Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.2018, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. JÚLÍ 2018 25 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir úti- og inn- ipútt. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá 11:30-12:30 og kaffisala alla virka daga frá 14:30- 15:30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi í júlí og ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á skemmtilega viðburði í hverfinu, Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11 og Sund dans í Sundhöllinni alla miðvikudaga í júlí kl. 13. Vita- torg sími: 411-9450 *Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 13.00 Félagsvist. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45, hádegismatur kl. 11.30, handavinnuhópur kl. 13, stólaleikfimi og slökun kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl.8.50, listasmiðjan er opin fyrir alla frá 9-16, ganga kl.10, síðdegiskaffi kl.14:30, allir velkomnir óháð aldri upplýsingar í síma 411-2790. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl.8.30, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10-12, upplestur kl.11, félagsvist kl.14, bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum klukkan 10. Botsía í salnum Skólabraut klukkan 11. Ganga frá skólabraut klukkan 14:30. Vatnsleikfimi í Sundlaug Seltjarnarnes klukkan 18:30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Félagslíf Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. Ræðumaður Ragnar Gunnarsson. Allir velkomnir. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Glæsilegar eignarlóðir til sölu í Fjallalandi við Leirubakka. Kjarri og skógi vaxið land. Útsýni með því fallegasta sem gerist. Mikil veður- sæld. Aðeins 100 km frá Reykjavík og 60 km frá Selfossi. Uppl í s 8935046. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com ✝ Jón Alfreðssonfæddist í Reykjavík 4. febr- úar 1938. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 13. júlí 2018. Foreldrar Jóns voru Alfreð Jústs- son, f. 17. nóv- ember 1912, d. 8. febrúar 1985, og Hulda Helgadóttir, f. 7. september 1915, d. 28. september 2000. Systkini Jóns eru Gunnar Þór, Baldur, Helgi Már og Ásthildur, d. 14. sept. 2015. Jón giftist Vilhelmínu Al- freðsdóttur, f. 1941. Þau skildu 1971 og eiga saman fjögur börn. Þau eru Sonja Hulda, f. 1958, gift Sverri Garðarssyni, f. 1956, þau eiga fjögur börn og tíu barnabörn. Alfreð, f. 1960, giftur Andr- ési Gruszka, f. 1971. Gunnar Þór, f. 1962, giftur Steinu Ósk, f. 1962, þau eiga fjögur börn og þrjú barnabörn. Vilhelmína, f. 1969, gift John Brøndum, f. 1958, þau eiga fimm börn. Jón giftist Ingu Maríusdóttur, f. 1931, d. 1997. Börn Ingu eru María, Hrefna og Snorri. Árið 1998 hóf Jón sambúð með Jóhönnu Jóhannesdóttur, f. 1938. Börn hennar eru María, Soffía, Ólaf- ur, Hrafnhildur, Jóhannes og Gunnsteinn. Útför Jóns fór fram 19. júlí frá Guðríðarkirkju í Grafar- holti. Elsku Jón afi. Mér og Baldvin fannst alveg ómetanlegt að þú og Jóhanna skylduð heimsækja okkur í Óð- insvé þann 25. apríl síðastlið- inn. Þú hrósaðir heimilinu okk- ar mikið, þér fannst það fallegt. Við sátum og spjölluðum um allt og ekkert. Drukkum mikið af kaffi og fengum okkur sæta- brauð. Ég man við hlógum mik- ið, þá sérstaklega að mynd- bandinu sem þú sýndir okkur. Ég hafði aldrei séð þig hlæja eins mikið og þá. Ég sýndi mömmu, pabba, Villu og Sig- nýju það áðan og það sem þeim fannst það fyndið líka. Þegar þið kvödduð okkur þá faðm- aðirðu mig svo fast að þér og kreistir á mér höndina. Mig ór- aði ekki fyrir því að það yrði í seinasta skiptið sem ég myndi hitta þig. Mér fannst þú vera svo hress og mér fannst þú líta svo vel út. Ég vildi óska þess að afa- sambandið hefði verið meira í gegnum