Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Heimsmeist-aramótkarla í knattspyrnu fór ekki fram hjá mörgum og áhorf- endum Ríkissjón- varpsins var engr- ar undankomu auðið. Ekki var aðeins sýnt frá leikjum, heldur hamrað á því í auglýsingum, sem sýndar voru í tíma og ótíma, að mótið væri á dagskrá þess. Nú er komið í ljós að þessar auglýsingar voru alls ekki aug- lýsingar. Þær voru kynningar. Á þessu mun vera reginmunur. Auðvelt hefði átt að vera að átta sig á því að þetta voru ekki auglýsingar. Þær voru ekki birtar í sérstökum og skýrt af- mörkuðum auglýsingatímum Ríkisútvarpsins. Ástæðan fyrir því að þetta er yfirhöfuð til umræðu er að for- sætisráðherra féllst á að lesa línu úr þjóðsöngnum upp að beiðni Ríkisútvarpsins. Upp- takan á lestrinum var notuð með öðrum hætti en kynnt hafði verið þegar óskað var eft- ir honum. Sendi forsætisráðu- neytið því fyrirspurn til út- varpsstjóra og vakti athygli á því að ekki væri heimilt að birta þjóðsönginn í annarri mynd en þeirri upprunalegu eða nota hann á nokkurn hátt í viðskipta- og auglýsingaskyni. Ríkisútvarpið mótmælti því að þetta væri lögbrot og benti á að kynningin hefði einskorðast við ljóð Matthíasar Jochums- sonar og teldist því ekki flutn- ingur á þjóðsöngnum í skiln- ingi laganna. Þess utan gæti notkunin tæplega talist í auglýsinga- skyni þar sem um væri að ræða dag- skrárkynningu fyr- ir heimsmeist- aramótið. Gildir þá greini- lega einu að kynningunni var ætlað að draga sem flesta áhorfendur að viðtækjunum á sama tíma og auglýsingadeild stofnunarinnar var á fullri ferð að ná til sín sem flestum auglýsendum. Harðfylgið fór ekki framhjá keppinautunum. „Þeir ryksuguðu þetta upp,“ sagði einn þeirra í samtali við Morgunblaðið í júní. Svo veraldleg markmið hvörfluðu vitaskuld ekki að þeim sem sáu um kynning- arnar. Í svari Ríkisútvarpsins til forsætisráðuneytisins segir að það sé eitt helsta markmið þess að „stuðla að félagslegri samheldni í íslensku sam- félagi“ og flutningur ljóðsins í dagskrárkynningunni hafi mið- að að því að „sameina þjóðina“. Markmiðið með kynningunni hafi verið að „skapa stemningu og þjappa þjóðinni saman“ í að- draganda HM. Á meðan óbreyttir fjölmiðlar birta auglýsingar til að koma sér á framfæri og vekja á sér athygli er viðfangsefni ríkis- miðilsins öllu háleitara. Hann stuðlar jafnvel í dagskrárkynn- ingum að „félagslegri sam- heldni í íslensku samfélagi“ og leitast við „að þjappa þjóðinni saman“. Að nokkrum manni skuli detta í hug að bendla slíkt við auglýsingar! Ríkisútvarpið aug- lýsir ekki dagskrá heldur kynnir til að stuðla að félagslegri samheldni í íslensku samfélagi} Þjóðinni þjappað saman Venesúela varvelstætt ríki. Svo hófst bylt- ingarhetjan Chavez, aðdáandi Fidels Castros, til valda og tók til við að koma á sósíal- isma. Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sýn- ir hvernig til tókst. AGS segir að verðbólgan verði sennilega orðin milljón prósent í lok árs- ins og efnahagsöngþveitið eftir því. Þjóðartekjur gætu dregist saman um 18% til viðbótar við það hrun sem orðið er. AGS segir að efnahagslega fárviðrið í landinu minni helst á ógöng- urnar í Þýskalandi upp úr heimsstyrjöldinni fyrri. Í þeim jarðvegi uxu og döfnuðu kommúnismi og nasismi, sem varð að lokum ofan á, með þeim hörmungum fyrir Þýskaland og umheiminn sem fylgdu. AGS segir að hrun efnahags- lífsins í Venesúela, stjórnlaus verð- bólga og ólýsan- legur samdráttur muni hafa sífellt meiri neikvæð áhrif á gengi þjóða í næsta nágrenni. Íbúar þessa fyrrum auðuga olíuríkis ganga um eins og betlarar í sífelldri leit að einhverju matarkyns, lyfjum eða öðrum brýnum nauðsynjum. Slík