Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 11
11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! stjórnar, gagnsæi eignarhalds og þörf fyrir land með tilliti til notk- unar. Tilheyri náttúruauðlindir, t.d. vatns- eða jarðhitaréttindi, landinu sem hlutaðeigandi vill kaupa skal sérstaklega hugað að fyrrtöldum at- riðum. Við kaup á landi utan skipulags þéttbýlis skal miða við að land sé neðan við skilgreinda miðhálendis- línu. Gerður er greinarmunur á landi innan skipulags þéttbýlis, þar með talið landi innan frístunda- svæða, og landi utan skipulagðs þéttbýlis. Að jafnaði eru kaup á af- notarétti lands innan skipulagðs þéttbýlis, fasteign ásamt lóðarétt- ingum, samþykkt að öðrum skil- yrðum uppfylltum. Einnig eru kaup á eignarrétti lands innan skipulagðs þéttbýlis samþykkt að öðrum skil- yrðum uppfylltum. Miða skal við að land sé ekki stærra en 5-10 hektarar og að það sé eina eign viðkomandi hér á landi. Strangari takmarkanir Samþykki fyrir kaupum á eignar- rétti/afnotarétti á landi utan skipu- lagðs þéttbýlis lýtur strangari tak- mörkunum. „Ástæður þess grundvallast fyrst og fremst á sjón- armiðum um þörf fyrir vernd mat- vælaframleiðslu til framtíðar, mik- ilvægi þess að standa vörð um fullveldi landsins, þar með upp- kaupum á jarðnæði, möguleikum komandi kynslóða til að njóta arðs af auðlindum landsins til lengri fram- tíðar, mikilvægi umhverfisverndar og verndun menningar,“ segir í regl- unum. Yfirleitt er veitt samþykki fyrir kaupum á landi/afnotarétti lands (leigurétti) undir fasteign til að halda þar heimili eða sem frístunda- hús svo fremi sem landið er ekki stærra en einn hektari og að um sé að ræða einu eign viðkomandi hér á landi. Þá er yfirleitt veitt samþykki fyrir kaupum á landi eða afnotarétti lands til beinnar notkunar fyrir atvinnu- starfsemi svo framarlega sem landið er ekki stærra en 25 hektarar og að það sé eina eign viðkomandi hér á landi. Að mati fyrrnefnds lögfræðings takmarka umrædd lagaskilyrði fyrir eignarhaldi erlendra aðila á fast- eignum hér á landi í raun aðeins rétt þeirra sem standa utan EES- svæðisins. Borgurum og hluta- félögum innan EES sé því frjálst að kaupa hér jarðir til jafns við Íslend- inga. Félag sem á félag sem á… Gagnsæi eignarhalds á jörðum er lykilþáttur og eitt helsta áhyggju- efnið í tengslum við frelsi útlendra aðila til að kaupa jarðir hér á landi, að mati lögfræðingsins. Samfélagið hefur hagsmuni af því að hægt sé að nálgast landeigendur við rekstur sameiginlegra hagsmunamála, ef upp koma ágreiningsmál eða þörf er á þátttöku íbúa í málefnum svæð- isins. Áhyggjur af gagnsæi eignar- halds beinast ekki síst að félögum sem eignast jarðir. Óljóst er hvernig stjórnvöld gæta að endanlegu eign- arhaldi ef um röð hlutafélaga er að ræða eða hve vel er fylgst með breytingum á eignarhaldi á jörðum við kaup á hlutafélögum eða við erfðir. Við kaup á fasteign í Noregi þarf nýr eigandi að leita samþykkis þarlendra yfirvalda fyrir kaup- unum. Norsk lög gera ekki grein- armun á þjóðerni þeirra sem kaupa þar fasteignir. Ákvæði laga gilda því jafnt um Norðmenn, rík- isborgara á EES-svæðinu og aðra. Frá þessari meginreglu laganna um leyfisskyldu eru gerðar sér- stakar undantekningar. Gerð fasteignar ræður Í fyrsta lagi eru gerðar und- antekningar eftir tegund fast- eignar. Ekki þarf leyfi yfirvalda ef um er að ræða óbyggðar lóðir eða land þar sem ætlunin er að halda heimili eða hafa frístundahús ef leyfi hefur fengist frá skipulags- yfirvöldum fyrir bústað eða fast- eignin hefur verið skipulögð undir byggð. Ekki þarf leyfi ef keyptar eru óbyggðar fasteignir sem ekki eru innan svæðis sem er skipulagt í þágu landbúnaðar eða útivistar. Ekki þarf heldur leyfi yfirvalda vegna kaupa á byggðri fasteign (landi með húsi) ef hún er minni en tíu hektarar og ræktað land er ekki meira en 3,5 hektarar. Þá er gerð krafa um að nýr eigandi hyggist ekki breyta notkun á fast- eigninni í bága við skipulagsáætl- anir. Eigandinn skiptir máli Í öðru lagi gilda undantekningar frá leyfisskyldu eftir því hver nýi eigandinn er. Kaupandi sem er ná- tengdur seljanda þarf ekki að sækja um leyfi. Ríki og sveit- arfélög eru líka undanþegin leyf- isskyldu og eins fjármálastofnanir þegar um fullnustugerð