árin. Það var eitthvað sem ég þráði alltaf. Ég vonaðist til þess að sambandið myndi halda áfram að eflast og styrkj- ast eins og mér fannst það hafa gert seinasta eina og hálfa árið en snögglega varst þú kallaður eitthvert annað. Það var erfitt að vera fjarverandi þá en á sama tíma hugsaði ég til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ykkur. Við komum og hittum ykkur í seinustu Kanaríferðinni ykkar í fyrra. Þar var yndislegt að koma til ykkar, setjast út í sól- bað og spjalla við ykkur um daginn og veginn. Við fórum líka út að borða í tilefni afmæl- is þíns á uppáhaldsveitinga- staðinn þinn. Þú splæstir á okkur, mömmu, pabba og Bald- vin í þriggja rétta. Mér fannst staðurinn eins æðislegur og þér fannst hann. Ég man hvað mér fannst það fyndið þegar þú pantaðir þér eftirréttinn, „quiero fresa con crema, por favor“ því þú varst svo hrika- lega ánægður með spænskuna þína. Um seinustu jól þegar ég og pabbi komum til ykkar á að- fangadag velti ég því mikið fyr- ir mér af hverju í ósköpunum jólatréð væri ekki komið inn í stofu, klukkan var nú orðin rúmlega 14. Þegar ég fór að spyrjast um það komst ég að því að það mætti alls ekki taka tréð inn fyrr en kl. 18 því það hafði langamma alltaf gert. Tréð væri tekið inn þá og skreytt um leið. Mér fannst það nú heldur undarlegt og Jó- hanna var nú sammála mér en svona var hefðin og svona átti þetta að vera. Ég hringdi í þig á áttræð- isafmælinu þínu – spjallaði lengi við þig. Þér fannst dag- urinn nú ekkert sérstakur þar sem þú lást bara í flensu en varst ánægður með það að ég skyldi muna eftir þér. Annars minnist ég rósanna þinna sem þú unnir svo og jarðaberjanna í Langagerði og allra þeirra notalegu stunda sem við áttum saman á pall- inum í Vinamótum þar sem þið Jóhanna sátuð svo oft í sólbaði, þú að lesa bók og Jóhanna að prjóna. Það sem þú varst nú heppinn með hana Jóhönnu því hún er yndisleg kona. En elsku afi minn, Þó að vitskert sé veröld þá um veginn geng ég bein því ég er umvafin englum aldrei ein – aldrei ein. (Valgeir Skagfjörð) Ég veit að Inga hefur tekið fagnandi á móti þér í blóma- brekkunni. Þín dótturdóttir, Una Áslaug. Jón Alfreðsson Nú kveð ég hér með trega Vagn Boysen góðan kennara og frá- bæran samstarfsmann og fé- laga til margra ára í Iðnskól- anum í Hafnarfirði. Það er sérstaklega ljúft að minnast allra samskipta við Vagn, hann var svo ljúfur og í raun sann- gjarn en hafði samt sínar skoðanir á mönnum og mál- Vagn Preben Boysen ✝ Vagn PrebenBoysen fæddist 7. apríl 1944. Hann lést 7. júlí 2018. Útför Vagns fór fram frá Lang- holtskirkju 24. júlí 2018. efnum. Hann var einstaklega þægi- legur í allri um- ræðu og samskipt- um og hafði ekki þörf fyrir að nota stór orð um hlut- ina, og þegar svo hógvær maður tjá- ir sig rís alla jafn- an engin ágrein- ingur en samtalið verður bæði gef- andi og fróðlegt. Ég minnist núna margra skemmtilegra samtala okkar og þá ekki síst frásagna hans eftir að þau hjónin eignuðust draumastaðinn sinn á Fjóni í Danmörku. Smábýli þar sem hann endurbætti lóð og húsa- kynni og eignaðist síðan bát til að róa frá ströndinni sem var tiltölulega stutt frá. Það var mjög gaman að hlusta á hann segja frá þessum aðstæðum og þessum draumi sínum og ekki síst að sýna og segja hvernig hann tókst á við ýmsar hug- myndir og breytingar. Vagn kappkostaði að gera allt eins vel og á varð kosið, því að þau hjónin stefndu á að geta verið þarna löngum stundum eftir starfslok. Ég nam tæknifræði í Óðins- véum á Fjóni og hef sterkar taugar þangað og ég sagði honum að leiðin lægi þangað fyrr en seinna og að ég gæti vel hugsað mér að heimsækja hann og sjá aðstæður og fannst honum það alveg upp- lagt. Sú ferð hefur því miður ekki verið farin en hjá mér er ekki minnsti efi