leit ber lítinn árangur, sem ýtir undir stór- flótta í átt til nágrannalanda, sem eiga nóg með sig. AGS segir að skortur á rafmagni og vatni og hrun almennra sam- gangna bætist við aðra eymd. Og eins og fyrirsjáanlegt er við slíkar aðstæður verða vopn- aðar glæpaklíkur fyrirferðar- miklar. Draumsýn sósíalism- ans hefur jafnan endað í þeim raunveruleika. En þetta varð þó óvenjulega fljótt. Það þarf einstaka útsjónarsemi til að kollsteypa efnuðu landi svo fljótt. En sósíalismanum er fátt ómögulegt} Heimatilbúin hörmung U m liðna helgi gekk ég eina fjöl- förnustu gönguleið á Íslandi, Laugaveginn. Í Land- mannalaugum þar sem gangan hefst var margt fólk sem var ýmist að leggja af stað í gönguferðir eða að tjalda til að njóta staðarins. Á leiðinni breytt- ist náttúran hratt, fyrst um sinn er auðvelt að gleyma sér í litadýrð svæðisins og gufustrók- unum sem víða stíga upp úr hverasvæðinu í kringum gönguleiðina. Þegar gengið er áfram taka við snjóskaflar og svartir sandar á víxl í bröttum brekkum. Seinna taka við grænar hlíðar og fjöll og bæði Mýrdals- og Eyjafjalla- jökull blasa við. Misvatnsmiklar ár sem þarf að vaða og einstök gljúfur og moldarstígar niður í náttúruparadísina sem Þórsmörk er. Á svona göngu leiðir maður hugann að því hversu mögnuð íslensk náttúra er enda laðar hún að sér milljónir ferðamanna til að berja hana augum. Það kom mér nokkuð á óvart hversu ósnortin náttúran er á þessari gönguleið miðað við fjöldann sem fer hana á hverju sumri. Þó eru fjölmargar áskoranir sem blasa við. Spurningar eins og hver ber ábyrgðina á landinu, hvern- ig við erum að ganga um landið og hvað þarf að gera til að ráða við áganginn án þess að náttúran láti á sjá? Það leiðir hugann að fréttum um óbyggðanefnd og þann gríðarlega kostnað og tíma sem farið hefur í verk- efni hennar, langt umfram áætlanir, hvort sem er áætlað heildarumfang eða árleg framúrkeyrsla fjárheimilda. Verkefni nefndarinnar er að fá úr skorið hvar mörk þjóðlendu liggja, hvaða lönd tilheyri ríkinu á hálendinu og hvaða lönd séu einka- lönd í byggð. Forsaga nefndarinnar er löng en hún teygir anga sína aftur á miðja síðustu öld þegar upp risu deilur um afnot og eign- arrétt á hálendissvæðum. Heildarkostnaður vegna nefndarinnar, um tveir milljarðar króna, er margfalt meiri en gert var ráð fyrir í upphafi enda átti nefndin að ljúka störfum árið 2007. Margir hafa haft efasemdir um störf nefnd- arinnar og þessa stefnu. Það má setja stórt spurningarmerki við þá stefnu ríkisins að kosta til hundruðum milljóna við að ná meira landi undir eignarhald og ábyrgð ríkissjóðs, að framkvæma þá stefnu á óheimilum yf- irdrætti og að ná á sama tíma ekki utan um það stóra verkefni sem verndun og varðveisla íslenskrar náttúru er – á tímum sem rúmlega 2,5 millj- ónir ferðamanna sækja okkur heim á ári. Ef til vill færi betur á því að ríkið einbeitti sér að því að sinna þeim verkefnum sem nú þegar fylgja þeirri ábyrgð sem felst í því að eiga land. Þar liggja nú þegar fjölmarg- ar áskoranir og þeim fer ekki fækkandi á því landi sem ríkið á nú þegar. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Ríkislandið sem óx og óx Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Veiking Golfstraumsins gætivaldið tímabili hraðrarhlýnunar yfirborðs sjávar.Niðurstöður þess efnis birtu vísindamennirnir Xianyao Chen og Ka-Kit Tung í grein í vís- indatímaritinu Nature. Þar segir m.a. frá því að rann- sóknir til þessa gefi til kynna að skyndileg kuldatímabil á norð- urhveli jarðar séu tengd veikingu á sjávarstraumakerfi Golfstraumsins, mögulega vegna aukins magns ferskvatns. En að sú ályktun – sem sé oft dregin af líkani