöldi fólks kom saman á Laugardalsvelli í gærkvöldi þegar rokkhljómsveitin Guns N’ Roses steig á svið á síðustu tónleik- unum sem sveitin heldur á Evróputúr sínum. Ríflega 25 þúsund gestir fylltu völlinn þegar mest lét. Löng biðröð myndaðist fyrir utan Laugardalsvöll. Röðin náði frá vellinum upp Reykjaveg og þaðan upp á Suðurlandsbraut svo að ekki sást hvar hún endaði. Tíðindamaður Morgunblaðsins sagði gríðarlegan fjölda hafa mætt á svæðið og að sífellt fleiri hefðu streymt að. „Það er aug- ljóst að hér verður brotið blað í íslenskri tónleikasögu, hvað varð- ar umfang og stærð. Svo verðum við að láta reyna á gæðin þegar líður á kvöldið,“ sagði Orri Páll Ormarsson, blaðamaður Morg- unblaðsins. Á tónleikunum voru gestir á öllum aldri mættir til að skemmta sér, enda höfðar hljómsveitin til breiðs hóps. Margir nýttu sér strætisvagna og þónokkrir komu fótgangandi. Því voru lítil vandræði í umferðinni við upphaf tónleikanna, að sögn lög- reglu. Tónleikarnir stóðu yfir í um sex klukkustundir en gömlu brýnin í Guns N’ Roses skemmtu viðstöddum í ríflega þrjá tíma. Við upphaf tónleikanna var flugeldi skotið á loft og hafði eldvörp- um verið komið fyrir fremst á tónleikasviðinu. Laugardalsvöllur var opnaður klukkan hálffimm og hóf hljómsveitin Brain Police upphitun um sexleytið. Meðlimir Guns N’ Roses munu dvelja áfram á Íslandi eftir tónleikana og ferðast um Ísland. Mun þetta vera í fyrsta skiptið sem þeir staldra við eftir tónleika á túr sínum um Evrópu. Líkt og myndin hér að ofan vitnar um voru ekki allir tilbúnir að greiða fyrir aðgöngumiða á tónleikana og létu þess í stað duga að berja rokkgoðin augum af hljóðmön sem stendur ofar í Laug- ardalnum. Stórtónleikar á Laugardalsvelli Morgunblaðið/Valli  Evróputúr hljómsveitarinnar Guns N’ Roses lauk með stórtónleikum á Laugardalsvelli  Ríflega 25 þúsund manns mættu á fjölmennustu tónleika Íslandssögunnar  Langar biðraðir mynduðust fyrir utan MRokkararnir í Guns N’ Roses ... »33 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Vegirnir uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru til svona fjölfarinna vega. Það sem gerir þetta svo enn verra er þegar merkingar eru í ólagi og það er því miður töluvert um að yfirborðsmerkingum á Íslandi sé ábótavant,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Vísar hann í máli sínu til einnar vinsælustu akstursleiðar landsins, Gullna hringsins svonefnda, en þar eru víða yfirborðsmerkingar á veg- um óljósar, lélegar eða fjarverandi með öllu. Runólfur segir þetta geta skapað ýmsar hættur. „Það getur m.a. haft þau áhrif að fólk heldur að því sé óhætt að leggja úti í veg- kanti.“ Vegagerðin vísar á veðrið Svanur G. Bjarnason, svæðis- stjóri Vegagerðarinnar á Selfossi, segir mikið verk óunnið á svæðinu og að erfiðlega hafi gengið að mála merkingar á vegi sökum veðurs. „Þetta er auðvitað öryggisatriði,“ segir Svanur og vísar til vegmerk- inga á þjóðvegum. »6 Óviðunandi Engar merkingar voru sjáanlegar á þessum vegkafla. Vegir uppfylla ekki kröfur  Víða skortir allar vegmerkingar á fjölförnum leiðum  Á áttunda tug manna að minnsta kosti létust í skógareldum sem geis- uðu í Grikklandi í gær og fyrradag og hátt í tvö hundruð voru fluttir á sjúkrahús. Fjöldi húsa brann til kaldra kola og skelfingu lostið fólk flúði í sjóinn til að forða sér undan eldunum. Lýst var yfir neyðar- ástandi á svæðinu og þriggja daga þjóðarsorg í landinu. Eldarnir kviknuðu í furuskógum og breiddust hratt út til bæja ná- lægt höfuðborginni Aþenu þar sem margir ferðamenn dvelja. Til rannsóknar er hvort glæpa- menn hafi kveikt eldana af ásettu ráði til að geta stolið eigum íbúa á flótta. »17 Mannskæðir skóg- areldar við Aþenu  Íslendingar ganga skemur en Norðmenn og Danir við stefnu- mörkun og lagasetningu vegna jarðakaupa erlendra aðila, að mati íslensks lögfræðings. Gagnsæi eignarhalds á jörðum er eitt helsta áhyggjuefnið í tengslum við frelsi útlendra aðila til að kaupa hér jarðir, að mati lögfræðingsins. Áhyggjur af gagnsæi eignarhalds beinast ekki síst að félögum sem eignast jarðir. Óljóst er hvernig stjórnvöld gæta að endanlegu eign- arhaldi ef um röð hlutafélaga er að ræða eða hve vel er fylgst með breytingum á eignarhaldi á jörðum við kaup á hlutafélögum eða við erfðir. »10-11 Gagnsæi eignar- halds á jörðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.