Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 206. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Brúðkaup Ragnhildar … 2. Byrjar 17 ára í læknisfræði 3. Neyðast til að flýja í sjóinn 4. Guns N’ Roses mætt á … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Tónlistarmaðurinn Teitur Magn- ússon og hljómsveitin Æðisgengið troða upp á Dillon við Laugaveg ann- að kvöld kl. 21.30. Önnur breiðskífa Teits, Orna, kemur út degi síðar og verða án efa leikin nokkur lög af henni auk eldri laga. Aðgangur er ókeypis en frjáls framlög vel þegin. Teitur og Æðisgengið skemmta á Dillon  Kvartett Einars Scheving, trommuleikara og tónskálds, leikur í tónleikaröð Nor- ræna hússins í kvöld kl. 21. Kvartettinn skipa, auk Einars, þeir Skúli Sverrisson, Eyþór Gunnarsson og Óskar Guð- jónsson en allir eru þeir tónlistar- menn í fremstu röð. Kvartett Einars í Norræna húsinu  Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, syngur íslenskar og erlendar kórperlur eftir Jón Ás- geirsson, Jón Nordal, Sigvalda Kalda- lóns, Händel, Byrd, Sigurð Sævarsson, Þorkel Sigur- björnsson og Hjálmar H. Ragn- arsson í kirkjunni í dag kl. 12. Stjórnandi kórs- ins er Hörður Áskelsson. Íslenskar og erlendar kórperlur í hádeginu Á fimmtudag Gengur í austan og norðaustan 10-18 m/s, hvassast við suðausturströndina. Talsverð rigning sunnan og austan til, en dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 9 til 17 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 8-13 m/s suðvestan til, en ann- ars hægari. Áfram skúrir um mestallt land, en léttir til norðanlands um kvöldið. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast austan til. VEÐUR Þrír leikir fóru fram í 11. um- ferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í gær. Í Grinda- vík tóku heimakonur á móti Breiðablik þar sem gestirnir unnu þægilegan 2:0-sigur með mörkum frá þeim Öglu Maríu Albertsdóttur og Berg- lindi Björgu Þorvaldsdóttur. Þá vann ÍBV sigur á FH í Eyj- um, 3:2, í miklum markaleik og Selfoss vann svo fallbar- áttuslaginn gegn KR í Vest- urbænum, 1:0. »2-3 Blikar endur- heimtu toppsætið Knattspyrnukonan Dagný Brynj- arsdóttir er að fara af stað á nýjan leik eftir að hafa eignast strák 12. júní og telur að ekki sé útilokað að hún geti leikið með landsliðinu gegn Þjóðverjum og Tékkum í byrjun sept- ember. „Ég ætla ekki að búa til ein- hver óþarfa meiðsli með því að fara fyrr af stað,“ segir Dagný sem ætlar að spila með Selfyssingum út tímabilið en gæti síð- an farið aftur til Bandaríkjanna. »1 Ekki útilokað að ná landsleikjunum Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, mætir Slóveníu í dag í lokaleik sínum í milliriðli Evrópumótsins sem fram fer í Celje í Slóveníu. Strákarnir gerðu 25:25-jafntefli við Serbíu í gær og leika því hreinan úrslitaleik við heimamenn í Slóveníu í dag klukkan 17 að íslenskum tíma um það hvort liðið fer áfram í undanúrslit mótsins. »4 Íslensku strákarnir í dauðafæri í Slóveníu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Það má segja að flugið hafi verið fyrsta ástríðan. Fyrsta flugtímann tók ég 12 ára gamall og þá varð ekki aftur snúið,“ segir Brynjar Örn Sveinjónsson, flugmaður og aðstoð- armaður yfirflugstjóra hjá Cargolux. Brynjar segir áhugann á flugi hafa kviknað vegna þess að hann bjó