sem miði við ástandið án tillits til iðnvæðing- arinnar – eigi e.t.v. ekki við heiminn eins og hann sé í dag með hraðri los- un gróðurhúsalofttegunda. Ef um- rætt líkan ætti við, þá hefði veiking Golfstraumsins, sbr. árin 1975-1998, átt að leiða til kælingar á norð- urhveli jarðar. Chen og Tung segjast í grein sinni sýna fram á að nýlegt tímabil lágstreymis Golfstraumsins hafi verið tímabil hraðrar hlýnunar yfir- borðs sjávarins. Þeir segja að almennt séð, á tímum hlýnunar vegna gróðurhúsa- lofttegunda, hafi aðalhlutverk Golf- straumsins, að flytja yfirborðshita sjávar norður á bóginn og hlýja Evr- ópu og Norður-Ameríku, breyst í að steypa hitanum niður í hafdjúpin í Atlantshafinu og tempra þar með hlýnun jarðarinnar í heild. Á hröðu hlýnunarskeiði frá miðjum níunda áratugnum þar til upp úr aldamótum hafi Golfstraum- urinn þar með komið um helmingi umframhlýnunar á heimsvísu fyrir í hafdjúpunum og þar með dregið úr hraða hnattrænnar hlýnunar. Sjávarmælingar frá árinu 2004 sýni nú að Golfstraumurinn hafi veikst og að dregið hafi úr hitaupp- töku undirdjúpanna. Vísindamenn- irnir segja niðurstöðurnar, sem byggðar séu á nokkrum óháðum mælingum, sýna að breyting á Golf- straumnum frá árinu 1940 eigi sér skýringu í náttúrulegum breyt- ingum á milli áratuga frekar en af mannavöldum. Marktækar vísbend- ingar í norðanverðu Norður- Atlantshafi í dag bendi til að yfir- standandi veikingu Golfstraumsins muni ljúka, en að lágmarkið haldist áfram, jafnvel í tvo áratugi í viðbót. Miðað við fyrri gefnar forsendur muni því minni hitaupptaka sjávar koma fram sem tímabil hraðrar hlýnunar jarðarinnar. Öðrum þykir vel í lagt „Hinn mikli Carl Sagan sagði eitt sinn að óvenju stórar fullyrð- ingar krefðust óvenju góðra sann- ana, þannig að við lásum grein Chen og Tung af mikilli athygli,“ sögðu vís- indamennirnir Stefan Rahmstorf og Michael Mann, sem virðast hneyksl- aðir á birtingu vísindagreinarinnar í jafn virtu tímariti og Nature. Þeir gagnrýna hana á síðunni RealCli- mate.org og segja að meginforsenda niðurstöðu greinarinnar, að sterkur Golfstraumur ásamt auknu magni gróðurhúsalofttegunda steypi hlýju yfirborði sjávarins niður í undir- djúpin og hiti þau, sé studd veikum sönnunum og mælingum sem voru sumar teknar við óvenjuleg skilyrði fyrirbærisins El Niño. Fram að þessu hafi verið talið að sterk- ir hafstraumar eins og Golf- straumurinn kæli und- irdjúpin. Sýnt hafi verið fram á, með víðtækum mæl- ingum, að það eigi við bæði þegar náttúrulegar sveiflur eigi sér stað á milli áratuga og við skilyrði vaxandi magns gróðurhúsalofttegunda í loft- hjúpnum. Veikur Golfstraumur hraði hlýnun jarðar „Vísindamenn hafa sagt sitt á hvað síðastliðna tvo áratugi. Sum líkön hafa sagt að það ætti að hlýna og önnur að það muni kólna,“ segir Héðinn Valdimars- son, haffræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun. „Þau hita-, kulda- og breyti- legu skeið sem verið hafa í sjón- um við Ísland sl. tæp 100 árin, eru taldar vera að mestu leyti af náttúrurlegum orsökum, því það verða sveiflur í veð- urkerfum.“ Hann segir að hlýr og saltur sjór hafi borist til landsins á sama tíma og golf- straumurinn hafi átt að vera orðinn veikur en að kólnað hafi aftur frá árinu 2010. „Nátt- úrulegur breytileiki í sjó á Íslandsmiðum virðist yfirgnæfa breyt- ingar af mannavöld- um.“ Kólnar í sjón- um við Ísland NÁTTÚRULEGUR BREYTI- LEIKI VIRÐIST VEGA ÞUNGT Héðinn Valdimarsson Ljósmynd/NASA Golfstraumurinn Þessi litríka mynd er tekin úr geimnum. Svartir og blá- ir litir sýna kaldan sjó við Ameríku en rauðu og gulu hlýjan strauminn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.