Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á svínið Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þetta er góður dagur til að taka til hendinni þar sem hlutirnir eru að fara úr bönd- um. Láttu slag standa því hugsanlegt er að þú getir hagnast á aðgerðum þínum. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú lærir sitthvað nytsamlegt ef þú gætir þess að fá að vera í einrúmi í dag. Innileg trún- aðarsamtöl færa fólk nær hvað öðru og styrkja vináttuböndin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef þú reynir að koma í veg fyrir vandamál áður en þau koma upp verðurðu að taugahrúgu. Að gera spennandi áætlanir á hug þinn allan og tíma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er óþarfi að byrgja allt inni þegar þú átt aðgang að góðum sálufélaga. Ef þú ert óánægður með eitthvað skaltu leita þér hjálp- ar, hvar sem hana er að finna. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér hættir til að slá vandanum á frest en þegar til lengri tíma er litið borgar sig að leysa málin strax. Kannski leggur þú of mikla áherslu á að þóknast öðrum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hugleiddu að afla þér þjálfunar eða menntunar sem eykur gagnsemi þína í veröld- inni. Vertu hvergi smeyk/ur því áætlanir þínar ganga í augun á yfirboðurunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gerðu ekki veður út af smámunum. Það er ekki alltaf svo að besta lausnin sé sú sem liggur í augum uppi svo aðalmálið er að vera sátt/ur við sjálfa/n sig. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Samskipti þín við þína allra nán- ustu þarfnast mikilla tilfinningagáfna þessa dagana. Mundu að vini sína á maður að rækta. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gagnrýni frá vini þínum kemur þér úr jafnvægi og dregur úr sjálfstrausti. Hafðu hægt um þig þangað til þú nærð áttum. Maður er aldrei of gamall til þess að læra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nú reynir á þolinmæði þína því ósanngjarnar afsakanir verða hafðar uppi í þinn garð. Taktu tillit til samferðamanna þinna og þeir munu þá virða þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við vini og vandamenn afhjúpa nýjar aðferðir við að gera hlutina. Nýttu þér krafta annarra til þess að leggja lokahönd á það sem óklárað er. Stefndu óhik- að að settu marki. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt búa þig undir óvænta and- stöðu og þarft að taka á honum stóra þínum til að sigrast á henni. Vertu óhrædd/ur. Sýndu lipurð en stattu þó fast á þínu þegar við á. Á föstudag skrifaði Ólafur Stef-ánsson í Leirinn: „Stuttur var þessi þurrkur og ekki bjart fram- undan. Vísur manna verða því keimlíkar og fara í lágflugi á hring- sólinu“: Sömu vísu yrkjum öll við undirtektir dræmar. Nú er aftur vott um völl og veðurhorfur slæmar. Kveðja barst að norðan frá Fíu á Sandi: Nú er loksins væta um völl vökvast þurri mórinn. Stefin mín þau eru öll eins og regn og bjórinn. Á laugardagsmorgun skrifaði Ólafur Stefánsson í Leirinn: „Ósköp verða þessar veðurvísur keimlíkar til lengdar“: Menn yrkja um veður og vinda og vöntun að sól gylli tinda. Eilífðarstöku í endurtöku, og þetta menn láta sér lynda. Í hádeginu á sunnudag bætti Fía við: „Nú er rigningin loksins, svo ég geti tekið þátt í regndansinum. Var einmitt að hengja út og mátti sækja þvottinn aftur“: Úti hrundi af himnum regn hengdi ég þó út línið. Bölvandi og blaut í gegn bergi ég núna vínið. Ólafur við Fíu: Fía er hætt að halda kindur en hefur af blóðbergi arð. – ekki er sífelldur sunnanvindur með Sörla ríðandi’ í garð. Um Sörla er sérstakur þáttur. Hann var sonur Brodd-Helga og þótti inn siðmannlegasti maður. Þar kom mál manna að tal þeirra Þór- dísar, dóttur Guðmundar ríka, bæri oft saman. Það kom fyrir Guðmund – hann lagði aldrei eitt orð í við Sörla en lét fylgja Þórdísi ofan til Þverár til Einars bróður síns. Hún gekk út til lérefta sinna og getur að líta að maður ríður í garðinn, mikill. Hún mælti er hún kenndi manninn: „Nú er mikið um sólskin og sunnanvind, og ríður Sörli í garð.“ Sigurður frá Brunnhóli segir frá því að gömul vísa um lækn- ingajurtir hafi oft verið höfð yfir: Helluhnoðri og hænubit, hrafnaklukkan rauða. Vallhumall og vatnanyt varnar mönnum dauða. Loks er hér veðurvísa eftir Sig- urð: Hrannadropar hrynja úr hrönnum eftir vonum. Eg er að standa af mér skúr undir fjósröftonum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af veðri og Sörli ríður í hlað „JÆJA, ÞARNA ERU ÞÆR, ÞEGAR ÞÚ LOKSINS ÁKVEÐUR AÐ STÍGA NIÐUR.“ „URRAÐU.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að setja fram rök, en á góðan hátt. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ KOMINN TÍMI Á AÐ ÞRÍFA ÍSSKÁPINN HVÍ ÞESSI FLÝTIR? SPÆGIPYLSAN VAR AÐ JÓÐLA BÍÐUM ÞAR TIL ÓLÍVURNAR FARA AÐ BLIKKA. VIÐ VORUM RÆND UM NIÐDIMMA NÓTT OG VIÐ HEYRÐUM EKKI EINU SINNI Í ÞJÓFNUM! ÉG SKAL FINNA HANN! OG LÆRA HVERNIG HANN LÆÐIST UM ÁN ÞESS AÐ VERA GRIPINN! Umburðarlyndi Víkverja fyrirskriffinnsku er takmarkað. Hann styður því alla einföldun í þeim efnum og er ekki frá því að með aukinni netvæðingu hafi nokk- uð þokast í þá átt. x x x Hann fór meira að segja í bankanýverið til þess að millifæra fé á reikning í útlöndum, fyllti sam- viskusamlega út eyðublað með mörgum reitum og fór með til þjón- ustufulltrúa til þess eins að vera upplýstur um að gjörninginn hefði hann getað gert vandræðalaust heima hjá sér á netinu með litlu meira tilstandi en að millifæra inn- anlands. x x x Víkverji þarf reyndar sárasjaldanað millifæra fé til útlanda, en hann var fyrir margt löngu við nám erlendis þegar öllu meira umstang fylgdi því að koma peningum milli landa en nú er og hugsaði með sér að gott hefði verið að hafa hina nýju tækni í þá daga. x x x Það hefur ekki alltaf verið mark-mið skriffinnsku á Íslandi að einfalda líf almennings, en ástandið hér er þó hátíð miðað við það sem gerist víða erlendis. Indland er þekkt fyrir skrifræði og þótt Na- rendra Modi, forsætisráðherra landsins, hafi heitið því að einfalda hlutina vantar enn mikið upp á. x x x Víkverji rakst á frásögn í Spiegelaf manni, sem fór á sex mánaða kúrs í ljósmyndun til Indlands. Hon- um var sagt að hann þyrfti að skrá sig hjá lögreglunni. Það tók viku. Hann fór á hverjum degi og var sendur frá einni skrifstofu til ann- arrar og alltaf þurfti hann að fylla út sama þriggja síðna eyðublaðið. x x x Þegar honum loks tókst að geraallt rétt var honum tilkynnt að hann þyrfti alls ekki að skrá sig. Hann hefði hins vegar þurft að gera það ef fyrirhuguð dvöl hans hefði verið þremur dögum lengri. vikverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. ( Jóh: 1.12)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.