í Suð- urhlíðunum rétt við flugvöllinn og móðir hans var flugmaður með einka- flugmannspróf. Brynjar telur að fáar konur hafi verið með einkaflug- mannspróf á þeim tíma. En sem bet- ur fer hafi það breyst og konum fjölg- að í flugstéttinni. „Flugáhuginn hjá mér var svo mik- ill að ég keypti 10 flugtíma fyrir ferm- ingarpeninginn minn. 15 ára tók ég bóklega einkaflugmannsprófið, safn- aði tímum þar til ég var 17 ára en þá mátti ég taka verklega prófið,“ segir Brynjar sem á sautjánda afmælisdeg- inum tók bílpróf fyrir hádegi og einkaflugmannsprófið síðdegis. Sam- hliða námi í MH safnaði Brynjar flug- tímum með flugi innanlands á tveggja sæta vélum. Hann fór til Spánar að loknu stúdentsprófi og útskrif- aðist árið 2001 sem atvinnu- flugmaður frá British Aero- space Flight Training- flugskólanum. Bynjar, sem hefur flogið til yfir 90 áfangastaða út um allan heim, er búsettur ásamt eiginkonu, Rakel Sif Sigurð- ardóttur, og dætrunum Margréti Maríu og Sóleyju Bellu í Lúxemborg. Brynjar útskrifaðist 2018 með BA í lögfræði frá Háskóla Ís- lands. „Flugmenn eiga það allir sameiginlegt að hafa aflað sér mikillar og dýrmætrar þekkingar á sínu sviði. Það getur í raun gerst fyr- irvaralaust að flugmenn nái ekki fyrsta flokks læknisskoðun og missi atvinnuflugmannsleyfið og mögu- leikann á að afla sér tekna,“ segir Brynjar um þá ákvörðun að fara í lögfræðinám með flugmannsstarf- inu. „Námið tók mig fimm ár. Það gat verið snúið að búa erlendis, stunda nám á Íslandi og fljúga út um allan heim á sama tíma. Það þurfti mikið skipulag og velvilja og hefði ekki gengið upp nema með stuðningi fjöl- skyldu og eiginkonu,“ segir Brynjar sem las námsbækur í stoppum á milli flugferða, á frídögum í Lúxemborg og flaug til Íslands til þess að mæta í þau verkefni sem þurfti. Próf tók hann ýmist í HÍ, hjá ræðismanninum í Lúxemborg eða á skrifstofu EFTA- dómstólsins í Lúxemborg. „BA-ritgerðina skrifaði ég að mestu leyti í Kína og aðeins einu sinni lenti ég í vandræðum með próftöku á Íslandi en þá var ég veðurtepptur í fimm daga í Túrkmenistan og þurfti að taka áfangann upp aftur,“ segir Brynjar og hvetur fólk til þess að láta draumana rætast og láta engan segja sér hvað það geti eða hvað það geti ekki. „Ef þú leggur hart að þér getur þú flest af því sem þú ætlar þér.“ Í fyrsta flugtímann 12 ára  Tók bílpróf og flugpróf á 17 ára afmælisdaginn Fjölskyldan Brynjar Örn Sveinjónsson á kunnuglegum slóðum í flugstjórnarklefanum á leið í sumarfrí til Taílands. Með Brynjari eru dæturnar tvær, Margrét María og Sóley Bella, og eiginkonan Rakel Sif Sigurðardóttir. „Ég fæ sérstaka sýn á heiminn með því að vera flugmaður og fljúga út um allan heim,“ segir Brynjar Örn Sveinjónsson flugmaður. Hann segir að af mörg- um stöðum sem hann hef- ur flogið til standi S- Ameríka, Taíland og Alaska upp úr. Brynjar Örn segir það krefjandi en fallegt að fljúga til Suður-Ameríku með sína fallega náttúru. „Ég er duglegur að skoða mig um á þeim stöðum sem ég flýg til. Fyrsta árið mitt var ég eins og ferðamaður í hverju stoppi en þau geta varað allt að fimm dögum,“ segir Brynjar Örn sem skoðaði m.a. Kínamúrinn og ýmsa aðra merka staði þegar hann var í fimm daga stoppi í Kína. LÍF FLUGMANNSINS Fær sérstaka sýn á heiminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.