að ég hefði fengið góðar móttökur hjá honum og Ásu. Vagn var hárskurðarmeist- ari og hafði umsjón með her- raklippingum á hársnyrti- deildinni. Síðan ég hóf kennslu í IH 1999 fór ég reglulega í hárklippingu í skólanum okkar og Vagn kom jafnan að þeirri klippingu til að leiðbeina nemendum að meira eða minna leyti og hann var svo laginn og gerði þetta svo vel, að ég sagði gjarnan við nemendur, þið verðið að láta Vagn kenna ykkur líka hvernig hann nuddar hár- svörðinn það er svo einstak- lega gott fyrir þann sem er í klippingu. Vagn var einstaklega nota- legur og ljúfur maður sem gott var að eiga samleið með á vinnustað, hann var einstak- lingur sem var gott að hitta á hverjum virkum degi árum saman, hann skilur eftir ein- göngu góðar og ljúfar minn- ingar. Guð styrki fjölskyldu hans. Henry Þór. Elsku mamma, mikið finnst mér óraunverulegt að þú sért ekki lengur hérna hjá okkur, seinustu dagar hafa verið mjög erfiðir án þín og skrýtið að geta ekki talað við þig. Fráfall þitt var mjög skyndilegt og eitthvað sem maður átti ekki von á, en það er huggun harmi gegn að þú ert komin til pabba sem ég veit að beið þín þegar þú komst heim og ég veit líka að þú beiðst eftir að hitta hann aftur. Aldrei heyrði ég þig kvarta um hlutskipti þitt, þ.e. að missa pabba og standa ein eftir með okkur systkinin, og það hefur alls ekki verið auðvelt að halda utan um allt það sem fylgdi því að vera nýflutt í hálfklárað ein- býlishús með okkur en með sanni má segja að þú stóðst þig Elín Magnúsdóttir ✝ Elín fæddist29. september 1941. Hún lést 10. júlí 2018. Útför Elínar var gerð frá Fossvogs- kirkju 20. júlí 2018. eins og hetja í þessu og kláraðir það með sóma. Það má segja með sanni að það var sama á hverju gekk að aldrei heyrði ég þig kvarta þó maður sæi að það tæki á. Eftir að þú veiktist hefur hug- urinn reikað um tímans rás og ég verð að segja að minningarnar eru mér óend- anlega dýrmætar og ég hefði svo virkilega viljað að þær yrðu fleiri, markmiðið var að klára meðferðina og fara til Edin- borgar í haust og bæta fleiri minningum í bankann eins og við töluðum um eftir að þú komst heim, ég trúi því að þú fylgist með þegar við förum og eins og Gunnar minn sagði þá verður mynd af þér tekin með í ferðina og við lyftum glasi fyrir þig en það verður ekki sterkt í glasinu ég lofa þér því. Þú elskaðir að ferðast og sagðir oft að þegar þú værir komin inn í vél og hún að tak- ast á loft og þú fyndir að dekk- in væru búin að sleppa braut- inni að þá liði þér svo vel og bara góðir tímar framundan í nýjum ævintýrum og hvers- dagsleikinn væri skilinn eftir. Alltaf varstu að gera eitthvað í höndunum og handverk þitt var umtalað fyrir hvað það væri fallega unnið og það var í raun alveg sama hvað þú gerðir það var allt sem lék í höndunum á þér og alltaf tókstu með þér eitthvað að gera í höndunum þegar þú fórst í ferðir bæði heim í sveitina þína og í aðrar ferðir. Enda var oft setið við á kvöldin eftir ferðir dagsins og gripið í handavinnu og rætt um daginn og veginn. Þú kenndir okkur að meta og njóta þess að gera eitthvað í höndunum og það hefur skilað sér sannarlega til okkar systkina. Þú varst einstök kona og ég segi að með sanni vann ég í lottói lífsins þegar ég fékk þig sem móður og ég veit að Halla og Gunnar hafa notið þeirra forréttinda deila lífi sínu með þér en það er ekki sjálfgefið í dag að svo sé. Ég þakka þér fyrir allt það sem þú hefur gefið mér, elsku mamma, og ég kveð þig með söknuði þangað til við sjáumst aftur. Þín dóttir, Erla. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi lið- ur, „Senda inn minning- argrein,“ valinn úr felliglugg- anum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við- hengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.