er að ræða. Sé fasteignin í byggð og ræktað land meira en 3,5 hektarar eða skóglendi á fasteigninni stærra en 50 hektarar er gerð krafa um að kaupandinn, sé hann maki seljanda, í sambúð með hon- um eða annar ættingi seljanda, setjist að á fasteigninni innan eins árs frá kaupunum og hafi þar búsetu í að minnsta kosti fimm ár. Hann verður líka að flytja lög- heimili sitt á fasteignina. Heilsársbúseta tekin til greina Afnema má með reglugerð und- anþágur frá leyfi yfirvalda með reglugerð í tilviki ýmissa fast- eigna, einkum þeirra sem ætlaðar eru til búsetu. Ef leyfisskylda er sett á með reglugerð getur eig- andi komist hjá leyfisveitingu ef hann skuldbindur sig til að hafa heilsársbúsetu á fasteigninni. Slíka reglugerð má aðeins setja til að koma í veg fyrir að fasteignir sem á að nota til heilsársbúsetu verði notaðar í frístundatilgangi. Allir jafnir fyrir lögunum Norsk lög gera ýmsar kröfur til eignarhalds yfir jörðum og ná þær til allra, Norðmanna, EES-borgara og annarra. Stærð fasteignanna getur haft þar áhrif og tengsl kaupanda við fyrri eiganda. Einnig eru gerðar ýmsar kröfur til heils- ársbúsetu á fasteignum til þess að undanþága fáist fyrir leyfi. Eft- irlitsstofnun EFTA (ESA) skoðaði það 2012 hvort búsetuskilyrði norsku laganna samræmdust reglum EES-samningsins. Nið- urstaða ESA var að áskilnaður um heilsársbúsetu bryti ekki í bága við EES-samninginn. NOREGUR Lofoten Norðmenn hafa nokkuð strangar reglur um fasteignakaup. Yfirvöld þurfa að samþykkja fasteignakaup Takmarkanir vegna fasteigna- kaupa eru í dönskum lögum og ráðast þær mikið af tilgangi kaupanna. Einstaklingar sem hvorki eiga lögheimili í Dan- mörku né hafa átt þar lögheimili áður í samfellt fimm ár þurfa að sækja um leyfi til dóms- málaráðherra til að eiga fast- eign. Sama gildir um félög sem ekki eru heimilisföst í Dan- mörku. Til eru undanþágur frá því að þurfa leyfi ráðherra til að eiga fasteign. Ríkisborgarar innan EES-svæðisins þurfa ekki leyfi ráðherra ef þeir eru launþegar í Danmörku, hafa þar evrópskt dvalarleyfi, stunda eða ætla að stunda sjálfstæðan atvinnu- rekstur í Danmörku eða ætla að stofna þar útibú eða opna skrif- stofu eða veita eða taka við þjónustu í landinu. Félög sem hafa höfuðstöðvar eða varn- arþing innan ríkja EES eru einn- ig undanskilin leyfi ráðherra ef þau reka eða ætla að reka útibú eða skrifstofur í Danmörku eða veita þar þjónustu. Reglurnar gilda aðeins um fasteignir þar sem búseta er fyrirhuguð árið um kring og um húsnæði fyrir atvinnustarfsemi. Tilgangur kaupanna ræður miklu DANMÖRK Kaupmannahöfn Danir setja ým- is skilyrði fyrir fasteignakaupum. Vaxandi áhugi útlendinga á fast- eignakaupum í Færeyjum er farinn að valda heimamönnum áhyggjum. Annika Olsen, borgarstjóri í Þórs- höfn, sagði í samtali við færeyska Kringvarpið að stjórnmálamenn verði að bregðast við þessu sem fyrst. Kringvarpið hefur undanfarið fjallað um aukna ásókn útlendinga í fasteignir í Færeyjum. Fram kom í viðtalinu við Anniku að engin lög komi í veg fyrir fast- eignakaup útlendinga. Þetta er vandamál að hennar mati. Annika hét á stjórnmálamennina að setja lög til að koma böndum á þetta. Mál- ið sé orðið mjög alvarlegt. Við blasi að útlendingar geti keypt upp fær- eyskar byggðir og það muni hafa miklar afleiðingar fyrir allt landið. Færeyskir fasteignasalar finna fyrir auknum áhuga útlendinga og fá nær daglega fyrirspurnir frá fólki sem vill eignast hús í Færeyjum. Til- gangurinn er yfirleitt að nota hús- næðið sem sumarhús. Útoyggjafelagið vill að settar séu reglur um fasteignakaup útlendinga í Færeyjum. Það vill tryggja að heimamenn og afkomendur þeirra geti fengið íbúðarhúsnæði á heima- slóðum. Félagið leggur til að sett verði á búsetuskylda að hluta eða öllu leyti eða að lagt verði gjald á húseigendur sem ekki nýta eign sína sjálfir og vilja ekki leigja hana út. Félagið óttast að spurn útlend- inga eftir húsnæði í hinum dreifðu byggðum muni leiða til hærra hús- næðisverðs sem aftur minnki mögu- leika heimamanna á að kaupa. gudni@mbl.is Aukin ásókn í hús í Færeyjum  Útlendingar vilja kaupa fasteignir Morgunblaðið/Einar Falur Færeyjar Útlendingar sýna mikinn áhuga á að kaupa þar húsnæði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.