Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 33
Draghálsi 18-26, 110 Reykjavík | Sími 588 1000 | netsofnun.is Við bjóðum upp á hentugar og infaldar fjáröflunarleiðir fyrir élagasamtök og einstaklinga. þróttafélög • starfsmannafélög • emendafélög • saumaklúbbar • o. Kíktu á www.netsöfnun.is og kynntu þér möguleikana. e f í n kóra fl r . Fjáröflun »Bandaríska rokk- sveitin Guns N’ Ro- ses hélt tónleika á Laug- ardalsvelli í gærkvöldi. Voru þeir hinir fjöl- mennustu sem haldnir hafa verið hérlendis en yfir 23.000 miðar seld- ust á þá. Íslenska rokk- sveitin Brain Police sá um að hita upp mann- skapinn og var ljós- myndari Morgunblaðs- ins mættur snemma á svæðið til að mynda stemninguna. Eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var hún býsna góð og allir í stuði. Rokkararnir í Guns N’ Roses léku á fjölmennustu tónleikum Íslandssögunnar á Laugardalsvelli Morgunblaðið/Valli Laugardalsvöllur Áður en tónleikarnir hófust náði röð gesta upp á Suðurlandsbraut en síðan var þétt staðið á vellinum og ánægjusvip mátti sjá á hverju andliti enda frægir rokkarar á ferð. Maðurinn með hattinn Gítarleikarinn Slash lék listir sínar á tónleikunum. Litríkt Söngvarinn Axl Rose kunni vel við sig á stóra sviðinu á vellinum og viðstaddir mynduðu og klöppuðu og skemmtu sér vel. MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 ICQC 2018-20 Í fyrsta sinn í sögu bresku Man Boo- ker-verðlaunanna hefur myndasaga komist á lista yfir tilnefnd verk. Frá þessu er greint á fréttavef The Gu- ardian. Myndasagan sem um er að ræða ber titilinn Sabrina og er eftir Nick Drnaso, 29 ára gamlan myndasögu- höfund frá Chicago. Drnaso hefur áð- ur unnið bókaverðlaun LA Times fyr- ir safnbók sína, Beverly. Í bókinni er sagt frá stúlku að nafni Sabrina sem hverfur en skilur eftir sig mynd- bandsupptöku með vísbendingum um hvarf sitt. Fjallað er um þau áhrif sem hvarf Sabrinu hefur á hennar nán- ustu; systur hennar, Söndru, og kær- asta hennar, Teddy. Bókin tekur fyrir ýmis málefni samtímans eins og fals- fréttir, félagslega einangrun á upplýs- ingaöldinni, samsæriskenningar og byssulöggjöf. Verkinu hefur verið hrósað í hástert strax frá útgáfu þess. Sigurvegari valinn í október Eins og stendur eru nú þrettán höf- undar tilnefndir til Man Booker- verðlaunanna: Sex frá Bretlandi, þrír frá Bandaríkjunum, tveir frá Írlandi og tveir frá Kanada. Reglum keppn- innar var breytt svo hægt væri að til- nefna verk utan Bretlands svo lengi sem þau séu skrifuð á ensku og birt í Bretlandi. Dómnefnd Man Booker-verð- launanna mun velja sex verk af til- nefningarlistanum í september og loks velja sigurvegarann hinn 16. október næstkomandi. Sigurvegarinn mun hljóta 50.000 punda pen- ingaverðlaun. „Í ljósi breytinga sem orðið hafa á formi skáldskaps var það bara tíma- spursmál að myndasaga yrði tilnefnd til verðlaunanna,“ sögðu dómarar keppninnar um tilnefningu Drnasos. thorgrimur@mbl.is Sá fyrsti Drsano er fyrsti mynda- söguhöfundurinn sem tilnefndur er til Man Booker verðlaunanna. Myndasaga tilnefnd til Booker-verðlauna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.